Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1978 Vaxandi tíðni alkoholisma og þó sérstaklega það, að mun algengara er að alkoholismi þróist til efri stiga á mun skemmri tíma en áður var, er staðreynd, sem hlýtur að hvetja menn til að leita einhverra raunhæfra orsaka. Þegar ung- menni á þroskaskéiði markast alkoholisma í sívaxandi mæli er til lítils að hrópa: „æ, þessi æska ...“ o.s.frv., það hljóta að liggja orsakir að baki þessari þróun og þær verðum við að finna. Mér er Ijóst, að alkoholismi er byggður upp af samverkandi hvötum og mér er líka ljóst, að aukin velmegun, aukið sjálfræði og sjálfstæði, aukin vinnueftir- spurn, stytting vinnutíma, breglað almenningsálit og aukin streita samfara virðingarleysi fyrir sjálf- um sér og öðrum, sem byggist á síharðnandi keppni við að tína upp molnandi skorpuna utan af vax- andi verðbólgu — mér er ljóst, að allt þetta og margt annað hefur hvetjandi áhrif á vöxt alkohol- isma. Samt held ég að það sé ekki þetta sem úrslitum ræður. Því ef svo væri, mætti ætla, að athafna- mennirnir í þjóðfélaginu og unga fólkið, sem er með fjögurra, fimm eða sex ára heimili og er að byggja yfir sig eða nýbúið að því, mynduðu obban af óeðlilegri aukningu aikoholismans, — en svo er ekki. Alkoholismi dreifist um allt þjóðfélagið til allra stétta og á allan aldur beggja kynja. Að mjög athuguðu máli slæ ég því hér fram. að líklegasti or- sakavaldur hins ört vaxandi alkoholisma sé hin stóraukna óeðlilega lyfjanotkun. Það er vitað mál, a fjöldi manns um allt þjóðlífið er langtímum saman meira og minna undir áhrifum lyfja algjörlega óafvitandi þess, að strax og þolmyndunartilhneyging segir til sín vega þeir salt á barmi fullmótaðs alkoholisma og vöxtur meinsins byggist þá annaðhvort á aukinni lyfjaneyslu, aukinni áfengisneyslu eða samverkun þessarra tveggja vímuvalda. Hafi alkoholismi, hinsvégar, fest rætur með sjúklingi áður en til lyfjameð- ferðar kemur taka lyfin við hlutverki áfengisins sem vímu- gjafi, og þá mætti breyta hinni klassísku forskrift: „1 pilla 3svar á dag“ í „1 pilla 3svar á dag til viðhalds alkóhólisma“. Hættan af oflyfjun stafar af því, að menn eru misjafnlega næmir fyrir deyfilyfjum, þ.e. verkja og taugal.vfjum, á sama máta og þeir eru misnæmir fyrir alkóhóli. Deyfilyf og áfengi lúta sama lögmáli, enda er áfengi deyfilyf. Vitað er, að líffærakerfi skepn- unnar aðlagast eiturgjöfum. Ef eiturgjafir eru stöðugar grípur náttúran til þeirrar þrautalend- ingar að reikna með eitrinu við efnaskiptin. Þegar afkastageta lifrar þrýtur og uppsölum sleppur er ekki um annað að ræða fyrir varnarlausan líkamann en sætta sig við eitrið og reyna að aðlagast því — eða deyja ella. Á þessu byggist alkoholismi að verulegu leyti og ættu mönnum því ekki að koma á óvart þótt svipað gerist Mj I U* \ I íÆ Steinar Guömundsson: Víxlölvun þegar lyf með sömu eiturverkun- um og áfengið spannar verða fastur liður daglegs viðurværis. En hvað um víxlölvun? I. Ölvun, sem ýmist nærist á áfengi eða lyfjum hefir verið nefnd víxlölvun. Alkoholismi er stigvaxandi og stigversnandi sjúkdómur, sem hægt er að stöva með því að hætta að næra hann á vímuvaldinum. Augljóst er því, að allt sem nærir alkoholisma er alkoholistanum eitur, — og skiptir engu máli hvort það heitir Vodka eða Valíum, Vermouth eða verkjalyf, púrtvín eða pilla. Síðasta áratuginn hefur æ betur og betur komið í ljós — og nú orðið