Morgunblaðið - 07.04.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.04.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1979 Hlutur sjómanna í gengishagnaði: Felldur ad vid- höfðu nafnakalli Breytingartillaga Matthíasar Bjarnasonar o.fl. þingmanna Sjálfstæðisflokksins við ráðstöfun gengishagnaðar frá í september sl. þess efnis, að 200 m.kr. af rúmlega 7000 m.kr. gengismun, renni til verðbóta á örorku- og lífeyris- greiðslur hjá Lífeyrissjóði sjó- manna (175 m.kr.) og til orlofs- húsasjóðs sjómanna (25 m.kr.) var felld að viðhöfðu nafnakalli í neðri deild Alþingis í gær. Með tillög- unni greiddu atkvæði allir við- staddir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, Kjartan Ólafsson (Abl.) og Svava Jakobsdóttir (Abl.). Gegn tillögunni greiddu atkvæði 18 við- staddir þingmenn stjórnarflokk- anna en Eiður Guðnason (A) og Þorbjörg Arnórsdóttir (situr fyrir Lúðvík Jósepsson Abl) sátu hjá. Stöku þingmenn Alþýðuflokks gerðu þá grein fyrir mótatkvæði sínu, að sjávarútvegsráðherra, Kjartan Jóhannsson, myndi flytja breytingartillögu um svipað efni við 3ju umræðu. Þá var kallað fram í: Hvers vegna gerði hann það ekki fyrr? Forsætisráðherra um framlengingu láglaunabóta: Svarið er ein- faldiega nei” ÓLAFUR Jóhannesson forsætis- ráðherra sagði að mánaðarlaun upp að 210.000 krónum í dagvinnu myndu hækka um 9% 1. júní nk. en hærri laun um 7%. Frá 1. september nk. yrðu láglaun, með sömu viðmiðun, 16,9% hærri en grunnlaun, en hærri laun 14,8% hærri. Frá 1. desember nk. kæmu hins vegar sömu bætur á öll grunnlaun há sem lág enda næðu láglaunabæturnar ekki til lengri tíma. Þetta þýddi að sjálfsögðu, að hin lægri launin myndu hækka minna en þau hærri frá 1. septem- ber nk. til 1. desember nk. Spurn- ingu Kjartans Ólafssonar þess efnis, hvort hægt væri að fram- lengja þessar láglaunabætur nú, fram á næsta ár, svaraði forsætis- ráðherra þannig: „Svarið er ein- faldlega nei.“ Hann vitnaði til undirnefndar fjárhags- og við- skiptanefnda þingsins, þ.e. stjórn- arflokkanna í þessum nefndum (Jóns Helgasonar, Agústs Einars- sonar og Lúðvíks Jósepssonar), sem hafi samið um þetta mál, eins og það kæmi fram í frumvarpinu, í samráði við alla þingflokka stjórn- arinnar, þótt það bindi hins vegar ekki afstöðu einstakra stjórnar- þingmanna. Forsætisráðherra kvaðst persónulega fylgjandi meiri launajöfnuði í þjóðfélaginu; lægstu laun væru hlutfallslega of lág, en leiðrétting hefði til þessa strandað í samningakerfinu. Ef kæmi til viðskiptakjararýrnunar og ef ekki yrði samið um annað fyrir næsta ár, mætti skoða þessi mál þá. Forstöðumenn dagvistarheimila í Reykjavík: Telja vá fyrir dyrum vegna fóstruskorts FUNDUR með forstöðumönnum af nær öllum dagvistarheimilum Reykjavíkurborgar, haldinn á dagheimilinu Suðurborg, fimmtu- daginn 29 marz s.l. vill vekja athygli á eftirfarandi, segir í fréttatilkynningu: „1. júnf n.k. vantar til starfa 45 fóstrur á dagvistarheimili borg- arinnar og er þá aðeins reiknað með einni fóstru á hverja deild. Fóstruskortur hefur aldrei verið geigvænlegri en nú. Ástæður fyrir þessu eru eflaust margar en fyrst og fremst má eflaust telja lág laun fyrir erfið og ábyrgðar- mikil störf. í öðru lagi hefur ekki verið það vel búið að Fósturskóla íslands að hann hafi verið þess megnugur að taka við auknum fjölda nemenda í samræmi við vaxandi þarfir á þessu sviði. A rúmum þrjátíu ára ferli skólans hefur hann verið á sífelld- um hrakhólum með húsnæði og er enn þann dag í dag allt í óvissu með framtíðarhúsnæði hans. Á þessu vori mun Fósturskólinn brautskrá 45 fóstrur og má þá ljóst vera hversu ískyggilegar horfurnar eru og ekki sézt þegar haft er í huga að skólinn