Morgunblaðið - 03.08.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.08.1978, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1978 27 Látið blómun- um líða vel IIvernÍK á að ganga frá blómunum þesar við förum í ferðalaK? Um verzlunarmannahelgina fara margir út úr bænum og koma ekki aftur fyrr en undir lok hennar en flestir fara af staö á föstudagskvöldi. Á heimilum þar sem eru blóm og húsmóðurinni er annt um þau, kemur oft upp það vandamál hvað gera eigi við blómin á meðan fjölskyldan er í burtu. Það er ekki svo auðvelt að fá vini eða ættingja til þess að sjá um þau því að um þessa helgi eru þeir e.t.v. úti að ferðast. Við hringdum því í blómaverzlun til þess að fá ráðleggingar: Hvað eigum við að gera við blómin á meðan við erum í burtu? 1. Fjarlægið blómin úr gluggunum og setjið þau á stað þar sem sólin nær ekki að skína á þau. 2. Setjið þau í skálar með vatni í. 3. Vökvið þau vel og farið svo af stað og blómunum ykkar líður vel á meðan þið eruð í burtu. Ilvernig á að skera blóm úr garðinum? Þegar blóm eru tekin inn í vasa úr garðinum vilja þau oft fölna fljótt. Það er nefnilega ekki alveg sama hvernig farið er að því að taka þau inn. En ef rétt er að farið þá eiga þau að lifa lengi — eins lengi og mögulegt er. 1. Farið út í garöinn snemma áður en blómin hafa náð að hitna eftir nóttina. 2. Veljið blómin og klippið eða skerið stilkinn á ská. 3. Þegar blómin eru komin í vasa, setjið hann þá á stað þar sem sólin nær ekki að skína. Ef þið fylgið þessum leiðbeiningum ættuð þið að hafa ánægju af blómunum lengur en ella. Betra að vera í mörgum þyiuiri peysum, en einni þykkri í GÖNGUFERÐUM er nauðsyn- legt að vera vel klæddur, því engum líður vel, sé honum kalt. Við ráðleggjum þó fólki að klæða sig heldur í þynnri peysur, en eina þykka, því á göngunni hitnar mönnum oft og þá er gott að geta klætt sig úr einni og einni peysu, og ákveðið þannig rétt hitastig. Það er líka hlýrra að vera í mörgum þynnri peysum, heldur en einni þykkri. atriði sem foreldrar imglinga ættu að vita Undanfarin ár hefur drykkjuskapur unglinga orðið meira ábcrandi en áður. Engar tölur eru um það hér á landi hvort um aukningu er að ræða eða ekki. í Noregi hefur verið gerð könnun á vegum áfengisvarnaráðs Noregs og fræðsluráðs landsins um unglinga og notkun áfengis. Við tókum nokkra punkta úr þessari könnun og ættu þeir að gefa einhverja mynd af ástandinu hér á landi. 1. Hvers vegna drekka unglingar? Ástæðurnar fyrir notkun áfengis eru mjög mismunandi og einstaklingsbundnar. En eitt er nokkuð öruggt: Áfengi er eitthyað sem tilheyrir fullorð- insárunum. Börnin okkar „læra“ að áfengi sé nokkuð sem tilheyri þeim fullorðnu (ca. 80% af þeim notar áfengi) og unglingarnir vilja líta á sig sem fullorðna. Á þann hátt er áfengi orðið hluti af tilveru unglinganna. Þeir ýta líka oft á hver annan til þess að drekka, en þeir hafá erft þetta frá þeim fullorðnu. 2. Hvers konar slys og sjúk- dóma eiga þeir á hættu? I vímunni sljóvgast sjónin, einnig sjálfsgagnrýnin og feimnin. Þetta býður hættunni heim. Stöðug ofneyzla orsakar einnig oft magabólgur og maga- sár. Lifrin skaddast líka mjög oft eftir langvarandi misnotkun. Miðtaugakerfið verður oft fyrir skemmdum. 