borðliggjandi —, að alkoholisma má bæði vekja og halda vakandi jafnt með lyfjum sem áfengi, og virðist engu máli skipta hvor vímuvaldurinn er notaður. Svo almenn er þessi vitneskja nú orðin, að fjöldi fólks skipuleggur fyllirí sín með hlið- sjón af því hvort heppilegra sé í það og það skiptið, að nota lyf eða áfengi til ölvunarinnar. Augljóst má vera, að heppilegra er „að rétta sig af“ með lyfjum ef umhverfi á vinnustað er þess eðlis að brenni- vínsþefur gæti komið upp um afréttinguna. „Afréttari" í formi lyfja er því mikið notaður, en alkoholisti, sem þannig „réttir sig af“ gerir sér yfirleitt ekki ljóst að hann framlengir ölvunarstig sitt um þáð tímabil sem lyfjaáhrifin vara. Og í því má ætla að liggi hin ofboðslega fjölgun alkoholista á miðjum aldri. Þannig getur maður, sem aðeins telur sig drekka einn dag í viku, veri undir áhrifum 2 eða 3 daga, eða jafnvel lengur, vikulega, án þess að gera sér þá staðreynd ljósa, að þannig getur það, sem kallast „skaðlaust helg- arfyllirí" verkað sem stöðug þjór, sem vissulega er hættulegasta stigið í allri uppistöðu alkoholism- ans. Þjór er alkoholistanum skað- legra heldur en snögg afgerandi fyllirí, jafnvel þótt vond séu. Vikuleg ofurölvun fer alls ekki eins illa með alkoholistann og stöðugt þjór. Ef helgarfyllirí eru tengd saman með lyfjanotkun myndast stöðug ölvun, þ.e.a.s. það stig alkoholismans sem er þróun hans voðalegast og einstökum líffærum (t.d. heila) hættulegast. Það er mikið auðveldara að stðva alkoholisma en margur hyggur — en að lækna hann er útilokað. Alkoholismi er stigversn- andi sjúkdómur jafn lengi og honum er haldið virkum, en njóti Sigurður Gunnarsson fyrrv. skólast jóri: Vandamál aldraðra Eins og öllu hugsandi fólki á að vera kunnugt, hafa málefni aldr- aðra verið mjög á dagskrá á síðari árum allmörgum. Er það mjög að vonum, þar sem svo miklar þjóð- lífsbreytingar hafa orðið hér hjá okkur að næsta fágætt mun vera, þótt leitað sé um víða veröid. Fjöldi áhugasamra einstaklinga og félagasamtaka um land allt hafa lagt þar hönd á plóginn og víða unnið stórvirki fyrir marga aldraða. Um það bera vitni glæsi- leg dvalar- og heilsuhæli, sem komið hefur verið upp fyrir aldrað fólk undanfarin ár. En þótt margt hafi vissulega verið vel gert til aðstoðar öldruð- um og margir, sem að þeim málum hafa unnið, eigi miklar þakkir skilið, er þó enn margt ógert. Baráttan til aðstoðar og hagsbóta hinum öldruðu verður því að halda hiklaust og markvisst áfram, enda fer þeim alltaf fjölgandi, þar sem lífaldur Islendinga er sífellt að lengjast, eins og skýrslur sanna. Mörgum er þetta líka vel ljóst og láta oft til sín heyra ákveðnar raddir um málefni aldraðra, bæði í ræðu og riti. Eg nefni hér aðeins þrjú dæmi um greinar um þessi mál, sem birst hafa nýlega í dagblöðum: 1) Allfjölmennur félagsskapur, sem nefnist Samtök aldraðra. og vinnur m.a. að því að finna leiðir til að koma upp hentugu húsnæði með þjónustumiðstöð fyrir gamalt fólk, sem lokið hefur löngu ævi- starfi, börnin farin að heiman og húsnæðið orðið því ofviða... Rök- föst og ágæt grein um þessi mál eftir Hallgrím Th. Björnsson fyrrv. yfirkennara. 2) Gamla fólkið, — gömlu heimilin... Ágæt grein eftir séra Jón Auðuns. 