Morgunblaðið - 27.07.1978, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.07.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1978 35 imsm. Gunnar Páll Jóakimsson. Á FRJÁLSÍÞRÓTTAMÓTI í Troisdorf í Vestur-Þýzkalandi í fyrrakvöid sigraði Gunnar Páli Jóakimsson ÍR örugglega í 800 metra hlaupi. hljóp vegaiengdina á 1,50,2 mínútum. Er þetta hans langbezti árangur og aðeins sekúndubroti lakari tími en íslandsmetið. í þessu sama hlaupi varð Ágúst Ásgeirsson þriðji á 1,51,7 mínút- um, sem er persónulegt met. Vilmundur Vilhjálmsson KR sigr- aði í 100 metra hlaupi á 10,6 sekúndum. Loks keppti Lilja Guðmundsdóttir ÍR í 1000 metra hlaupi og setti nýtt íslandsmet, 2.51.4 mínútur. Gamla metið átti hún sjálf, 2,55,0 mínútur. Gunnar Páll hafði forystu í 800 metra hlaupinu allan tímann og sigraði örugglega. Hann bætti tíma sinn stórlega, átti bezt áður 1.51.5 mínútur. Þetta var síðasta keppni ís- lenzka frjálsíþróttafólksins i Þýzkalandi að þessu sinni. Hópur- inn heldur nú til Umeá í Svíþjóð og keppir þar í Kalott-keppninni um næstu helgi. Greinilegt er að íslenzkt frjálsíþróttafólk er nú í góðri æfingu og má búast við skæðadrífu áf íslandsmetum í keppninni. - SS. Fóru eftir reglum UMFÍ VEGNA frásagnar af handknatt- leikskeppni landsmótsins á Sel- fossi skal tekið fram, að dómarar fóru eftir reglum UMFÍ þegar þeir létu varpa hlutkesti milli HSÞ og UMSK í handknattleiks- kepDni kvenna. • Við sögðum frá því fyrir skömmu síðan hér á íþróttasíð- unni að fimm ára gamall snáði hefði hlaupið maraþonhlaup. Hér sjáum við Iitlu hetjuna á fullri íerð í hlaupinu, hann heitir Bucky Cox. Til fróðleiks þeim sem ekki vita er maraþonhlaup 42 km og 200 metra langt, þetta er því mikið afrek og væri synd að segja að þeir byrjuðu ekki snemma í Bandaríkjunum. ísfirðingar æfa í Grikklandi ÍSFIRÐINGAR eru staðráðnir í því að komast upp í 1. deild í knattspyrnunni í ár og í því augnamiði hafa þeir ákveðið að fara í hálfs mánaðar æfinga- ferð til Grikklands á næstunni. Að sögn Ólafs Þórðarsonar, formanns knattspyrnuráðs ÍBÍ, fer 37 manna hópur til Grikklands 1. ágúst n.k. með Sunnu. Hópurinn, leikmenn og eiginkonur þeirra, dvelur ytra í hálfan mánuð. Verður æft tvisvar á dag flestalla daga undir stjórn Gísla Magnússon- ar þjálfara. Heim kemur hópur- inn 15. ágúst og strax daginn eftir leika ísfirðingarnir við efsta liðið, KR. Að sögn Ólafs borga leik- mennirnir ferðirnar sjáifir og hafa þeir farið ýmsar leiðir til fjáröflunar. Deynatil MaruCity? ÞAÐ ERU jafnan miklar hrær- ingar á ieikmannamarkaðinum á Englandi vikurnar fyrir keppnis- tímabilið. Ýmsar markverðar sölur eru ýmist búnar að eiga sér stað eða eru í bígerð. Vitað er að Tony Book, fram- kvæmdastjóri Man. City, hefur mikinn hug á að fá til liðs við sig pólska landsliðsfyrirliðann Kazimierz Deyna, en hann er nú orðinn 32 ára. Deyna er talinn einn besti miðvallarspilari í veröldinni. Þá er Book nánast búinn að tryggja sér Gerry Francis frá QPR, en hann hefur átt við þrálát meiðsli að stríða síðustu árin og lítið getað leikið. Francis var orðinn fyrirliði enska landsliðsins, 24 ára að aldri þegar aðskiljanleg- ir krankleikar tóku að hrjá hann. QPR hefur hins vegar keypt framherjann Rachid Harkouk frá Crystal Palace fyrir 150.000 sterl- ingspund og þeir hafa einnig fengið Colin Vijoen að lána frá bikarmeisturunum Ipswich. Til að fylla skarð Harkouks, keypti Palace Mick Elwiss, markaskorara frá Preston. Ýmsar hræringar eiga sér nú stað innan ensku knattspyrnu- félaganna, eins og venjulega er keppnistímabilið fer að nálgast. Horfur eru á því, að Manchester United selji tvo af fremstu sóknar- mönnum sínum, þá Stuart Pear- son, enska landsliðsmiðherjann og Jimmy Greenhoff, sem hefur ekki komist í liðið síðan Joe Jordan kom frá Leeds á síðasta vetri. Pearson fór fram á hagstæðari samning, en fékk synjun, sem er merkilegt fyrir þær sakir, að ýmsir af leikmönnum United eru með svipaðar tekjur og Pearson fór fram á í kröfum sínum. Ýmis lið hafa áhuga á þeim félögum, einkum Pearson, sem talinn er vera fremsti miðherji Engla. WBA og QPR munu að öllum líkindum berjast hvað