Morgunblaðið - 29.11.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.11.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1978 13 Davíð Sch. Thorsteinsson, formaður FÍI: „Frumvarpið eins og borgarísjaki, þar sem aðeins yfirborðið sést“ „Mér finnst efnahagsfrum- varpið helst líkj- ast borgarísjaka, þar sem aðeins sést í yfirborðið en 9/10 hlutar eru huldir," sagði Davíð Scheving Thorsteinsson formaður Félags íslenzkra iðnrekenda í samtali við Mbl. í gær. „í frumvarpinu er boðaður fjöldinn allur af lögum um ýmis málefni og því er mjög erfitt að tjá sig um það án þess að hafa séð allan borgarísjakann og það sem honum fylgir. Að öðru leyti vil ég vísa til fréttatilkynningar frá Vinnuveitendasambandi Islands í dag.“ Aðspurður kvaðst Davíð aðeins vilja segja nokkur orð um „kröfu- pakka" ASÍ, því yrði væntanlega svarað siðar, sem þar kæmi fram. „Mér finnst þessi kröfupakki allfurðulegur," sagði Davíð, „því þar finnst mér koma fram gjör- breytt stefna hjá Alþýðusambandi Islands, frá því sem áður hefur verið. Það hefur jafnan verið á móti og fordæmt hvers konar afskipti ríkisins af frjálsum'samn- ingsrétti en biður nú beinlínis um lög um ýmis svið samninganna í • stað þess að leita samninga eins og það hefur þó viljað gera hingað til. Um einstaka kröfur vil ég vera fáorður, ég hef ekki séð annað en það sem birtist í Mbl. og tel ekki rétt að svara nánar fyrr en ég hef fengið plagg ASÍ í hendurnar. En sé það rétt t.d. að þess sé krafist að trúnaðarmenn geti boðað vinnu- stöðvun brestur mig orð til þess að lýsa skoðun minni á þessum vinnubrögðum." Margir í basli í veð- urhamnum MARGIR lentu í hinum mestu erfiðleikum vegna vatnselgsins og veðurhæðar í fyrrakvöld og þá einkum ökumenn. sem lögðu leið sina fyrir Hafnarfjall. Þar fuku hreinlega nokkrir bílar út af veginum og þar á meðal lögreglu- bíll frá Borgarnesi. Á Kiðafelli í Kjós fauk járn af húsum og ökumenn áttu í erfiðleikum við Tíðaskarð. í Reykjavík var flóð á götum undir miðnættið, en að sögn Inga Ú. Magnússonar gatnamála- stjóra gekk þó óvenju vel að halda niðurföllum opnum og menn frá gatnamálastjóra voru á vakt alla nóttina til að fylgjast með lágpunktum. Hjalti Sigurbjörnsson fréttaritari Mbl. á Kiðafelli í Kjós sagði að á Kiðafelli hefði fjórðungur járns á þaki íbúðarhúss farið í veðrinu. Sömuleiðis hefði þakjárn losnað á hlöðu og fjárhúsum. Mikil hálka var á vegum og tók það t.d. tvo klukkutíma að komast á milli Keldnaholts og Kiðafells, sem venju- lega er hálfrar klukkustundar akst- ur. Að sögn lögreglunnar í Hafnar- firði fékk hún ekki tilkynningar um slys eða óhöpp á veginum í Kjós. Hins vegar var vitað um bíla sem lentu í erfiðleikum. Meðal þeirra bíla, sem fuku út af veginum undir Hafnarfjalli, var einn stór vörublutningabíll og lögreglu- bíll úr Borgarnesi. Lögreglubíllinn rann út í vegkantinn í hálkunni og í einni hviðunni valt bíllinn á hliðina. Hann skemmdist þó mjög lítið og var stór vöruflutningabíll fenginn til að rétta lögreglubílinn við um nóttina. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi var veðurofsinn mestur á milli Seleyrar og Grjóteyrar og á Seleyri mældist vindhraðinn 11—12 vind- stig, en strengurinn var mestur með Fjallinu. Lögreglan sneri við bílum á suðurleið vegna veðursins. Að sögn Ofeigs Gestssonar frétta- ritara Morgunblaðsins á Hvanneyri voru það um 10 bílar, sem ýmist fuku út af vegjnum undir Fjallinu eða þá að fólkið yfirgaf þá í veðurofsanum. M.a. fauk fólksbíll um koll, fór heilhring og stóð á hjólunum er loftferðinni lauk. Þessi bíll skemmd- ist verulega, en yfirleitt var tjón á bílum ekki mikið og ekki er vitað um slys á fólki. PARTNER ER NÝTT VÖRUMERKI FYRIR VANDAÐAN OG ÞÆGILEGAN FATNAÐ Á NORÐURLANDI VERSLUNIN BRÁ. SIGLUFIRÐI. VERSLUNIN ASKJA. HÚSAVlK. VERSLUNIN SPARTA. SAUÐÁRKRÓKI VERSLUNIN LÍN. ÓLAFSFIRÐI. VERSLUNIN VISIR BLÖNDUÓSI HAFNARBÚÐIN, RAUFARHÖFN. VERSLUN SIGURÐAR PÁLMASONAR HVAMMSTANGA viðurkennt að þessi regla feli í sér óþolandi mismunun milli manna sem í raun hafa sömu laun, en mismunandi uppbyggt launakerfi. Þannig njóta nú allir félagsmenn ASÍ óskertra verð- bóta meðan 80% félagsmanna BHM búa við skertar verðbætur. í þessu sambandi viljum við vísa í drög að áliti vísitölunefndar í nóvember 1978, en þar er sýnt fram á þá mismunun, sem núgildandi regla um þak á verðbætur hefur í för með sér. Hins vegar koma hvergi fram í drögunum eð bókunum með þeim, nein rök fyrir slíkri takmörk^n verðbóta. BHM vill jafnframt benda á að aðgerðir skv. 2. og 3. gr. frumvarps til laga um tíma- bundnar ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgu, þ.e. lækkun skatta og félagslegar umbætur, koma félagsmönnum BHM sennilega að litlu gagni, enda var ekkert samráð haft við BHM um þessar aðgerðir og getur bandalagið þvi ekki sætt sig við að þessar aðgerðir skerði verð- bætur félagsmanna bandalags- ins. Við viljum því óska eftir því að fá að skýra þessi sjónarmið nánar á fundi með yður, hr. forsætisráðherra, áður en frum- varp þetta verður lagt fram á þingi. Jafnframt væntum við þess að hér eftir verði haft nánara samráð við BHM, og þá ekki aðeins á síðustu stigum, og teljum við raunar að það sé forenda þess að vinnufriður haldist" PER HANSSON ÓGNARDAGAR í OKTÓBER 1941 Ógnardagar 1 oktober er hlaðin spennu. — óhugnanlegri viti firrtri spennu! Bókin segir frá óhugnanlegustu fjöldamorðum heimsstyrjaldarinnar síðari, þegar allir karlmenn, sem bjuggu í bænum Kragujevec í Júgóslavíu voru teknir af lífi. Morðin áttu að brjóta baráttuþrek Serbanna, en sameinaði þá í stað þess að sundra. Og þeir, sem eftir lifðu í þessum draugabæ, biðu þess að skæruliðarnir kæmu, — og svo sannarlega komu skæruliðarnir. Þessi bók er mikilfengleg lýsing mannlegrar reynslu, stórfenglegur vitnisburður um sérstaka hetjudáð. Höfundur- inn er mörgum kunnur af fyrri bókum hans. Teflt á tvær hættur, Tíundi hver maður hlaut að deyja, Höggvið í sama knérunn og Trúnaðarmaður nazista nr. 1, en ðgnardagar í október er snjallasta bók hans, — hún er snilldarverk. KNUT HAUKELID BARÁTTAN UM ÞUNGAVATNIÐ Baráttan um þungavatnið er æsispennandi! Hver síða bókarinnar speglar harðfengi og hetjulund, sálarþrek og járnvilja, ógnir og æsilega spennu. Bókin segir frá baráttu norskra skæruliða, er þeir sprengdu þungavatnsverksmiðjuna í Vemork í loft upp, — en Þjóðverjar þurftu þungt vatn til að geta íramleitt vetnissprengju og þetta var eina þungavatns- verksmiðjan í Evrópu. Norsku skæruliðarnir voru Þjóðverjum fremri að einbeitni, hugkvæmni og kænsku og þeir máttu þola hverskyns harðræði í illviðrum á öræfum uppi á meðan þeir biðu færis. Þrekraun þeirra er talin með meiri hetjudáðum heimsstyrjaldarinnar síðari og enn æsilegri vegna þess að hún er sönn. Þessi hetjusaga á vart sinn líka í stríðsbókmenntum, svo æsileg er hún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.