Morgunblaðið - 29.07.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.07.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JULÍ 1978 15 Baldur Guðlaugsson: Kjarasáttmáli — fyr- ir og eftir kosningar Ósköp er þreytandi til lengdar að horfa upp á tilburði Alþýðu- flokks til að eigna sér höfundar- rétt að hugmyndum um svokall- aðan kjarasáttmála, þ.e. um samkomulag milli aðila vinnu- markaðarins og ríkisvaldsins um markmið og leiðir í efna- hagsmálum. Ymsir alþýðu- flokksmenn láta eins og þeir hafi fyrstir hérlendra manna uppgötvað einhver ný sannindi, einhver töfraráð til lausnar efnahags- og kaupgjaldsmálum. En því fer víðs fjarri. Kratar mega að vísu eiga það, að nafngiftin „kjarasáttmáli" er þeirra smíð, en hugsunin sem liggur til grundvallar er ekki ný af nálinni. Bæði síðasta ríkis- stjórn og ríkisstjórnir á undan þeim hafa reynt að ná sam- komulagi við verkalýðshreyfing- una um meginumgjörð efna- hags- og kaupgjaldsákvarðana. Og meira að segja hin örmu vinnuveitendasamtök hafa á undanförnum árum hvað eftir annað lagt til áður en til kjarasamninga hefur verið gengið, að aðilar vinnumarkað- arins og ríkisvaidið tækju upp þríhliða viðræður um sam- ræmda efnahagsstefnu, þar sem reynt væri að ná samkomulagi um samræmdar aðgerðir í ríkis- fjármálum, fjárfestingarmálum, peninga-, gengis og lánamálum og launa- og verðlagsmálum. Stundum hefur tekizt að koma á raunverulegu samráði aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins og stundum ekki. Því miður virðist svo sem þar hafi oft mestu um ráðið flokks- pólitísk afstaða verkalýðsfor- kólfa til ríkisstjórnar á hverjum tíma. í áliti svokallaðrar Verð- bólgunefndar, sem síðasta ríkis- stjórn skipaði haustið 1976 og lauk störfum í febrúarmánuði síðastliðnum, getur að líta kafla um nauðsyn samræmdrar efna- hagsstefnu. Þar eru settar fram ítarlegar tillögur um skipulagt samráð og samvinnu þeirra sem taka mikilvægustu ákvarðanir í efnahagsmálum þjóðarinnar af hálfu stjórnvalda annars vegar og aðila vinnumarkaðarins hins vegar. Lagt var til að sett yrði á laggirnar samvinnunefnd að- ila vinnumarkaðarins og stjórn- valda. í nefndarálitinu segir: „Nefnd þessi verði fastur vettvangur samstarfs og sam- ráðs í almennum efnahags- og kjaramálum og freisti þess að skilgreina meginlínur efnahags- stefnunnar og benda á leiðir til þess að tryggja samræmi í þeim aðgerðum, sem hver um sig ræður yfir. Niðurstöður nefnd- arstarfsins skulu síðan reglu- lega kynntar bæði almenningi og sérstaklega á Alþingi og á vettvangi hagsmunasamtak- anna. Verkefni nefndarinnar væri því að skilgreina meginþætti í efnahagsmálum og benda á, að hvaða marki fjármunum skuli varið til einkaneyzlu, samneyzlu og fjármunamyndunar hverju sinni. Jafnframt yrðu sett ákveðin markmið um stöðu landsins í viðskiptum við aðrar þjóðir, um atvinnustig og síðast en ekki sizt við ríkjandi aðstæð- ur um verðlagsþróun." Hér var m.