Morgunblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR 1978 27 Sigbjörn Eiríksson kennari—Minning F. 24. júlf 1925 D. 18. febrúar 1978 Sigbjörn Eiriksson var jarð- sunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 24. febrúar. Fyrir tæpu ári kenndi hann þess sjúkdóms er nú hefur hann að velli lagt. Sú viðureign var ekki ýkja löng, en þeim mun harð- ari var hún og óvægin á báða bóga. Hann gerði okkur samverka- mönnum sínum fljótt ljóst með hvaða hætti hann kysi að heyja þá baráttu. Við þá ákvörðun stóð hann til hinstu stundar. Minning- in um kjark hans og æðruleysi vekur tilfinningar sem ekki verð- ur með orðum lýst. Það er örstutt siðan Sigbjörn var á hverjum morgni mættur fyrstur manna til vinnu og skilaði sinu dagsverki undanbragðalaust sem jafnan endranær. Hvað gerir mann svo stóran? Hvaðan kemur manni slíkur sál- arstyrkur? Var það trúin á alvís- an Guð, þegin i veganesi frá ástríkum foreldrum í bernsku sem náð hafði slíkum þroska í brjósti fulltíða manns? Hann ræddi það aldrei við okkur, ég varð of seinn að spyrja hann sjálf- an. Sigbjörn fæddist að Refsmýri í Feilahreppi í Norður-Múlasýslu. Foreldrar hans voru Kristin Sig- björnsdóttir frá Ekkjufelli, en hún er nú á níræðisaldri, og Eirk- ur Sigurðsson kennari og bóndi frá Hjartarstöðum í Eiðaþinghá, en hann er látinn fyrir nokkrum árum. Sigbjörn var næstelstur fjög- urra systkina. Bernskusporin lágu víða um Hérað en „heima á Reyðarfirði" eins og hann sjálfur sagði oft liðu unglingsárin og þar bjó fjölskyldan er hann hélt úr foreldrahúsum, fyrst í Eiðaskóla og siðan i Kennaraskólann, en þaðan lauk hann prófi 1948. Að loknu kennaraprófi hóf Sog- björn starf við Laugarnesskóla i Reykjavík en fluttist þaðan að Langholtsskóla er hann var stofn- aður 1952. Þá var fjölskyldan sameinuð á nýjan leik, Eiríkur faðir hans hóf þar starf sama ár og höfðu þeir feðgar þá ásamt yngri sytkinunum hafið myndar- lega húsbyggingu að Drekavogi 8 þar sem verið hefur heimili fjöl- skyldunnar síðan. Ég veit að um svipað leyti rætt- ust dýrustu draumar Sigbjarnar er han kvæntist eftirlifandi konu sinni Guðlaugu Jónsdóttur fá Stokkseyri, stórglæsilegri ungri konu og hjartahlýrri eins og hann var sjálfur. Þeim hafa fæðst fimm heilbrigð og mannvænleg börn sem nú eru á aldrinum þriggja til tuttugu og fimm ára. Yngstur er Baldur, þá Eirikur, Birna, Kristin og elstur ér Guðjón. Sigbjörn var framúrskarandi kennari svo sem margir geta bor- ið um af eigin raun. Hann var gæddur óvenju fjölþættum hæfi- leikum til sálar og likama og jafn- vigur til allra verka svo af bar. Þeim sem kynntust honum var ljóst að engin tilviljun hafði ráðið vali hans á ævistarfi, svo nærri standa hugsjónir kennslustarfs- ins persónugerð hanns allri. En hann hlaut jafnframt að leggja gjörva hönd á margt og eignast margvisleg áhugamál ut- an skólans, enda varð raunin sú og reynsla hans og þekking orðin mikil og fjölbreytt. Það virtist líka sjálfsagt þegar á fyrstu starfsárum skólans er kennslukrafta vantaði i handa- vinnu að skólastjóri bæði einmitt Sigbjörn að setjast á skólabekk og læra til handmenntar sem hann og gerði. Það þurfti talsvert áræði hjá þeim