Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979 Á fundi efri deildar í gær gerði Ragnhildur Helgadóttir grein fyrir frumvarpi sínu um breytingar á grunnskólalögum. Þar er annars vegar lagt til, að forráðamenn nemenda hafi rétt til að tryggja að menntun og fræðsla gangi ekki gegn trúar- og lífsskoðunum þeirra. Enn fremur sett inn ákvæði, sem hefur þann tilgang að stemma stigu við einhliða áróðri í grunnskólum. Hins vegar feiur frumvarpið í sér reglur um fræðilegar rannsóknir í grunnskólum, þar sem bæði sé tekið tillit til einstaklingshagsmuna og þjóðfélagshagsmuna. Fjölskyldan er frum- eining þjóðfélagsins Ragnhildur Helgadóttir (S) sagði m.a.: Meginhugsunin, sem liggur á bak við þetta frumvarp, er sú lífs- skoðun, að fjölskyldan sé grund- vallarhópeining þjóðfélagsins og sú félagseining, sem börnum er hollast að alast upp í. í öðru lagi er heimilið sé hollasti uppeldisstaðurinn og foreldrarnir beri höfuðábyrgð á uppeldinu. Dagvistunarstofnanir og skólar séu hjálparstofnanir heimila og forráðamanna, en eigi ekki að koma í stað þeirra og í þriðja lagi að börnin séu frá fæðingu sjálfstæðir einstaklingar og eigi að njóta atlætis og aðbúnaðar í uppvextinum í sam- ræmi við þarfir hvers og eins. Þessi atriði hafa verið grund- vallarsjónarmið í þessum önnum og grundvallarlífsskoðanir einnig í okkar þjóðfélagi og mörgum öðrum um langan aldur. Þingmaðurinn vék síðan að því, að lögum samkvæmt væri skylt að vera. — Það er svo, að allt athafnafrelsi í þjóðfélaginu takmarkast af sams konar frelsi annarra borgara. Við höfum ekki leyfi til þess að beita athafnafrelsinu svo, að það skaði annan. Og við höfum heldur ekki leyfi til þess að beita fjölmiðlun eða öðrum áhrifum svo, að það skaði annan. Þetta er meginatriðið á bak við hugsunina um friðhelgi einkalífs. Sameiginlegt uppeldis- markmið skóla og foreldra Ragnhildur Helgadóttir undir- strikaði, að frumvarpið fjallaði um eitt tiltekið atriði varðandi friðhelgi einkalífs, — það fjallaði um friðhelgi einstaklinganna á heimilum þeirra, í fjölskyldum þeirra, friðhelgi barna og friðhelgi foreldra. A því margum- rædda barnaári væri tímabært að fjalla um málefni sem þetta. Þótt tilgangur Sameinuðu þjóð- anna með því að helga þetta ár sérstaklega börnum sé fyrst og Ragnhildur Helgadóttir: ar. Nauðsynlegt væri að setja reglur um slík störf sem væru þess eðlis, að ekki yrði unnt að tortryggja þau vinnubrögð, sem viðhöfð væru. Þingmaðurinn lagði áherzlu á, að umrædd könnun væri í raun heildar- könnun, sem væri mjög alvarlegt mál. Þar sem slík upplýsingavinnsla væri komin á eitthvert menningar- stig, miðuðust slíkar kannanir við úrtök. Á þessu sviði hefði geysilegt starf verið unnið á vegum alþjóð- legra stofnana og allst staðar verið komizt að þeirri niðurstöðu, að þær upplýsingar, sem fyrir lægju um persónulega hagi, mættu ekki vera úr stærri úrtökum en svo, að þær dygðu til þess að komast að sann- sögulegri niðurstöðu frá tölfræðilegu sjónarmiði. — Þegar ekki er um úrtak að ræða heldur heildarkönnun er um miklu minna öryggi fyrir einstaklinginn, sem þátt tekur í slíkri könnun, að ræða, sagði þing- maðurinn. Þingmaðurinn sagði, að enginn vissi, hversu margar kannanir svip- aðs eðlis, hefðu verið gerðar upp á síðkastið. Hann vitnaði í álitsgerð eins færasta stærðfræðings landsins, eins og hann komst að orði, þar sem m.a. er komizt svo