Morgunblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1978 39 Noróurlönd: Lusaka, Salisbury, 1. september, AP, Reuter. LEIÐTOGAR áhrifamestu barátturíkja svörtu Afríku komu í dag saman í Lus- aka, höfuðborg Sambíu, í því skyni að hraða áform- um allra deiluaðila um friðarráðstefnu í Rhódesíu. Koma háttsetts embættis- manns frá Nígeríu til fundarins hefur kynt undir vangaveltum manna um að Nígeríumenn hyggist fá skæruliðum vopn í baráttu þeirra gegn bráðabirgða- stjórninni í Salisbury. TalsmaÖur Sambíustjórnar sagði að Henry Adefop hershöfð- ingi og deildarstjóri í utanríkis- ráðuneyti Nígeríu hefði boðað komu sína á föstudagskvöld á mót forseta Angóla, Sambíu, Tanzaníu, Botswana og Mosambík ásamt rhódesísku skæruliðaforingjunum Nkomo og Mugabe. Ekki eru liðnar nema þrjár vikur síðan Mugabe, annar valdamesti foringi Föður- landsfylkingarinnar, gerði sér erindi til Nígeríu að beiðast vopna. Þessi fundur leiðtoganna kemur í kjölfar fregnar um að Ian Smith forsætisráðherra Rhódesíu, hafi fundað á laun með Nkomo í ágúst. Fréttin hefur gefið byr undir báða vængi efasemdum um að bráða- birgðastjórninni í Rhódesíu verði langra lífdaga auðið. Einnig hefur hún varpað nýju ljósi á ráðabrugg á alþjóðavettvangi til lausnar deilunni, einkum eftir að tals- mennn ríkisstjórna Breta og Bandaríkjamanna lýstu yfir í dag að þeir hefðu vitað fyrirfram um fund Smiths og Nkomos með öðrum meðalgöngumönnum. Einn fulltrúi blökkumanna í bráða- birgðastjórninni í Salisbury, Camp David fundurinn: — ■ Arangursvon ekki mikil nú Washington, 1. september, Reuter JIMMY Carter Banda- ríkjaforseti fól háttsettum embættismönnum í dag að grunda tillögur sem hann hygðist leggja fyrir fund- inn með Menachem Begin forsætisráðherra ísraels og Anwar Sadat forseta Egyptalands í Camp David í næstu viku. Forsetinn vonast til að tillögurnar leysi þann hnút sem nú er á samningaviðræðum Egypta og ísraelsmanna, en ráðgjafar hans álitu þó að litlar líkur væru á árangri af fundinum þar sem ekki væri gert ráð fyrir neinum meiriháttar breytingum á þeirri stöðu sem nú ríkir á umdeildu svæðunum. Síðustu fregnir frá Jerúsalem og Kairó renna stoðum undir þann grun manna að djúpur ágreiningur sé enn á milli landanna. Utanríkis- ráðuneytið í Kairó sagði í dag að Sadat mundi á fundinum krefjast algerrar brottfarar ísraelsmanna af landsvæðum Araba sem tekin voru í sjö daga stríðinu 1967. Þá sagði Begin í Jerúsalem í gær- kvöldi að hann hefði stuðning tveggja þriðju hluta þings Israels fyrir því að taka ekki til greina kröfur um að ísraelsmenn hverfi af því landi sem þeim áskotnaðist í stríðinu 1967. Einnig sagðist hann ekki mundu samþykkja að bandarískir hermenn tækju sér stöðu á vesturbakka Jórdan í stað ísraelskra hermanna til að tryggja varnir Israels. Sovétríkin hafa einnig hafnað þeirri hugmynd og í heild eru ráðamenn í Kremi andvígir fund- inum í Camp David, að því er fram kom í tilkynningu sem Sovétríkin og Sýrland gáfu í