Morgunblaðið - 04.08.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.08.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1978 13 Mótmæla sovézkum her Vín 3. ágúst Reuter. Mannréttindahreyfing í Tékka- slóvakíu lýsti því yfir í dag að dvöl sovézkra hermanna í landinu væri ólögleg og bryti í bága við alþjóðasamþykktir. Tígrisdýr lim- lestir dreng Gaeta, Ítalíu 3. ágúst. AP. Tígrisdýr, sem slapp út úr búri í sirkus, réðst á átta ára gamlan dreng og lék hann illa. Atvikið átti sér stað um hábjartan dag og horfðu hundruð manna aðgerðar- lausir á atburðinn. Lögregla skaut tígrisdýrið til bana. Móðir gekk berserksgang Salt Lake City, Bandaríkjunum 3. ágúst. Reuter. MÓÐIR henti sjö börnum sínum út um glugga á tólftu hæð hótels og hoppaði sjálf út um gluggann á eftir, að því er lögregla í Salt Lake City skýrði frá í dag. Fimm úr fjölskyldunni létust þegar, en þrír liggja þungt haldnir á sjúkrahúsi í borginni. Mannfækkun í London London 3. ájíúst. AP. ÍBÚUM London fækkar stöðugt, ef marka má tölur sem nýlega voru birtar opinberlega. Þar kemur fram að um mitt ár 1977 bjuggu 6,970,100 manns í stór-London, en voru 7,027,600 um mitt ár 1976. Fundu kaf- bátsflak London 3. ágúst. Reuter. Áhugakafarar tilkynntu í dag að þeir hefðu að öllum líkindum fundið flak þýzks kafbáts úr heimsstyrjöldinni fyrri út af strönd Suður-Englands. Kaffiverð- ið lækkar London 3. ágúst. AP. VERÐIÐ á ómöluðu kaffi lækkar nú og var komið niður í einn bandaríkjadollar (260 krónur) pundið í London á miðvikudag. í upphafi þessa árs var verðið helmingi hærra og fyrir tveimur árum komst það upp í þrjá dollara pundið. Harrison orðinn faðir London 3. ájíúst AP. Olivia Arras eignaðist á þriðju- dag son með Bítlinum fyrrverandi, George Harrison. Harrison er sá síðasti af Bítlunum sem verður faðir. Skotinn til bana Belfast, Noröur-írlandi 3. átfúst. AP. VOPNAÐIR menn í bifreið skutu í dag til bana þrítugan mann í varaliði lögreglunnar, að því er lögregla í Belfast skýrði frá. Larsen í Ekstra Bladet: „Taugaveiklun í FIDE” DANSKI stórmeistarinn Bent Larsen skrifar grein í Ekstra- Bladet fyrir skömmu þar sem hann ræðir framboð til forseta- embættis FIDE. I grein sinni ræðir hann fyrst almennt um samtökin, veikleika þeirra og kosti. Heldur hann því fram, að margir af framámönnum í FIDE hafi séð fram á að ekki næðist eining um forseta og því talið að klofningur væri yfirvof- andi og þess vegna hafi hug- myndin um endurkjör Euwes fengið byr. Larsen telur þennan ótta við klofning barnalegan. Síðan segir Larsen orðrétt i grein sinni: „Nú hafa nokkrir framámenn í FIDE með Bandaríkjamanninn Edmondson í broddi fylkingar sent símskeyti til fjölda skák- sambanda þess efnis, að þar sem séð sé fyrir að enginn af frambjóðendunum þremur nái kjöri í fyrstu umferð, muni það riðla samtökunum í heild. Því sé ekki annað að gera en að kjósa Euwe aftur. Friðrik Ólafsson hafði séð þennan gang mála fyrir og því hikað í fyrstu við að gefa kost á sér. Því miður er hann á ferðalagi í Kanada um þessar mundir og því verða að nægja yfirlýsingar frá formanni SÍ, um að framboð Friðriks standi." (Greinin er skrifuð áður en Friðrik lýsti því sjálfur yfir að hann myndi standa fast við framboð sitt. Innsk. blm.) ’fTde-panik Verdensskakforbundet hed- der som bekendt i fransk forkortelse FIDE. Det be- stfir af omtrent hundrede \ nationale skakforbund. 1 Præsident har \ ae sidste I otte fir vrcret den hollandske leksverdensmester Euwe lludtales Ove), der for ltenge "tsiden har lovct at trække sig kilbniro pfi kongresscn \ ftr, Ma hans' anden valgperiode fc'dlober. Fristen for opstill- |«g af kandidater til posten fsksk lved bent llarsen • 4rtlr»r mf'íb

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.