ö.o. gerð tillaga um það, hvernig standa mætti að nokkurs konar kjarasáttmála. Ég sat nokkra fundi í Verð- bólgunefnd á sínum tíma og tel mig ekki vera að brjóta neinn trúnað, þótt ég skýri frá því að fulltrúar launþegasamtakanna og sumra stjórnarandstöðu- flokkanna virtust ekki ýkja spenntir fyrir samráði og sam- ræmdum ákvörðunum af þessu tagi og töldu útilokáð að miða launakröfur og launahækkanir við einhvern fyrirfram umsam- inn ramma. Að sjálfsögðu hlýtur viður- eignin við verðbólguna og við- leitni til að koma á jafnvægi í efnahagsmálum að vera undir því komin að samvinna takist milli helztu ákvörðunaraðila hagkerfisins. Þess vegna fylgja boðberum „kjarasáttmála" góð- ar óskir. En hitt verða menn að gera sér ljóst að kjarasáttmáli felur það í sér að þjóðarheildin og einstakir hagsmunahópar lagi kröfugerð sína og lífsstíl að framleiðslugetu, auðlindaundir- stöðu og ytra umhverfi þjóðar- búsins hverju sinni. Og eftir því verður tekið, hvort þeir sem nú eru ákafastir talsmenn eða fylgismenn kjara- sáttmála muni verða sjálfum sér samkvæmir í framtíðinni, án tillits til þess hvaða stjórnmála- flokkar standa að ríkisstjórn. 28.7.1978. Vilmundur Gylfason: SÍS er miðstýrð- ur — ólýðræðis- legur auðhringur Vilmundur Gylfason ólýðræðislegur auðhringur, sem lýtur fámennisstjórn og drottnar yfir lífi fóiks í smáu og stóru, er lýsing Vilmundar Gylfasonar alþingismanns á Sambandi íslenzkra samvinnu- félaga í grein sem hann skrifar í dagblaðið Tímann sl. miðviku- dag. Orðrétt segir Vilmundur um þetta efnit „Kerfi, sem svona er orðið til, er dæmt til þess að hafa ýmsa ónáttúru aðra. Það hefur byggt upp auðhring, kaupfélagavaldið, sem í hverju sveitarfélaginu um annað þvert hefur drottnað yfir lífi fólksins í smáu og stóru. Það hefur byggt upp miðstýrðan og ólýð- ræðislegan auðhring, SIS, þar sem forustumenn eru kosnir eftir þröngu þrepalýðræði, svo raunverulega má segja, að á toppnum sitji fámennisstjórn. Þessi auðhringur rekur hluta- félög. Hann tekur þátt í olíu- verzlun og hann er á bólakafi í hermangi...“ Vilmundur spyr síðan ýmissa spurninga. Hvers vegna er Reginn hf. hlutafélag? Af hverju „er Samvinnubankinn nú augljóslega flæktur inn í óþrifa- legt vandræðamál"? Er þetta samvinnuhugsjónin, sem fædd- ist í Þingeyjarsýslu í lok síðustu aldar, spyr hann að lokum, og svarar sjálfur: „Það held ég varla.“ (leturbr. hér.) Eftir þessa lýsingu Vilmund- ar Gylfasonar, alþingismanns, sneri Tíminn sér til ýmissa manna, m.a. Benedikts Gröndal, formanns Alþýðuflokksins og spurði: „Er SIS auðhringur?“ Benedikt sagði m.a.: „Ég tel að Benedikt Gröndal Árni Gunnarsson Þetta er ekki nógu gott, finnst mér. Benedikt Gröndal: Sambandið er ekki komið á villigötur fyrirtæki, sem er rekið eftir sönnum samvinnuanda, geti ekki flokkazt sem auðhringur — þótt það sé stórt. í grundvallar- atriðum tel ég að Sambandið sé ekki komið út á villigötur í því ekki, að það er stórt á okkar mælikvarða, en ég vil ekki nota þann mælikvarða, heldur upp- byggingu, tilgang, og að þeim mælikvarða flokka ég samband- ið ekki undir „auðhring“.“ fyrir sitt svið. Eg vil í því sambandi nefna ferðaskrifstofu- rekstur, flugfélagsrekstur og þátttöku í ýmsum fyrirtækjum, sem ekki eru tengd samvinnu- rekstrinum. Ég vil minna á smíði kexverksmiðju, sem mér virðist vera svo fullkomlega óþörf, að engu tali tekur. Ég hefi þá skoðun, að það þurfi að endurskoða frá grunni uppbygg- ingu samvinnuhreyfingarinnar, m.a. með það fyrir augum að breyta fyrirkomulagi á kjöri ráðamanna. Ég vil að það gerist með beinum kosningum, að ráðamenn Sambandsins verði kosnir beinni kosningu af félög- unum. Þetta svokallaða þrepa- lýðræði hjá Sambandinu veldur því, að mínu mati, með fullri virðingu fyrir þessari hreyfingu, að það safnast alveg ótrúleg völd í fárra manna hendur. Og