sameiningu út í dag. Mótmæla aðskilnað- Ndabaningi Sithole, lét í það skína í dag að stjórnin myndi leysast upp færi einhver félagi hennar til fundar við málsvara Föðurlands- fylkingarinnar. Talsmenn Rhódesíustjórnar halda áfram að bera til baka sögusagnir um að áðurnefndur fundur hafi átt sér stað og svo hefur Joshua Nkomo gert einnig. Enn hafa engar yfirlýsingar borizt frá ráðstefnu þeirri er nú stendur yfir í Lusaka. Orðrómur um að Ian Smith forsætisráðherra Rhódesíu hafi skottð" á fundi í muddum með leiðtoga Föðurlandsfylkingarinnar, Joshua Nkomo, hafa vakið mönnum ótta um að bráðahirgðastjórnin riði nú til falls. Holtz þverneitar njósnadylgjum Bonn, 1. september, Reuter, AP. LÖGREGLA rannsakaði í dag skrifstofu áhrifamikils þingmanns í Bonn eftir að sérstakur þingfundur í Bonn svipti hann friðhelgi vegna gruns um að hann væri viðriðinn njósnir. Þingmaðurinn, sem um ræðir, er Uwe Holtz, 34 ára gamall jafnaðarmaður og í hópi þeirra sem sótzt hefur greiðlega leiðin til frama innan flokksins. Hann kom fram í vestur-þýzka sjón- varpinu í gærkvöld og vísaði á bug öllum dylgjum um að hann hefði gerzt sekur um athæfi, sem skoða mætti sem njósnir. Ekki leið nema hálf klukkustund frá því að neðri deild þingsins samþykkti að veita heimild sína þar til rannsóknin hófst. Eins og fram hefur komið í fréttum voru það ummæli rúmensks flótta- manns í Bandaríkjunum, Ion Pacepa, um njósnara í innsta hring í Vestur-Þýzkalandi, sem hrundu máli þessu af stað. Dr. Holtz var ekki nefndur á nafn á fimm mínútna löngum fundi neðri deildarinnar, þar sem saman voru komnir. um 300 þingmenn af 496. Þingmaðurinn, sem er sagn- fræðingur að mennt, skýrði frá því að hann hefði hvergi vogað sér nærri meðan leitin fór fram. Hann bætti við að Pacepa væri með sögusögnum sínum greinilega að reyna að koma ár sinni fyrir borð vestanhafs. „Hvað myndi gerast ef vestur-þýzka öryggisþjónustan beindi grun að bandarískum full- trúardeildarþingmanni?" spurði Holtz. Tvö meiri háttar njósnahneyksli hafa dunið yfir í Vestur-Þýzka- landi á undanförnum árum. Arið 1974 neyddist Willy Brandt kanzl- ari til að segja af sér er upp komst að náinn samstarfsmaður hans, Gúnter Guillaume, væri hand- bendi Austur-Þjóðverja. I febrúar- mánuði síðastliðnum sagði varnar- málaráðherra landsins, Georg Leber, af sér er aðstoðarriJ,ari í ráðuneyti hans varð sekur fundinn um að afhenda kommúnistum hundruð leyniskjala er lutu að öryggi landsins. Ekkert hefur komið fram enn þá, sem bendir til að mál það, sem nú er í athugun, sé viðlíka að vöxtum og mál Guillaumes, en hann hlaut 13 ára fangelsisvist. Komið hefur fram að u.