menntar fóstrur fyrir allt landið. Til glöggvunar er rétt að taka fram, að í þeim tölum sem áður eru nefndar varðandi fóstruskort er eingöngu átt við dagvistar- heimili þau sem Reykjavíkurborg rekur, eru þá ótalin dagvistar- heimilin sem sjúkrahúsin og aðrar stofnanir reka fyrir starfsfólk sitt. Forstöðumenn telja mikla vá fyrir dyrum, ef ekki rætist úr þessum málum og álíta að fyrr eða síðar hljóti að koma fram sú krafa að fóstrulausum deildum verði lokað." Góður neta- fiskur úr loðnubátum Leigumorðingj ar 11 / 1 NÝJA BÍÓ hefur hafið sýningar á kvikmyndinni „Leigumorðingj- ar“. Myndin er framleidd hjá BRC og FRIAL kvikmyndafélög- unum í Róm. Leikstjóri er Giu- seppe Maesso. Myndin greinir m.a. frá tveimur leigumorðingjum sem elda grátt Nýja bíói silfur saman og hatast m.a. vegna þess að þeir hafa báðir girnst sömu konuna. Með aðalhlutverkin fara Helmut Berger, Sydne Rome, José Ferrer, Howard Ross, Juan Luis Galliardo og Kevin McCarthy. TVEIR þeirra báta, sem fyrr f vetur voru á loðnuveiðum, komu í vikunni til Rcykjavíkur með mjög góðan netafisk. Voru þetta bátarnir Pétur Jónsson og Nátt- fari og samkvæmt nýrri reglu- gerð fsuðu bátarnir f kassa um borð og komu síðan með veiðar- íærin með sér í land. Pétur Jónsson kom með 67 tonn að verðmæti um 10.4 milljónir króna. 93% aflans fóru í 1. flokk og meðalskiptaverð var 156 krónur á kíló. Náttfari kom með 43 tonn og af þeim afla fóru 83% í 1. flokk. Verðmæti afla Náttfara var um 6.5 milljónir og meðalskiptaverð 150 krónur. Hvammstangakirkja Biskup messar í Hvammstangakirlgu Hvamm8tanga 6. aprfl. AÐ UNDANFÖRNU hafa staðið yfir miklar endurbætur á Hvammstangakirkju. Heíur söngloftið verið stækkað til muna og kirkjan öll máluð hátt og lágt og fagurlega skreytt af málurun- um Vilhelm Guðbjartssyni og Erni Guðjónssyni. Á kirkjuskipið var lagt parket og forkirkjan og söngloft teppalögð. Framkvæmdir þessar eru mjög fjárfrekar og fastir tekjustofnar kirkjunnar stóðu hvergi nærri undir þessum kostnaði Sjómenn á tveimur rækjubátum, Glað og Heppin, ákváðu því að gefa afla eins róðrar til kirkjunnar og veitti Meleyri hf. sóknarfólki aðstöðu til vinnslunnar endurgjaldslaust. Þá hafa kirkjunni borizt margar höfðinglegar gjafir. Má þar nefna tvo messuhökla, stóla í kór, sálma- bækur svo og teppin á forkirkju og söngloft. Á pálmasunnudag verður guðs- þjónusta í fyrsta sinn í kirkjunni eftir endurbæturnar. Mun biskup Islands, hr. Sigurbjörn Einarsson, þá prédika og sóknarpresturinn, sr. Pálmi Matthíasson, þjóna fyrir altari. Formaður sóknarnefndar Hvammstangakirkju er Kristján Björnsson. S.H.Þ. Forsætisráðherra: Forsenda á lyftingu hálauna- þaks í borgarstjórn Reykjavíkur „Man nú enginn lengur Guðrúnu Helgadóttur,, spurði hann ÓLAFUR Jóhannesson forsætis- ráðherra mótmælti harðlega á Alþingi í gær þeirri fullyrðingu Kjartans Ólafssonar (Abl), að frumvarpsdrög hans að efnahags- aðgerðum væru forsenda Kjara- dóms fyrir lyftingu hálaunaþaks. Dómurinn liggur fyrir, sem og forsendur hans, sagði ráðherrann. Þar kemur skýrt og ljóst fram, að niðurstöður dómsins byggjast fyrst og fremst á því, að borgar- stjórn Reykjavíkur lyfti hálauna- þakinu um sl. áramót. Man nú enginn Guðrúnu Helgadóttur, borgarfulltrúa Alþýðubandalags- ins, spurði forsætisráðherra? Hún var á sínum tíma með frýjunarorð í garð Kristjáns Benediktssonar borgarfulltrúa, vegna þess hve seint gekk að lyfta þessu hálauna- þaki. Forsætisráðherra gaf í skyn, að ráðherrar og þingmenn Alþýðu- bandalagsins gætu litið sér nær eftir forsendu þessa kjaradómsúr- skurðar, sem AlþýðuSandalagið í borgarstjórn hefði haft frumkvæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.