Morgunblaðið - 29.07.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.07.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1978 ,Engin örvænting þrátt fyrir misjafnt gengi" „bETTA heíur gengið svona upp og niður hjá okkur í sumar alveg eins og ég bjóst við en hreint út sagt átti ég ekki von á þtí að þetta yrði svona erfitt hjá ojík- ur,“ sagði Elmar Geirsson fyrir- liði KA á Akureyri í spjaili við Morgunblaðið í gær, þegar blaðið sló á þráðinn norður á Akureyri til þess að fá Elmar til að spá um úrslit leikja helgarinnar í 1. og 2. deild. „Það var stefnan hjá okkur að tryggja KA sæti í 1. deild og auðvitað eigum við möguleika á því eins og önnur lið. Liðin eru öll í einum hnapp og það þarf ekki að vinna nema 1—2 leiki til þess að komast upp í 4.-5. sætið. Við erum ekkert örvæntingarfullir í KA liðinu þrátt fyrir misjafnt gengi og erum bjartsýnir á að ná takmarkinu." Elmar sagði að það hefði verið áberandi í leikjum KA í sumar að liðið ætti góðan leik einn daginn en slakan þann næsta. „Mér er sagt að þetta hafi líka verið uppi Spá Elmars 1. DEILD: Valur — ÍBV 2:0 ÍA — FH 3:0 KA — Fram 1K) Þróttur — ÍBK 1:1 UBK — Víkingur 1:2 2.DEILD: ÍBÍ — Þróttur 2:0 Fylkir — Austri 1:1 KR — Haukar 3:1 á teningnum í fyrra, þegar KA lék í 2. deild og var það þá afgreitt sem vanmat á andstæðingnum. Það getur ekki verið skýringin í ■ sumar og ég hef enga haldbæra skýringu á þessu misjafna gengi okkar. Við eigum annaðhvort góða leiki eins og t.d. gegn ÍBK í Keflavík og FH hér heima eða slaka leiki, sérstaklega þó gegn Breiðabliki hér heima." Aðspurður sagði Elmar að eitt lið skæri sig úr að hans mati, Valur. „Valur hefur skemmtileg- asta liðið í dag og þar eru allir ieikmenn svo jafngóðir." Að lokum sagði Elmar að honum iíkaði stórvel á Akureyri, hann kynni vel við fólkið og strákana í liðinu, það væri góður og sam- stilltur hópur. - SS. LEIKIR HELGARINNAR. LAUGARUAGUR 29. JÚLÍ. 1. deild. Laugardalsvdllur kl. 14, Valur — ÍBV, dómari Rafn Hjaltalín. Akureyrarvöllur kl. 14, KA — Fram, dómari Magnús V. Pétursaon. Akranesvöllur kl. 15, ÍA — FH, dómari Guðmundur Haraldmwin. 2. deild. ísafjarðarvöllur kl. 14, ÍBÍ — Þróttur. Laugardalðvöllur kl. 16.30, Fylkir — Austri. 3. deild. Garðsvöllur kl. 16, Víðir - USVS. Suðureyrarvöllur Id. 15, Stefnir — Stjarn- an. Njarðvfkurvöllur kl. 16, Njarðvfk — Léttir. Stykkishólmsvöllur kl. 16, Snæfell — Vfkingur. Varmárvöllur kl. 16, Afturelding — Skallagrfmur. Dalvfkurvöllur kl. 16, Svarfdælir — Tinda- stóll. Siglufjarðarvöllur kl. 16, KS — Leiftur. Álftabáruvöllur kl. 14, HSÞ - Magni. Laugalandsvöllur kl. 14, Árroðinn Dagsbrún. Breiðadalsvöllur kl. 16, Hrafnkell Höttur. Fáskrúðsfjarðarvöllur kl. 17, Lelknir Elnherji. Hornafjarðarvöllur kl. 16, Sindri — Hug- inn. SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ. 1. deild. Laugardalsvöllur ki. 20, Þróttur — ÍBK, dómari Ragnar Magnússon. Kópavogsvöllur kl. 20, UBK — Víkingur, dómarj Þorvarður Björnsson. MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ. 2. deild. Laugardalsvöllur Id. 20, KR — Haukar. 