Morgunblaðið - 02.09.1978, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 02.09.1978, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1978 33 fclk í fréttum Andófs- maður + Þetta er einn rússneski andófsmaðurinn enn: Alexander Podrabinek. — Hann var nýlega dæmdur sem kunnugt er af fréttum frá Moskvu. Hlaut hann 3ja ára út- legðardóm fyrir óhróður um Sovétríkin á Vestur- löndum. + Daninn Victor Borge er enn í tölu þeirra beztu skemmtikraíta sem völ er á. Ilann skondrar heimshorna á milli til að flytja skemmtiþætti eða koma fram í gamanþáttum sjónvarpsstöðv- anna. Listamaðurnn. sem kominn er á sjötugsaldurinn hefur verið búsettur í Bandaríkjunum í 30 ár og er reyndar ríkisborgari þar. Þessi mynd var tekin aí Victor Borge fyrir nokkru fyrir vestan er barnabörn hans voru í heimsókn hjá honum. I byrjun næsta mánaðar ætlar hann að fara til V-Þýzkalands og til Kaupmannahafnar. En um Kaupmannahöfn sagði hann nýlega að hún væri orðin sér framandi borg jafnvel þó hann færi um gamaikunnar götur og hverfi. Það hefur komið fram hér í þessum dálkum mikil óánægja hans með Danmerkur-kvikmynd. Mér getur ekki geðjast áð blátt áfram bjálfalegri kvikmynd um Danmörk sagði Victor Borge. + Baráttumennirnir gegn hvalveiðum. sem voru hér á íslandsmiðum í sumar, eru bú komnir í fréttirnar á ný. — Hér hindra þeir á gúmmibáti, spænskan hvalveiðibát undan ströndum spánska hafnarha'jarins Vigo. Gúmmibáturinn var mannaður skipverjum af togaran- . um Rainbow Warrior, þeim sama og var að elta fsl. hvalveiðibáta. Spán- verjar sendu varðskip á staðinn og hafði ekki komið til frekari aðgerða hvalavinanna. INGÓLFS-CAFÉ GÖMLU DANSARNIR í KVÖLD HLJÓMSVEIT JÓNS SIGURÐSSONAR LEIKUR. SÖNGKONA MATTÝ JÓHANNS. Aögöngumiöasalan er opin frá kl. 7. Sími 12826. Hellubíó í kvöld Sunnlendingar, nú fáiö þiö tækifæri rétt eins og aörir landsmenn til aö sjá hina frábæru Faraldsfætur í Hellubíói í kvöld. Sætaferðir frá öllum helstu byggöakjörnum undiriendisins. Faraldsfætur. Stuðball í Stapa Mætum hress hjá Haukum því annaö fylgir ekki með. > Sætaferöir frá B.S.Í, Hafnarfirði, Grindavík. Kl. 10 U.N.F.N. Stéttarsambandsfundurinn: Mótmælir harðlega sam- einingu Búnaðarbankans og Utvegsbankans AÐALFUNDUR Stéttarsambands bænda, sem í gær lauk á Akure.vri, samþykkti ályktun þar sem mót- mælt er harðlega framkominni hugmynd um sameiningu Bún- aðarbanka íslands og Utvegs- banka íslands. Jafnframt skoraði fundurinn á Alþingi og ríkisstjórn að Búnaðarbankinn héldi óbreyttri stöðu sinni. Þá segir í ályktuninni: „Ljóst er að fjárhagsstaða þessara banka er mjög ójöfn og mundi því slík sameining veikja aðstöðu landbúnaðarins til lánafyrir- greiðslu."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.