Morgunblaðið - 21.09.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.09.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1978 7 „Dalakofa- sósíalismi" Alþýöubanda- lagsins Réttur er undarlegt tímarit meö skrýtnum skoðunum. Þaö er eins og Þá, sem í Þaö skrifa, hafi dagað uppi hug- myndafræöilega séð fyrir mörgum áratugum. Þótt par sé stööugt fjallaö um Þjóðfélagsmál, er aldrei stafkrókur um Það líf, sem lifað er í landinu. Allt er meira og minna upp- stillt, tilgerðarlegt og til- búið. Þó er ekki loku fyrir Það skotið, að maður, sem skrifar í Rétt, geti hitt naglann á höfuöið, og Þaö er einkum Þegar peir eru aö lýsa hver öðrum hvítflibbakommarnir: „Ekki skal ég leyna Því að mér finnst á stundum eins og Þaö sé dálítið reimt í kringum AlÞýðu- bandalagið og að Þar séu á sveimi ýmis og ólík fyrirbæri. Ég Þykist kenna Þar anarkisma af margskonar tagi, aftur- hverfa rómantík, trotsk- isma og ýmsa gamla barnaajúkdóma vinstri hreyfingar. Stundum er Þar á ferö einskonar dalakofa-sósíalismi eða Þá marxisminn í leik- fangalandi sem skyldar ekki nokkurn mann til neins. Um sírenusöng venjulegs kratisma skal hér ekki rætt né heldur afskræmdar vestrænar útgáfur af sósíalískum viðhorfum runnum upp á fjarlægum slóðum og við gjörólíkar aðstæður.“ Höfundur Þessara um- mæla er Ásgeir Blöndal Magnússon, gamall stalínisti. Hann hefur gegnum tíðina verið góður línudansari í hin- um marxísku fræðum, er ýmsu vanur en ofbýður nú svo söfnuðurinn í Alpýðubandalaginu, aö hann líkir honum viö reimleika, skottur og móra. Taugaspenna vegna skatta- viöaukanna Jón Sigurösson rit- stjóri Tímans er hæg- lætismaður og skrifar oft vel, Þegar hugur hans er í jafnvægi. Og Það er hann til allrar haimingju oftast. Nema síðan ný ríkisstjórn var mynduð og einkan- lega eftir að efnahags- ráðstafanirnar voru gerð- ar. í forystugrein sinni í gær fjallar hann m.a. um tekjuskattsviðaukann og álagningarmál verzlunar- innar út frá Því sjónar- miði, aö Það sé í rauninni óheiðarlegt, a.m.k. frá siðferðilegu sjónarmiöi, að leita réttar síns fyrir dómstólunum. Hér er sýnishorn af Þessum furðuskrifum: „Um Þessar mundir bendir margt til pess að verið sé að draga saman viðinn að tveimur nýjum bálköstum frelsísins sem sjálfsagt er ætlað að lýsa og ylja Þjóðinni um stund. Annars vegar er Þar um að ræða „Við- reisnarfélag" um verzlun- arálagningu, en hins veg- ar Félag „sannra" skatt- greiðenda. Og svo sem vænta má hafa Þeir báðir, Pétur Þríhross ög Júel Júel Júel, gengiö fram með boðskap sinn á síðum Morgunblaösins aö forn- um hætti.“ Það er auðvelt fyrir kálfinn að skvetta úr klaufunum. Það er líka ódýr lausn að leysa fjár- hagsvanda ríkíssjóðs með pví að leggja á nýja og nýja skatta, án tillits til Þess hvort Þeir eru löglegir eöa ekki. Skattsvikin og rauöa pressan í Þjóðviljanum í gær er verið aö reyna að koma skattsvíkaorðí á gegnan embættismann fyrir Það eitt, að honum ofbýður skattlagningin í landinu. Þetta er sú aðferð, sem rauða pressan beitir. Flestum Þykir ærið aö láta leggja einu sinni skatt á sömu tekjurnar. Nú á að gera Það tvisvar sinnum og Þá eru tekju- skattarnir komnir upp í 70%. Ekki kæmi á óvart, Þótt reynt yrði að næla í Þessi 30%, sem eftir eru, með pvi að leggja á í Þriöja sinn. Þegar Þannig er komið aftan að mönnum, reyna Þeir að verja sig. Óhæfi- lega há tekjuskatt- prósenta stuðlar að skattsvikum. Fyrir pví er örugg reynsla. Enda er Þaö af Þeim sökum sem tekjuskattarnir koma svo óréttlátlega og misjafn- lega niöur. Eða hver trúir Því, aö skattskráin sé réttur mælikvarði á peningaráð manna? stimplun 1 tttt straimur rofni _ 5000 STIMPILKLUKKA er kristalstýrd mm óhád tídni mm gengur í fimm sólarhringa á eigin rafgeymi ef straumur rofnar mmm ER STIMPILKLUKKA FYRIRl LAN D5 BYGGÐI N A1 hvetur starfsfólk til stundvisi </L SIMF5TIHIEUBII. C/> ^ ---^--3?----------- Hverfisgötu 33 Sími 20560 Fáksfélagar Smölun í Geldinganesi, fer fram laugardaginn 23. sept. Hestar veröa í rétt kl. 13—15. Tekið verður í haustbeitarlönd upp á Kjalarnesi og veröa hestaeigendur sjálfir aö koma hestum sínum þangaö. Bílar veröa á staönum til flutninga. Hestamannafélagiö Fákur 1UDO Innritun á byrjunarnámskeið virka daga kl. 13 til 22 í síma 83295. Japanski þjálfarinn Yoshihiko lura kennir. Judodeild Ármanns DflLE GARNEGIE frá Hvaða gagn gætir pú haft af pví? Lítum á nokkrar tilvitnanir Þátttakendum: ★ ég hef öölast meira hugrekki og og sjálfstjórn og á auðveldara aö skilja þrar og óskir annarra án sífelldrar gagnrýni.“ (G.S.) ★ „Ég læröi aö vera ekki meö ótímabærar áhyggjur af því sem aldrei gerðist og fékk kjar til þess að standa upp á fundum og segja mína meininu." (H.G.) ★ „í námskeiöinu öðlaðist ég meira sjálfsstraust og laeröi aö leysa mín eigin vandamál.” (J.l.) ★ „Ég læröi aö virkja lífskraftinn og námskeiöiö opnaði fyrir mér nýtt sviö S mannlegum samskpt- um.“ (H.P.) ★ „Ég læröi aö varpa frá mér biturleika og svartsýni og taka upp bjartsýna og lifandi afstööu gagnvart lífinu.“ (J.l.) Ef þú hefur áhuga á einhverjum þessara kosta og vilt virkja betur þína eigin hæfileika, þá ráðleggjum viö þér, aö taka þátt í DALE CARNEGIE NÁMSKEIÐINU. FJÁRFESTING í MENNTUN GEFUR ÞÉR ARÐ ÆVILANGT.^r SIMI82411 Einkaleyfi á Islandi STJÓRNUNARSKÓLINN Konráö Adolphsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.