Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979 29 Sextugur: Agnar Tryggvason framkvæmdastjóri Hann varð sextugur s.l. laugar- dag, þ. 10 febrúar, vinur minn, Agnar Tryggvason, framkvæmda- stjóri Búvörudeildar Sambands- ins. Furðulega brátt rennur þetta æviskeið. Mér finnst ekki langt síðan ég var þeim samtímis á námsárum í Kaupmannahöfn og hér í Reykjavík bræðrunum, Ktemensi, Þórhalli, Agnari og Birni, hinum gjörvilegu sonum Tryggva heitins Þórhallssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Búnaðarfélagsins. Allir hlutu þessir bræður hina ágætustu menntun og þeim síðan ungum trúað fyrir vandasömum verkefn- um innan þjóðfélagsins. Samstarf okkar Agnars hefur verið mjög náið s.l. 20 ár, allt frá þeim árum, er hann hafði stofnsett skrifstofu Sambandsins í Hamborg og við glímdum við það sameiginlega að koma íslenzkum reiðhestum inn á þýzkan hestamarkað. Það var ekki auðvelt verkefni, en það tókst samt. Fyrst eftir að Agnar lauk verzlunarnámi í Kaupmannahöfn starfaði hann hjá dönsku kjötsölu- firma við ágætan orðstír, en 1947 réðst hann til Sambandsins og hefur frá þeim tíma gegnt þar margvíslegum störfum. Fyrst var hann framkvæmdastjóri Véla- deildar, næst varð hann framkvstj. skrifstofu SÍS í New-York, síðan í Kaupmannahöfn, en flutti til Hamborgar árið 1953 og var þar unz hann fluttist heim árið 1962 til að veita forstöðu Búvörudeildinni. Það er ekkert vafamál, að örðug- asta verkefni á sviði landbúnaðar- ins hér á landi er afurðasalan til útlanda, og þó er erfiðara að axla þann vanda en efni standa til. Heimsmarkaðurinn fyrir mjólkur- vörur og kjötvörur er og hefur verið óraunhæfur vegna ofboðs- legrar offramleiðslu á síðustu áratugum og virðist enn langt í land að þar birti til. Hins vegar hefur ríkt hér á landi, bæði meðal bænda og margra bæjarmanna, mikil trú á það, að unnt sé að vinna fyrir þessar vörur okkar góðan og lítt þrjótanlegan markað. Þetta byggist á því, að okkur þykir sjálfum afar gott dilkakjötið okk- ar, mjólkin og smjörið. Hvort sem nú þessi trú okkar er raunhæf eða ekki, þá hefur Agnari Tryggvasyni tekizt með óþrjótandi elju samfara sérstakri lagni og geðþekkni í allri framkomu sinni að yfirfæra þesa trú okkar á ágæti eigin afurða til kaupenda annarra landa með þeim árangri, að oft fæst betra verð fyrir afurðir okkar en sams konar vörur frá öðrum þjóðlöndum. Ég hef oft átt kost á að fylgjast með Agnari í störfum sínum fyrir íslenzkan landbúnað og undrast hversu langt hann getur komizt með viðsemjendur sína. Ég þekki engan, sem fötum hans getur klæðst. Ég minnist eitt sinn er við Agnar mættum fyrir Sambandið fyrir Hæstarétti í Kaupmanna- Meðfylgjandi mynd er tekin þegar Mjólkárlína II var tekin í notkun hjá Orkubúi Vestfjarða. Guðmundur H. Ingólfsson formaður Orkubúsins flytur hér ræðu við opnunarathöfn í aðveitustöð sem er í Bolungarvík. Ljósm. Vestfirska Fréttablaðið. Jöfnunargjald iðnaðar- vara héddkað úr 3% í 6% höfn. Við höfðum tapað máli gegn dönskum hestakaupmönnum fyrir undirrétti á Jótlandi, en þar hafði ég mætt með lögfræðingi ári áður til málsvara. Mér var órótt innan- brjósts meðan við biðum eftir að mæta fyrir réttinum, því að mér var það mikið kappsmál, að þetta mál ynnist, því að málstaður okkar var góður. Orð fá ekki lýst, hversu fastur Agnar var fyrir dómurun- um og varðist traustlega, enda vannst málið fyrir þessum rétti. Að yfirheyrslum loknum vék Agn- ar hlýlega að vanda að andstæð- ingunum og bauð þeim veitingar, sem þeir kunnu þó ekki við að þiggja, en því næst bauð hann þeim áframhaldandi viðskipti. Hann var stór án þess að reyna að vera það. Ég ólst upp við það norður í Laxárdal í Þingeyjarsýslu að lesa greinar Tryggva Þórhallssonar í Tímanum um bændur og landbún- að. Ég hef alltaf fundið sama hug Agnars til bændanna í landi okkar og til landbúnaðarins, þetta að gera bændunum gagn af væntum- þykju. Hann ber rómantíska um- hyggju fyrir bændum og sveitum landsins. Hvenær sem vafamál um framkvæmd er á dagskrá, þá verður alltaf lokaspurning Agnars þessi: hvað er bezt fyrir bændur? Og þegar