Morgunblaðið - 07.04.1979, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.04.1979, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1979 47 • Danir áttu ekkert svar og áttu engan jafnoka Péturs Guðmundsson- ar, sem átti stórkostlegan ieik, er stórsigur vannst á Dönum í gærkvöldi. íslandsmótið í badminton um helgina ÍSLANDSMÓTIÐ í badminton fer fram um næstu helgi í Laugardalshöllinni. Hefst mótið á laugardag kl. 10 f.h. með leikjum í undanúrslitum og er hér um nýjung að að ræða í framkvæmd mótsins. Vonar mótanefndin að þetta komi keppend- um betur, því oft hafa undanúrslit ekki farið fram fyrr en seint á laugardagskvöldi og gert mótið langdregið og þreytandi. Maraþon f mm m i Eyjum ÞRETTÁN og fjórtán ára gamlir Tyrarar í Vestmanna- eyjum hefja í dag kl. 3 maraþonfótbolta og er ætlun þeirra að reyna að slá íslands- metið sem er um 33 klukku- stundir. Eyjapeyjarnir ætla að slá tvær flugur í einu höggi, því um leið ætla þeir að afla fjár í ferðasjóð fyrir sinn aldursflokk. Keppnin fer fram í íþróttahöllinni í Lautinni. Firma- keppni Valsí kðrfu HIN árlega firmakeppni körfuknattleiksdeildar Vals fer fram dagana 12. og 14. apríl n.k. Keppt er um vegleg verðlaun og undanfarin ár hafa margir af þekktustu körfuknattleiksmönnum landsins verið i fylkingar- brjósti sinna fyrirtækja og allir hafa gaman af. Þau fyrir- tæki, sem hyggja á þátttöku, skulu snúa sér til Halldórs Einarssonar í síma 31516 í síðasta lagi 11. apríl og til- kynna þátttöku. (Frá Val.). Páskamót ÍBV í sundi PÁSKAMÓT ÍBV í sundi fer fram í Sundhöll Vestmanna- eyja 18. apríl næstkomandi. Keppni hefst klukkan 20.00, en upphitun klukkustundu fyrr. Þátttökutilkynningum ber að koma til Jóns H. Daníelssonar fyrir 14. apríl í síma 98-1867, eftir klukkan 22.00. Firma- keppni HSÍ Handknattleikssamband íslands hefur ákveðið að halda FYRIRTÆKJAKEPPNI í hand- knattleik síðar í vetur. Þátttökutilkynningar ásamt kr. 35.000.- þátttökugjaldi þurfa að hafa borizt skrifstofu HSÍ, pósthólfi 864, fyrir 15. apríl n.k. Nauðsynlegt er að tilgreina ábyrgðarmann, fyrir hvert lið, í þátttökutilkynningu. Kvenfólkið og íþróttir RÁÐSTEFNA á vegum ÍSÍ um stöðu kvenfólks í íþrótta- og félagsstarfi fer fram í Leifsbúð á Hótel Loftleiðum í dag. Hefst hún klukkan 10.00 og stendur eitthvað fram eftir degi. Þarna verða flutt erindi og síðan unnið í starfshópum. Aldrei fyrr hefur slík úttekt verið gerð á hlutdeild kvenfólks í íþróttalífi hérlendis. Úrslit mótsins hefjast síðan kl. 2 e.h. á sunnudag. Keppt verður í öllum greinum í meist- ara- og A-flokki ásamt einliða- og tvíliðaleik karla og tvenndar- leik í öðlingaflokki. Þátttakend- ur eru rúmlega hundrað frá eftirtöldum félögum: TBR, KR, Val, Víkingi, BH, TBS, ÍA og Gerplu. Allir bestu badmintonleikarar landsins eru meðal þátttakenda. Má þar nefna í einliðaleik Jóhar.n Kjartansson, íslands- og Reykjavíkurmeistara, og Kristínu Magnúsdóttur, íslands- og Reykj avíkurmeistara. í tvíliðaleik karla má nefna íslandsmeistarana Jóhann Kjartansson og Sigurð Haralds- son og Reykjavíkurmeistarana Sigfús Ægi Árnason og Sigurð Kolbeinsson ásamt Akurnes- ingnum Jóhanni Guðjónssyni og Herði Ragnarssyni en Hörður er við nám í Danmörku og kom heim gagngert til að taka þátt í þessu móti og má búast við að þeir veiti meisturunum harða keppni og blandi sér í úrslitabar- áttuna um íslandsmeistaratitil- inn. í tvíliðaleik kvenna má búast við að hart verði barist um meistaratitilinn. íslandsmeistararnir Hanna Lára Pálsdóttir og Lovísa Sigurðardóttir mæta til leiks ákveðnar í því að halda titlinum frá því í fyrra. Þær sem koma til með að vera keppinautar þeirra um titilinn, eru núverandi Reykjavíkurmeistarar Kristín Magnúsdóttir og Kristín Berg- lind, en þær