Morgunblaðið - 14.06.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.06.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1978 af mér störf- um að læknisráði — segír Hörður Bjamason húsameistari ríkisins „ÉG er nú í nokkurra mánaða vcikindafríi og það er samkvæmt la'knisráði að cg létti nú af mér störfum og sejfi embættinu lausu frá ok með næstu áramótum,“ sagði Hörður Bjarnason húsa- meistari ríkisins í samtali við Mbl. í sa'r en það starf hefur nú verið auKlýst laust til umsóknar. „Eg var skrifstofustjóri skipu- lagsnefndar ríkisins frá 1937 til 1944,“ sagði Hörður, „og þá skipaður í embætti skipulags- stjóra ríkisins og húsameistari frá 1954. Svo styttist nú í það að ég falli fyrir aldursmörkunum, en ég reikna með að hafa einhverjum sérverkefnum að sinna fyrir það opinbera þessi tvö ár, sem mig Iförður Bjarnason vantar í sjötugt." Fyrsta sölusend- ing af perlusteini FYRSTA sölusending á íslenzk- um pcrlustcini fer innan skamms með Laxá til Svíþjóðar en hér er um að ræða 30 tonn af pcrlustcini Stolið bílhluta í Lækjargötu um miðjan dag BÍRÆFINN þjófnaður átti sér stað um miðjan dag í gær í Lækjargötu í Reykjavík er grilli framan af bifreið var stolið þar sem bifreiðin stóð á bílastæði við Sænska frystihús- ið. Hafði grillið og luktarhring- ir verið skrúfaðir af þegar eigandi bílsins kom að vitja hans að loknum vinnutíma kl. 5, en kl. 1 var bílnum lagt á stæðið. Bifreiðin er Cortina árgerð 1973, dökkgrá að lit og eru þeir sem hafa veitt athygli mannaferðum við bílinn beðnir að láta lögregluna vita. frá Perlusteinsvinnslunni. Nokkrar tiiraunasendingar hafa farið til Danmerkur og Svíþjóðar áður, en þetta er liður í því að koma þessari vinnslu á fót samkvæmt upplýsingum Kristjáns Friðrikssonar forstjóra sem hefur ásamt ýmsum aðilum unnið að framgangi málsins. Fyrirtæki til að vinna perlustein úr Prestahnjúk hafa verið stofnuð í Borgarnesi, á Akranesi og í Hveragerði og á Selfossi, en sameiginlega vinna þessi fyrirtæki að undirbúningi hráefnisvinnslu undir heitinu Perlusteinsvinnslan. Söluverðið á tonninu í tilrauna- sendingunni er 55$, en Kristján kvað það óraunhæft verð enda of lágt til þess að líklegt væri að vinnslan borgaði sig. Að undan- förnu hefur tilraunavinnsla farið fram á Akranesi þar sem Sements- verksmiðjan hefur hlaupið undir bagga með þeim sem eru að reyna að þoka perlusteinsmálinu áfram, en Kristján kvað þá vonast eftir einhverjum stuðningi viðkomandi sjóða til þess að halda þessum tilraunum áfram. Rainbow Warrior á ytrihiifninni í gær. I baksýn er norska skemmtiferðaskipið Vistafjord og bakborðsmegin við Rainbow Warrior er dráttarbáturinn Magni. Ljásm. mm. Friftþjófur Leitaði hafnar með bilaða talstöð: „Hefjum að aðgerðir nýju í dag” „ÁSTÆÐAN fyrir því að við komum í land er að talstöðin hjá okkur var biluð og eins þurftum við að láta líta á siglingatæki. Nú er búið að lagfæra þetta og höldum við á miðin á ný í.dag kl. 9 árdegis, og þá hefjum við aðgerðir að nýju,“ sagði David McTaggard leiðangursstjóri á skipi Greenpeacesamtakanna, Rainbow Warrior, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Það áttu fæstir von á Rain- bow Warrior til Reykjavíkur, þar sem skipverjar höfðu lýst því yfir að þeir myndu ekki leita hafnar hér af ótta við að verða kyrrsettir á íslandi. Að sögn McTaggards eru skipverjar nú búnir að reyna öll tæki um borð og sagðist hann reikna með að þeirra aðgerðir hæfust nú fyrir alvöru. Annars var hann hálfefins um árangur- inn, þar sem hvalbátarnir gengju mun meira en Rainbow Warrior, og því gæti það orðið þpim Greenpeace-mönnum þrautin þyngri að nálgast