Morgunblaðið - 30.07.1978, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.07.1978, Blaðsíða 48
Ævintýralegur afli togara: Gyllir IS kom með 110 tonn eftír 34 tnma útíveru AFLI tot?ara úti fyrir Norðurlandi hefur verið ævintýri líkastur síðustu da)ía og sem dæmi má >feta þess að ekki liðu nema 34 kiukkustundir frá því að Gyllir frá Fiateyri fór þaðan frá bryKgju þar til toxarinn var aftur kominn inn. þá með 110 tonn af góðum fiski. Yfirstandandi aflahrota hefur staðið yfir í nokkrar vikur og eru nú mörg góð veiðisvæði úti fyrir Norðurlandi og Vestfjörðum og er Morgunhlaðinu kunnugt um að togarinn Bessi frá Súðavík er búinn að landa tæplega 600 tonnum í þessum mánuði og búist er við togaranum til hafnar á morgun með góðan afla. Ein veiðiferð Bessa var aðeins þrír dagar. aflinn 200 tonn og hásetahlutur 500 þús. kr. Gísli Konráðsson framkvæmda- stjóri Utgerðarfélags Akureyringa sagði þegar Mbl. ræddi við hann, að helgarvinnubann hefði nú verið afnumið á Akureyri og væri nú unnið af krafti í frystihúsinu. Ef bannið hefði ekki verið afnumið hefði þurft að aka töluverðum afla til mjölvinnslu. Hann kvað þrjá af togurum UA nú vera komna til veiða og þær fréttir bærust að þeir fengju góðan afla. Hins vegar lægi svo mikill afli fyrir í frystihúsinu að það væri með naumindum að hann kláraðist í næstu viku. UA hefur orðið að salta mikið af aflanum eða allt að 50% og sagði Gísli að með saltfiskverkuninni renndu þeir blint í sjóinn, en treystu á það, að markaður fyndist fyrir saltfiskinn. Á ísafirði var ástandið það slæmt í fyrradag, að aðeins var hægt að landa 65 tonnum af 170 tonna afla Júlíusar Geirmunds- sonar og fór togarinn aftur á miðin með 105. Hins vegar kemur Júlíus Geirmundsson aftur til hafnar á þriðjudagsnótt, og stopp- ar þá í þorskveiðibanni, eins og flestir togararnir við Djúp, nema Páll Pálsson sem verður frá veiðum seinni vikuna. Morgunblaðinu var sagt, aö menn myndu vart eftir annarri eins fiskgengd í mörg ár, fiskur væri úti fyrir öllum Vestfjörðum og Norðurlandi og eins væri nú óvenjulega mikill fiskur á Breiða- firði. Alrei áður hefur borizt jafnmik- ill fiskur að í júlímánuði fyrir vestan og framleiðsla frystihúsa í júlí hefur aldrei verið neitt í líkingu við það sem nú er. Frystiklefar eru allir að verða fullir og stendur nú á að koma fiskinum úr landi. T.d. hefur Hraðfyrstihúsið Norðurtangi orðið að grípa til þess ráðs að aka frystum fiski til geymslu á Súða- vík. Frystihúsið hefur einnig tekið við miklu af grálúðu undanfarið frá grálúðubátum og er hún heilfryst. Afli grálúðubátanna hefur einnig verið með eindæmum góður og koma þeir með fullfermi eftir viku útiveru. Afli Austfjarðatogara hefur hins vegar tregast síðustu daga, og eru þeir nú komnir á norðanvert Sléttugrunn, en þar er einnig mokafli hjá togurum. Siglufjarðartogarinn Stálvík kom til Siglufjarðar í gærmorgun með fullfermi. Aðeins var hægt að taka við 65 lestum af aflanum og siglir togarinn til Englands með það sem eftir var, um 30 lestir. Þessi mynd er tekin á fundinum, er Benedikt Gröndal sleit formlega viðræðum um vinstri stjórn árdeg- is í gær. Frá vinstri eru: Svavar Gestsson, Kjartan Ólafsson, Lúð- vík Jósepsson, Karl Steinar Guðnason, Kjartan Jóhannsson, Benedikt Gröndal, Steingrímur Hermannsson og Tómas Árnason. Á myndina vantar pá Ragnar Arnalds og Jón Helgason, en báðir voru farnir úr bænum. — Ljósm. ÓI.K.M. r F orseti Islands, herra Kristján Eldjárn: Ræði við formenn flokkanna áður en næsta skref er stigið „ÉG ER ekki búinn að ákveða næsta skrcf cnda var cg nú rétt í þessu að fá niðurstöðu Bene- dikts. Nú fer helgi í hönd og ég mun að sjálfsögðu nota tímann til að undirbúa næsta skref meðal annars með viðtölum við formenn stjórnmálaflokkanna. Það mun væntanlega ekki dragast lengi að ég taki ákvörðunina,“ sagði herra Kristján Eldjárn forseti íslands