Morgunblaðið - 21.09.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.09.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1978 Bætt tollakerfi getur lækkað vöruverð segir Ásgeir Pétursson Á síðastliðnu ári skipaði Matt- hías A. Mathiesen fjármálaráð- herra nefnd til þess að endurskoða gildandi lög og reglur um toll- heimtu og tolleftirlit. Var formað- ur nefndarinnar Ásgeir Pétursson sýslumaður, en aðrir nefndarmenn þeir Björn Hermannsson tollstjóri, Halldór V. Sigursson ríkisendur- skoðandi, Hjalti Pálsson fram- kvæmdastjóri og Júlíus Sæberg Ólafsson framkvæmdastjóri. Rit- ari nefndarinnar er Þorsteinn Geirsson skrifstofustjóri. Nefndin skilaði fyrrverandi rík- isstjórn áfangaskýrslu um málefni þetta í ágúst s.l. Greindi Matthías Á. Mathiesén frá þessu í viðtali við Morgunblaðið fyrir nokkru. Af því tilefni átti blaðið nýlega samtal við formann nefndarinnar, Ásgeir Pétursson, um þetta verkefni: — Hvert hefur verið aðalvið- fangsefni nefndarinnar? — Nefndin taldi frá upphafi æskiiegt að skipta verkefni sínu í tvo áfanga og skyldi fyrri áfang- inn fjalla um hugsanlega kerfis- breytingu, sem einkum varðar innheimtu tolla, þ.e. að taka upp svonefnda „tollkrít" eða lán á tollum en síðari áfanginn um ráðstafanir, sem gerðar yrðu í því skyni að efla almennt tolleftirlit í landinu. Verkefnið beindist að því að kynnast og skilgreina þá þætti, sem koma við sögu vinnubragða við innflutning landsmanna. Það voru atriði er varða komu varn- ings til landsins, geymslu hans, meðferð, skjalakerfið og greiðslur aðflutningsgjaldanna. Leita þurfti upplýsinga um heildarkostnað, sem yrði við upptöku umræddra breytinga og ætlanlegan sparnað. — Hvernig myndast sá mikli kostnaður, sem virðist vera sam- fara meðferð varnings og toll- skjalakerfi við innflutning til landsins? — Kostnaður vegna meðferðar á vörum og skjalakerfi myndast aðallega þannig að hann verður til við uppskipun, geymslu og flutn- ing varnings til innflytjenda og tilfærslu milli geymslna. I öðru lagi vegna skjalakerfis, útfyllingar umsókna, ferða innflytjenda í tollskrifstofu og bankana og vinna og þátttöku í endanlegri afgreiðslu tollskjala þar. Þetta eru auðvitað atriði, sem varða samskipti stjórn- valda og atvinnuinnflytjenda. Spurning var því þá hvort unnt væri að gera þetta allt eitthvað einfaldara og ódýrara í fram- kvæmd, þannig að bætt innflutn- ings- og tollkerfi gæti hugsanlega lækkað vöruverð i landinu. — Er það talið að unnt sé að gera breytingar, sem stefndu í þá átt? — Já, nefndinni virðist eftir fyrstu könnun og seinna aðfengn- um margháttuðum upplýsingum frá opinberum aðilum, innflytj- endum og þá sérstaklega sérfræði- legri rannsókn J. Ingimars Hans- sonar rekstrarverkfræðings, að tollkrít gæti haft áhrif til lækkun- ar á nær alla fyrrgreinda kostn- aðarþætti. Ljóst er strax að sé vara fyrr leyst úr tolli, minnkar flutningur milli hinna ýmsu vörugeymslna. Þá er á það að líta að ef heildarbirgðir varnings í landinu minnka, leiðir það til lækkunar vaxtakostnaðar. Loks má með tollkrít og breytturn aðferðum við geymslu varnings, einfalda sam- skipti tollyfirvalda og innflytj- enda. Það myndi minnka kostnað- inn við meðferðina, fækka ferðum innflytjenda í bankana og toll- skrifstofur. — En er ekki heimild í núgild- andi lögum til þess að lána tolla? — Jú, að vísu er takmörkuð heimild til þess í lögunum um tollheimtu frá 1969, og var af þeim sökum kannað hvort eðlilegt gæti talist að hefja endurskoðun slíkrar reglugerðar, í því skyni að nefndin skilaði síðan nýjum drögum að reglugerð, sem geymdi ný og endurskoðuð ákvæði um tollkrít og framkvæmd hennar. Tollar hafa stundum verið lán- aðir en þá með sérstakri heimild fjármálaráðuneytisins hverju sinni. Eftir könnun varð nefndin sammála um það að eðlilegt væri að fremur yrði stefnt að setningu löggjafar um tollkrít, en að leysa úr því efni með stjórnvaldaerindi. Ákvæði tollalaga um heimild til