Morgunblaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 19. MAI 1978 Alþingishverfi í miðborginni: „Nýting gamalla húsa í samspili við nýbygging- ar á sögufræðum stað” Hugmyndir starfshóps arkitekta um framtiðarstarfsaðstöðu Alþingis kynntar FORSETAR Alþingis, Ás- geir Bjarnason, Ragnhildur Helgadóttir og Þorvaldur Garðar Kristjánsson, boð- uðu til blaðamannafundar í gær um byggingarmögu- leika Alþingis á lóðum þingsins milli Kirkjustrætis og Vonarstrætis. Á fundin- um voru kynntar hugmynd- ir, sem starfshópur arki- tekta embættis húsameist- ara hefur sett fram um, hvern veg leysa megi hús- næðismál Alþingis, bæði með nýtingu núverandi hús- eigna á framangreindu svæði og byggingu nýbygginga. Hugmynd arkitektanna, sem felur í sér nokkra valkosti, byggir í aðalatriðum á því að Alþingi nýti þann húsakost, sem er á athugun- arsvæðinu, ásamt nýbyggingum, sem smám saman muni fylla í óbyggð skörð og tengja ný og gömul hús saman. Yrði Alþingi þannig með aðstöðu í mörgum húsum, eins konar Alþingishverfi, í stað aðstöðu í aðeins einni þingbyggingu. Myndi það skapa þinginu nokkra sérstöðu, ef börið er saman við hliðstæðar stofnanir erlendis. Einnig skapaði það íhug- unarvert fordæmi um nýtingu gamalla húsa í samspili við nýbyggingar á sögufrægum stað, eins og segir í fréttafilkynningu forsetanna. Hugmynd þessi að þróunar- eða skipulagsáætlun fyrir Alþingis- hverfi í kvosinni milli Tjarnar og sjávar, í miðborginni, er að sjálfsögðu háð síðari ákvörðunum Alþingis. Aðdragandi hennar var sá að vorið 1977 fólu forsetar Alþingis húsameistara ríkisins að gera úttekt á byggingarmöguleik- um Alþingis, á framangreindum lóðum. Húsameistari stofnaði til starfshóps meðal arkitekta em- bættis hans, sem unnið hefur að athugun á skipulagi svæðisins og fjallað um lóðir og þær byggingar, sem fyrir eru á svæðinu. Síðan var svo sett fram tillaga um, hvern veg leysa mætti húsnæðismál Alþing- is, sem framan segir. Hugmyndin byggir á því að Alþingi skuli haldið í hjarta höfuðborgar, bæði vegna sögulegra raka og þess að staðsetningin er góð og verður það um langa framtíð, m.a. með tilliti til yfirstjórnar athafnalífs, fjár- mála og stjórnsýslu íslenzka ríkis- ins, eins og segir í fréttatilkynn- ingunni. Hefur af þessum ástæð- um þótt eðlilegt við skipulagningu hins gamla miðbæjar í Reykjavík að ætla Alþingi framtíð á þessu svæði, og er það enn einu sinni staðfest við endurskoðun aðal- skipulags Reykjavíkur fyrir næstu 20 árin, sem skipulagsyfirvöld Reykjavíkurborgar samþykktu á árinu 1977. Hugmyndir arkitekt- anna eru í samræmi við þetta aðalskipuiag að sögn viðkomandi arkitekta, sem mættir voru á blaðamannafundinum. Auk Harð- ar Bjarnasonar, húsameistara ríkisins, og Garðars Halldórssonar yfirarkitekts, sem leitt hafa verk þetta, hafa eftirtaldir arkitektar starfað að tillögugerðinni: Birgir Breiðdal, Guðl. Gauti Jónsson, Gunnar S. Oskarsson, Jörundur Pálsson, Magnús K. Sigurjónsson og Sigurður Gíslason. Greinargerð þeirra skiptist í 3 kafla: 1) Söguleg minnisatriði, 2) úttekt á núverandi stöðu og 3) þróunarmöguleikar. Verður gerö nánari grein fyrir henni í Mbl. næstu daga. Hér verður að lokum Yfirlitskort er sýnir hugsaða nýtingu eldri húsa og nýbygging- ar, sem myndað geta starfsvett- U vang Alþingis á næstu áratugum. Tl LLOGUGERÐ YFIRUTSBLAÐ I BLAÐ 3 SKYRINGAR: • NYBYGGING (MiN.) - ELDRI HÚS VERÐI NOTIH) □ • NyriNG ELDfll tlUSA EÐA • MOGUlfG NÝ8VGGING VEROI ELDRI HÚS RIFIN TENGSL MILLI BYGGINGAREININ 0 □ D TENGSL VIO STÆKKUN/ ELDRI B Ah FJQLDI HÆÐA ALþlNGI Lódir og aukinn húsakostur Mkv. 1:500 Janúar 1978 mJ Luxemborg er friðsæll töfrandi ferðamanna- staður, mótaður af frönskum og þýskum menningaráhrifum - þar sameinast franska glaðlyndið og þýska nákvæmnin. Þar sem landið er lítið, er stutt að skjótast til ýmissa stórborga í nágrannalöndunum. Þannig er 25 mínútna akstur til borgarinnar Trier í Þýskalandi og klukkustundar akstur til Koblenz, sem stendur þar sem frægustu fljóta- héruð Evrópu sameinast, á mótum Mosel og Rínar. Luxemborg - einn fjölmargra staða í áætlunarflugi okkar. FLUCFÉLAC LOFTLEIDIfí ÍSLANDS i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.