Morgunblaðið - 23.08.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.08.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1978 „Gamli töframaðurinn leiddi Kenýa til sjálfstœðis Jomo Kenyatta. MEÐ fráfalli Jomo Kenyatta Kenyaforsta er horfinn af sjónar- sviðinu einn fárra eftirlifandi leiðtoga svörtu Afríku sem á sjöunda áratug þessarar aldar leiddu þjóðir sínar undan áþján nýlenduvalds til sjálfstæðis. Kenyatta varð forseti lands síns í desember 1964, réttu ári eftir að Kenya hlaut sjálfstæði frá Bret- um. Hann varð ekki síður farsæll á forsetastóli en sem leiðtogi í uppreisnum gcgn Bretum á sjötta áratugnum. Persónudýrkun á Kenyatta fór vaxandi með árun- um, á samat tíma og hann fjarlægðist mesta skarkala stjórn- málanna. Jomo Kenyatta þótti fara hinn gullna meðalveg þegar nann tók ákvarðanir varðandi uppbyggingu í landi sínu og leiddi það, jafn- framt því sem hann tók skynsam- lega afstöðu í málefnum kynþátta landsins, fljótt til vaxandi velmegunar. Yngri stjórnmála- menn áttu þó fyrst í stað erfitt með að sætta sig við viðhorf Kenyatta sem þeim þótti of ^hófsamur og hægfara. Aldrei kom þó til alvarlegs ágreiníngs á valdatíð Kenyatta, því að hann var skarpvitur og sigldi á milli skers og báru af stakri kænsku. Afleiðing þess er að Kenya nýtur nú einna mestrar hagsældar og velmegunar Afríkuríkja. Síðustu tvö árin eru þau happasælustu í sögu landsins og kemur þar hækkun heimsmarkaðsverðs á kaffi fyrst og fremst til. Æska Kenyatta þykir nokkur ráðgáta og ekki er vitað hvenær hann er fæddur. Sjálfur sagðist hann ekki vita aldur sinn, en almennt er þó álitið að hann hafi fæðst í þorpinu Gatunda fyrir norðan Nairobi á árunum 1890—1895. Þorp það er í Kambu-héraði, sem er miðsvæði Kikuyu-ættflokksins, en sá ætt- flokkur er í dag áhrifamestur í Kenya. Fyrst um sinn bar Kenyatta nafnið Kamau Wangengi og stjúp- faðir hans lét eitt sinn svo um mælt að Kenyatta hafi verið skynsamur ungur piltur, leikglað- ur og framsækinn. Árið 1914 hlaut drengurinn skírn og skírnarnafnið Johnstone Kamau. Og þar sem hann bar að jafnaði perlubleti Masai-ættflokksins, Kinyata, hlaut hann eftirnafnið Kenyatta og síðar tók hann sér svo sjálfur nafnið Jomo, sem þýðir brennandi spjót. Skoskur trúboðssöfnuður tók Kenyatta að sér árið 1909. Hann var þá veikburða og munaðarlaus. Læknir trúboðsins framkvæmdi á honum lífshættulegan uppskurð vegna skemmdar í hryggjarlið. Hjá söfnuðinum var Kenyatta í fimm ár og lærði að lesa og skrifa, og var með hinum fyrstu af innfæddum Kenyamönnum til að læra ensku. Hann hélt til Bretlands árið 1920 sem fulltrúi eins flokks þjóðernissinna í Kenya. Þar talaði hann máli landa sinna og barðist fyrir fullveldi lands síns. Eftir heimsstyrjöldina síðari hélt Keny- atta heim á leið til að framfylgja draumi sínum um sjálfstæði Kenya. Árið 1952 handtóku bresk- ar hersveitir hann þegar breska stjórnin lýsti neyðarástandi í Kenya til að bæla niður Mau Mau-uppreisnina gegn hernámi Breta á lendum Kikuyu-ættflokks- ins norðan við Nairobi. sBretar ásökuðu Kenyatta um að hafa stjórnað uppreisninni og dæmdu hann til sjö ára fangelsisvistar, en sjálfur hélt hann fyrr og síðar fram sakleysi sínu í því efni. Þegar svo verið var að undirbúa stjórn landsins og sjálfstæðistöku slepptu Bretar Kenyatta úr haldi, því að stjórnmálamenn heima fyrir neituðu að taka við stjórn landsins ef Kenyatta væri ekki í röðum ráðherra. Hann varð fyrsti forsætisráðherra landsins. Þótt segja megi að Kenyatta eigi