að orði: Könnunin nær til svo margra og sundurgrein- andi persónuupplýsinga, að ómögu- legt er að telja, að svarendur séu tryggir í nafnleysi sínu. Fyrsta Reglur um kannanir á persónu- legum högum bama nauðsynlegar Tímabært að beina athyglinni að stöðu þess í velferðamkinu sömu atriði hefðu verið staðfest í ýmsum alþjóðlegum mannréttinda- yfirlýsingum, sem hún rakti, svo sem í mannréttindayfirlýsingu Samein- uðu þjóðanna, þar sem segir í 16. gr., að fjölskyldan sé í eðli sinu frum- eining þjóðfélagsins og beri þjóð- félagi og ríki að vernda hana. í mannréttindayfirlýsingu Evrópuráðsins segir: „Engum manni skal synjað um rétt til menntunar. Hið opinbera skal í öllum ráðstöfun- um sínum virða rétt foreldra til þess að tryggja það, að slík menntun og fræðsla sé í samræmi við trúar- og lífsskoðanir þeirra. í alþjóðasamningi Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi segir, að mesta mögulega vernd og aðstoð skuli látinn fjölskyldunni í té, en hún er hin eðlilega grundvallarhópeining þjóðfélagsins, sérstaklega við stofn- un hennar og á meðan hún er ábyrg fyrir umönnun og menntun fram- færsluskyldra barna. Loks segir í mannréttindayfirlýs- ingu Sameinuðu þjóðanna, að „foreldrar skulu fremur öðrum ráða, hverrar menntunar börn þeirra skulu njóta." Friðhelgi einkalífs Ragnhildur Helgadóttir sagði enn- fremur: Nú um langan aldur hafa verið miklar og vaxandi umræður um það í mörgum löndum, hvernig vernda beri og hvernig unnt sé að vernda friðhelgi einkalífs ein- staklinga í heimi, þar sem tækni til alls kyns fjölmiðlunar fer vaxandi og æ meiri ásókn er af ýmsum aðilum til þess að hafa áhrif og grípa inn í þróun einkalífs einstaklinganna, fjölskyldnanna og barnanna. Það hefur mikið starf verið unnið á vegum margra fjölþjóðlegra Slofn- ana til þess að samræma lagareglur um þetta efni. Sérstaklega hafa þessi mál verið í brennidepli eftir að tölvunotkun í opinberu kerfi og í störfum einkastofnana hefur orðið almennari. Athyglin hefur ekki sízt beinzt að því, hvernig eigi að sýna persónuvernd einstaklinga þá virð- ingu, sem henni ber eftir öllum grundvallarsjónarmiðum okkar þjóðfélags, — hvaða lagareglur á því sviði sé unnt að samræma milli landanna. Þessi atriði hafa legið fyrir Alþingi í frumvarpsformi nú á síðasta ár t.d., en lög um þetta efni að því er varðar skráningu persónu- upplýsinga hafa enn ekki verið þekkt hér á landi. Þingmaðurinn vék síðan að því, að þörfin á reglum um þetta efni væri brýnust, þegar upplýsingasöfnun færi fram á skólastigum eins og í grunnskólanum, þar sem börnum fremst sá, að rétta hlut þeirra barna, sem við neyð búa og eiga hvergi höfði sínu að halla, er líka tímabært, að sérstakri athygli sé beint að stöðu barna, hvar sem er, í velferðaríkjum sem annars staðar, sagði þingmaður- inn. Sú spurning vaknaði, hvernig nútimaþjóðfélag með sínum fjöl- breyttu útbreiðslumöguleikum, tækni og fjölmiðlun, færi með þessa möguleika og hvaða leiðir væru farnar til þess að nútímaatvinnuveg- ir samrýmdust þörfum fjölskyldu og barna, en í því sambandi þyrfti að sýna aukinn skilning á þörf barna fyrir umönnun beggja foreldra sinna. Það hlýtur að vera nauðsynleg að vekja athygli á því, sagði þingmaður- inn, að setja reglur í þjóðfélaginu sem beinast að því að virtur sé réttur foreldra til að vernda börn sín gegn óhollum uppeldisáhrifum. Eins og foreldrar bera