Morgunblaðið - 16.03.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.03.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1978 47 OLI BEN HEIM í APRÍL! MARKVÖRÐURINN snjalli, Ólalur Benediktsson, sem dvalið heíur í Svíþjóð og leikið með sænska liðinu Olympia frá Helsingborg, er væntanlegur alkpminn heim í apríl. Ólafur sagði í viðtali við blaðið í gær að hann myndi leika og æfa hér heima næsta keppnistímabil með sínu gamla félagi, Val. Hann kvaðst vera orðinn allgóður af meiðslum þeim, sem hann hlaut í vetur, og urðu þess valdandi að hann gat ekki tekið þátt í heimsmeist- arakeppninni með íslenska landsliðinu. Lið Ólafs, Olympia, á eftir að leika einn leik í 1. deildinni sænsku, á sunnudag, og er þá Ieikið við AIK, tapist leikurinn fellu.r Olympia niður í aðra dcild. Takist þeim að sigra leika þeir aukaleiki um rétt sinn í 1. deild. bað verður mikill fengur fyrir íslenskan handknattleik að fá ólaf heim. og þá ekki síst fyrir Val. - Þr. Valur slapp með skrekkinn VALSMENN sluppu heldur betur með skerkkinn, er þeir mættu Þór í bikarkeppni KKÍ á Akureyri á þriðjudagskvöldið. Fyrirfram hafði verið búizt við. að Valur myndi ekki verða í miklum vandræðum með að tryggja sér sæti í undanúrslitunum, en annað varð uppi á ‘æningnum. Þórsarar höfðu yfirhöndina allan leikinn þar til í lokin, er Rick Hockenos skoraði sigurkörfuna fyrir Val, 74i73. 5 sekúndum fyrir leikslok fengu Þórsarar þó gullið tækifæri til að sigra í leiknum. er Jón Indriðason fékk 3 vítaskot, en honum brást bogalistin í öllum tilraununum þremur og sigurinn féll Valsmönnum í skaut. Ef til vill hefur það riðið baggamuninn í þessum leik að Valur tók tíma áður en Jón tók vítin í lokin. AUOVELT HJA EVRÓPULIÐINU EVRÓPSKIR frjálsíþróttamenr sigruðu bandaríska með miklum yfirburðum í keppni Evrópu og Bandaríkjanna í Mflanó í fyrra- kvöld. Evrópa vann 16 greinar í keppninni. Bandarikin aðeins 5. Bandarikjamenn mættu ekki með sitt bezta lið til þessarar keppni og töpuðu samanlagt 14L80. I kúluvarpinu sigraði A1 Feuer- bach með því að kasta 20.39, en Capes varð annar með 20.01. Herman Frazier vann 400 metra hlaup karla og náði bezta tíma ársins, er hann rann skeiðið á 46.68. Franklin Jacobs frá Banda- ríkjunum sigraði síðan í hástökk- inu með því að stökkva 2.26, en heimsmethafinn nýi, Yashenko, var meðal áhorfenda. Hann vildi hvíla sig eftir átökin á sunnudag- inn er hann fór yfir 2.35 metra fyrstur hástökkvara í heiminum. Athyglisverðasta keppni kvölds- ins var í þrístökkinu á milli Piskulin frá Sovétríkjunum og Ron Livers frá Bandaríkjunum. Livers hafði forystuna fram að síðasta stökkinu, en þá náði Piskulin að stökkva 16,95 metra og tryggði sér sigur. Keppnisfólk frá A-Evrópu sigraði í 11 greinum á mótinu og virtist ekki þurfa að hafa mikið fyrir því að gera betur en bandaríska keppnisfólkið. Leikurinn byrjaði ekki gæfulega hjá Val, þar sem flugvél, sem flutti fjóra af leikmönnum liðsins, seink- aði og Valsmenn þurftu að hefja leikinn án þessara leikmanna, þeirra Torfa Magnússonar, Kristjáns Ágústssonar, Ríkharðs Hrafnkelssonar og Gústafs Gústafssonar. Þór náði strax yfirhöndinni og í hálfleik var staðan 38:31 þeim í vil. Eins og áður sagði höfðu Þórsarar yfir allt þangað til í lokin og um tíma í