líf sitt að launa skoskum trúboð- N eyðarástandi lýst yfir í Perú Lima, 22. ágúst. — Reuter — AP HERFORINGJASTJÓRNIN í Perú lýsti yfir neyðarástandi á helztu námasvæðum í mið- og suðurhluta landsins á miðnætti á mánudag. Um 50.000 námaverka- menn hafa verið í verkfalli undan- farna 20 daga til að krefjast endurráðningar 320 námaverka- manna, sem sagt var upp störfum á siðasta ári. Verkfallið hefur haft lamandi áhrif á efnahagslíf lands- ins og er tapið á þessum tíma talið nema 60 milljónum dala. Herfor- ingjastjórnin, sem er vinstri sinnuð, hefur eflt allan öryggisvið- búnað á þessu svæði. Lækka framlag sitt til NATO Washington, 22. ágúst. Reuter. ÖLDUNGADEILD bandarikjaþings samþykkti í dag að lækka fjárveit- ingar til uppbyggingar ýmisskonar á vegum Atlantshafsbandalagsins í Evrópu, með 83 atkvæðum gegn einu. Þetta þýðir að skornar verða um 650 milljónir dollara af fjárveitingu þeirri sem fyrirhugað var að veita til þessara verkefna, eða sem svarar 170 milljarða íslenzkra króna. Sagt er í Washington að Banda- ríkjamönnum þyki kominn tími til þess að aðrar bandalagsþjóðir fari að leggja fram aukin skerf til þessara mála. Þetta gerðist 1977 — Jimmy Carter Banda- ríkjaforseti skýrir frá því að Suður-Afríkustjórn hafi skýrt Bandarikjastjórn frá því að landið hefði ekki yfír neinum kjarnorkuvopnum að ráða og ekki væru neinar kjarnorkutil- raunir í bígerð eins og orðrómur haföi verið uppi um. 1971 — Bandaríkin, Sovét- ríkin, Bretland og Frakkland koma sér saman um uppkast að sáttmála um framtíð Vestur- Berlínar. 1968 — Klukkustundar alls- herjarverkfall í Tékkóslóvakiu til að andmæia innrás Sovét- ríkjanna og nokkurra leppríkja þeirra i landið. Ludvik Svoboda forseti Tékkóslóvakíu heldur til Moskvu til að ræða við valdhafa í Kreml um ástandið i landi smu. 1%2 — Fyrsta beina sjón- varpssendingin á milli Evrópu og Bandarikjanna. Sendingin fór um bandarískan gervihnött af Telstar gerð. 1958 — Kinverjar hefja sprengjuáras á Quemoy eyju. 1839 — Bretar ná Hong Kong á sitt vald i styrjöld við Kinverja. 1500 — Kristófer Kóiumbus ásakaður í Haiti fyrir að mis- þyrma hinum innfæddu. Hann er handtekinn og sendur til Spánar. Afmælii Lúðvik fjórtándi Frakklandskonungur (1754-1793)). Gene Keily, bandarískur leikari og dansari (1912- ). InnlenL Sveinn Björnsson forseti fer í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna 1944 — Víkingaskipið „Roald Amund- sen“ kemur til Reykjavíkur 1932 — Gunnar Huseby Evrópu- meistari í kúluvarpi 1946 — Steinkista Páls biskups frá 1218 finnst í grunni Skálholtskirkju 1954. — Ritstjóri „Þjóðviljans“ Magnús Kjartansson i fangelsi fyrir meiðyrði 1955 — Stytta af Jóni Arasyni afhjúpuð á Munka- þverá 1959 — F. Þorsteinn Jónsson (Þórir Bergsson) 1885. Orð dagsinsi Vcrtu óhræddur að stíga stórt skref ef þess gerist þörf. Þú kemst ekki yfir breiöa gjá í tveimur minni stökkum. (David Lloyd George, breskur stjórnfræðingur 1863—1945). I 3 HEMPECs þakmálníng þegar hann lítur niður á HEMHI!s þöki n og sér hve fallegum Uæbrigðum mánáúrlitumhans Nú eru fyrirliggjandi 14 gullfallegir litir af HEMPEL'S þakmálningu. Um gæði HEMPEL'S þakmálningar þarf ekki að efast. HEMPEL'S er einn stærsti framleiðandi skipamálningar i heiminum Seltan og umhleypingarnir hér eru þvi engin vandamál fyrir sérfræðinga HEMPEL’S MARINE PAINTS. Framleiðandi á Islandi Slippfélagið íReykjavík hf Málningarverksmiðjan Dugguvogi—Simar 33433 og 33414

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.