þ.b. sex aðrir þingmenn jafn- aðarmanna liggi undir grun en enginn þeirra hefur verið til- greindur. Heimildir í Búkarest herma að tólf hátt settir embættismenn í öryggisverði rúmensku stjórnar- innar hafi verið teknir höndum eftir að Paeepa stakk af. Handtök- urnar munu hafa átt sér stað að skipun Ceausescus forseta lands- ins. Herma áreiðanlegar heimildir að uppnám ríki í öryggisþjóftustu Rúmena eftir að Pacepa gekk Bandaríkjamönnum á hönd. Veður víöa um heim Akureyri 8 niskýjaó Amsterdam 15 rigning Apena 28 heiðskirt Barcelona 22 alskýjað Berlín 15 skýjað BrUssel 17 rigning Chicago 27 skýjað Franklurt 16 rigning Gen» 15 skýjað Helsinkí 17 rigning Jerúsalem 28 léttskýjað Jóhannesarborg 16 léttskýjaó Kaupmannahöfn rigning Lissabon 29 heiðskírt London 14 skýjað Los Angeles 29 heiðskírt Madrid 34 heiðskírt Malaga 31 léttskýjað Mallorca 25 léttskýjað Miami 30 skýjað Moskva 18 skýjað New York 21 skýjað Osló 16 skýjað París 17 skýjað Reykjavík 12 skýjað Rio de Janeiro 31 rigning Rómaborg 19 heiðskírt Stokkhólmur 14 rigning arstefnu S- Afríku Stokkhólmi — 1. sept. Á SAMEIGINLEGUM fundi utanríkisráðherra Norðurlanda, sem lauk í gær, var ákveðið, að S Af- ríkubúum væri skylt að sýna árituð vegabréf í náinni framtíð, ef þeir hygðust ferðast til Norður- landanna. Fundinn sátu fyrir hönd íslands þeir Hörður Helgason skrif- stofustjóri í utanríkisráðu- neytinu, Tómas Tómasson fastafulltrúi íslands hjá S.Þ. og Ingvi Ingvason sendiherra íslands í Stokkhólmi. Þessi ákvörðun um vegabréfs- áritun er mótmæli við þeirri aðskilnaðarstefnu sem viðgengst í S-Afríku. Finnland hafði áður riðið á vaðið fyrst Norðurlanda og krafizt vegabréfsáritunar S-Af- ríkubúa. Hins vegar er Norður- landabúum skylt að hafa vega- bréfsáritun, ef þeir ætla að ferðast til S-Afríku. Á fundinum var einnig rætt um að bera undir S.Þ. aðgerðir um að draga úr öllum íþróttasamskiptum við S-Afríku og verður þessi hugmynd einnig borin undir íþróttasambönd við- komandi landa. Vesturþýzki jafnaðarmaðurinn Uwe lloltz, er dómsyfirvöld hafa grunaðan um njósnir, greiðir atkvæði með því að þinghelgi verði aflétt, svo rannsaka megi skrifstofu hans í Bonn. Þingið var sérstaklega kvatt sainan á föstudag til að fjalla um málið. Erítreumenn hrundu sóknum Eþíópíuhers Khartoum, 1. september, Reuter. TALSMAÐUR uppreisnar- manna í Erítreu skýrði frá því í dag að Eþíópíuher hefði hrakizt til baka yfir fyrri virkislínu sína eftir þriggja daga látlausar stórsóknir gegn uppreisnarmönnum fyrir norðan Asmara, höfuðborg Erítreu. Varð her Eþíópíu fyrir talsverðu mannfalli að sögn talsmannsins, en 1500 hermenn hans féllu í aðgerðunum og um 2000 særðust. Þá náðu uppreisnarmennirnir tveimur sovézkum skriðdrekum af T-54 gerð á sitt vald og eyðilögðu átta til viðbótar. Einnig féll fjöldi annarra vopna þeim í skaut. Talsmaðurinn sagði að Eþíópíuher hefði sótt fram af miklum þunga og beint skeytum sínum að útvígj- um Alþýðufylkingarinnar til frels- unar Eritreu (EPLF), við veginn að borginni Keren og nálægum fjöllum, en borgin er eitt helzta vígi EPLF. Að því er talsmaðurinn segir tókst uppreisnarmönnunum í dag að hrekja herinn aftur til þeirra stöðva sem sóknirnar hóf- ust frá á miðvikudag. Brádabirgðastjóm Smiths á nástrái?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.