síðari hálfleiknum var forysta þeirra 10 stig. Þeim tókst þó ekki að fyigja þessu eftir og vonin um sigur hvarf endanlega, er Jón brenndi vítaskotunum af í lokin. Það verða því Valsmenn, sem mæta KR í undanúrslitunum á miðvikudaginn í næstu viku í Iþróttahúsi Hagaskólans ög ÍS og UMFN leika í íþróttahúsi Kenn- araháskólans næsta þriðjudag. Stig Þórs: Mark Cristiansen 31, Eiríkur 16, Jón 12, Ólafur 10, Þröstur 4. Stig Vals: Hockenos 23, Torfi 12, Kristján 10, Helgi G. 9, Lárus 8, Hafsteinn 6, Ríkharður 3, Helgi 3. — ÁG/—Sigb. G. STAÐAN Staðan í 1. deild kvenna er nú pessi: ÍS 4 4 0 213:172 8 KR 4 3 1 226:184 6 ÍR 3 0 3 150:190 0 Þór 3 0 3 107:150 0 Staftan í 1. daild karla: KR 13 12 1 1193:1007 24 91,8:77,5 144 UMFN 13 11 2 1206:1018 22 924:78,2 14,6 Valur 12 9 3 1041: 928 18 884:774 94 ÍS 12 9 3 1100:1024 18 91,7454 64 ÍR 13 5 8 1106:1174 10 85,0404 +5,3 Þor 13 3 10 954:105« 6 73,4:51,2 +75 Fram 13 2 11 983:1099 4 75,554,5 *«,9 Ármann 13 0 13 1030:1309 0 79,2:100,7+214 SILFURLEIKUR í KÖRFU í KVÖLD? ÍS OG Valur. tvö af toppliðunum í 1. deild í körfuknattleik, leiða saman hesta sína í íslandsmótinu í kvöld. Leikurinn fer fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans og hefst kl. 20.00. Þó að bæði liðin hafi endaníega misst af Islandsmeistaratitlinum í ár, er ekki vafi á, að hart verður barizt, því að enn eiga liðin möguleika á að hljóta silfurverð- launin í mótinu, en það lið sem tapar í kvöld missir af þeim möguleika og lendir annað hvort í þriðja eða fjórða sæti, það veltur allt á úrslitum leikja í síðustu umferðinni, sem fram fer um næstu helgi. Þá mætast m.a. KR og ÍS og Valur og UMFN. Það eru því margir stórleikir framundan í körfunni og sá fyrsti er sem sagt í kvöld og víst er, að marga fýsir að sjá snillingana Dirk Dunbar, ÍS, og Rick Hockenos, Val. 60 BORN í SVIGI OG STÓRSVIGI Reykjavíkurmótið á skíð- um í barnaflokkum fór fram í Skálafelli á sunnudag og sá skíðadeild KR um mótið. Keppt var í svigi og stór- svigi. Blíðskaparveöur var og færi mjög gott. Um 60 keppendur voru skráðir til leiks og luku flestir keppni. Helstu sigurvegarar urðu. í flokki stúlkna 10 ára og yngri sigraöi Bryndís Viggósdóttir KR, í svigi og stórsvigi. í flokki drengja 10 ára og yngri sigraði Kristján Valdi- marsson, ÍR, í stórsvigi en Sveinn Rúnarsson, KR, í svigi. í stúlknaflokki 11—12 ára sigraðí Þórdís Jónsdóttir, KR, í svigi og stórsvigi en Ásmundur Þórðarson, KR, í svigi og stórsvigi. UNDRABÖRN IIÁSTÖKKS- INS — Á myndunum sjást þeir tveir hástökkvarar. sem mest hafa komið á óvart í þessari skemmtilegu grein á síðasta ári. Ilinn 19 ára gamli Vladi- mar Yaschenko gerði sér lítið fyrir og stökk 2.35 metra á Evrópumótinu innanhúss á sunnudaginn og sést honum vel fagnað á neðri myndinni. Franklin Jacobs frá Banda- rfkjunum er aðeins 1.73 sm á hæð. en hann leikur sér að því að stökkva yfir 2.20 í hástökki og á reyndar bezt 2.28 m. en myndin að ofan er einmitt af honum í því stökki. 