Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRlL 1979 Viðtal við Mapús Eiríksson í Mannakorn texti: Halldór Ingi Andrésson myntíir: sami „Brottíör klukkan átta” MAGNÚS Eiríksson, sem áður íyrr var þekktur sem Maggi í Rín, hefur nú síðustu ár orðið þekktur, fyrst og fremst sem laga- og textasmiður, og einnig sem gítarleikari og söngvari í hljómsveitinni Mannakorn. Flest laga hans eru að finna á tveim plötum þeirra sem komu báðar út hjá Fálkanum árið 1975 og 1977. Þriðja og síðasta plata þeirra að sinni „BROTTFÖR KLUKKAN ÁTTA“ er væntanleg rétt eftir páska. Það hefur lengi staðið til að Slagbrandur tæki viðtal við Magnús og þótti þessi viðburður vel við hæfi. Auk þess að rabba um plötuna og tengd málefni, birtum við til hliðar uppkast af „þróunar- tré“ eða hvað sem við getum kallað þetta, sem þræðir feril þeirra tveggja sem drýgstan þátt hafa átt í Mannakornsplötunum, Magnús og Baldur. Formáli að fyrstu plötunni „Áður en fyrsta Mannakorns- platan kom út höfðum við tekið upp prufuupptöku í stúdíóinu hans Péturs Steingrímssonar, en það var á meðan Sævar Hjálmarsson var á bassanum en ekki Pálmi. Upphaflega stóð til að Ámundi Ámundason gæfi þetta efni út á plötu, en einhvern veginn datt það upp fyrir og við héldum bara áfram að safna efni þangað til við fórum loks inn í átta rása stúdíóið í Hafnarfirðium. Annars eigum við þessar upptökur einhvers staðar ennþá“. „1974 eða 1975 ætluðum við að gera þátt fyrir sjónvarpið með gömlum rokk lögum sem í dag myndi vera kallaður „grease- þáttur“ og nokkrum af okkar eigin laumað inn á milli. Agli Eðvarðs- syni líkaði vel við frumsamda efnið og spurði hvort við gætum ekki verið með meira af því. Þannig þróaðist það að við ákváðum að reyna við plötu. „Tónlistin á fyrstu plötunni var mikið bland og útkoman nokkuð óviss. Mannakorn þýðir reyndar happdrætti og þú veist ekki hvaða ritningarstaf þú dregur. Manna- korn átti í fyrstu bara að vera heitið á plötunni því í raun var hún engin hljómsveitarplata, heldur fékk ég til liðs við mig það fólk sem ég vildi helst vinna með til að flytja mín lög. Við lékum meira að segja áfram um skeið undir nafninu Hljómsveit Pálma Gunnarssonar á bölluin og Blues Company hélt líka áfrarn." „ Vildi reyna að segja eitthvað einlægt“ „Fyrir aðra plötuna höfðum við mun rýmri tíma og það varð til þess að ég fór að leggja meira í textana heldur en áður, vildi reyna að segja eitthvað sem var mín einlæg trú og Tnitt lífsgildi og svo líka frá skemmtilegum og athyglisverðum persónum og atburöum. Á þessum tíma samdi ég ekkert fyrir aðra. Annars er ég afskaplega sein- virkur textasmiður og mér finnst erfiðara að semja texta en lög. Ég á ekki gott með að semja undir pressu og held ég hafi aldrei samið neitt í stúdíói því það er nóg annað sem þarf að gera þar.“ Nú orðið sem ég mestmegnis á píanó þó ég sé lélegur píanisti, er ég ekki eins bundinn af gömlum hljómaformum eins og á gítarinn. En þess má geta að meiri hlutinn af því sem ég sem er aldrei notað vegna þess að ég er ekki ánægður með það. „Ástæðan fyrir því að Manna- kornsplötur hljóma ekki alveg eins og aðrar plötur er líklega sú að við Bói (Baludur), sem stjórnar upp- tökunum, þekkjum hljóðfæraleik- arana og vitum hvað hægt er að láta þá gera og líka hvað hægt er að gera með tækjunum. Ég er t.d. sjálfur búinn að leika á gítar í rúm 15 ár og maður vill koma einhverju af því sem lærst hefur á framfæri á plötum." „Braggablúsinn“ og „Ég er á leiðinnF „Þegar ég var í skóla vann ég á sumrin við að dæla olíu í hús á meðan slík kynding var upp á sitt besta fyrir ca. 15—17 árum. Meðai annars setti ég olíu á braggana r vesturbænum en út við KR heimili voru braggar sem kallaðir voru Kamp Knox, en þar bjó þessi kona sem textinn fjallar um.