Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1979 27 og kvaö hann óöalsbóndann í Kópavogi, Björn Ólafsson, nú gerast stórtækan í hreinsunum — hér væri sem um fjöldaaftökur væri að ræða á vegum Khomeinis. Ríkarð kvaðst þakka Helgu Sigurjónsdóttur samstarf- ið í bæjarstjórn Kópavogs, þótt sjónarmið þeirra hefðu ekki allt- af farið saman. Hann kvað Helgu allt fram til síðustu stundar sem bæjarfulltrúa hafa verið málefn- um trúa og hún væri iitríkur persónuleiki. Þá stóð upp Björn Ólafsson, efsti maður á lista Alþýðubanda- lagsins og formaður bæjarráðs.' Hann kvaðst ekki ætla að hafa mörg orð um það sem væri að gerast í bæjarstjórninni, en hann kvað deilurnar um margt svipa til deilna Rússa og Kínverja, en skammirnar dyndu á Albönum. Þannig kvaðst hann vera skamm- aður og við því væri ekkert að segja. „Við Helga höfum setið hér Klofningur í Alþýðubandalaginu í Kópavogi: Vinnubrögð forgstumanna meiri- hlutans „ófélagsleg og ótgðrœðisleg Forseti bœjarstjómar segir af sér ásamt tólf öðrum alþgðubandalagsmönnum ÓVENJULEGUR atburður gerðist í bæjarstjórn Kópavogs í gær er forseti bæjarstjórnar. Helga Sigurjonsdóttir, sagði af sér sem bæjarfulltrúi og 12 aðrir fulltrúar Alþýðubandalagsins sögðu sig úr trúnaðarstöðum hjá bænum, þar af 6 menn, sem verið höfðu í framboði fyrir G-listann, lista Alþýðubandalagins við bæjar- stjórnarkosningarnar í fyrra. Einn fulltrúi lýsti stuðningi við félaga sína 13. Þessi mikli klofningur hefur verið að gerjast undanfarna mánuði, en í gær. er fundur var settur í bæjarstjórn- inni, óskaði Helga eftir að fá að taka til máls utan dagskrár. Helga Sigurjónsdóttir vísaði til bókana, sem hún hafði látið gera á tveimur bæjarstjórnarfundum, 15. desember og 9. febrúar síðast- liðinn, og sagði að hún hefði komizt að þeirri niðurstöðu, að aðstaða sín til starfa „í þessum meirihluta er í fyllsta máta óvænleg til framgangs stefnu- málum Alþýðubandalagsins. Þess vegna hef ég ákveðið að hætta um sinn störfum að bæjarmálum og fer þess á leit við bæjarstjórn, að hún veiti mér lausn frá starfi bæjarfulltrúa og úr nefndum." Þá las Helga Sigurjónsdóttir upp bréf frá 13 Alþýðubandalags- mönnum, þar af 6, sem skipuðu G-listann í síðustu sveitarstjórn- arkosningum. I upphafi bréfsins lýsa þeir stuðningi við sjónarmið Helgu. „Við lýsum yfir því áliti okkar, að þátttaka sósíalista í meirihluta bæjafstjórnar sé óskynsamleg og ekki vænleg til árangurs við þær aðstæður, sem nú ríkja. I því sambandi leggjum við sérstaka áherzlu á eftir- farandi: 1. Núverandi bæjarstjórnar- meirihluti hefur enga skráða eða samþykkta heildarstefnu í bæjar- málum. Eru skipulagsmálin skýrast dæmi um það, en flestum mun ljóst að í þeim málum er mikil þörf stefnumótunar í ljósi nýrra viðhorfa. 2. I núverandi meirihluta getur vart heitið að leitast hafi verið við að leysa skipulega ein- stök brýn vandamál, sem sam- starfsyfirlýsing meirihlutaflokk- anna kveður þó á um að leysa skuli. Nægir hér að nefna til dæmis endurskoðun á stjórnkerfi bæjarins. 3. Við höfum talið, og teljum enn, að misráðið hafi verið við upphaf valdaferils núverandi meirihluta að ráða ekki, svo sem reglur leyfðu, nýja menn í ýmis æðstu embætti bæjarins. Einkum þykir okkur þetta eiga við um starf bæjarstjóra. Umskipti í æðstu embættum bæjarins eru nauðsynleg, ef framkvæma á breytta stefnu frá þeirri, sem fylgt var síðastliðið kjörtímabil. 4. Við áteljum ófélagsieg og ólýðræðisleg vinnubrögð forystu núverandi bæjarstjórnarmeiri- hluta, einkum þó Björns Ólafs- sonar, formanns bæjaráðs, og nægir í þessu sambandi að vitna til Olíumalarmáls þess, er nýlega var til umræðu í bæjarstjórn. A grundvelli framangreindra skoðana okkar höfum við ákveðið að hætta um sinn störfum að bæjarmálum á vegum Alþýðu- bandalagsins í Kópavogi. Þess vegna óskum við hér með eftir því við bæjarstjórn, að hún leysi okkur frá störfum að bæjar- rnálurn." Undir bréfið skrifa: Ragna Freyja Karlsdóttir, varabæjarfulltrúi og fulltrúi í félagsmálaráði. Finnur Torfi Hjörleifsson, fulltrúi í skólanefnd og náttúru- fulltrúi í heilbrigðisnefnd og fulltrúi á lista Alþýðubandalags- ins. Grétar Halldórsson, vara- fulltrúi í jafnréttisnefnd. María Hauksdóttir, vara- fulltrúi í