Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1979 Hvorugt liðiö verðskuldaði tap VALUR bætti einni skrautfjöðr- inni enn í hatt sinn, er liðið vann afmælismót KR í innanhúsknatt- spyrnu í Laugardalshöllinni í fyrrakvöld. Unnu Valsarar Fram í úrslitaleiknum sem var mjög spennandi. Má segja, að Fram-lið- ið hafi komið liða mest á óvart í keppninni. Það var einkum hinn ungi og stórefnilegi Guðmundur Steinsson í liði Fram sem athygli vakti fyrir snjallan leik. Hann náði forystu fyrir Fram í úrslita- leiknum, en þeir Hörður Hilmars- son og Ólafur Danivalsson skor- uðu fyrir leikhlé. Hörður kom Val síðan í 3 — 1, en Guðmundur Steinsson skoraði þá sitt annað mark í leiknum. Þannig var staðan og mikil spenna þar til á lokasckúndunni, en þá skoraði Guðmundur Þorhjörnsson fallegt mark og innsiglaði sigurinn. Staöan í A-riðli varð þessi: stijí Fram 7 ÍA 5 KR 5 Þróttur 3 Lriknir 0 Þannig endaði B-riðiII: Vaiur 8 Fylkir 6 ÍBK 4 Víkingur 2 Armann 0 • Hörður Hilmarsson skoraði tvivegis f úrslitaleiknum. ÍSÍ vill EINS OG fram hefur komið í fréttum af þingi Norðurlanda- ráðs. sem nú er haldið í Stokk- hólmi, kom fram í ræðu Ragnars Arnalds menntamálaráðherra, að minna hafi orðið um efndir en orð í samhandi við fjárstuðning Nroðurlandaráðs til eflingar nor- rænu íþróttasamstarfi og hvatti ráðherrann til að hér yrði breyt- ing á. Af þessu tilefni vill stjórn ÍSÍ láta það koma fram, að hún hefur um árabil unnið aö því að fyrri samþykktir Norðurlandaráðs í þessum efnum yrðu að veruleika, og eins hafa fulltrúar þingflokk- anna hjá ráðinu gert hið sama á liðnum árum, en með sáralitlum árangri. Sérstök embættismannanefnd, skipuð fulltrúum allra Norður- landanna, af hálfu íslands Þor- steini Einarssyni, íþróttafulltrúa, hefur gert markvissar tillögur sem eru í samræmi við óskir og vilja ISI, en eftir þeim hefur ekki verið farið ennþá. A fundi stjórnar ÍSÍ hinn 19.' þ.m. þar sem einnig voru mættir Ellert B. Schram alþm. form. KSÍ, og Þorsteinn Einarsson iþrótta- fulltrúi, var samþykkt að senda skeyti til Hr. Olofs Palme, forseta Svigmót framhaldsskóla SVIGMÓT fyrir framhaldsskóla verður haldið á miðvikudaginn í næstu viku. Keppt verður í 5 manna sveitum. þar sem tími 4 bestu verður látinn gilda. Móts- staður hefur enn ekki verið ákveðinn. en þeir sem ekki hafa þegar tilkynnt þátttöku, eru hvattir til að gera svo fyrir sunnudagskvöldið í síma 12371. Þess má einnig geta, að Hrannar- ar halda um helgina punktamót í Skálafelli. efndir þings Norðurlandaráðs, þar sem skorað er á og því treyst að þingið geri nauðsynlegar ráðstafanir til að koma á fót sértökum sjóði til eflingar norrænu íþróttasam- starfi. Jafnframt var Ragnari Arnalds menntamálaráðherra og Eiði Guðnasyni, formanni ísl. þing- mannanefndarinnar sent samrit af skeytinu. Nú hafa einnig borist þau ánægjulegu tíðindi, að Ragnhildur Helgadóttir hafi verið kjörin for- maður menningamálanefndar ráðsins og Eiður Guðnason alþm. verið kjörinn varaformaður ráðs- ins. Vonast stjórn ÍSÍ því til, að með aðstoð og velvilja allra þessara aðila muni takast að koma þvi til leiðar, að Norðurlandaráð sýni vilja sinn í verki að því er varðar stuðning við íþróttaleg samskipti milli Norðurlandanna. # Wilkins og Co. vilja koma aftur BANDARÍSKA frjálsíþróttafélagið Athletic West í Bandarfkjunum hefur skrifað Frjálsíþróttasambandi íslands (FRÍ) bréf og óskað eftir upplýsingum um frjálsiþróttamót hérlendis næstkomandi sumar. Ilefur félagið hoðist til að senda keppendur á ýmis mót hérlendis, en eins og kunnugt er kepptu fjölmargir frjálsíþróttamenn félagsins á Reykjavikurlcikunum á sl. ári. Athletic West hefur mörgum heimsfrægum frjálsíþróttamönnum á að skipa, þ.