Morgunblaðið - 30.07.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.07.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1978 Starfsstúlkur í Fiskiðjunni ganga frá pönnunum. Ljósm.t Guðm. Sigfússon. Stöðvun frystihúsanna í Eyjum „Ástandið var langt- um betra í þrenging- unum 1967 og 1968” ÞÓ SVO að allur bátafloti Vestmannaeyinga eða svo til hafi nú legið í höfn síðan á miðvikudagskvöld, er enn unnið i frystihúsunum. Hjá Vinnslustöðinni og Fiskiðj- unni er aðeins unnin dag- vinna, þar sem yfirvinnu- bann hefur verið sett á fyrirtækin. í ísfélagi Vest- mannaeyja er hins vegar ekkert yfirvinnubann, enda hefur fy rirtækið ekki sagt upp fástráðnu fólki enn. Hins vegar hafa forráða- menn fyrirtækisins sagt að hæpið sé að það taki á ný til starfa eftir þjóðhátíð. Þá er ástandið þannig t.d. í Vinnslustöðinni að menn efast um, að það takist að Ijúka við að vinnafiskinn sem þar liggurfyrir þjóð- hátíð, sökum þess hve hœgt gengur að vinna hann eftir að yfirvinnubann var ákveðið. Þá sagði Ingibjörg, að sér þaetti það ekki gott að þurfa að leggja niður vinnu hjá Fiskiðj- unni, en hún hefði unnið hjá fyrirtækinu síðan 1969. Stefán Runólfsson vinna aflann á mánudag," sagði Hjörtur Hermannsson yfirverk- stjóri í Fiskiðjunni. „Þegar búið verður að vinna aflann, verðum við aðeins eftir nokkrir karl- byrjaði ég hér sem verkstjóri og síðan hef ég unnið við þetta, svo skemmtilegt sem það er nú til dags,“ sagði Stefán Runólfsson forstjóri Vinnslustöðvarinnar Birgðir fyrir 500 millj. kr. komast ekki úr landi Vinnslustöðin liggur nú með milli 40 og 50 þús. kassa af fiski í geymslum og er verðmæti fisksins um 400—500 milljónir króna. Þessar afurðir komast nú ekki úr landi vegna yfirvinnu- bannsins í Eyjum og auk þess liggur fyrirtækið með 300—400 tonn af saltfiski. „Á þessar afurðir hlaðast nú stanzlaust vextir af afurðalán- um, en þeir eru 1.5% á mánuði, þannig að við borgum nú 7—8 millj. kr. í vexti af afurðunum, sem við liggjum með á mánuði," sagði Stefán. „Annars er það svo að öryggisleysið vegna verka- lýðsfélagsins hér er orðið alvar- legt vandamál heldur en sjálfur rekstrargrundvöllurinn. Hér starfa 170 manns þegar allt er í fullum gangi og lætin í verkalýðsfélaginu er því óskilj- anlegri þegar það er haft í huga, að í gegnum bónuskerfið borg- um við hæsta kaup frystihúsa á landinu." 6—8 þús. kr. meðal- bónus á dag Sem dæmi um bónusgreiðslur nefndi Stefán, að ein konan í húsinu hefði verið með 11 þús kr. bónus á dag undanfarna 11 daga. Reyndar væri það toppur- inn, en meðalbónusgreiðslur lægju á milli 6—8 þús. kr. eða 30—40 þús kr. á viku, og kæmu þessar greiðslur ofan á tíma- kaupið. „Við erum nú með yfir 100 tonn af fiski í húsinu og með Hjörtur Hermannsson Vona að þetta verði stutt Þegar Morgunblaðið var á ferð í Eyjum í fyrradag var aðeins komið við í Fiskiðjunni, en fólk var þá á förum heim til sín, þar sem stuttum vinnudegi var þá lokið. Viö hittum fyrst konu, sem sagðist heita Ingi- björg, eftirnafnið kvað hún ekki skipta máli, og spurðum við hana hvort hún ætti von á að stoppið yrði langt í frystihúsinu. „Ég vona innilega að fyrsti- húsin verði komin í gang á ný eftir þjóðhátíð, enda hlýtur ríkisstjórnin, hver sem hún verður, að redda þessu eins og öðru. En það er líka þannig hér, að það hefur enginn efni á að vinna á skertu kaupi." Bagalegt ef allt stöðvast Helgu Sigtryggsdóttur hittum við þar sem hún var að þvo svuntuna sína áður en hún héldi heim. Það fyrsta sem hún sagði var að sér fyndist það hálfbaga- legt ef frystihúsin í Eyjum þyrftu að stöðvast. „Að sjálf- sögðu vonar maður það bezta, en mér lízt ekki á blikuna ef málin verða ekki komin í lag eftir þjóðhátíð. Ég hef unnið á þessum stað síðan 1968 og reyndar samfleytt síðan 1969 og hef alla tíð kunnað ágætlega við mig.“ Byggist allt á starfhæfri ríkisstjórn „Það er lítið eftir af fiski hjá okkur, við ljúkum líklega við að 'menn til að ganga frá hlutum hér.“ — Áttu von á að frystihúsih verði lengi úr leik? „Það veit ég hreint ekki, en ég hef ekki trú á að nein lausn á vanda þeirra finnist á næstu dögum og varla fyrr en það hefur tekizt að mynda starfhæfa ríkisstjórn til að fara með fjármál þjóðarinnar," sagði Hjörtur, og bætti því við að vinna í frystihúsinu hefði verið mjög mikil undanfarið og reynd- ar í alit sumar. Fara ekki af stað fyrr en rekstrar- grundvöllurinn verður kominn í lag „Ég hef verið við þennan rekstur frá því 1951, en þá h.f. þegar rætt var við hann. „Ég man aldrei eftir slíkum þrengingum. Það er oft rætt um erfiðleikana 1967—1968, þegar verð á afurðum féll niður úr öllu, en þeir erfiðleikar voru ekki í neinni líkingu við það sem nú er. Ástandið þá var langtum betra," sagði hann ennfremur. Þá sagði Stefán að hann vissi ekki hvort nokkuð yrði hægt að gera á næstunni. Fullt útlit væri fyrir að frystihúsin yrðu stopp í langan tíma. „Pólitík verkalýðsfélagsins hér er orðin slík, að það er umhugsunarefni fyrir menn. Maður veit hreint aldrei hvaða tilskipunum maður á von á í dag eða á morgun, og atvinnurek- endur hafa ekki hug á að standa í slíku stríði lengi.“ þeim gangi sem nú er tekst okkur varla að vinna hann upp fyrir þjóðhátíð, en nú í yfir- vinnubanni vinnum við í mesta lagi 20—25 tonn á dag,“ sagði Stefán að lokum. Lízt illa á stöðvun frystihúsanna „Ég get sagt það eitt að mér lízt illa á stöðvun frystihúsanna, það er alltaf slæmt þegar svona fyrirtæki stöðvast og hætta rekstri. Annars hefur ekkert gerzt í þessum málum enn, nema hvað bæjarráð hafði fund með okkur sem hlutlaus aðili og annar fundur er boðaður á næstunni, en ég er svartsýnn á að nokkuð gerizt," sagði Jón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.