3. deild karla í handknattleik: BREIÐABLIK VANN TÝSARA I INNBYRÐIS viðskiptum priggja efstu liöanna léku Breiðablik og Týr á sunnudaginn að Varmá. Breiöablik sigraði með 20 mörkum gegn 18 og bætti pannig verulega stöðu sína í keppninni um 1. og 2. sætið. Þór og Týr eiga eftir aö leika sín á milli, á skírdag, og bæði eiga eftir að fá Dalvíkinga í heimsókn. Breiðablik á hins vegar eftir 4 leiki á Varmá, við Dalvíkinga á laugardaginn kemur, Aftureldingu á priðjudag eða miövikudag, Akurnesinga og Keflvíkinga. Dalvík — Aftureldind 26:27. Björgvinsson og Einar Georgsson 3 Leikurinn var í heild slakur og þa hvor. sérstaklega varnarleikur beggja liða, en þokkalegum leik brá þó fyrir af og til. Ekki verður neinum einum leik- manni hælt öðrum fremur, en þess aöeins getið, að koma Halldórs Rafnssonar í Dalvíkurliðið hefur eflt liðið verulega og sannaðist það í þessum leik, að lið Dalvíkinga er að veröa til alls víst, er mun betra seinni hluta vetrarins en fyrir áramót. Keflavík — Týr 16:19. Týrarar voru sterkari en Keflvíkingar, en munurinn minni en ætlað hafði verið. í leikhléi stóð 8:10, en í seinni hálfleik jöfnuöu Keflvíkingar fljótlega og síöan var leikurinn í járnum allt fram á lokamínúturnar, þegar Týrarar sigu yfir, mest fyrir framtak Sigurláss, sem lét liðsmenn Keflavíkur aldrei í friði, þótt þeir hefðu á honum sérstakar gætur. Fyrir Tý skoraði Sigurlás Þorleifsson 6 mörk, Þorvarður Þór- oddsson, góður línumaður, einnig 6 mörk, og Páll Guðlaugsson 4. Fyrir lið Keflavíkur skoraöi Grétar Grétars- son mest, 6 mörk, en Sigurður Breiðabiik — Týr 20:18. Þessi leikur var á köflum hálfgerður darraðardans, en þó yfirleitt vel leikinn, einkum af hálfu Blikanna, sem sýnda í þessum leik, að þeir eiga á aö skipa liði, sem í er mikil breidd og jafnræði. Með aukinni leikreynslu þessa unga liðs, sem að mestu kom úr 2. aldursflokki í fyrra, verður gaman að sjá til þess. En þessir kostir Breiðabliksliösins breiddin og jafnræðið, færðu því umfram annað sigur í þessum leik. Lið Týs er mjög misjafnt og stendur og fellur með einum leikmanni, Siguflási Þorleifs- syni, sem er jafnvel stórerfiður, þótt hann sé tekinn úr umferð, brýst úr gæslu með geysilegum krafti, alltaf ógnandi. Þetta sést ma. af því, að hann skoraði helminginn af mörkum Týs í þessum leik, þótt hann væri lengst af með „yfirfrakka". Týr á þó fleiri góða leikmenn, en síðan aðra mun lakari. Blikarnir tóku strax forystu í leiknum, sem hélst síöan til enda, munurinn var allt upp í 5 mörk, en minnkaði síöan á milli allt niður í 1 mark. Þannig skildi 1 mark í leikhléi 9:8. Og seinni hálfleikinn vann Breiöablik einnig með einu marki. Eins og fyrr segir lék lið Breiðabliks sem ein heild, þar sem allir stóðu fyrir sínu, bæöi í sókn og vörn. í sókninni var Theodór Guðfinnsson þó hættu- legastur framan af, með nákvæmar neglingar, skoraði alls 5 mörk, en í seinni hálfleik tók Hannes Eyvinds- son við, skoraði 4 mörk úr vinstra horninu, en annars skorar hann mest með lúmskum undirskotum. Þá skoraði Kristján Gunnarsson 4 mörk. í vörn batt Árni Tómasson liðið mjög saman og markverðirnir báðir, Grét- ar Eyþórsson og Kristján Andrésson, vörðu mjög vel. Af Týrurum var Sigurlás Þorleifsson, sem fyrr var lýst, í sérflokki í þessum leik. STAÐAN Þór, Eyjum 12 9 2 1 267:225 20 Týr, Eyjum 12 8 1 3 247:213 17 Breiðabl. 10 7 1 2 243:213 15 Aftureld. 13 7 0 6 295:292 14 Akranes 13 6 0 0 268:267 12 Njarðvík 13 3 2 8 248:265 8 Keflavík 13 3 0 10 247:314 6 Dalvík 10 2 0 8 221:258 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.