á.m. kringlukastaranum Mac Wilkins, kúluvarparanum A1 Feuerbach. Einnig eru hlaupararnir Craig Virgin, Doug Brown, George Malley og Mike Mankee í fremstu röð í heiminum, en þeir kepptu hér allir í fyrra. Þá hefur félagið á að skipa tugþrautarmönnym sem náð hafa yfir 8.000 stigum í tugþraut og svona mætti lengi telja. Keppendur Athletic West ollu hrifningu með frammistöðu sinni á Reykjavíkurleikunum í fyrra og komi þeir einnig í ár má búast við að þeir setji skemmtilegan svip á leikina í sumar, en þeir fara fram 8.-9. ágúst. Félagið hefur áhuga á að dvelja hér nokkra daga, verði af komu hingað, og þá að keppa á móti úti á landsbyggðinni einnig. — ágás s- Iþróttir um helgina Handbolti Það er frckar lítið á seyði í handknattleiknum innanlands, því meira suður á Spáni. Framarar og IIK ætla þó að útkljá hikarleik sinn og nokkrir leikir fara auk þess fram í öðrum deildum. Leikir helgarinnar voru þessir: LAUGARDAGUR: Laugardahsh. bik. HSÍ Fram - HK kl.15.30 Laugardalsh. 1. deild kvenna KR - Þór AK kl. 16.45 Varmá 1. deild kvenna UBK FH kl. 14.00 Varmá 3. deild karla UBK ÍBK kl. 15.00 Vestmannaeyjar 2. deild karla Þór Ve - Ármann kl. 14.09 SUNNUDAGUR: Laugardalsh. 1. deild kvenna Víkingur - Þór AK kl. 14.00 Laugardalsh. 2. deild karla Þróttur - Stjarnan kl. 19.00 Akureyri 3. deild karla Dalvík - UMFA kl.14.00 Njarðvík 2. deild kvenna UMFG - ÍR kl. 13.00 Karfan Þrír lcikir fara fram í úrvalsdeildinni í körfuholta, einn i 1. deild karla og annar í 1. deild kvenna. í kvennalciknum leika ÍR og KR og takist KR-stúlkunum að vinna sigur, hafa þær endanlega tryggt sér íslandsmcistaratitiiinn. Þá er um helgina unglingamót KKÍ. Hefst það klukkan 14.00 í dag, en úrslita- keikur mótsins hefst klukkan 16.00 á morgun. Níu 3. flokks lið taka þátt í kcppninni. sem haldin er til fjáröflunar fyrir ferðalag unglingalandsliðsins á hið svokallaða Cadetta-mót í Vestur-Þýskalandi á næstunni. Leikir helgarinnar eru eftirfar- andi. LAUGARDAGUR: Akureyri (Glerársk. úrvaisddeild Þór - UMFN kl. 15.30 Akureyri (Skemman)l. deild karla Tindastóll - ÍBKkl. 15.00 Ilagaskóii úrvalsdeild ÍR - KR kl. 14.00 Ilagaskóli 1. deild kvenna ÍR - KR kl. 15.30 SUNNUDAGUR: Ilagaskóli úrvalsdeild Valur - ÍS kl. 20.00 Blakið BLAKMENN eiga erilsama helgi, einkum leikmenn 1. deildar. 3 leikir fai;a fram í þcirri deild og er einkum einn þeirra algcr stórleikur. Laugdælir og stúdentar eigast þá við á Laugarvatni. Bæði liðin eru jöfn að stigum, ásamt Þrótti á toppi deildarinnar. Leikir helgarinnar eru þessir: Laugardagur: Laugarvatn 1. dcild karla Mímir — UMSE kl. 15.00 Laugarvatn 1. deild karla UMFL — ÍS kl. 16.00. Vestmannaeyjar 2. deild karla ÍBV — ÍMA kl. 16.00. Sunnudagur: Hagaskóli 1. dcild karla Þróttur - UMSE kl. 13.30. Hagaskóli 2. deild karla UBK - IMA kl. 14.30 Hagaskóli 1. deild kvenna UBK — IMA kl. 15.30. Maraþon í borótennis í DAG, laugardaginn 24. 2. '79, munu 6 félagar í borðtennisdeild Gerplu, Kópavogi, leika maraþonhorðtennis. Verður leikið í íþróttahúsi Gerplu að Skemmuvegi 6, Kópavogi, hefst leikurinn kl. 17.00 og líkur þegar sá fyrsti er sprunginn. Tilgangurinn með þessum maraþonleik er tvíþættur, annars vegar að kynna deildina — enda virðast fáir vita að til sé borðtennisdeild í Kópavogi. Hins vegar er verið að safna peningum til að byggja upp deildina. í þessu tilefni hefur verið gengið í hús í Kópavogi og fólki verið boðið að styrkja okkur, með því að greiða kr. 100.00 fyrir hverja klukkustund sem við höldum út. Eftir kl. 20.00 gefst mönnum kostur á að koma upp í hús til að sjá okkur. Aðgangseyrir verður kr. 200. • Bikarglíma íslands hefst í fþróttahúsi Kennara- háskólans á sunnudaginn klukkan 14,00 Mæta þá til leiks flestir bestu glímumanna landsins. Þessa skemmtilegu mynd tók Guðjón Birgisson af Guðmundi Frey, að rífa upp keppinaut. Hvflík átök!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.