svarið er fengið, og sé það jákvætt fyrir bóndann, þá eru hlutirnir gerðir. Agnar var staddur vestur í Bandaríkjunum á afmælisdaginn sinn, hefur máske viljað fela hann fyrir vinum sínum og öllum þeim þakklátu mönnum í landi þessu, sem hefðu viljað þakka honum og heiðra hann á þessum tímamótum í lífi hans. En ég vil ekki láta hann sleppa. Menn, sem eru jaín góð fyrirmynd yngri mönnum, trúir og skylduræknir, glæddir hugsjóna- eldi og ótrauðir til átaka og baráttu fyrir þau málefni, sem þeim er trúað fyrir, á þá á að varpa ljósi ekki seinna en er þeir standa á sextugu. Land okkar og ekki sízt samvinnuhreyfingin þarfnast svona manna. Við erum því margir, sem óskum Agnari og fjölskyldu hans til hamingju í þessu tilefni. Gunnar Bjarnason. Á FUNDI ríkisstjórnarinnar þriðjudaginn 6. febrúar s.l. var að tillögu iðnaðarráðherra samþykkt að stjórnin lýsti þeirri stefnu sinni, að jöfnunargjald á innflutt- ar iðnaðarvörur verði hækkað úr 3% í 6%, en áður en endanleg ákvörðun verður tekin, skuli nefnd send til EFTA og EBE til að kynna viðhorf íslans og kanna undirtekt- ir. Hækkun gjaldsins er hugsuð til að jafna samkeppnisstöðu inn- lends iðnaðar gagnvart innfluttum iðnaðarvörum og jafnframt er gert ráð fyrir að tekjum af því verði varið til iðnþróunaraðgerða. Að undirbúningi þessa máls hefur verið unnið síðustu vikur á vegum stjórnvalda og samtök iðnaðarins hafa ítrekað lýst fylgi sínu við hækkun gjaldsins. I framhaldi af samþykkt ríkis- stjórnarinnar er gert ráð fyrir að í næstu viku fari nefnd utan til að kynna ástæður og rök af íslands hálfu fyrir þessari aðgerð. Fréttatilk. frá ríkisstj. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Arin- og náttúru- grjóthleðsla Magnús Aðaisteinsson, sími 84736. IOOF. 11 =1602158’/i = □ Helgafell 597902157 IV/V-2 IOOF5 H 160215814 =FI. \ferðafélag WÍSLANDS W ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR 11798 og 19533. 17.—18. febrúar Þórsmerkurferð á ÞorraDrnl. Lagt af staö kl. 08 á laugardag og komið til baka á sunnudags- kvöld, þ.e.a.s. ef veöur og færö leyfa. Farmiöasala og upplýs- ingar á skrifstofunni. 25. febr. veröur fariö aö Gull- fossi. Feröafélag íslands Grensáskirkja Almenn samkoma veröur í safn- aöarheimilinu í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Sóknarprestur. Hjálpræðisherinn í kvöld kl. 20.30. Almenn sam- koma. Allir velkomnir. Fíladelfía, Hafnarf. Almenn samkoma í Gúttó í kvöld kl. 20.30. Ræðumenn Daníel Glad o.fl. Jórdan leikur. Allir hjartanlega velkomnir. Fíladelfía Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Gertrud Storsjö talar og kveður. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Hvað vilja sjálfstæðismenn í skattamálum Vilt þú vita aö hverju sjálfstæöismenn stefna í skattamálum. Ef svo er, þá getur þú fengiö svar viö því mánudagskvöldiö 19. febrúar á fundi sem hefst kl. 20.30 í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Öllum er frjálst aö koma. Allir mega spyrja. Frummælendur: Birgir ísleifur Gunnars- son, borgarfulltrúi og Ellert B. Schram, alþingismaöur. Mánudagur 19. febrúar — Valhöll Háaleitlsbraut. Sjálfstæöisfélögin í Reykjavík Leshringur um Sjálfstæðisflokkinn Fyrsti hluti ieshrings um Sjálfstæöisflokkinn veröur fimmtudaginn 15. febrúar kl. 20:00—22:00 í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Frummælandi verður Hannes H. Gissurarson og ræöir hann um flokka- skiþtinguna á íslandi. Þátttakendur hafi samband viö skrifstofu S.U.S., Valhöll, sími 82900 og láti skrá sig sem fyrst. Samband ungra sjálfstæðismanna Ðorgarnes — Borgarnes Fulltrúar Sjálfstæöisflokksins í sveitarstjórn veröa til viötals í fundarsal sveitastjórnar í dag, fimmtudaginn 15. febrúar kl. 18—21. Fulltrúaráöiö. Sláturleyfishafar Smíöa fláningsbekki viö vindufláningu. Engin olíuóhreinindi og engin umgangs- hömlun. Leiöari felldur í gólfiö. Leitiö uppl. Vélaverkstæði ívars Þórarinssonar, Þykkvabæ, sími 99-5609 — 5638. Blikksmiðjan h.f. Skeifan 3 auglýsir Erum fluttir að Kársnesbraut 124. Nýtt símanúmer 41520.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.