Morgunblaðið - 01.04.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.04.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1979 19 Veitingahús Veitingahús \ viö Óöinstorg, / viö Oðinstorg Afmœliskveðja: Snæbjörn Tryggvi Olafsson skipstjóri Snæbjörn Tryggvi Ólafsson er fæddur að Gesthúsum á Álftanesi 2. apríl 1899. Foreldrar Snæbjarn- ar voru hjónin Guðfinna Jónsdótt- ir og Ólafur Bjarnason, útvegs- bóndi. Snæbjörn hóf ungur sjósókn með föður sínum á opnum skipum, en Ólafur, faðir hans, reri frá Garði og Leiru á haustin og fram eftir vetri, áður en fiskur gekk á grunnmið í Faxaflóa. Þegar Snæbjörn náði meiri þroska byrj- aði hann sjómennsku á stærri skipum, seglskútum, mótorbátum, togurum og flutningaskipum. Um tíma var hann í utanlandssigling- um. Snæbjörn lauk farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1918. Hann var síðan háseti og stýrimaður á togurum til 1924, er hann tók við skipstjórn á togaranum Ver, sem hlutafélagið Víðir í Hafnarfirði keypti þá frá Bretlandi. Var Snæbjörn upp frá því skipstjóri samfellt til ársins 1958, er hann hætti sjómennsku og gerðist eftirlitsmaður með togur- um Síldar- og fiskimjölsverk- smiðjunnar h.f. í Reykjavík. Gegn- ir hann störfum hjá því fyrirtæki enn. Togarar þeir, sem Snæbjörn var skipstjóri á voru: Ver, 1924—1934; Tryggvi gamli, 1934—1946, og Hvalfell, 1946—1958. Átti Snæ- björn hlut í síðast nefnda skipinu á meðan það var í eigu Hvalfells h.f. Þegar Snæbjörn tók við skip- stjórn var hann aðeins tæplega tuttugu og fimm ára. Þóttu það tíðindi í þá daga og segir meira en mörg orð um það traust, sem til hans var borið. Alla skipstjórnartíð sína var Snæbjörn í fremstu röð íslenzkra togaraskipstjóra, bæði sem afla- maður og sem öruggur og farsæll stjórnandi. Var hann löngum afla- kóngur á togveiðum og síldveiðum. Lítið var um mannaskipti hjá Snæbirni, nema þegar menn fóru í betri stöður, og urðu sumir af hásetum hans kunnir skipstjórar. Margir af hásetum hans voru með honum alla skipstjórnartíð hans. Eiginmaður minn, Geir Ólafsson, var loftskeytamaður hjá Snæbirni allan sinn sjómannsferil, eða tutt- ugu ár. Árið 1957 var Snæbirni veitt viðurkenning fyrir „lofsverða um- hyggju um öryggi skipverja sinna" úr Minningarsjóði systkinanna frá Hrafnabjörgum, en Slysavarnafé- lag Islands sér um úthlutunina. Árið 1962 var Snæbjörn sæmdur heiðursmerki Sjómannadagsins. Mættu fleiri bera heiðursvott með jafnmiklum sóma og Snæbjörn. Snæbjörn kvæntist 1927 Sigríði Jóakimsdóttur, Pálssonar, út- ÞU AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU vegsbónda í Hnífsdal. Bjuggu þau sér rausnarheimili. Þeim varð átta barna auðið og eru sjö á lífi, fimm dætur og tveir synir. Afkomeridur þeirra hjóna eru orðnir fjörutíu, allt vaskleika fólk, sem hefur haslað sér völl í margvíslegum störfum, sjómenn, húsmæður og listamenn svo eitthvað sé nefnt. Nú búa þau hjónin að Erluhólum 4 í Reykjavík. Eg þakka þér Snæbjörn sam- fylgdina með mér og mínum í gegnum tíðina og óska þér til hamingju með afmælið og alls hins bezta. Aðalbjörg Jóakimsdóttir. Mánudaginn 2. apríl n.k. verður Snæbjörn Tryggvi Ólafsson skip- stjóri 80 ára. Snæbjörn fæddist að Gestshúsum á Álftanesi árið 1899, sonur Ólafs Bjarnasonar útvegs- bónda og konu hans Guðfinnu Jónsdóttur. Snæbjörn ólst upp í foreldrahúsum og fór fljótlega að stunda sjóróðra með föður sínum, auk bústarfanna, sem að sjálf- sögðu tóku mikinn tíma. Að loknu gagnfræðanámi í Fiensborgarskólanum í Hafnar- firði, settist Snæbjörn í Stýri- mannaskólann og lauk þaðan prófi árið 1918, aðeins 19 