hjónum að fórna þannig fé og tíma, heimilið ungt og hús- byggingunni varla lokið. Hann lauk handavinnukennaraprófi eftir tveggja ára nám. Ég vona að þau hjónin hafi aldrei séð eftir að i þetta nám var ráðist en hitt veit ég að Langholtsskóla var það mik- ið happ og hefur hann haft með höndum bæði verklega og bók- lega kennslu allar götur sðan. Sem fyrr segir hafur Sigbjörn starfað við Langholtsskóla frá upphafi eða meira en i aldarfjórð- ung. A þeim tíma hefur hann átt drjúgan þátt í að móta venjur skólans og innra starf, m.a. með því að annast nær alla fjölritun og útgáfu i skólanum á þessum tíma. Þar hafa hagar hendur hans og meðfædd snyrtimennska reynst skólanum ómetanlegur styrkur og borgarsjóði góður búhnykkur. Síðustu tíu sumur hefur Sig- björn starfað við Vinnuskóla Reykjavikur, hin síðustu sem yf- irkennari. I það starf lagði hann sína ásköpuðu alúð og ríkan metn- að af skólans hálfu. Sannarlega kom einstök lipurð hans og útsjónaarsemi þar í góðar þarfir. Ég vil leyfa mér í nafni allra þeirra er láta sig hag og heill þessara stofnana beggja, Lang- holtsskóia og Vinnuskóla Reykja- víkur, einhverju varða að bera fram alúðar þakkir við verkalok. A föstudaginn fylgdum við góð- um samferðamanni síðasta spöl- inn, sú ganga hefði mátt vera miklu lengri þvi með honum var gott að ganga, en hann kunni flestum betur þá Jist að létta öðr- um sporin. I meira en tuttugu ára sam- starfi kynntist ég því vel hve mjög hann bar heill og hamingju sinna nánustu fyrir brjósti en það breytti ekki því að þar var pláss fyrir fleiri. Sigbjörn var mannblendinn, glaðlyndur og greiðvikinn að eðl- isfari. Kannski var greiðviknin og hjálpsemin helsti ljóður á ráði hans, honum hætti til að gera sig ómissandi. Hann var fæddur með þeim ósköpum að hugsa fyrst' um aðra, röðin gæti alltaf komið að honum sjálfum síðar. Um þetta þýddi ekki að fást og varð það okkur er vildum teljast vinir hans til vand- lætingar á stundum. Að eðlisfari var Sigbjörn við- bragðsfljótur til orðs og æðis. En oft var það líka að hann tók sér góðan tíma og var þá ákaflega fastur fyrir, skýr og rökfastur og gekk ósjaidan i berhögg við rikj- andí tísku eða viðtekna skoðun meirihlutans. Varð okkur slíkur ágreiningur iðulega að gamanmáli og kennt um ættlægri sérvisku að austan. Fundum okkar Sigbjarnar bar fyrst saman í Langholtsskóla fyrir meira en tuttugu árum. Hann þá fær i flestan sjó með nokkurra ára starfsreynslu að baki, ég al- gjör nýgræðingur i erfiðu starfi. Stuðningur hans þá var mér ómet- anlegur og uppörvunin örlagarik og ég veit að fleiri hafa svipaða sögu að segja. Viðbrögð hans voru svo sjálfsögð og eðlileg að ég held hann hafi naumast vitað það sjálf- ur. Það er ljóst af þvi sem hér hefur verið sagt að hugur minn beinist einkum að þeim mikla og óbætanlega vissi er við starfsfé- lagar og skólinn hafa orðið fyrir við fráfall Sigbjarnar, því flest erum við með því marki brennd að hver er sjálfum sé næstur. Vissulega verður- skólinn ekki samur eftir sem áður og hollari vin og betri samverkamann get ég ekki hugsað mér. En hversu miklu meiri og sárari er ekki missir ástvinua hans, eiginkonu, barna, systkina og aldraðrar