3) Um skattamál aldraðra. Mjög ákveðin hugvekja eftir séra Hjalta Guðmundsson. Forystu- menn Samtaka aldraðra hafa einnig hreyft þessu máli, bæði í bréfi til Alþingis og greinum í dagblöðum. I^þessum málum öllum, sem þarna eru reifuð ög rædd, þarf að vinna af öryggi og festu þar til sigur vinnst — og það sem fyrst. Mér er kunnugt um, að þau eiga öll ágæta málsvara, svo að ég ræði þau ekki hér frekar að sinni, — óska aðeins að forvígismenn þeirra beri gæfu til að koma þeim í farsæla höfn sem allra fyrst. Hins vegar ætla ég að leyfa mér að víkja hér að einu máli, sem að mínu mati er í eðli sínu mjög stórt og getur haft örlagarík áhrif fyrir marga, en hefur þó verið undar- lega hljótt um. Á ég þar við atvinnumál aldraðra. — fólksins, sem dæmt hefur verið úr leik. orðið að hætta fastri vinnu £7 eða 70 ára. Ég er viss um, að það eru margir fleiri en ég, sem þekkja fólk á þessum aldri, sem segja má.að hafi fallið saman og horfið af sjónarsviði miklu fyrr en eðlilegt var, aðeins vegna þess, að það gat ekki fengið vinnu við hæfi hluta úr degi og var ekki í stakk búið, til þess að fitja upp á einhverju starfi heima. Sigurður Gunnarsson Ég er vel minnugur þess, að sumir atvinnurekendur leyfa þessu fólki að virtna áfram hluta úr degi, og í vissum tilfellum heilan vinnudag e.t.v. um árabil, — og þökk sé þeim fyrir það. Þar er um að ræða atvinnurekendur, sem hafa glöggan skilning á málefnum aldraðra og bera hag þeirra fyrir brjósti. En því miður er þarna aðeins um að ræða örlítið brot af hinum öldruðu sem hafa hliðstætt vinnuþrek. Hér verður að minna á, þótt öllum ætti að vera kunnugt, að þar sem heilsufar þjóðarinnar hefur sífellt farið batnandi hina síðari áratugi, og meðalaldur aukist stórlega, er sá hópur nú orðinn fjölmennur, bæði karla og kvenna, sem er við bestu heilsu og lítt skerta starfskrafta á árabilinu 67—78 ára. Þetta fólk — og þá hef ég að sjálfsögðu fyrst og fremst í huga þá, sem búa á mestu þéttbýlis- svæðunum, því að þar kreppir skórinn mest, — þctta fólk, allir þeir sem þess óska og hafa heilsu til — þarf að eiga kost á því að fá vinnu við hæfi hálfan dag eða hluta úr degi eftir samkomulagi. Það þarf að eiga kost á því. vegna þess að það vill halda áfram að vinna við eitthvað, verður því hamingjusamara og unir eliinni hetur. Ráðamenn þjóðarinnar verða að gera sér þetta ljóst og þurfa markvisst að vinna að því sem allra fyrst, að þetta mikla réttlæt- is- og nauðsynjamál hinna öldruðu nái fram að ganga — að sérhver sá. sem þess óskar og hcilsu hcfur. fái vinnu við hæfi hálfan dag eða hluta úr degi. Að baki þessa mikla nauðsynja- máls liggia að mínu mati tvær megin ástæður: í fyrsta lagi: Með því stuðla ráðamenn þjóðarinnar að auk- inni iífshamingju hinna öldruðu, — þessara öldnu og ágætu þegna, sem flestir hafa leyst af hendi giftudrjúg störf í þágu þjóðar sinnar, — lagt gull í lófa framtíðarinnar og eiga vissulega skilið, að þannig sé komið á móti þejm. I öðru lagi gera ráðamenn þjóðarinnar þetta til þess að nýta þá starfskrafta, sem fyrir hendi eru og fúsir til að vinna að einhverjum þeim verkefnum, sem æskilegt er og nauðsynlcgt að leyst séu af hendi. Okkar litla þjóð hefur líka vissulega fulla þörí fyrir að nýta alla þá starfskrafta, sem kostur er á. Ég mælist eindregið til, að sem allra flestir hugleiði þetta mikil- væga mál og leggi því lið. Æskileg- ast væri, að Alþing tæki það strax til meðferðar á þingi því, er nú situr, og feli ungum og áhugasöm- um manni að hefja undirhúning að framkvæmd þess þegar á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.