ára gamall. Ræðst hann síðan í farmennsku á flutningaskipinu „Ville Moes“, en eftir tvö ár hættir hann far- mennsku og ræðst sem háseti og síðar stýrimaður á b.v. Jóni for- seta og síðan stýrimaður á b.v. Baldri frá Reykjavík. Árið 1924 fær Snæbjörn sitt fyrsta skip, b.v. Ver frá Hafnarfirði, sem hann var með þar til árið 1932, er hann tekur við b.v. Tryggva gamla frá Reykjavík. Þéss má geta hér, að Snæbjörn var nýtekinn við skip- stjórn, þá aðeins 25 ára gamall, þegar hið nafntogaða Halaveður gekk yfir. Hann var þá staddur á Halamiðum, en sigldi með skip sitt suður fyrir land, er hann sá að hverju stefndi og sakaði hvorki skip hans né áhöfn. Með Tryggva gamla var Snæ- björn, þar til árið 1947 er hann tók við nýsköpunartogaranum Hval- felli. Hafa viðbrigði, hvað allan aðbúnað snerti vafalaust verið mikil, miðað við fyrri skip er hann hafði verið með. Hvalfellið var Snæbjörn með, þar til hann hætti sjómennsku árið 1958, eftir nær 35 ár í brúnni. Síðan hefur Snæbjörn stundað ýmis störf hjá Síldar- og fiski- mjölsverksmiðjunni h.f. að Kletti í Reykjavík, fyrst sem eftirlitsmað- ur með togurum þeirra, en nú síðustu ár hefur hann gegnt þar ýmsum störfum, allt fram á þenn- an dag. Auk þessa hefur Snæbjörn fengist við smábátaútgerð með fleirum, sem tómstundagaman. Einnig tók hann þátt í brautryðj- endastarfi við kornrækt á Rangár- vallamelum. Ljóst má þó vera, að ekki hafa gefizt margar stundir til tóm- stundaiðju, þau ár er Snæbjörn var til sjós, enda voru stoppin ekki löng í landi. Aðeins rétt á meðan aflanum var landað. Eina tómstundaiðju hefur Snæ- björn þó haft um dagana og þá sérstaklega eftir að sjómenrisku hætti, en það er lax- og silungs- veiði. Lætur hann sig ekki vanta í veiðitúrana, en yngist allur upp, þegar hann arkar með flugustöng- ina meðfram einhverri af okkar fallegu veiðiám. Eru þá árin létt á baki. Snæbjörn hefur verið sérstak- lega farsæll í öllu sínu lífi. í starfi gekk honum allt í haginn. Hann var fiskinn meira en í meðallagi og mörg ár reyndar aflakóngur. Kom honum þá stundum vel að vera draumspakur maður. Hann var skipstjórnarmaður góður og hugði einkar vel bæði að áhöfn og skipi. Umhyggja hans fyrir áhöfn sinni varð méðal annars til þess að honum var veitt sérstök viður- kenning árið 1957 úr Minningar- sjóði systkinanna frá Hrafna- björgum, fyrir sérstaka árvekni um öryggi og líf skipverja sinna. Þessi eiginleiki hans varð einnig til þess að sumir skipverja hans störfuðu með honum nær alla hans skipstjórnartíð. Þá hefur hann verið heiðraður af sjómannadags- ráði. Fjölskyldulíf Snæbjörns er mjög með sama blæ og starfsferill hans. Eiginkona hans, Sigríður Jóakims- dóttir frá Hnífsdal, hefur reynst honum eins góður lífsförunautur og frekast verður á kosið. Þeim hjónum varð átta barna auðið og eru sjö þeirra á lífi. Barnabörnin eru orðin 24 og barnabarnabörnin 7. Snæbjörn Tryggvd Ólafsson er einn af þessum traustu Hrafnistu- mönnum sem vinna lífsstarf sitt af einstakri alúð og samviskusemi á hljóðlátan og farsælan hátt. Hann er lítið fyrir lífsins glaum og berst lítið á. Vinnusemi er honum í blóð borin og hann á því lár.i að fagna að geta enn stundað þau störf, sem hugur hans stendur svo mjög til. Við óskum Snæbirni hjartan- lega til hamingju með þessi tíma- mót og erum þess fullvissir að hamingjudísirnar verði honum jafn hliðhollar um ókomin ár og þær hafa verið þau áttatíu sem hann á nú að baki. Tengdasynir. Veizlumatur heitur & kaldur Aöeins þaö bezta frá Brauöbæ símar 20490 og 250901

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.