þess að lána tolla eru í eðli sínu undantekning frá þeirri meg- inreglu, sem ríkjandi hefur verið um tollun, að þeir skyldu greiddir út við móttöku varnings. Ljóst er að þegar síðustu tolla- lög voru sett voru ákvæðin um lán á tollum bersýnilega undantekn- ingarákvæði, sem sett voru til þess að girða ekki fyrir að unnt væri að leysa úr tollamálum, sem með sérstökum þætti væru óvenjuleg, á þann hátt að víkja frá kröfunni um skilyrðislausa greiðslu tolla strax og varan væri leyst út. Væri því eðlilegt að líta svo á að við setningu nýrra og víðtækari ákvæða um lán á tollum væri verið að setjá meginreglu, sem leysti af hólmi gömlu regluna um greiðslu tolla strax við afhendingu toll- varningsins. Það væri því meginregia að tolla skyldi ekki lána og væri því eðlilegt að ef ný og víðtækari ákvæði yrðu sett um þessi efni, þá fjallaði Alþingi um það í formi löggjafar. Tollun með fresti á greiðslu aðflutningsgjalda hlyti staðfestingu Alþingis, þar sem um nýmæli væri að ræða. Alþingi hefði við setningu síð- ustu löggjafar um tollamál ákveð- ið að meginreglan skyldi vera sú, að tollar skyldu staðgreiddir við afhendingu varnings, en nú væri stefnt að því að breyta þeirri reglu og taka upp aðra, þ.e.a.s. lán á tollum og yðri að telja vafasamt að taka svo mikilvæga ákvörðun í formi relgugerðasetningar að það stæðist ekki lögfræðilega þær kröfur, sem stjórnskipulega verður að gera til fyrirmæla hins opin- bera um svo þýðingarmikið mál. — Eru tollar lánaðir í ná- grannalöndunum? — Já, á Norðurlöndum er það gert. Danir settu t.d.. lög um þessi efni á árinu 1971, Þar hefur hver innflytjandi sérstakan viðskipta- reikning hjá tollyfirvöldum þar sem aðflutningsgjöld eru færð. Eru tollarnir síðan yfirleitt greiddir með gíróseðlum, að liðn- um lánstímanum. Norðmenn hafa einnig sett reglur um tollkrít. Þar er líka lögð áherzla á að draga úr pappírskerfinu. T.d. þurfa fyrir- tæki að senda mann í tollinn einungis einu sinni og er tollur og gjöld færð á reikning innflytjenda, með uppgjöri síðar. En tryggingar fyrir greiðslu aðflutningsgjalda þurfa aðilar að setja. Það eru bæði bankaábyrgðir og ábyrgðir frá tryggingafélögum og öðrum lána- stofnunum, sem til greina koma. — Ef tollkrít yrði tekin upp hér á landi verður þá ekki að setja ákvæði um tryggingu fyrir greiðslu þeirra? — Hugsanlegt væri að gera ekki kröfu um tryggingar. T.d. kæmi ef til vill til álita að fara að svipað og nú er gert um söluskattinn. Hann er reyndar innheimtur án þess að þeir, sem honum eiga að skila setji tryggingu fyrir skilum. En nefndin varð sammála um það að tryggast yrði að krefja innflytjendur um að setja ótvíræðar tryggingar fyrir skilum á greiðslu tollkrítar. Senni- lega er heppilegast það sé í formi bankatryggingar. Aðrar tegundir trygginga koma þó til greina, t.d. tryggingafélaga. — Hvað myndi það kosta inn- flytjendur? — Eins og ég sagði samrýmist bankatrygging þessu kerfi vel. Kostnaður af henni er 1% fyrir hálft ár og úr því 14 % fyrir hverja 3 mánuði sem bætast við. Þýðir það í'/z% fyrsta árið en síðan munu bankar, hygg ég, taka 1% á ári, eftir að fyrsta ábyrgðaár er liðið. f framhaldi af þessu viðhorfi var næst kannað hvort rétt væri að binda gjaldfrestreglur við ákveðn- ar vörutegundir. Leiddu umræður og athuganir nefndarinnar til þess að nefndarmenn urðu sammála um að það ætti ekki að binda slíkar heimildir um lán á tollum við ákveðnar vörutegundir, heldur skyldi einungis miðað við verð- mæti vörusendingar, að viðbætt- um gjöldum til ríkissjóðs. — En nú er ljóst að lán á tollum myndi seinka innheimtu tekna af aðflutningsgjöldum. Ifvernig er unnt að mæta því, þegar staða ríkissjóðs er einatt svo veik? — Þetta efni er nú ef til vill ekki svo einfalt mál. í fyrsta lagi ber að lita á það að þótt nefndin hefði orðið sammála um það að stefna að því að koma á tollkrít á innflutningi atvinnuinnflytjenda var hún þó þeirrar skoðunar að slíkt yrði að