Morgunblaðið - 06.01.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.01.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1979 sem fylgdu búferlaflutningum milli landshluta og að hasla sér völl á nýjum stað. Berjast þar hinni þrotlausu baráttu einyrkj- ans við fátækt, kreppu og öryggis- leysi. Ósigruð komu þau úr þeirri baráttu þó að nærri hafi gengið þreki þeirra. Það hefur sagt mér fólk sem þekkti þau á þessum árum, að undravert var hvað heimilishald var með miklum myndarbrag, þó húsakynni væru ekki rífleg. Enda voru þau bæði harðdugleg og snyrtimenni. Hjálp- semi þeirra og greiðasemi var viðbrugðið. Þegar ég kynnist tengdaforeldr- Konan mín, SONJA PJETURSSON I. BIENEK, Hringbraut 41, Reykjavík, andaöist í Landspítalanum 26. desember. ÚtfÖr hennar hefir þegar fariö fram. Stefán Pjeturaaon Móöir okkar RAGNHEIÐUR MÖLLER, Beynimel 84, Reykjavík, varö bráökvödd 4. þ.m. Jaröarförin veröur auglýst síöar. Magnúa Jónaaon Hrafn E. Jónaaon . Friórik Páll Jónaaon. Hjartanlegar þakkir færum við öllum jjeim fjölmörgu, sem vottuöu okkur samúö sína og hlýhug vlö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, sonar og tengdasonar, seinna stríð, enda átti hann þar frændfólk margt. Hann byrjaði störf sem vega- gerðarmaður. Þegar Islendingar tóku við lóranstöðinni á Reynis- fjalli, hóf Guðmundur þar störf, og starfaði þar allt til að rekstri hennar var hætt, um áramótin ’77—’78. Síðasta árið sem Guðmundur lifði var hann starfsmaður Kauþ- félags Vestur-Skaftfellinga. í Vík- inni kynntist Guðmundur eftirlif- andi konu sinni Ester Guðlaugs- dóttur, dóttur hjónanna Guðlaug- ar M. Jakobsdóttur og Guðlaugs Jónssonar pakkhúsmanns í Vík. Þau stofnuðu sitt heimili í Vík. Ester og Guðmundur eignuðust fjögur mannvænleg börn, sem hér eru talin í aldursröð: Guðlaugur f. 9.4. 1949, Guðbjörg f. 18.8 1950, Sigfús f. 23.1. 1959, Bárður f. 10.4. Magnea Pétursdóttir Fædd 3. aprfl 1893. Dáin 9. desember 1978. Sigurjón Einarsson Fæddur 11. aprfl 1893 Dáinn 8. október 1975. Þeim fækkar óðum nítjándu aldar Islendingum. Ég vil hér minnast tveggja fulitrúa þeirra. Tengdaforeldra minna, Magneu Pétursdóttur og Sigurjóns Einars- sonar, Magnea lést 9. des. s.l. en Sigurjón fyrir rúmum þremur árum. Magnea og Sigurjón voru bæði ættuð af Austurlandi og Aust- ur-Skaftafellssýslu. Líf þeirra varð um flest líkt lífi annars alþýðufólks þess tíma. Alin upp við mikla vinnu og lítinn tíma til að sinna eigin hugðarefnum. Og enn færri tækifæri gáfust til að afla sér menntunar. Búskap hófu þau í Nesjum í A-Skaftafellssýslu, en fluttu að Hraunkoti Grímsnesi 1923. Þar bjuggu þau í um tuttugu ár. Fluttust litlu seinna á Selfoss og bjuggu þar til dauðadags. Þó ævi þeirra væri ekki vörðuð neinum stórviðburðum, er líf þeirra engu ómerkara en ýmissa þeirra sem hærra virðast fljúga. Miklir hafa verið þeir erfiðleikar um mínum hafa þau hætt búskap í Hraunkoti. Komin á miðjan aldur. En þó þau- bæru, eins og áður sagði, að einhverju leyti merki stritsins, þá fór nú í hönd besti tími ævi þeirra. Þau héldu starfs- þreki um langt árabil og eignuðust stóran