3. deild. Háskólavöllur kl. 20, öðinn — Leiknir. Víkurvöllur Id. 20, USVS - HekJa. ÞRIÐJUDAGUR 1. ágúst. 1. deild. Laugardalsvöllur kl. 20, Fram — ÍA, dðmari Grétar Norðfjörð. 3. deild. Selfossvöllur Id. 20, Selfoss — Hekla. Ólafsvfkurvöllur kl. 20, Vfkingur — Afturelding. • Elmar með skotskóna. Nú er það spurningin hvort hann skorar gegn fyrri félögum sfnum f Fram f dag. MÍ um helgina MEISTARAMÓT íslands í frjálsum fþrótt- um fyrir krakka 14 ára og yngri fer fram f Borgarnesi nú um helgina. Keppt verður f tveimur aldurshópum. 13—14 ára og 13 ára og yngri. í eldri flokknum verður keppt í 100 og 800 metra hlaupi, 4x100 metra boðhlaupi, langstökki, hástökki, kúiuvarpi og spjótkasti. f yngri flokknum verður keppt f sömu grelnum, nema að keppt verður f 60 metra hlaupi f staö 100 metra og ekki verður keppt f spjótkasti. Keppt verður f fyrsta skipti um farandbikar, sem stigahæsta sveitin hlýtur. Þá verða veittir verðiaunapeningar fyrir hverja grein og er það nýmæli f þessum flokkum, auk þess, sem stigahæstu einstaklingarnir hljóta bikar tii eignar. Ails hafa 303 unglingar skráð sig til keppni, frá 21 félagi og sambandi. Mótið hefst kiukkan 13.30 á laugardaginn og sfðan á sunnudaginn klukkan 10.00. Þvf lýkur sfðan um fjögur leytið á sunnudaginn. E vrópuleikur í Eyjum? VESTMANNAEYINGAR stefna að því að leika heimaleik sinn í UEFA-keppninni á heimavelli, að því er Jóhann Pétur Andersen, formaður ÍBV tjáði Mbl. í gær. Að sögn Jóhanns hefur ÍBV boðið forseta og framkvæmda- stjóra UEFA að koma í heim- sókn til Vestmannaeyja þegar þeir verða hér á ferð um næstu helgi. Er ætlunin að láta þá ifta á valiaraðstæður í ieiðinni og gefa ábendingar um úrbætur. Forráðamenn Glentoren, írska liðsins sem verður mót- herji ÍBV, hafa stungið upp á þvi að liðin leiki í Irlandi 5. september og á íslandi 12. september. Eru Eyjamenn tilbúnir að fallast á þessa ieikdaga en ætla ekki að gefa endanlegt svar fyrr en forráða- menn UEFA hafa sagt álit sitt á vallaraðstæðum í Vestmanna- eyjum. Þetta verður fyrsti Evrópu- leikurinn í Vestmannaeyjum ef af verður. - SS. Meira um atvinnu- mennsku í knarttspyrnu MEIRA UM ATVINNUMENNSKU I KNATTSPYRNU. Um fátt hefur meira verið skrafað og skrifaö í knattspyrnuheiminum hérlendis síöustu daga en tilboö þau sem nokkrir íslenzkir knattspyrnu- menn hafa fengiö. Öllum þessum bægslagangi fylgir bæöi grín og alvara. Grínið getur flokkazt undir þaö sem framkvæmdastjóri eins af þess- um atvinnuliöum sagöi viö mig á dögunum: — Ég hef aldrei staöiö í samningamakki viö væntanlega „kandidata", þar sem semja þarf um heila fjölskyldu, tekiö skal fram aö kandidatinn var ekki kvæntur. í ööru tilfelli var um „hjálparkokk" aö ræöa, sem var þó minna mál. Alvaran er hinsvegar sú aö atvinnuknattspyrna er haröur skóii og ekki allra aö standast þau próf eöa kröfur sem geröar eru. Margir hafa þó gengiö eöa sparkaö þar lukkunar veg, aörir sloppiö meö skrekkinn en nokkrir átt í erfiöleikum. BREYTT VIOHORF Óhætt er aö fullyröa aö nú séu tímamót varöandi afgreiöslu á þess- um málum