gerast smám saman. Það er auðvitað ljóst að ef tollkrít yrði komið á í einu vetfangi, myndi tekjumissir ríkis- sjóðs verða tilfinnanlegur. Telur nefndin því rétt að koma tollkrít- inni á smám saman enda fer þá saman að gætt er tekjuhagsmuna ríkissjóðs svo og að færi gefst í tímalegum skilningi til þess að þreifa sig áfram um starfshætti við þessi nýmæli. Það er einsýnt að tollkrít verður ekki komið á nema í nánu samstarfi fjármálaráðuneytisins við Seðlabankann. Þessu verður auðvitað að haga þannig að ekki brjóti óhæfilega í bága við þanþol ríkissjóðs og Seðlabanka um út- streymi fjár. — En hverjir eru það, sem myndu fá heimild til þess að hafa tollkrít? — Það verður eðlilega að ákveða það hverjir fái heimild til þess að fá tolla lánaða. Nefndin hefur orðið á einu máli um það að ekki komi til álita að aðrir fái tollkrít en þeir, sem stunda innflutning sem aðalatvinnu, þ.e. innflutningsfyrirtækin. Vissulega kemur þó ekki til greina að ætla að einskorða allan innflutning við innflutningsfyrirtækin ein. Það verður að sjálfsögðu að gera ráð fyrir því að einstaklingar eða leikmenn, sem taka þátt í inn- flutningi hafi frjálsar hendur í því hér eftir sem hingað til. En án tollkrítar. I beinu framhaldi af þessum hugleiðingum hlýtur að vakna sú spurning hvort ástæða sé til þess að flokka eða skrásetja innflytj- endur. Virðist eðlilegast að svara því þannig, að slíkt komi vissulega til mála, en þá fyrst þegar reynsla er fengin á framkvæmd tollkrítar. Kæmi því til álita að setja heimild í lagafrumvarp um það að fjár- málaráðuneytið geti með reglu- gerð látið skrásegja innflytjendur, sem nytu tollkrítar. Rétt sýnist að það fari fram könnun á innflytjendum og vöru- flokkum. Þyrfti þá að kanna hvernig innflytjendur flokkast að því er varðar innflutt verðmæti, tollagjöld, fjölda tollskjala og þá ágalla, sem koma fram í þeim skjölum. Að því er varðar vöru- flokka, þyrfti að kanna magn, tollagjöld og verðmæti hinna einstöku sendinga. — Þess hefur áður verið getið í blöðum að nefndin hafi haldið fund með innflytjendum á Akur- eyri um þessi efni. Hvað er um aðra innflytjendur að segja? — Við töldum eðlilegt að könn- un á þessum efnum færi ekki fram einungis í Reykjavík, heldur yrði einnig leitað út á land um viðhorf til þessara mála. Fyrstur slíkra funda var reyndar haldinn á Akureyri. Þar mættu auk embætt- ismanna þar nyrðra sextán full- trúar frá fyrirtækjum, sem tengj- ast innflutningi á Akureyri. Voru það í senn fulltrúar frá iðnaðar- fyrir2tækjum á Akureyri, frá Kaupfélagi Eyfirðinga, frá Slipp- stöðinni h/f, frá efnaverksmiðj- unni Sjöfn, Leðurvörum h/f og frá þeim heildverzlunum, sem starf- andi eru á Akureyri. Umræður voru þarna ítarlegar og var helzta niðurstaðan af fundinum sú að greinilega kom fram að fundarmenn foru allir hlynntir því að tekin yrði upp tollkrít hér á landi. Helztu rök heimamanna fyrir því að gera það voru þau að í reynd myndi tollkrít flýta fyrir tollafgreiðslu bæði hjá tollyfirvöldum og innflytjendum. Við það yrði minni bið og minna vinnutap. Þá koma vörur fyrr á markað og skemmdust þær síður í vöruskemmum flutningsaðila. Þá töldu Akureyringar að er fram í sækti þýddi tollkrít auknar toll- tekjur ríkissjóðs. Þeir benda og á það að neytendur fengju nýrri og betri vöru og að geymslugjöld yrðu minni, sem beinlínis þýddi lægra vöruverð. Loks töldu þeir að vátrygging yrði lægri, sem enn- fremur hefði áhrif til lækkunar vöruverðs. Hvort sem slíkur fundur er nýmæli eða ekki er víst að hann var nefndinni gagnlegur og upp- lýsandi. Þá voru haldnir fundir með stjórn Félags stórkaupmanna og stjórn Verzlunarráðs íslands i Reykjavík. Kom glögglega fram hjá þessum aðilum að tollkrít geti vissulega haft áhrif á vöruverð í landinu, til lækkunar. Talið var að tollkrít yrði til þess að innflytj- endur næðu hraðari veltu í sölu varnings, en það greiddi fyrir því

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.