3. Skaðar áfengi þroska? Stöðug misnotkun áfengis kemur í veg fyrir að eðlilegur þroski náist eða jafnvel stöðvar hann alveg. Eftir nokkurn tíma mun sá unglingur, sem stöðugt notar áfengi, komast að því að jafnaldrar hans eru komnir fram úr honum á öllum sviðum. Verður þetta oft til þess að viðkomandi heldur ofneyzlunni áfram og dregst enn meira aftur úr. 4. Ilvernig geta unglingarnir leynt því fyrir foreldrunum að þeir drekki? Unglingarnir segja gjarnan þegar þeir eru spurðir að þessu: „Ef ég er of full(ur) þá læðist ég bara inn og fer beint að sofa. Þá tekur enginn eftir neinu“, eða þá „mamma og pabbi myndu aldrei trúa því að ég drykki“. Það eru því ekki unglingarnir sem fela heldur eru það foreldrarnir sem ekki sjá. 5. Ilversu mikils virði eru áhrif foreldranna í uppvextinum? Börnin gera eins og við gerum — ekki eins og við segjum. Öll uppvaxtarárin erum við að kenna börnum okkar með gerð- um okkar. Á undanförnum árum hefur áfengizneyzla aukist og þá auka unglingarnir hana einnig. Foreldrarnir verða að átta sig á því að fordæmi þeirra vegur þungt — bæði gott og slæmt. 6. Ilversu mikið áfengi drekka unglingarnir? 16—17 ára drengur drekkur um það bil 4 flöskur af léttu víni og 7 flöskur af brennivíni á ári. Stúlkur drekka aðeins minna. 7. Hversu oft drekka þeir? Drengir drekka áfengi að meðaltali 55 sinnum á ári — og þá oftast um helgar. Að meðal- tali drekka þeir V\ úr flösku af brennivíni eða % úr flösku af léttu víni í hvert skipti sem þeir fara á „fyllerí'1. Þetta er meira en nóg til þess að þau verði drukkin. 8. Ilvað geta foreldrarnir gert? Þeir verða að taka bjálkann úr auganu og sjá að vandamálið á ekki aðeins við um börn annarra heldur einnig um þeirra eigin börn. Þeir verða að ganga á undan með góðu fordæmi þegar um er að ræða umgengni við áfengi. En fyrst og fremst: Talið um þetta við börnin. Gefið þeim þann stuðning sem þau þurfa á að halda til þess að standa á móti „drykkjuþrýst- ingnum“. Ekki er gott að standa up i ráðalaus ef bíilinn biiar Þegar fólk ferðast urn í bíl er ýmislegt sem getur bilað og þá er gott að vera við öllu búinn. Algengt er að framrúður í bílum brotni úti á malarvegunum, og getur það verið mjög óþægilegt, t.d. þegar rignir mikið, eða þegar mikið ryk er á vegum. Er við lögðum leið okkar inn í GT búðina, en hún selur ýmsa hluti í bíla, rákumst við á nokkuð er kallast neyðarrúða. Hún er notuð þegar framrúðan í bílnum brotnar. Glerbrotin eru þá fjarlægð, en neyðarrúðan límd yfir og klemmd föst á hliðunum. Að sögn afgreiðslumannsins kemur neyðarrúðan alveg í staðinn fyrir rúðuna sem brotnaði. Hægt er að nota rúðuþurrkurnar á henni, og getur hún ekki brotnað. Neyðarrúðan er til í tveimur stærðum, þannig að hægt á að vera að nota hana í allar gerðir bíla. Sú minni kostar 3100 krónur, en sú stærri 3800 krónur. Rúðan er í handhægum pakkningum, sem lítið fer fyrir, og er því handhægt að hafa hana með í ferðinni. Ennfremur er nauðsynlegt að hafa meðferðis í bílnum gott verkfærasett, sem hægt er að grípa til ef eitthvað þarf að lagfæra. Þau eru einnig fáanleg í GT búðinni og kosta 4.800 krónur. Þar er líka hægt að fá mjög hentugan felgulykil, sem hægt er að brjóta saman, þannig að líið fer fyrir honum. Gott er líka að hafa í bílnum tó, ef draga þarf bílinn. Það getur líka komið fyrir alla að verða benzínlausir, og þá er gott að hafa í bílnum bensínbrúsa, en hann er hægt að fá með stút, sem auðveldar notkun. Einnig rákumst við á loftdælur, sem mjög hentugar eru á ferða- lögum. Er loftdælan sett í sam- band við sígarettukveikjarann í bílnum, en með henni er hægt að dæla lofti í dekk, vindsængur og annað slíkt. Loftdælan kostar 10.600 stykkið. Auk þessa ættu allir að vita að enginn ætti að aka á bíl sem ekki hefur aukaviftureim, kerti og platínur meðferðis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.