ábyrgð á uppeldi barna sinna, hljóta þeir einnig að eiga rétt á því börnum sínum til handa að hjálparstofnanir heimil- anna, skólar og dagvistunarstofnan- ir sem og aðrir opinberir aðilar, sem vinna að málefnum barna, vinni að sömu aðalmarkmiðum uppeldis og þeir. Eg tel að þau atriði séu augljós- ar forsendur fyrir andlegu öryggi barna. I stuttu máli meginhugsunin á bak við þetta frumvarp er sú, að nauðsynlegt sé, að skólinn og heimilið vinni að sameiginlegu upp- eldismarkmiði, að samstarf kennar- anna, starfsmanna skólanna og foreldra og forráðamanna barnanna sé virkara með sameiginleg uppeldis- markmið í huga til þess að auka andlegt öryggi barnanna og auka traust þeirra almennt í lífinu. Könnun á persónu- legum högum Ragnhildur Helgadóttir sagði, að fyrir alllöngu hefði athygli sín verið vakin á því, að í grunnskólanum hefði farið fram gífurlega víðtæk könnun á persónulegum högum nem- enda í heilum árgangi grunnskólans í Reykjavík. Áhyggjur foreldra hefðu vaknað, þegar börn hefðu vikið að þessari könnun heima hjá sér, en það hefði verið gjörsamlega ómögulegt fyrir þá að fá að sjá hvaða spurning- ar hefðu verið lagðar fyrir börn þeirra, hvað þá að þeim hefði verið skýrt frá því fyrirfram. Þingmaðurinn sagðist hafa snúið sér til fyrrverandi menntamálaráð- herra af þessu tilefni og fengið viðkomandi skjöl sem trúnaðarmál. En af hverju þau væru trúnaðarmál kvaðst hann ekki vita um, enda um að ræða verkefni sem lagt hefði verið fyrir nemendur í Reykjavík og vörð- uðu að miklu leyti m.a. hag foreldra, heimilisháttu ýmiss konar og fl. Við athugun þessara gagna kvaðst þing- maðurinn hafa sannfærst um, að nauðsynlegt væri að setja reglur um slíka starfsemi. Með því væri ekki sagt, að ekki gæti verið gagnlegt að framkvæma ýmsar rannsóknir í grunnskólanum. En þegar fjallað væri um málefni, sem vörðuðu per- sónulegan hag barna og heimila þeirra, um málefni, sem vörðuðu foreldra þeirra, samrýmdist ekki almennu réttaröryggi að gera slíkt án samþykkis foreldranna. Skorður við áróðri í skólum Ragnhildur Helgadóttir vék síðan að efnissatriðum frumvarpsins, en þar væri það nýmæli, sem tekið væri upp úr mannréttindasáttmála Evrópuráðsins, að „virða skal rétt forráðamanna nemenda til þess að tryggja það, að menntun og fræðsla gangi ekki gegn trúar- og lífsskoðun- um þeirra." Þingmaðurinn sagði lágmarks- kröfu, að slíkt ákvæði væri í grunn- skólalögum, en á þessu ákvæði væri hnykkt í næstu málsgrein frum- varpsins þar sem stæði: „I skóla- starfi skal forðast einhliða áróður um slíkar skoðanir og um álitamál og ágreiningsmál í þjóðfélaginu." Þingmaðurinn sagðist hafa haft það sérstaklega í huga, að einhverjar skorður yrðu reistar við pólitískum áróðri í skólum. Sér væri Ijóst, að fjölmargir aðilar í þjóðfélaginu segðu: Er þá ekki pólitískt uppeldi eða pólitískur áróður að haga skóla- starfinu í samræmi við þær grund- vallarhugmyndir þjóðfélagsins, sem ríkjandi eru? Menn geta haft um það mismun- andi skoðanir, sagði þingmaðurinn, en ég er þeirrar skoðunar, að svo sé ekki. Foreldrar hljóta að ganga út frá því, að þær hugmyndir hljóti að vera ríkjandi í skólum hins opinbera, sem lögverndaðar eru í stjórnarskrá og öðrum lögum landsins og á ég þá fyrst og fremst við tvennt: Annars vegar kristindóminn og hins vegar friðhelgi heimila. I þessu sambandi skírskotaði þing- maðurinn m.a. til þess, að