jafnréttisnefnd. Gunnar Steinn Pálsson, fulltrúi á lista Alþýðubandalagsins. Þá las Helga einnig upp yfir- lýsingu frá Þormóði Pálssyni, sem er gamall forystumaður Alþýðubandalagsins í bæjar- málum í Kópavogi og sat hann m.a. í hreppsnefnd á valdadögum Finnboga Rúts Valdimarssonar. Yfirlýsing- Þormóðs er svohljóð- andi: „Enda þótt ég eigi þess ekki kost að segja af mér vegna sérstöðu þess starfs, sem ég gegni samkvæmt tilnefningu bæjar- stjórnar, sem þar er, eins og almennt er vitað, unnið í þágu ríkisins og bæjarstjórn með öllu óviðkomandi (dómstörf í sjó- og verzlunardómi), lýsi ég fullri samstöðu með því fólki, sem að framanskráðri yfirlýsingu stend- ur. Janframt vil ég skora á Alþýðubandalagið í Kópavogi að knýja formann bæjarráðs og Helga Sigurjónsdóttir fyrir utan fundarsal bæjarstjórnar meðal áheyrenda, sem komið höföu til aö fylgjast með hinum óvenjulega atburði eftir að hún hafði gengið af fundi. verndarnefnd, 20. maður á lista Alþýðubandalagsins. Ilallfríður Ingimundardóttir, varabæjarfulltrúi og varafulltrúi í skólanefnd. Eggert Gautur Gunnarsson, fulltrúi í hafnarnefnd, vara- fulltrúi í skipulagsnefnd og stjórn skj úkrasamlagsins. Þórunn Björnsdóttir, 9. maður á lista Alþýðubandalagsins. Helga K. Einarsdóttir, fulltrúi í bókasafnsstjórn. Guðrún Gísladóttir, vara- fulltrúi í bókasafnsstjórn. Halldór Pétursson, varafulltrúi í náttúrugripasafnsnefnd. Hafdís Gústafsdóttir, vara- bæjarstjóra með öllum tiltækum ráðum til þess að láta af þeim einræðislegu starfsháttum, sem þeir hafa tíðkað nú um sinn og einkennast af pukri og leynimakki eins og bezt hefur komið í ljós í sambandi við olíumalarmálið svo kallaða. Slík vinnubrögð eru ósæmileg og óþolandi og hljóta að leiða til ófarnaðar." Þegar Helga Sigurjónsdóttir hafði lesið yfirlýsingarnar þakk- aði hún bæjarfulltrúum sam- starfið og sagðist víkja af fundi. Gekk Helga síðan af fundi. Varaforseti bæjarstjórnar, Helga Sigurjónsdóttir flytur afsagnarræöu sína sem forseti bæjarstjórnar Kópavogs og bæjarfulltrúi. Fyrir framan ræðupúltiö situr Sigurjón Ingi Hilaríusson bæjarfulltrúi. Rannveig Guðmundsdóttir, bar síðan undir atkvæði beiðni Helgu um að bæjarstjórn veitti henni „lausn frá starfi bæjarfulltrúa og úr nefndum". Bæjarstjórnin sam- þykkti með 8 samhljóða atkvæð- um að veita Helgu lausn, en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá. Þá samþykkti bæjar- stjórn á sama hátt að veita þeim 13 varabæjarfulltrúum og nefnd- armönnum lausn frá störfum með sams konar afgreiðslu. Eftir atkvæðagreiðsluna stóð fyrstur upp Sigurjón Ingi Hilaríusson, efsti maður K-list- ans, óháður. Hann kvað stóra atburði gerast í bæjarstjórn Kópavogs og því fyndist sér tilhlýðilegt að taka til máls. Hann kvaðst hafa setið í minni- hluta allt síðasta kjörtímabil með forseta bæjarstjórnar, sem nú hefði sagt af sér og fyrir það samstarf þakkaði hann Helgu Sigurjónsdóttur. Hann kvaðst óska Helgu og öllu því fólki sem sagt hefði af sér trúnaðarstörfum fyrir bæjarfélagið alls hins bezta á komandi árum og vænti þess að þau ættu eftir að koma aftur. Þá stóð upp Ríkarð Björgvins- son, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í 4 ár í minnihluta," sagði Björn, „og höfum mikla rimmu háð.“ Hann kvaðst þakka henni kær- lega fyrir samstarfið, en sagði síðan: „Helga unir sér ekki vel í meirihluta, þar sem þarf að bera ábyrgð. Við því er í sjálfu sér ekkert að segja, eðli manna er misjafnt." Þá kvaðst Björn þakka Helgu og þeim, sem færu með henni, og kvaðst vænta þess að þetta fólk kæmi aftur til starfa fyrir Alþýðubandalagið. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs og var þá gengið til dagskrár. Helga Sigurjónsdóttir var í 2. sæti G-listans við síðustu sveitar- stjórnarkosningar, en þá fékk Alþýðubandalagið 3 menn kjörna. I þriðja sæti var Snorri Konráðsson og í 4. sæti Ragna Fríða Karlsdóttir, sem einnig hefur sagt af sér. Því er vara- maður Helgu, sem nú kemur inn sent aðalbæjarfulltrúi, 5. maður af lista Alþýðubandalagsins, Ás- mundur Ásmundsson. 6. maður listans var Hallfríður Ingimund- ardóttir, sem sagt hefur af sér, en 7. maður af listanum er Ólafur Jónsson, framkvæmdastjóri Al- þýðubahdalagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.