Morgunblaðið - 09.07.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.07.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JULI 1978 39 r á Jenna Jensdóttir Geysiharður árekstur í Breiðholti GEYSIIIARÐUR árckstur varð milli tveKgja bíla á mótum Álfabakka og Stckkjarbakka í Breiðholti laust eftir klukkan 10 á föstudagsmorgun. Þrcnnt sias- aðist í árekstrinum og báðir bflarnir eru stórskemmdir. Willysjeppi ók norður Stekkjar- bakka og Taunusbíll vestur Álfa- bakka. Ökumaður jeppans tók ekki eftir því að biðskylda var við Álfabakkann og ók hann rakleitt inn á götuna og í hlið Taunusbíls- ins. Höggið var mjög mikið og kastaðist Taunusinn út í móa. Jeppinn snerist í hring og farþegij sem í honum var, hentist út. I jeppanum voru tveir menn og einn í fólksbílnum og var fólkið flutt á slysadeild Borgarspítalans. öku- maður fólksbílsins var talsvert slasaður en hinir tveir voru minna slasaðir. Blöndumrtæki fyrir böó, eldkits, kknastofur, mnmókmrstofur, skó/a oghótd. Byggingavörur Sambandsins Suóurlandsbraut 32 • Simar82033 • 82180 Jenna Jensdóttir: 8. þing norrænna barna- og unglingabókahöfunda Noregi. Og hefði fulltrúi barnaefn- is í Ríkisútvarpinu jafnan verið á undan að koma auga á góðar, erlendar bókmenntir og látið þýða þær og lesa í útvarpið. Síðan hefðu þær verið gefnar út og undanfarin ár hefðu þessar bækur, sumar hlotið þýðingarverðlaun á Islandi. Um heimsvaldastefnu í alþjóða- barnabókmenntum töluðu einnig þær Mette Newth og Eva Vahl- bert. Eftir hádegi talaði Antti Jalava um málaerfiðleika minnihluta- hópa. Umræðuhópar unnu yfir daginn. Margir búa sig til heim- ferðar í fyrramálið. Miðvikudaginn 21. júní verður almennur umræðudagur um m.a. samfélagsstofnanir — farskóla, skólabókasöfn, blöð, fjölmiðla, rithöfunda, forlög og foreldra. Uddevalla 20. júní 1978. Þingið hefur nú staðið yfir 4 daga. Rólegt þing. Dagskrá sunnu- daginn 18. júní hófst með erindi er Sven Wernström rithöfundur flutti, en hann hljóp í skarðið fyrir Rolf Knútsson, sem gat ekki mætt. Wernström hafði enga yfirskrift fyrir erindi sitt, sem ýtarlegar verður sagt frá hér síðar. Torben Weinreich flutti erindi um barna- bókamarkaðinn. Því næst töluðu Einar Okland og Kari Haijárfi. Ræðuefni þeirra var: Hinn vax- andi þrýstingur. Framgangur af- þreyingabókmennta og þjóðsagan um valfrelsið. Flestir fyrirlestrar á þinginu eru stuttir. Þennan morgun byrjaði hópur- inn kl. 11 en þátttakendum hafði verið skipt niður í umræðuhópa áður en þingið hófst. Til þess að gefa nokkrar hug- myndir um hópvinnuefnið, skal hér getið um það sem rætt var fyrsta daginn. 1. Hvað eru gróðasjónarmið? a) Hvenær lætur rithöfundur stjórnast af gróðahyggju? b) Hvar liggja mörkin hjá útgefendum milli gróðasjónarmiða og menningarlegrar ábyrgðar? 2. Hvernig virka hinar ýmsu útbreiðsluaðferðir á bókmenntum sem „slá í gegn“? 3. Eru til ónotaðar aðferðir, sem hægt væri að nýta til útbreiðslu á góðum bókmenntum? Seinniæart sunnudagsins voru þessar spurningar lagðar fyrir umræðuhópana: 1. Hvaða valfrelsi hefur rithöfund- urinn? 2. Hvaða valfrelsi hefur útgefand- inn? 3. Hvaða valfrelsi hefur barnið — lesendurnir? Mikið var rætt í hópunum og voru Svíar þar áberandi, enda í miklum meirihluta á þinginu. Niðurstöður hópvinnu verða ræddar síðasta dag þingsins. Tvö erindi voru flutt seinnipart sunnu- dagsins: Börn vilja lesa skemmti- legar bækur, flutt af Kerstin Rinsten Nilsson. Og Gunilla Lund- gren talaði um bókaverkstæði fyrir börn. Mánudaginn 19. júní byrjaði þingið með erindi er Ake Lund- quist flutti: Hugmyndafræðilegt mynstur í æsingabókmenntum. Susanna Ekström talaði um myndabókina sem leikfang. Og Stefan Mahlquist um afþreyingar- bókmenntir. Eftir hádegi skiptust þátttakendur í umræðuhópum, þannig að nr. 1 í hverjum hópi voru saman o.s.frv. Síðan var rætt um það sem áður hafði verið niðurstaða umræðu hjá fyrri hópum. Hver hópur hafði í byrjun þings fengið bækur til lestrar og umfjöllunar, var þar um að ræða glæpa- afþreyingar- og „seríu“ bækur. Seinnipart mánudags var síðan farið í bátsferð um Byfjörð- inn. Þriðjudaginn 20. júní var efni dagskrár: Menningarheimsvalda- stefnan og alþjóðabarnabók- menntir. Fyrst flutti Silja Aðalsteins- dóttir stutt erindi. Lagði hún fram „skema“ ?rá rannsóknum sínum um útkomu íslenskra og þýddra barnabóka frá árinu 1900—1975 á íslandi. Var áberandi hve alvarleg fækkun er á útkomu íslenskra barnabóka um leið og þýddar bækur flæða yfir. Gerði Silja nokkra grein fyrir þeirri hættu er lélegar, þýddar barnabókmenntir hefðu í för með sér. Hún vakti athygli á því að ágætar bækur væru í meiri hluta frá Svíþjóð og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.