Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 29
. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1978 61 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100KL. 10—11 FRA MÁNUDEGI reykingar og reykingabönn segja og verður fróðlegt að fylgjast með framhaldsskrifum um reykinga- málin. Ein með reykingabanni í leigubiíreiðum.“ • Ótímabær endursýning? „Eg gat nú ekki annað en brosað á miðvikudagskvöldið að loknum þætti sjónvarpsins, „Dýrin mín stór og smá“, þegar þulan sagði að reynt yrði að endursýna þáttinn fyrir næsta miðvikudags- kvöld vegna textabilunar. Ég held reyndar að flestir hafi komist fram úr myndinni enda skýrir hún sig mikið sjálf, en að vísu væri ekki nema gott eitt um það að segja að endursýna mynd- ina ef slíkt væri gert alltaf þegar misbrestur verður á og myndir falla algjörlega niður í heilum landshlutum eins og oft vill verða einkum á vetrum. Það eru kannski spennandi framhaldsmyndir, en ég man varia eftir að slíkt efni hafi verið endursýnt. Þurfa þær einungis að falla niður á höfuð- borgarsvæðinu til að þær verði endursýndar? Ég vona að sjor.varpið haldi áfram að endursýna myndir sem kaflar falla niður úr þó ekki væri nema í einum landshluta. Annars vil ég þakka sjónvarpinu og útvarpinu sérstaklega, það er alltaf að bæta sig. Að lokum vil ég þakka Hauki Ingibergssyni skólastjóra fyrir sérstaklega gott efni er hann flutti í þættinum Um daginn og veginn í fyrravetur. Þetta er að vísu síðbúin kveðja, en rifjaðist upp fyrir mér á föstudagskvöldið þegar ég hlustaði á Kvöldvaktina og heyrði viðtal við hann og lagið hans er reglulega skemmtilegt. Elín.“ Svo mörg voru þau orð Elínar og til að undirstrika orð hennar skal það tekið fram að hún er búsett á Austurlandi. Þessir hringdu . . • Hraðakstur í íbúðahverfum Vegfarandi. — I fréttum í síðustu viku hefur komið fram að nokkuð hefur verið um hraðakstur á götum Reykjavíkur og nágrennis að undanförnu og hefur lögreglan haft hendur í hári margra öku- manna er gerzt hafa brotlegir við hraðatakmörkin. Við því má svo sem alltaf búast að menn aki hratt, enda eru bílar nú orðnir svo góðir að menn geta vart annað en sprett úr spori, en er þetta samt ekki nokkuð langt gengið þegar tugir manna aka á allt að 80 km hraða í íbúðahverf- um eftir því sem lögreglan segir? Gera þeir ökumenn sér ljóst hvað þeir eru í raun að gera? Þeir geta hreint ekki stöðvað á „punktinum" þegar 'hraðinn er orðinn allt að 80—90 og slagorðið „á eftir bolta kemur barn“ á vel við í þessu sambandi, alltaf geta verið börn og boltar á ferð í íbúðahverf- unum. Ekki veit ég hvort lögreglan hefur hert aðgerðir sínar eða hvort fréttir af þeim eru betri og fleiri nú að undanförnu en oft áður, en þetta hefur vakið athygli mína og sjálfsagt margra annarra SKÁK Umajón: Margeir Páturaaon Á skákmóti í Júgóslavíu í ár kom þessi staða upp í viðureign þeirra Sindiks, sem hafði hvítt og átti leik, og Cebalos, en þeir eru báðir Júgóslavar. 41. Hb4!! Sannkallaður þrumu- leikur. Svartur gafst upp. 41. — Dxb4 gengur auðvitað ekki vegna 42. Dd8 mát og eftir 41. — Dc7, 42. Hxb7 verður svartur hrók undir, auk þess sem stutt er í mátið. Stjórnunarfélag íslands Jk Símanámskeið Dagana 12., 13. og 14. okt. gengst Stjórnunarfélag íslands fyrir símanámskeiði að Hótel Esju og stendur pað yfir frá kl. 9—12 dag hvern. Á námskeiðinu verður fjallaö um: — Störf og skyldur símsvara — Símaháttvísi — Símsvörun og símataski. Námskeiðið er ætlað þeim sem starfa við símavörslu hjá fyrirtækjum og stofnunum og þeim sem hyggja á slík störf. Leiðbeinendur verða Helgi Hallsson fulltrúi og Þorsteinn Óskarsson símverkstjóri. Allar nánari uppl. og skráning þátttakenda fer fram á skrifstofu Stjórnunarfélags íslands að Skipholti 37, sími 82930. í /■■ ¥ v/ afe ■í’íf ög komið fólki til að hugsa svolítið um umferðarmálin. Þau eru ekki út í loftið þessi hraðatakmörk, 50 km. Þau eru sett til að vernda fólk, börn, miðaldra og gamalmenni, ökumenn sjálfa og alla, sem í umferðinni eru. Þess vegna þarf 8 dagar 21.10—28.10 Dvalið á Hotel Mandeville, Y-Hotel og Alans Guest House. Þá viku verða mjög margir leikir í 1. deildinni bresku, háðir í London og nágrenni. Má Þar m.a. nefna leiki milli Arsenal og Southampton QPR og Everton West Ham og Stoke. Annars verður ferð til London alltaf ævintýraferð, pví par er að finna fjölbreytt næturlíf, tónlist og sýning- ar, margs konar ráðstefnur, íbróttir, verslanir og margt fleira. Verð frá kr. 88.700. En sjón er sögu ríkari. Því ekki að koma með til London.7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.