Morgunblaðið - 23.08.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.08.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1978 3 4f Ferðalangar á Öræfaleið stöldruðu við til þess að aðstoða við björgun jeppans úr Jökulsá og þar sem þetta tók nokkra daga var slegið upp tjöldum. IIjálparlið vinnur við að stífla Jökulsá á Fjöllum með því að bera sandpoka á grynnsta vatnið. Ladabfllinn sést á miðri mynd í ánni. Ljósmynd Sigurgeir Bernharð bórðarson. Stífluðu Jökulsá á Fjöll- um tíl að ná sokknum jeppa JEPPABIFREIÐ af Ladagerð festist fyrir skömmu í Jökulsá á Fjöllum á Gæsavatnaleið og sat bifreiðin föst í árfarveginum í nokkra daga. Þrennt var í bflnum þegar hann festist en það liðu aðeins 2—3 mínútur frá því.að bfllinn tók að síga í eðjuna og þar til að hann var sokkinn í sand og vatn upp fyrir vélarhlíf. Sækja varð trukk til Akureyrar til þess að ná bflnum upp en á meðan maraði jeppinn í eðjunni, bundinn með löngu bandi við stein á þurru. Fólk sem fór þessa leið staldraði við á slysstað í nokkra daga til þess að hjálpa til við að bjarga bflnum og tókst það með því að stífla um tíma Jökulsá á Fjöllum. Er ekki vitað til fyrr á þessum slóðum. Gigandi Jeppans er Grétar Ingvarsson á Akureyri og inntum við hann eftir frásögn af ferða- laginu: „Þegar við komum þarna að vestustu kvisl Jökulsár á Fjöllum inn undir Dyngjujökli var auðséð greinileg slóð í árfarveginum og menn sem við höfðum leitað upplýsinga hjá dagana áður höfðu sagt okkur að auðvelt væri að fara þarna yfir. Við vorum á leið úr Gæsavötnum niður í Öskju, en á þessum stað sem við ætluðum yfir virtist mér vera um 50 metra leið yfir ána. Við vorum rétt komin út í þegar bíllinn fór að sökkva, en vatnið virtist hins vegar ekki vera nema um 10 sm djúpt. Bíllinn lenti á steini og í holu við hann, en við það fór jeppinn nær á hliðina. Við fórum út til að reyna að rétta hann, en þetta skeði allt á örskömmum tíma, því um sama leyti var að byrja hlaup í ánni og á meðan við týndum dótiö okkar út úr bílnum sökk hann dýpra og dýpra. Eftir örfáar mínútur var þess að það hafi verið gert farið að flæða yfir vélarhlifina og bíllinn virtist siga stanzlaust fram í ána og sandinn. Ég náði þá í langt nælonband sem var uppi á toppnum og batt það aftan í bílinn og hinn endann í stóran stein í landi. Ef við hefðum ekki gert þetta tel ég að billinn hefði sokkið enn dýpra, en á tímabili fór hann í kaf í vatn. En síðan sjatnaði í ánni og stundum var hægt að ganga þurrum fótum út að bílnum þar sem hann sat fastur. 4 bílar úr Reykjavík stoppuðu þarna hjá okkur og fólkið sló upp tjöldum. Tveir menn á jeppa úr Tíeykjavík létu sig ekki muna um að skutla konunni minni til Akureyrar 14 tíma akstur til þess að koma hjálparleiðangri af stað með trukknum. Þeim þótti þetta sjálfsagt og þannig voru allir sem leið áttu um, þeir hjálpuðu okkur. Þegar kranatrukkurinn kom frá Akureyri voru um 22 manns á staðnum og allt liðið vann við að grafa og ná upp bílnum. M.a. urðum við að stífla ána þarna og var það gert með því að moka )leila línan sýnir Gæsavatnaleið um „sandana" og krossinn sýnir staðinn þar sem jeppinn strandaði. Punktalínan sýnir hinsvegar nýja leið vestan „RANA" norður á Dyngjufjalladalsleið og telja kunnugir það mun öruggari leið fyrir ókunnuga. sandi í um 200 poka sem trukkur- inn kom með. Þegar við gripum til þessa ráðs hafði sandurinn hlaðist upp á miðjar hliðarrúðurnar og það var þriggja tíma törn með allt þetta lið að ná upp bílnum, en þá var holan í farveg Jökulsár lika orðin um tveggja metra djúp. Síðan ók trukkurinn með jeppann til Akureyrar og það tók viku að hreinsa hann til þess að unnt væri að gangsetja hann, en það er þó ekki nærri búið ennþá þótt búið sé að taka alla klæðningu úr bíinum." - á.j. & FISKUR stræti 37 sími 24447

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.