hérlendis, og íslenzk knattspyrnufélög hafa nú í fyrsta skipti tekið þessi mál til alvarlegrar og skynsamlegrar athugunar. Þaö er því von til þess aö sú tíö sé senn liðin aö erlendir umboösmenn vaöi hér um, og fari eigin leiöir. Víkingur og Akranes riöu á vaöiö og báöu um staöfestingu F.I.F.A. á þeirri reglu- gerö aö óheimilt væri að ræöa beint viö leikmenn á keppnistímabili án milligöngu viökomandi félags, og svarið var jákvætt gagnvart íslenzkum fúlögum meira að segja áhugamannafélögum. Ég endurtek áhugamannaCélögum. Ýmsir hafa til þessa tíma haldiö aö þaö væru einhverskonar 2. eöa 3. flokks télög sem hétu áhugamannafélög, og því öllum óhætt aö vaöa þar um. Mér er óskiljanlegt aö ef félög eru í alþjóðasamtökum knattspyrnu- manna nái reglugeröir og lög við- komandi heimssambands ekki jafnt til félaga hvort sem þau heita atvinnufélög eöa áhugamannafélög. MISSKILNINGUR Maöur hefur víöa heyrt þann leiöa misskilning að íslenzkir forráöamenn vilji setja íslenzkum strákum stólinn fyrir dyrnar og meina þeim aö gerast atvinnumenn, þegar un freistandi tilboö er aö ræöa. Þetta er misskiln- ingur. Ég þekki enga sem vilja slíkt, en ég þekki nokkra sem vei hafa unnið sínum félögum og vilja aö rétt sé aö fariö í þessum málum, alveg eins og ætlazt er til aö íslenzkir forystumenn viröi lög og reglur. Um þaö hefur einnig verið rætt aö ekkert geti í reglugeröum eöa lögum K.S.t bannaö mönnum aö skrifa undir atvinnusamning og fara strax. Þaö má vera, aö hægt sé aö deila um þetta atriöi. Hinsvegar get ég ekki séö annað en aö hver og einn leikmaöur, sem gerist félagi í íslenzku knattspyrnufélagi, veröi aö lúta þeim reglugeröum og lögum sem albjóöasamtök setja og íslendingar eru aðilar að, þar er í nær öllum tilvikum enginn munur geröur á atvinnumanni eöa áhugamanni. Á þaö má einnig benda aö þessi mál hafa aldrei veriö rædd til hlítar af stjórn K.S.Í, hvorki nú eöa áöur. Einnig hafa þessi mál alltaf veriö feimnismál eöa. vandræöamál á ársþingum, svo jafnan koma upp árlegar deilur þegar mál þessi ber á góma. Stjórn K.S.Í., hverjir sem þar í stjórn hafa setiö, hefur aldrei markaö neina ákveöna stefnu hér, en oftast látiö nægja, ef um atvinnu- samning er aö ræöa, aö tryggja þaö eitt aö viðkomandi leikmaöur fái leyfi til landsleikja, þegar K.S.Í. óskar, og einnig þaö hefur oft lent í karpi. GLÆSITILBOÐ í það hefur verið látið skína aö flest tilboð undanfarinna vikna sé glæsitil- boö. Hvað er svo glæsitilboð? Um þaö munu menn deila. Samkvæmt upplýsingum munu tilboöin vera í kringum 4 milljónir króna í árstekjur samningsbundiö í eitt ár og gert ráö fyrir aö viökomandi leikmaöur leiki meö B-liöi viðkomandi félags. Hvaö gerist svo eftir áriö?! Er viökomandi maður frjáls að ganga í hvaöa félag sem er? NÉT Viökomandi leikmaöur getur hætt hjá félaginu og hætt aö leika knattspyrnu. Leikmaöurinn getur endurnýjaö samning ef félagiö vill. Hinsvegar getur leikmaðurinn •kki farið neitt annað rwma mað sampykki viðkomandi félaga. i pesau siðsta atriði er mergurinn mélsins. Viökomandi félag hefur sem sagt