það eru örfáir menn sem stjórna því hverjir fara með þessi völd. starfsemi sinni. íslendingar hafa með samvinnustarfinu lyft „grettistökum" í sinni efnahags- legu sjálfstæðisbaráttu, og sam- vinnuhreyfingin hefur gífurlega miklu hlutverki að gegna í dag. Enda þótt einstakir þættir ístarfi hennar kunni að vera umdeilanlegir. Ég vil þess vegna ekki flokka Sambandið undir það, sem er algengasti skilningurinn á orð- inu „auðhringur". Ég mótmæli Árni Gunnarsson, alþingis-. maður og ritstjóri Alþýðublaðs- ins, svarar Tímanum m.a. á þesa leið: „Ég er þeirrar skoðunar að samvinnuhugsjónin sé allra góðra gjalda verð og hún byggir á hugsjón sem er mjög í anda jafnaðarmanna ... Hins vegar get ég ekki leynt því, að ég hef haft talsverðar og mjög veruleg- ar áhyggjur af þeirri þróun, sem orðið hefur hjá SÍS, og tel að þeir hafi að mörgu leyti farið út Ég vil bæta því við, að t.d. hringamyndunarlögin banda- rísku — þau myndu alveg tvímælalaust hafa stöðvað Sam- bandið í ýmsum þeim fram- kvæmdum, og þátttöku í ýmsum fyrirtækjum, sem það á nú aðild að. Ég er ekki frá því að við þyrftum að kanna það, hvort ekki sé þörf á þvi að koma upp ákveðinni löggjöf um hringamyndanir...“ Utisamkom- ur í Aratungu og Húnaveri Um verzlunarmannahelgina verða haldnar útisamkomur í Aratungu og í Húnaveri, og skemmta Þar fjöl- margar hljómsveitir, bseöi innlendar og erlendar. Hátíöin í Húnaveri ber yfirskriftina „Velkominn í gleöskapinn" eftir nýrri plötu hljómsveitarinnar Alfa Beta, sem út kemur á nsestunni. Kynnir hljómsveitin plötuna á hátíðinni. Hátíðin þar hefst á föstudagskvöld- iö meö dansleik, þar em Alfa Beta og Big Balls & the Great White Idiot leika tyrir dansi, en síöarnefnda hljómsveit- in er íslenzk-þýzk. Á laugardagskvöld verður dans- leikur og leika sömu hljómsveitir þá fyrir dansi og kvöldiö áöur. Sunnu- dagskvöldiö skemmtir sænsk-íslenzka hljómsveitin Lava og Janis Carol ásamt Alfa Beta. Aö deginum veröur einnig sitthvaö um aö vera. Á laugardaginn klukkan 17 veröa úti- hljómleikar og síödegis veröur knatt- spyrnukeppni milli mótsgesta og skemmtikrafta. Hljómsveitirnar Tívólí, Geimsteinn, Fjörefni, Big Balls og Gylfi Ægisson koma fram á útihátíöinni í Aratungu. Fyrsttöldu hljómsveitirnar þrjár leika allar fyrir dansi á föstudagskvöldiö en á laugardagskvöldiö veröur dansleik- ur meö Geimsteini og verður Gylfi Ægisson sérstakur gestur kvöldsins. Gylfi mun kynna lög af nýrri plötu sinni, sem væntanleg er á markaöinn innan skamms. Ræflarokkararnir Big Balls skemmta á sunnudagskvöldiö og þá leikur einnig fyrir dansi hljómsveitin Geimsteinn. Gjöf til stofn- sjóðslýðhá- skóla á Hólum ENN HEFUR Jón H. Þorbergsson. bændahöföingi á Laxamýri, sýnt hug sinn til lýöháskólastofnunar á Hólum i Hjaltadal. Um síðustu helgi færöi hann stofnsjóöi skólans kr. 100 púsund aó gjöf og hefur hann áöur fært sjóónum aörar gjafir. Sjóöur þessi sem var stofnaöur áriö 1969 af Guörúnu Þ. Björnsdótt- ur er nú kominn á aöra milljón króna, og er hann í vörzlu stjórnar Prestafé- lags Hólastiftis. Segja má aö þegar sé kominn vísir að skólastofnun þessari þar sem haldin hafa verið námskeiö á vegum Prestafélags Hólastiftis fyrir leikmenn kirkjunnar á sl. sumri og presta og organista í byrjun þessa mánaöar. - AA—'ítÍlXifi nltftftitzfiVttrJf rúrytftAill l V' é ti i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.