þá. Sigurjón Pétursson: Tillagan sýnir með hvaða hætti við treystum okkur til að efna gerðan samning — hefði talið meiri jafiilaunastefiiu heppOegri, segir Kristján Benediktsson „Reykjavíkurborg hefur gert samning við sitt starfsfólk um verðbætur á laun. Þessi tillaga sýnir með hvaða hætti við treyst- um okkur til að efna þann samning sem við höfum gert“. sagði Sigurjón Pétursson borgar- fulltrúi Alþýðubandalagsins er tillaga mcirihlutaflokkanna í borgarstjórn í vísitölumálinu var kynnt á blaðamannafundi i gær. „Astæða þess að ekki er unnt að Guðrún Helgadóttir í stjórn BSRB: Greiðir atkvæði .gegn afnámi kjaraskerðingar í áföngum A FUNDI stjórnar BSRB í gær var samþ.vkkt einróma. með atkvæðum allra 11 stjórnar- manna samkvæmt upplýsing- um Kristjáns Karlssonar. for- manns BSRB. ályktun þar sem m.a. er talið að afnám kjara- skerðingar eigi ekki að koma í áföngum. hcldur beri strax að standa við löglega gerða kjara- samninga. Guðrún Helgadóttir borgaríulltrúi Alþýðubanda- lagsins á sæti í stjórn BSRB og greiddi framangreindu at- kvæði cn lét um. leið gera bókun. þar sem fram kemur að hún fellst á í borgarstjórn tillögu borgarstjófnarmélrl- hlutans um að kjarasamn- ingarnir taki gildi í áföngum. Segir ágreining hafa verið innan meirihlut- ans í borgar- stjórn um gildistöku strax eða í áföngum Guðrún Helgadóttir í borgarstjórn: Guðrún Ilelgadóttir þar sem „ekki náðist samkomu- lag um gildistöku strax innan meirihlutaborgarstjórnar.“ Bókun Guörúnar á stjórnar- fundi BSRB í gær fer hér á eftir: „Eg hefi sem borgarfulltrúi hins nýja meirihluta fallist á að kjarasamningarnir taki gildi í áföngum þar sem ekki náðist samkomulag um gildistöku strax innan meirihluta borgar- stjórnar. Það breytir ekki þeirri skoðun minni, að kjarasamn- ingar skuli ævinlega virtir, sem er grundvallaratriði allrar verkalýðsbaráttu. Ég tel ákvörðun borgarráðs þýðingarmikið svar við afdrátt- arlausri kröfu B.S.R.B. og ann- arra launþegasamtaka um gild- Framhald á bls. 18 Greidir atkvæði meó afnámi kjaraskerðingar í áföngum greiða fullar vísitölubætur á öll laun strax cr erfið fjárhagsstaða borgarinnar,“ sagði Sigurjón. Þegar spurt var, hvort fulltrúar núverandi meirihluta hefðu ekki vitað um þessa erfiðu fjárhags- stöðu fyrir kosningar, svaraði Björgvin Guðmundsson borgar- fulltrúi Alþýðuflokksins: „Ekki svo glöggt." Sigurjón Pétursson sagði að venjan væri að greiðsluáætlun væri gerð um þetta leyti árs og þá lægju hlutirnir örugglega fyrir. „Við stöndum nú andspænis þeirri staðreynd að það eru ekki til peningar til að greiða fullar verðbætur á öll laun strax en hins vegar munum við frá og með næstu áramótum, þegar við gerum okkar eigin fjárhagsáætlun, standa við þá samninga, sem Reykjavíkurborg hefur gert.“ Kristján Bénediktsson kvaðst vilja taka fram að „við sem sátum í borgarráði vissum að staða borgarinnar var erfið og það er ekkert sem kemur mér nú á óvart í þeim efnum. Og þó ég standi heilshugar að þessari tillögu sem er samkomulag þriggja flokka,“ sagði Kristján, „þá vil ég taka það fram að ég hefði talið heppilegra að vísitölu- hækkunin næði ekki alveg upp í toppinn, heldur aðeins krónu- hækkun og það yrði skorið svolítið ofan af toppnum með fullar vísitölubætur. Þessi áfstaða er í samræmi við jafnlaunastefnu Framsóknarflokksins." Björgvin Guðmundsson sagði að þessi tillaga væri að hans mati heppileg lausn og „mér mjög að skapi, að leysa vanda hinna lægstlaunuðu fyrst." Sigurjón Pétursson sagði að það væri skoðun Alþýðubandalagsins að við gerð kjarasamninga ætti að Framhaid af bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.