er Mbl. ræddi við hann á Bessa- stöðum í gær eftir að Benedikt Gröndal formaður Alþýðuflokks- ins hafði gengið á hans fund og skilað af sér umboðinu til mynd- unar meirihlutastjórnar. A stutt- um fundi viðræðunefnda Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks, sem hófst i Þórshamri upp úr klukkan hálf ellefu í gærmorgun. lýsti Bene- dikt Gröndal því yfir að hann teldi ekki grundvöll til myndunar Ólafur vildi ekkertsegja MORGUNBLAÐIÐ hafði samband við Ólaf Jóhannesson, formann Framsóknarflokksins, og spurði hann, hvað hann vildi segja nú er vinstri viðræður hefðu farið út um þúfur. Ólafur vildi ekkert segja um málið. ríkisstjórnar þessara þriggja flokka og því sliti hann stjórnar- myndunarviðræðum þeirra form- lega. Að fundinum loknum hélt Benedikt svo til Bessastaða að tilkynna forsetanum þessa niður stöðu og að hann teldi rétt að skila af sér stjórnarmyndunar umboðinu. „Við verðum að lýsa vonbrigðum okkar með það að þessi stjórnar- myndunartilraun skyldi ekki bera árangur og um leið furðu okkar á þeim gífurlega ágreiningi sem nú er kominn í ljós milli Alþýðu- flokksins og Alþýðubandalagsins því okkur var sagt eftir könnunar- viðræður þeirra að rík ástæða væri til að ætla að samkomulags- grundvöilur væri þeirra í milli," sögðu þeir Steingrímur Her- mannsson ritari og Tómas Árna- son gjaldkeri Framsóknarflokks- ins í samtali við Mbl. eftir lokafundinn í Þórshamri. Tómas Árnason sagði að sér hefði komið mest á óvart, hversu „gífurlega óraunhæfum augum Alþýðubandalagið lítur á stöðuna í efnahagsmálum". „Við lögðum ítrekaða áherzlu á lausn aðsteðj- andi vanda í efnahagsmálum og að varðandi breytta framtíðarskipan þeirra væri endurskoðun vísitölu- grundvallarins algjör forsenda," sagði Steingrímur. „Og í þá endurskoðun var vel tekið af hálfu hinna." Benedikt Gröndal: Eg reyndi þá tvo möguleika sem langlíklegastir voru „ÉG HEF reynt þá tvo mögu- leika, sem íangmestar líkur voru taldar á að leiddu til stjórnarmyndunar og úr því svona fór með þá sé ég ekki ásta’ðu til að ganga frekar á röðina,“ sagði Benedikt Grön- dal formaður Alþýðuflokksins er Mbl. ræddi við hann eftir að hann hafði í gærmorgun geng- ið á fund forseta íslands og skilað af sér stjórnarmyndun- arumhoði. „Það fer eftir póli- tískri stöðu og stefnum hvaða möguleika ég valdi að reyna og hvenær mér finnst tímabært að hætta,“ bætti Benedikt svo við. Mbl. spurði Benedikt hvort Alþýðuflokksmenn væru „Við- kvæmir gagnvart viðreisnar- forminu". „Við höfum verið það,“ svaraði Benedikt. „Það er svo stutt síðan viðreisnarstjórn- in var og hún endaði svo illa fyrir okkur, þótt hún gerði margt vel, einkum á fyrri hluta ferils síns. En endalokin eru okkur svo fersk í huga að það er takmarkaður áhugi eða stuðn- ingur í okkar röðum við mögu- leikann á samstjórn með Sjálf- stæðisflokknum." „Það er náttúrlega fráleitt," sagði Benedikt er Mbl. bar undir hann þau orð Alþýðubandalags- manna að Alþýðuflokkurinn væri nú á línu sem Sjálfstæðis- flokkurinn gæti vafningalaust fellt sig við. „Það er eðlilegt að menn mæni á efnahag3málin, þar sem viðræðurnar nú sprungu á þeim. En það er engan veginn rétt að dæma um skyldleika flokka eftir þeim Framhald á bls, 47 Sjá nánar á bls. 47. Geir Hallgrímsson: Eiga ekki úrræði „SÚ ÁLYKTUN, sem unnt er að draga af því að vinstri stjórnar- viðræður fóru út um þúfur er augljós,“ sagði Geir Hallgríms- son, forsætisráðherra og formað- ur Sjálfstæðisflokksins, er Morgunblaðið ræddi við hann í gær. „Þeir flokkar, sem mest juku fylgi sitt f kosningunum, eiga ekki samciginleg úrræði í þeim vanda, sem við er að glíma.“ Geir Ilallgrímsson kvaðst að öðru leyti ekki vilja fjölyrða um viðhorfin í stjórnarmyndunarvið- ræðum „fyrr cn forseti íslands hefði ákveðið, hvert verður næsta skref til myndunar ríkisstjórn- ar“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.