fullan umráöarétt yfir viökom- andi leikmanni. Svo tala menn á íslandi um átthagafjötra. Hér er um haröasta „bisniss" aö ræöa. ATVINNUMENNSKA Á ÍSLANDI í framhaldi af þessum umræöum hefur boriö á góma hvort grundvöllur sé fyrir atvinnumennsku á Islandi. Tveir af forystumönnum efstu liöa 1. deildar ræddu þessi mál lítillega í útvarpinu og voru nokkuö sammála aö slíkt væri ekki í sjónmáli. Ég er þessum mönnum alveg sammála aö atvinnumennska veröur ekki á næst- unni, til þess eru margar ástæöur sem ekki veröa raktar aö sinni. Hinsvegar bentu báöir á aö ýmislegt væri hægt aö gera til aö létta mönnum þá kostnaöarbyrði sem fylgir því aö iöka knattspyrnu, svo sem allan fatakostnaö, bílakostnaö, ferðakostnaö, og vlö lok keppnis- tímabils smá skemmtiferð fyrir leik- menn og eiginkonur. Þetta er allt gott og blessaö, en hafa verður þaö einnig í huga aö þaö eru fieiri í einu knattspyrnufélagi, sem leggja fram vinnu og fyrirhöfn og þiggja engin laun eöa aöra umbun fyrir. Ef fariö veröur út í einhverskonar fyrir- greiöslu í formi peninga eöa annarra hlunninda, veröur stutt í að taka parf upp gerbraytt vinnubrögð í félögun- um hvað varðar dagleg störf, útvegun fjérmagns og fleira. Bent var á aö nokkur stór fyrirtæki legðu fram fjármuni í formi auglýs- inga, og hagræöa þyrfti betur skipulagi 1. deildarkeppninnar í von um fjölgun áhorfenda. Ég held að engin fyrirtæki séu nógu stór á íslandi til slíks, auk þess viröast þau öll fjárvana, og veruleg aukning veröur ekki á áhorfendum til aö mæta þeim tekjuliö, til þess þyrfti nokkur þúsund á hvern leik. UNGLINGAKNATTSPYRNA Senn líöur aö úrslitum í landsmót- um yngri flokka. Keppni í riölum 3. 4. og 5. flokks lýkur nú um mánaöamótin en í 2. flokki um 20. ágúst. Mjög erfitt reynist aö fá upplýsingar um hvaöa félög séu líklegust í úrslit og því erfitt aö ræöa þessi mál hér sem væri þó vel þess virði. Á það hefur veriö bent að félögum er raöaö árlega eftir styrk- leika í riöla og A-riöill jafnan sterkastur. Samkvæmt skástu upp- lýsingum munu í 2. flokki vera líklegust liö K.R., Keflavíkur og Vestmannaeyinga. í 3. flokki eru sigurstranglegir Vestmannaeyingar og Breiöablik, í 4. flokki Keflavík, Fram og K.R. og í 5. flokki Valur og K.R. Eins og aö framan greinir reynist alveg vonlaust aö fá upplýsingar hjá skrifstofu K.S.Í. Hér getur þó verið ágætt verkefni fyrir Unglinganefnd K.S.Í. aö vinna ef nefndin er þá til ennþá. Ég held aö sú ágæta nefnd hafi ekkert aöhafzt annaö síöustu ár en aö velja landsliö og fara í utanlandsferöir, en þau mál munum viö ræöa síöar KVENNAKNATTSPYRNA Fyrstu úrslita í íslandsmóti mun aö vænta í kvennaflokki. Þaö er jafnan hljótt um þessa keppni í blöðum en þeim mun meira fjör á völlunum. Því miöur hefur þó nokkuö dofnað yfir kvennaknattspyrnu í ár en í fyrra var um mikla grósku aö ræöa. Segja má aö Valsstúlkur séu komnar meö tærnar á bikarrondina, en úrslitaleik- urinn fer fram n.k. fimmtudagskvöld og hvet ég alla sem unna fallegum stúlkum aö koma oq horfa þar á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.