í grunn- skólalögunum væri talað um að búa nemendur undir líf og starf í lýðræð- isþjóðfélagi í samvinnu við heimild- ir. Engin trygging fyrir nafnleynd Þingmaðurinn gerði síðan að um- talsefni þá víðtæku könnun, sem veturinn 1975—1976 fór fram á einkahögum 1427 nemenda eða 93,3% nemenda á 8. námsári grunn- skólans, en menntamálaráðherra hefur svarað fyrirspurn frá þing- manninum um hana skriflega. Þingmaðurinn kvaðst hafa ýmls- legt stóralvarlegt að athuga við þessa könnun, en dró ekki í efa, að leyfi til hennar hefði verið veitt af góðum hug og að hún hefði verið gerð áf góðum hug og fróðleiksfýsn. Hins vegar hefði verið svo á málum haldið, að enginn greiði hefði verið gerður börnum, foreldrum, þjóð- félaginu yfirleitt né þeirri fræði- grein, sem notuð var við úrvinnslu gagnanna. Þingmaðurinn kvaðst í hópi þeirra, sem teldu sálfræðilega þjón- ustu í skólum hafa mikilvægu hlut- verki að gegna. Hins vegar taldi hann vinnuaðferðir sem rýrðu traust á þessari fræðigrein, mjög bagaleg- spurningin skiptir nemendur þegar í rösklega 12 hópa. Önnur spurningin í tvo hópa, þriðja spruningin í þrjá hópa. Ef unnt væri að fá upplýsingar um hæð nemenda í skólum Reykja- víkur, en um það var ein spurningin, þetta tiltekna ár, ættu þessar þrjár spruningar einar að nægja til þess að finna nafn hvers einasta svarenda. — Auk þess væru 19 spurningar sem nota mætti á sama hátt og sumar þeirra væru betur fallnar til sundur- greiningar en spurning 3 að því leyti, að ekki þyrfti að leita eftir upplýs- ingum, sem ekki væru opinberar. Leynd yfir könnuninni Ragnhildur Helgadóttir vék að því, að í svari menntamálaráðherra væri dr. phil. Preping, þáverandi prófessor í uppeldisfræðum við Árósarháskóla talinn vísindalegur stjórnandi og ábyrgðarmaður könnunarinnar, en eftirgrennslanir foreldra hefðu leitt í ljós, að svo væri ekki, heldur þeir stúdentar sjálfir, sem fyrir könnuninni stóðu. Hún taldi stórathugaverða þá leynd, sem yfir könnuninni hefði verið þegar hún var gerð. Skólastjór- um hefði ekki verið sýndur spurningalistinn, hvað þá foreldrum, enda hefðu þeir ekki verið spurðir leyfis. Erfitt væri að sjá, hvaða tilgangi slík leynd þjónaði í sam- bandi við slíkt stórverkefni í grunn- skólanum, auk þess sem það væru afskaplega sérkennilegt, að aðilar utan skólanna skyldu gera könnun- ina en ekki kennararnir sjálfir. Ragnhildur gerði það að umals- efni, að starfsmenn skólans hlytu að fá ýmsar upplýsingar um einkahagi nemenda. En hér hefði það gerzt, að aðilar utan skólans hefðu gengið inn í skólana, að vísu með leyfi mennta- málaráðherra að forminu til, og spurt skólabörnin um hvaðeina, sem þeim sýndist. — Nú má vel vera, að það sé mat menntamálaráðherra, að þarna sé um vísindalega rannsókn að ræða, sagði þingmaðurinn. Og ég gæti vel trúað því, að ýmsar deildir háskólans hafi kannski ekki gert sér ljósan þennan möguleika, að það væri hægt að ganga inn í barnaskól- ana og nota krakkana sem úrvinslu- efni í ýmsum prófverkefnum. Ólafur Ragnar Grímsson (Abl) kvaddi sér hljóðs, en varð að gera hlé á ræðu sinni, þar sem mjög var liðið á fundartíma. Hann gerði fundar- sköp mjög að umræðuefni og mun frjálshyggju og íhaldsstefnu. M.a. hefði fallið í hlut íhaldsaflanna á Vesturlöndum að gerast baráttu- menn gegn framþróun vísinda í nafni kristinnar trúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.