Morgunblaðið - 06.01.1979, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.01.1979, Blaðsíða 36
A * 1 k itssemi 'wSifi m > Lk< >stor ekkert Verzliö í sérverzlun með litasjónvörp og hljómtæki. Skipholti 19. I. BUÐIN sími ' - y 29800 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1979 r Iþróttamað- ur ársins... SKÚLI Óskarsson var í jjær kjörinn íþróttamaður ársins 1978 af íþróttafréttamönnum. Á myndinni hér að ofan hamp- ar Skúli hinni glæsilegu styttu sem hann mun nú varðveita í eitt ár. Með Skúla á myndinni er óskar Jakobsson sem varð nr. 2 í kosningunni og Hreinn Haiidórsson sem varð í þriðja sæti að þessu sinni. Á íþrótta- síðu er greint frá kjöri íþrótta- manns ársins og viðtal við Skúla. Víkingar dæmdir úr Evrópukeppni Föt hf. hætta rekstri og 40 manns sagt upp Báðar Andersen&Lauth húðirnar hætta HANDKNATTLEIKSLIÐI Vík ings heíur verið vísað úr Evrópukeppni bikarhaía í handknattleik. Víkingum barst í gær skeyti þessa efnis en ekki var sérstaklega greint frá því á hvaða forsendum liðið er dæmt frá frekari keppni. Auk banns frá mótum á vegum I.H.F., Alþjóða handknattleikssam- bandsins þar til í ágúst, er Víkingum gert að greiða 100 þúsund krónur í sekt. I 8-liða úrslitum Evrópukeppn- innar unnu Víkingar tvívegis sigur á sænska liðinu Ystad og var seinni sigur liðsins, sem vannst í Ystad, mjög óvæntur. Að leiknum loknum var leikmönnum beggja liða boðið til veizlu, en að gleð- skapnum loknum brutu Víking- arnir rúður í tveimur verzlunum — óviljandi að því er þeir segja sjálfir. Einnig var Víkingum gefið að sök að hafa tekið jólatré ófrjálsri hendi, en fyrir báðum þessum atriðum gerðu þeir grein í yfir- heyrslum hjá lögreglunni í Ystad. Víkingar héldu að málið væri þar með úr sögunni, en svo var ekki. Sænskur stjórnarmaður í IHF, sem einnig á sæti í aganefnd IHF, kærði Víkinga fyrir ólæti í Ystad að leik loknum. Hann var síðan einn þriggja sem kvað upp fyrrnefndan dóm. Víkingar hafa áfrýjað þessum dómi, en verði honum ekki hnekkt kemst ung- verska liðið Tatabayana án leiks í 4-liða úrslit keppninnar, en Ung- verjarnir áttu að mæta Víkingi í næstu umferð. Sjá nánar á blaðsíðu 31, þar sem greint er frá blaðamannafundi er Víkingar héldu í gær. „ÉG GET eiginlega ckki lýst þessu. þetta gerðist allt svo snögglega.“ sagði Bernódus Finnhogason 1 Tungu í Bol- ungavík í samtali við Mbl. í ga“r en hann var á ferð um Óshlíðina milli Bolungavíkur og ísafjarðar um hádegishil í fyrradag ásamt Trausta syni sínum. þegar Mazda-bifreiðin sem Trausti ók. fór skyndilega út af veginum á hættulcgasta stað. ÁKVEÐIÐ hefur verið að fyrir- tækið Föt hf. hætti starfsemi sinni, verksmiðjunni verði lokað hinn 1. marz nk. og verzlununum tveimur Andersen & Lauth hf. á Laugavegi og Vesturgötu einnig litlu siðar þegar framleiðslan þessa síðustu mánuði hefur verið seld. Alls starfa hjá fyrirtækinu, Nauðgaðí Klúbbnum RÚMLEGA tvítug stúlka hefur kært nauðgun til Rannsóknarlög- reglu rikisins og átti atburðurinn að hafa gerst i veitingahúsinu Klúbbnum á nýársnótt. Stúlkan segir að maðurinn hafi dregið sig afsíðis í kjallara Klúbbsins milli klukkan 2 og 3 um nóttina. en þá stóð áramóta- dansleikur sem hæst í húsinu og nauðgað henni. Stúlkan þekkti ekkert til mannsins og er hans nú leitað, en stúlkan gat gefið lýsingu á manninum. í síðasta mánuði voru alls 750 manns skráðir atvinnulausir í kaupstöðum landsins á móti 388 í mánuðinum á undan, 12 manns í hinum stærri kauptúnum en 326 í smærri kauptúnunum eða alls 1.088, eins og áður segir, en í mánuðinum á undan var heildar- tala atvinnulausra á skrá alls 644. „Þetta var á beygjunni, á alveg versta horninu innan við Krossinn og vorum rétt komnir framhjá vegagerðarmönnum, sem þarna voru ásamt tækjum sínum, þá rann bíllinn allt í einu si svona á ská í hálkunni ofan í brekkuna og stoppaði þar á einni steinnibbu," sagði Brenódus ennfremur. „Það voru þarna þrír ágætir menn frá vegagerðinni og þeir hlupu strax til og tóku í