Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1978 Á undanförnum árum hefur það færst stöðugt í vöxt að íslendingar eyði sumarleyfum sínum erlend- is, og fara þá eflaust flestir tii Spánar eða annarra Miðjarðarhafslanda. Tvær íslenskar stúlkur, þær Helga B. Björnsdóttir og Þuríður Vilhjálmsdóttir, fóru þó tals- vert lengra í sumarfríinu sínu f ár, en þær eru nú nýkomnar heim frá Kenýa. Biaðamenn Morgunblaðsins lögðu leið sína suður í Garðabæ um daginn, en þar býr Þuríður og spjölluðu lítillega við þær stöllur um ferðina. Mörgum var illa við að láta taka af sér myndir, aðrir heimtuðu borgun fyrir. ' „Vildum gera eitthvað óvenjulegt“ — Hvað varð til þess að þið kusuð að eyða sumarfríinu ykkar í Kenýa? „Við vorum á skíðun í Austur- ríki í vetur sem leið og þá datt okkur í hug að það gæti verið sniðugt að fara í næsta fríi til Kenýa, þar sem það er svo allt öðruvísi þar en á hinum hefð- bundnu ferðamannastöðum, eins og á Spáni, Florida og Italíu, sem flestir fara til. Okkur langaði báðar mikið til að fara, og létum við því verða af því. Fólk hélt að við værum.orðnar vitlausar og spurði hvað við værum eiginlega að þvælast alla leið til Kenýa og sagði að við við svo sama dag og Kenyatta, hinn nýlátni forseti Kenýa, var jarðsettur. Við höfðum ekki pantað neina gistingu fyrirfram, og vegna þess hvað mikið var af fólki í borginni vegna jarðarfar- ar forsetans, virtist það ætla að verða erfitt að fá inni á hóteli, því alls staðar var fullbókað. Við fengum þó um síðir herbergi á Hiltön-hóteli í Nairobi, en gist- um þar aðeins fyrstu nóttina, þar sem hótelið var mjög dýrt og fjárhagurinn leyfði ekki slíkan munað." Viðstaddar jarðarför forsetans — Sáuð þið eitfhvað af jarðarför forsetans? „Já, strax þegar við vorum „Vísundarnlp hafa drepl Spjallað við tvær ungar stúlkur, sem nýkomnar eru heim r ur ævin- týraferð til Kenýa kæmum aldrei lifandi til baka, myndum sennilega lenda í ljóns- vömb, en við létum það ekkert aftra okkur og lögðum bara af stað. Ferðin til Kenýa var talsvert löng og flugum við fyrst til Kaupmannahafnar, en þaðan til Vínarborgar. Frá Vín var svo flogið beint til Nairobi í Kenýa og tók sú ferð sjö klukkustundir. Frá Skandinavíu eru skipulagð- ar hópferðir til Kenýa fyrir ferðamenn og er þá aðallega búið á fínum baðstrandarhótel- um. Við kusum þó heldur að fara þetta á eigin vegum, því þannig kynnist maður mun betur landi og þjóð. Til Nairobi í Kenýa komum búnar að koma okkur fyrir á hótelinu lögðum við leið okkar á þann, stað, sem kista forsetans var bbrin eftir götunum. Mann- þröngin þar var gífurleg og nær eingöngu voru þarna innfæddir. Kistan var síðan höfð á afgirtu svæði og þangað fengu aðeins að koma sérstakir boðsgestir og öryggisverðir gættu þess að almenningur kæmi ekki of nálægt. Fólk kepptist við að troða sér eins nálægt og leyfilegt var, til þess að líta forseta sinn augum síðasta sinni og lá við að við yrðum troðnar undir, og var það mjög skrítin tilfinning að sjá ekkert nema svart fólk allt í kringum sig. En í allri þessari mannþröng nutu vasaþjófarnir sín svo sannarlega og sluppum við naumlega frá þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.