harðst um að fá kappann til sín, en Birmingham er sagt hafa áhuga á Greenhoff, en gamli maðurinn hefur áður leikið fyrir félagið það. Birmingham hefur þegar tryggt sér írska landsliðsmanninn Don Givens frá QPR og borguðu þeir fyrir hann 150.000 sterlingspund. Blackpool, sem öllum á óvart féll niður í 3. deild á síðasta keppnis- tímabili, á í miklum fjárhags- kröggum og þeir hafa nú selt írska landsliðsmanninn Micky Walsh til Everton. Walsh er einn af skæðari framlínumönnum á Englandi og Everton fékk hann ekki gefins, heldur kostaði hann 325 þús. sterlingspund. Það er erfitt að ímynda sér hvaða stöðu Walsh tekur í liði Everton, sem hefur innan sinna vébanda leikmenn eins og Dave Thomas, Duncan Mckenzie, Bob Latchford og Gerge Telfer auk nokkurra mjög efni- legra unglinga. Everton keypti einnig nýlega Geoff Nulty frá Newcastle. Pwight Stones: „Þeir eru spilltir, eigin- gjarnirogsteinrunnir" HÁSTÖKKVARINN góðkunni Dwight Stones hefur nú dregió fyrir Hæstarétt í Bandaríkjunum mál sitt, sem fólgiö er í pví að áhugamannasamtök frjálsípróttamanna hafa svipt hann áhugamanna- rétti hans og má hann pví ekki keppa á mótum ætluðum áhugamönnum í framtíðinni. Þetta er til komið vegna pess að Stones græddi all mikla fjárfúlgu fyrir að koma fram í sjónvarpspætti fyrir nokkru og lét hann seðlanna renna til fjöfskyldufyrirtækis, en ekki til sérsambandanna eins og Samtökin fyrrnefndu óskuðu eftir. Stones segir, að samtökin séu spillt, eigingjörn og steinrunnin og að pau hafi ekkert umboð til pess að ráðskast með aura sem hann nælir sér í. Þrjár kunnar hlaupakonur voru einnig sviptar áhugamannaréttinum sínum við sama tækifæri, en pær koma hvergi nærri málaferlunum. • Njósnarar frá Köln eru vænt- anlegir hingað til að fylgjast með Karli Þórðarsyni og félögum hans í liði ÍA. Njósnarar skoða Ak- urnesinga ÞÝZKA meistaraliðið FC Köln hefur tilkynnt Akurnesingum að fulltrúar frá félaginu muni fylgj- ast með leik Akurnesinga og Fram á Laugardalsvellinum á þriðjudaginn. Þótt Þjóðverjarnir telji sér sigur vísan í ieik Kölnar og Skagamanna telja þeir trygg- ara að hafa allar upplýsingar um leikmenn Akurnesinga. Leika í Magdeburg AUSTUR-ÞÝZKA knattspyrnu- sambandið hefur tilkynnt að landsleikur A-Þýzkalands og ís- lands í Evrópukeppninni í knatt- spyrnu 4. október n.k. verði leikinn í Magdeburg. Þaðan eiga Islend- ingar góðar minningar því það var í Magdeburg sem íslenzka lands- iiðið gerði jafntefli við A-Þjóð- verja, 1:1, i undankeppni Heims- meistarákeppninnar sem frægt varð. Þá mun Valur sem kunnugt er mæta FC Magdeburg í Evrópu- keppni bikarmeistara í Magdeburg í lok september. Leikdagar ákveðnir MÓTANEFND KSÍ hefur ákveðið leikdaga í undanúrslitum bikar- keppni KSÍ. Þróttur og Valur leika á Laugardalsvelli þriðjudaginn 8. ágúst klukkan 19 og Breiðablik og Akranes leika á Kópavogsvelli miðvikudaginn 9. ágúst klukkan 19. Þá hefur leikur IBV og ÍBK í 1. deild verið settur á þriðjudaginn 15. ágúst klukkan 19. • Kazimierz Deyna kætist hér ógurlega eftir að hafa séð á eftir knettinum í mark ítala. Leikur kempan með Manchester City á komandi keppnistímabili? Dómaragrautur MBL VILL hér með leiðrétta spaugi- lega vitleysu sem kom fram í sambandi við leik FH og ÍBV á Kaplakrika á laugardaginn. í textan- um um leikinn er klifað á því að dómarinn heiti Sævar Sigurðsson, en í einkunnagjöfinni er það Arnar Einarsson sem fær einkunn fyrir dómgæslu sína. Hið rétta er, að Hreiöar Jónsson dæmdi leikinn og geröi þaö bara þokkalega. Ein dellan enn kom fram í frásögn af leik ÍBÍ og Þórs, en þar fullyrti Mbl. að Arnar Einarsson hefði dæmt, en þar var Hreiðar einnig á ferðinni. Af þessu mætti ætla, að okkur væri í nöp við Hreiðar og vildum ekki minnast hans einkum ef dómgæslan væri góð. Þetta er rangt. Þess má geta, aö Arnar hafði samband viö Mbl. og þakkaöi hann hóliö, þó aö hann ætti þaö í rauninni ekki skiliö. Þaö var sem sé Hreiöar sem dæmdi leikina tvo og ástæðu- laust aö fullyrða annað, ekki síst vegna þess að hann stóð sig vel í báöum tilvikum. -gg. Gunnar Páll ná- lægt meti í 800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.