okkar, bæði í fataverksmiðjunni og verzlununum, um 40 manns, sem nú hefur verið sagt upp störfum miðað við síðustu áramót. Stjórnarformaður fyrirtækisins, Helgi Eyjólfsson, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær. Föt hf. er gamalgróið fyrirtæki, og er nafnið orðið 60 ára gamalt en núverandi eigendur hafa rekið það og Andersen og Lauth frá því um 1938—39, þegar þeir keyptu nafn- ið. Helgi Eyjólfsson kvað ástæð- urnar fyrir því að fyrirtækið hætti nú starfsemi margvíslegar og samverkandi. Ógjörningur væri orðið að fá rekstrarlán og þegar reksturinn væri í járnum sæi síðan verðbólgan fyrir því að skuldahali byrjaði að myndast. Síðan kæmu til vaxtahækkanirnar undanfarið og þegar skuldir væru orðnar um 50—60 milljónir væri fyrirtækið í raun dauðadæmt út af vaxtabyrðinni Við þetta bættust síðan kaup- hækkanir á síðasta ári ásamt í Reykjavík var alls 191 skráður atvinnulaus en 117 í Keflavík, 90 á Húsavík, 56 á Seyðisfirði og 43 á Ólafsfirði, svo að nefndir séu þeir kaupstaðir þar sem atvinnuleysið var mest. Áf smærri kauptúnun- um var atvinnuleysið mest á Raufarhöfn eða 53 á skrá en 34 í Grundarfirði. einn seig þarna ofan í hallinn og við bara tókum í fótinn á honum — ég fór út úr bílnum á undan en strákurinn stóð þarna á bremsunni á meðan hinn róleg- asti, en kom svo á eftir.“ „Bíllinn náðist svo upp í dag og þeir hringdu þarna í mig áðan frá tryggingunum, sem tóku upp bílinn, og sögðu að það væri nú eitthvað töluvert skemmdur á honum botninn. Hann sagði mér líka þessi stöðugt erfiðari samkeppnisað- stöðu innanlands. Flestir fata- framleiðendur hér væru samhliða komnir út í meiri eða minni innflutning á fötum, og þessi föt væru saumuð ýmist í Hong Kong og Kóreu eða öðrum áþekkum löndum, þar sem vinnuaflið væri hvað ódýrast og sagði Helgi að þótt fyrirtæki hans teldi sig framleiða vandaðri föt en þau sem innflutt væru þá væri verðmun- urinn slíkur að ekki væri um raunhæfa samkeppnisaðstöðu að ræða. Því hefði verið ákveðið að hætta rekstrinum. Loðnu- verðið íl2kr. NÝTT lágmarksverð á loðnu til bræðslu verður væntanlega tilkynnt í dag. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst mun vera komin niðurstaða um verðákvörðunina í öllum meginatriðum í yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvcgsins, þó að í gærkvöldi hefði verið unnið að ýmsum smærri atrið- um. Ýmsir þættir verð- ákvörðunarinnar munu hins vegar háðar aðgerðum af hálfu verðjöfnunarsjóðs sjávarútvegsins og átti stjórn hans að koma saman til fundar árdegis í dag til að taka afstöðu til þessara atriða. Samkvæmt upplýsingum Mbl. er hið nýja verð á bræðsluloðnu kr. 12 fyrir hvert kíló miðað við 16% fituinni- hald en samsvarandi verð við upphaf loðnuvertíðar í fyrra var 7 kr. á hvert kíló. Fulltrúar seljenda í yfirnefndinni munu una þessari niðurstöðu bæri- lega en hins vegar fulltrúum kaupenda þykja hún lakari. maður sem tók upp bílinn að þetta hefði bara verið smásteinn, sem bíllinn hefði staðið á, en hjólin stóðu fram af hengifluginu. Ég reikna alveg með því að maður eigi þessum steini lífið að launa þótt maður geti aldrei sagt um hvernig farið hefði hefðum við farið alla leið niður í fjöru — maður er ekkert að hugsa um það, heldur hitt að þetta er eins og hver önnur stórmildi að ekki varð slys,“ sagði Bernódus. „Reikna alveg með því að maður eigi þessum steinilífiðaðlauna,, — segir Bemódus Finnbogason sem bjargaðist undursamlega þegar bíll með honum og syni hans fór út af veginum í Óshlíðinni 1088 eru at- vinnulausir ATVINNULAUSIR á skrá um síðustu áramót voru liðlega 500 fleiri í öllu landinu en á sama tíma árið á undan og er aukningin um 88%, því að um síðustu áramót var heildarfjöldi atvinnulausra f öllu landinu 1088 miðað við 579 á sama tíma í fyrra. Atvinnulausir voru þá 0.6% af heildarvinnuaflinu. Atvinnuleysisdagar í siðasta mánuði voru 13.972 á móti 11.203 atvinnuleysis- dögum í desember 1977.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.