kunningjahóp. Höfðu þá ekki erfiðleikar kreppuára smækkað þau eða bug- að? Nei, hreint ekki. Hressilegt viðmót og gestrisni voru þeirra aðalsmerki. I hvert sinn er við gtungum nefi inn fyrir gátt hjá þeim, var slegið upp veislu. Ekkert minna dugði. Helst vildu þau leysa gesti út með gjöfum að hætti höfðingja til forna. Allan þann tíma sem þeim entist líf og heilsa var opið hús hjá þeim og alltaf sama rausnin. Bæði voru þau unnendur söngs og glaðværðar og nutu sín vel í hópi fólks. Alla tíð hvetjandi þess að fólk skemmti sér. Ekki síst ungt fólk. Og þið unga fólkið, barnabörn og aðrir, sem ólust upp í nálægð við Magneu og Sigurjón, kunnið áreiðanlega að meta það að hafa notið samfylgdar þeirra svo lengi. Ef þau hefðu þurft að einangrast á stofnun í umsjá sérfræðinga þá hefðuð þið misst af þeirri lífsfyll- ingu að kynnast svo náið fólki sem skilaði stóru dagsverki. Lét hvorki erfiðleika beygja sig né kvartaði um sín kjör. Varðveittu reisn, heilbrigt stolt og skoðanir sínar og lífsstíl til hinsta dags. Lengst af veitendur en ekki þiggjendur. Fundvís á allt sem kom samferða- fólkinu vel. Þetta hafiðþið sýnt að þið kunnið að meta. Eg tel mig lánsaman að hafa þekkt þau svo lengi og þakka samfylgdina. Björn Kristjánsson. Hjónaminning: Magnea Pétursdóttir- Sigurjón Einarsson Guðmundur Sigfús- son — Minningarorð Mig langar að minnast vinar míns og svila, hann var fæddur í Vallarneshjáleigu í Suður-Múla- sýslu sonur hjónanna Guðbjargar Guðmundsdóttur og Sigfúsar Jóhannessonar sem þar bjuggu. Ungdómsárum Guðmundar er ég ókunnur og get því ekki um rætt. Guðmundur mun hafa flutzt til Víkur í Mýrdal fljótlega eftir Verið Guöi falin. HARALDAR ÓLAFSSONAR. Béra Magnúsdóttir, örn, Ólafur og Magnúa Haraldssynir, Ólafur F. Ólafason, Sólveig Stefánadóttir, Magnús Ingintarsson, Elín Ólafsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug viö andlát og jarðarför eiginmanns míns og fööur okkar ÓLAFS G. ÓLAFSSONAR Bjarkargötu 7, Patreksfiröi, Ólafía Þorgrímsdóttír, Kjartan Óiafsaon, Hrafnhildur Ólafsdóttir, Bolli Ólafsson, Jóhann Ólafsson. 1964. Núna 25 árum síðar er mér enn í minni hvað þessi tilvonandi svili minn tók mér á léttan og skemmti- legan hátt, sýndi mér byggðina og umhverfið, og gerði það á þann hátt sem honum einum var lagið. A hverju sumri síðan höfum við hjónin heimsótt hjónin Guðmund og Ester með okkar börn og viðtökur þeirra hjóna verið þannig að ekki verður á betra kosið. Ég þakka Guðmundi vináttu við mig og mína fjölskyldu frá fyrstu tíð, og bið guð að vera með honum, og hans fólki. Ester mágkonu minni, og börn- um þeirra bið ég Guðs blessunar. Björn Jóhann óskarsson. Ólafur Gísti Magnús- son—Mbming Fæddur 28. október 1960. Dáinn 15. desember 1978. Mig langar að skrifa nokkur atriði um mág minn Ólaf Gísla Magnússon, sem lést í umferðar- slysi 15. desember s.l. Ólafur, eða Óli eins og hann var alltaf kallaður, fæddist 28. október 1960. Hann var sonur Helgu Jónsdóttur og Magnúsar H. Gísla- sonar, útgerðarmanns og skips- tjóra. Óli var fimmti í röð átta barna tengdaforeldra minna. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum systkinum fyrst í Reykjavík en síðar í Garðabæ, þar sem hann gekk í barna- og gagnfræðaskóla. Nokkur sumur dvaldi Óli hjá föðursystur sinni í sveit í Önunda- firði. Að loknu námi í gagnfræða- skóla stundaði Óli sjómennsku á bát föður síns. Nú í haust hóf hann nám í Stýrimannaskólanum, ákveðinn í að gera sjómannsstarf- ið að ævistarfi sínu líkt og faðir hans. Honum sóttist námið vel, var áhugasamur og duglegur nemandi. Aðfararnótt 15. desember þegar hans var nýlega byrjað í umferðarslysi sem leiddi hann samstundis til dauða. Síminn hringir um miðja nótt. Hræðileg tíðindi: Hann Óli er dáinn. Mér fannst ég vera tóm, það voru fyrstu viðbrögð mín. í marga daga var ég með kökk í hálsinum. Hann Óli dáinn. Það var svo ótrúlegt. Við höfðum þekkst í tíu ár og upp koma ýmsar minningar frá þess- um árum. Á brúðkaupsdaginn Cl/AD AAITT i jvak miii EFTIR BILLY GRAHAM Ég er kristinn, en stundum vakna hjá mér efasemdir um viss atriði. Er ég þá vantrúaður vegna þessara efasemda? Þetta veldur mér áhyggjum. Kristinn maður er kallaður „trúmaður". Þó má ekki gleymast, að í ritningunni er sagt frá manni, sem sagði: „Ég trúi, en hjálpa þú vantrú minni“. Sjáið þér til, þegar við veitum Kristi viðtöku, öðlumst við að vísu nýtt eðli, en við höldum líka hinu gamla eðli. Reyndar sagði Páll: „Hið fyrra er farið", og „allt er orðið nýtt“. En í vissum skilningi höldum við eftir sem áður vissum einkennum „hins gamla rnanns". Efasemdirnar, sem þér eigið við að stríða sem kristinn maður (ef þér eruð það í raun og veru), eru kannski endurómur hins liðna og sprottið úr gamla eðlinu, sem heldur áfram að gera vart við sig, svo lengi sem við lifum í líkamanum. Það er auðséð, að Páll þekkti þessa tvíþættu reynslu, enda segir hann í sjöunda kapítula Rómverjabréfsins: „Hver mun frelsa mig frá þessum dauðans líkama?" En þegar þér vaxið í Kristi, mun draga úr þessum efasemdum. Sú varð reynsla Páls. Það kom að því, er hann sagði: „Svo er þá nú engin fyrirdæming fyrir þá, sem eru í Kristi Jesú ... oss, sem ekki göngum eftir holdi, heldur eftir anda.“ Það sýnir, þegar þér efizt, að þér hafið nokkra trú, þó að yður þyki það ótrúlegt. Stundum er svokallaður efi réttmætar spurningar um trúna, og má vera, að Guð vilji, að þér áttið yður betur á tilteknum atriðum, svo að þér styrkizt í trúnni á Krist. Biðjið einfaldlega: „Drottinn, ég trúi. Hjálpa mér að sigrast á efasemdum mínum og treysta þér algjörlega". jólaleyfi lenti Oli minn og bróður hans sagði Óli við pabba sinn. „Ætlar hann Jónsi að eiga hana?“ Hann ætlaði nefnilega að giftast mér sjálfur. Mér þótti gaman að og sagði við hann að ég myndi. bara giftast honum líka. Hann varð ennþá feimnari við mig á eftir. Feimnin háði honum dálítið, en hann var að sigrast á henni síðustu ár. Óli hafði mikið dálæti á dóttur minni enda hændist hún að honum. Alltaf var Óli boðinn og búinn að hjálpa mér, hvenær sem ég þurfti á að halda. Ég ætla ekki að hafa þessi orð fleiri um elskulegan mág minn, Ólaf Gísla Magnússon. Mágkona.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.