móð- ur? Ég' vil með þessum kveðjuorð- um votta þeim og þeirra nánustu innilega samúð. Veri Sigbjörn Eiríksson alltaf kært kvaddur, megi Guðs blessun fylgja minningu hans og ástvin- um um ókomin ár. Erling S. Tómassons. I nær 26 ár hefur Langholts- skóli starfað. Sigbjörn Eiriksson var einn af þeim kennurum, sem þá hófu störf i skólanum, og hefur kennt þar öll þessi ár. Kennslustörf hóf hann i Laug- arnesskóla haustið 1948, svo hann á nær 30 ára starfssögu í kennara- stétt. Okkur félögum hans, sem með honum hafa starfað lengur eða skemur, verður hann minnisstæð- ur fyrir svo margt. Við mjnnumst hans fyrir reglusemi og árvekni i starfi, hógværð i orði og athöfn- um, vandlátur um námsefni og verkefnaval handa nemendum sínum og stjórnsamur í kennslu- stofu, enda báru nemendur hans órofa traust og tryggð til hans sem kennara og foreldrum þeirra þótti vænt um að leita ráða þessa hógværa og Ijúfa manns. Hann átti auðvelt með að binda gleði sína á góðri stund í Iéttri kímni eða glöðum söng, enda var hann ágætur söngmaður. Hann var félagi i Karlakór Fóst- bræðra um langt skeið. Mér fannst oft, sem merkingin i nafni þess félags fremur en nokk- uð annað setja svip sinn á alla framkomu hans og viðmót við allt starfsfólk skólans fyrr og síðar. Hann mætti jafnan til starfa í skólanum fyrstur manna á virk- um dögum og alltaf reiðubúinn til að leysa úr hverskonar vanda þeirra, sem til hans leituðu, jafnt yngri sem eldri, með sömu hóg- værð og lipurð, sem honum var lagin. Sigbjörn var varkár í mati sínu á nýjum störfum eða stefnum, sem bárust inn í skólana og sótti námskeið, sem fjölluðu um nýjar námsleiðir og meðferð kennslu- tækja. Slíkt einkenndi störf hans í Langholtsskóla allt til þess dags, er hann varð fyrir nokkrum vik- um að hætta kennslu vegna þrot- inna starfskrafta. Ég minnist með ánægju og þakklæti samstarfs okkar öll liðin starfsár i Langholtsskóla, og einn- ig þeirra stunda sem við áttum saman með góðum félögum við veiðiár. Hann naut þess að vera úti í faðmi islenskrar náttúru með félögum sinum, — og einnig þar var hann góði leiðbeinandinn sem alltaf var tilbúinn til að aðstoða ekki siður en í skólanum. Þessa mæta drengs er ljúft að minnast, en erfitt að viðurkenna ?á köldu staðreynd að við fáum jkki lengur að njóta samvistar við áann. Samstarfsfólk Sigbjarnar Ei- ríkssonar kennara i Langholts- skóla þakkar honum af alhug fyr- ir samstarfið á liðnum árum og blessar minninguria um höfðings- lundaðan og hugljúfan dreng- skaparmann sem allra vanda vildi leysa til hinstu stundar. Um leið sendum við heimilinu hans að Drekavogi 8 og fjölskyldu hans allri okkar dýpstu samúðar- kveðjur og biðjum Guð að gefa þeim styrk i sárri raun. Ingimundur Ölafsson. Framhald á bls. 29 'GOOOfíi'EAR HJÓLBARÐAR FYRIR DRÁTTARVÉLAR STÆRÐIR: 600x16 6 strigalaga kr. 17.810.00 650x16 750x16 11.2-10x28 12.4-11x28 13.6-12x28 16.066.00 21.532.00 51.900.00 58.345.00 65.089.00 GERIÐ VERÐSAMANBURÐ----- Hafið samband við okkur eða umboðsmenn okkar sem fyrst. HJÓLBARÐAÞJÓNUSTAN, LAUGAVEGI 172 - SÍMI 28080 good'Iyear HEKLA HF. ~ Laugavegi 170—172 — Sfmi 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.