stöðvuðu margra ára sigurgöngu Hönnu Láru og Lovísu á síðasta Reykjavíkur- móti. Síðan hafa farið fram þrjú mót, þar sem þær hafa mæst i úrslitum og hafa Lovísa op Hanna Lára sigrað tvívegis en nöfnurnar einu sinni. Á þessu má sjá, að úrslitin eru engan veginn ráðin fyrirfram í þessari grein. í tvenndarleik hefur sjaldan verið eins erfitt að spá um úrslit og má þar nefna þrjú pör sem öll geta hreppt titilinn, en það eru I Stórsigur gegn Dönum í körfubolta „VIÐ unnum Dani stórt í kvöld og eigum eftir að gera enn betur á morgun,“ sagði Stefán Ingólfsson hress í bragði þegar Mbl. símaði til Danmerkur í gærkvöldi. Þá var íslenska körfuboltalandsliðið nýbú- ið að rassskella erkifjend- urna, Dani 90 —69. Danir voru þó yfir í hálfleik, þá stóð 38—37. Það var eink- um stórkostlegur leikur Péturs Guðmundssonar sem átti mestan þátt í sigri íslenska liðsins. Pétur skoraði alls 29 stig í leikn- um, var með 70% skotnýt- ingu og ekki nóg með það, heldur hirti íslenski risinn 24 fráköst „sem er ótrúlegt eins og Stefán komst að orði við Mbl. í gær. íslendingarnir náðu sér þó varla á strik í fyrri hálfleiknum í gær- kvöldi, vörnin vann ekki nógu vel saman og leikmönnum urðu á mistök í sókninni að auki. Ofan á það bættist, að Danir hittu lygi- lega vel utan af vellinum og höfðu þeir því jafnan forystuna, sem þó var í leikhléi aðeins eitt stig, því íslendingarnir slepptu þeim aldrei langt frá sér. Landinn tók hamskiptum í ’iálf- leik, keyrði hraðann upp í byrjun síðari hálfleiks og náði þá slíkri forystu, að það var aðeins forms- atriði að ljúka leiknum. Vörnin var gerbreytt, hélt Dönunum frá, þannig að þeir neyddust jafnan til að skjóta úr erfiðum færum. Þá kom í ljós, að úthald Dananna var ekki í góðu lagi, þeir hreinlega brotnuðu þegar Islendingarnir keyrðu hraðann upp. Mbl. spurði Stefán hvort Danir væru bóksaf- lega með lélegt lið og svaraði hann: „Þeir eru mun betri en þegar við unnum þá í Polar Cup í fyrra með um 30 stiga mun. En okkur hefur einnig farið geysilega fram, á því er ekki nokkur vafi. Annars er athyglisvert, að bæði þessi lið, sem við höfum lagt að velli þessa síðustu daga, þ.e.a.s. Skotar og Danir, eru á leið í undankeppni í Evrópukeppni laridsliða í körfu, það segir sína sögu um stöðu okkar." Stigahæstir hjá íslandi voru Pétur með 29, Kristján Ágústsson 20 stig og Jón Sigurðsson 18 stig. Síðari leikur liðanna hefst í dag klukkan 13.30 að okkar tíma. — Kg- O Jóhann Kjartansson. Þeir sigrar sem kunna að ialia í hans hlut um helgina, verða væntanlega ekki átakalausir. íslandsmeistararnir Jóhann Kjartansson og Kristín Berglind Reykjavíkurmeistararnir Har- aldur Kornilíusson og Lovísa Sigurðardóttir. TBR-meistar- arnir Jóhann Kjartansson og Kristín Berglind ásamt Brodda Kristjánssyni og Kristínu Magnúsdóttur en þau sigruðu í nýafstöðnu Ljómamóti á Akra- nesi. Á þessari upptalningu má sjá, að hér verður um mjög harða keppni að ræða. 1 A-flokki er fjöldi þátttak- enda eins og venjulega. Þar eru margir ungir og efnilegir bad- mintonleikarar ásamt eldri og reyndari keppendum og ef ætti að nefna einhverja þá eru það helst KR-ingarnir Ágúst Jóns- son og Óskar Bragason, en þeir hafa verið sigursælir á mótum undanfarið. Mótsstjóri verður Ragnar Haraldsson. Það má því búast við skemmti- legri keppni á mótinu og er allt áhugafólk um badminton hvatt til að fjölmenna í Laugardals- höllina um næstu helgi og hvetja keppendur til dáða í þessari skemmtilegu og fögru íþrótt. Má að lokum endurtaka það að undanúrslitin fara fram á sunnudagsmorgun kl. 10 en und- anúrslitaleikir eru oft mjög skemmtilegir og spennandi leik- ir, þar sem barist er um úrslita- sætin og því til mikils að vinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.