“ „Söluplata þarf alltaf að vera það besta og vandaðasta sem út. ei gefið. Ef ég hefði vitað að Bruna- liðsplatan hefði orðið svona vinsæl hefði ég eytt meiri tíma í textann á laginu „Ég er á leiðinni". Textinn átti að vera anti-sjómannstexti, þeir eru alltaf á leiðinni í landi til fjölskyldunnar en drulla sér aldrei til þess að kasta sjópokanum frá sér. Ég þekki þetta af eigin reynslu því faðir minn var sjómaður." Síðasta Mannakornsplatan, allt er þegar þrennt er „Þetta er síðasta Mannakorns- platan, alla vega í bili, allt er þegar þrennt er. Ég hefði gaman af að semja fyrir aðra jafnvel yngra fólk í bransanum sem er að byrja. Þar fyrir utan er ég í annarri vinnu og svo er alltaf einhver lausaspila- mennska allavega með Blues Company. Annars er margt annað sem mig langar að gera, t.d. rólega partí plötu með jazz-stemmningu og svo á ég töluvert magn af lögum sm eiga ekki erindi á „comm- ercial“plötur. Þetta er nokkuð strembið efni sem aldrei mundi svara kostnaði að leggja í eins mikla vinnu eins og „Brottförina" sem tók reyndar um 300 tíma í stúdíói. Aðallega eru það textarnir sem eru þungir og skrýtnir þannig að þeir passa ekki fyrir fjöldann. En mig langar samt að hljóðrita þetta svona fyrir mig og kunningj- ana. „Brottför klukkan átta“ + Aldrei of seint fyrir ást + Þetta er nútíma ástarsaga sem gengur út á þema fengið að láni hjá Hannesi Hafstein sem er svona: Lífið er dýrt Dauðinn þess borgun Drekkum í dag Og iðrumst á morgun Pálmi Gunnarsson og Ellen Kristjánsdóttir syngja lagið sam- an. Mér hefur alltaf fundist meira liggja á bak við þessar línur og að þetta hljóti að vera angi að miklu meira og stærra verki. Ellen er ein af þessum fáu ungu sem eru að komast inn í upptökubransann, en einn annar er með okkur á þessari plötu, Eyþór í Tívolí sem leikilr á píanó. (Karl Sighvatsson leikur á orgel). + Ferjumaðurinn + Þetta lag fjallar um Karon ferjumann. Reyndar fjallar öll platan mjög mikið um lífið og dauðann. Ellen syngur lagið ein og tekst prýðilega að gæða það lífi. Halldór Pálsson leikur á flautu í laginu en annars leikur hann á saxófón á plötunni. + Gallar + Heilræðavísur um nútímaþjóð- félag og hvernig á að sigla þar milli skers og báru og ná sambandi viðnáungann. + Álfarnir + Ég samdi þetta lag fyrir nokkuð löngu og flutti það sjálfur oft einn. Þetta er mest „akkústiskt" með þungum takt í stíl þjóðtrúarinnar. Ég syng þetta lag sjálfur. + Gamli Skólinn + Síðasta lagið á hlið eitt. Þetta lag er sett í spariföt fyrir krakk- ana og Pálmi syngur. + Einhvers staðar einhvern tímann aftur + Þetta er bara lítið sætt lag fyrir Ellen! Hún hefur nokkuð sæta rödd. Ég samdi þetta lag sérstak- laga fyrir hana eftir að ég heyrði í henni syngja. + Graði Rauður + Þetta er eina erlenda lagið á plötunni. Bói syngur þessar hesta- vísur sem sjónvarpið okkar vill ekki flytja vegna textans sem er á máli hestamanna. Ógeltur hestur er kallaður graðhestur o.s.frv. Bói hefði kannski mátt syngja meira á plötunni, því hann er góður söngvari. Lagið var allt tekið upp í einu: Söngur, bassi, trommur og kassagítarar í annari tilraun, sem verður að teljast gott. + í f jörunni + Pálmi syngur þessa fjörustemmningu. Annars má geta þess að Pálmi kom ekki inn í upptökurnar fyrr en í restina og leikur þess vegna ekkert á bassa á plötunni. Gamall vinur okkar Jón Kristinn Cortes sér um bassaleik- inn. + Brottför klukkan átta + Titillagið sem er einungis spilað. Upphaflega var texti viö lagið en bæði var að það var mjög erfitt að syngja hann og svo hljómaði lagið betur spilað. Maður stressar sig kannski of mikið við að reyna gera texta við lögin, því mörg þeirra standa alveg undir sér spiluð. + Guðs Blús + Pálmi syngur þetta lag sem fjallar um persónulegan guð sem viðkomandi þykist hafa fundið þegar hann heldur á vínglasinu og horfir inn í sjálfan sig„. HIA 63 „SHEIK YERBOUTI" FRANK ZAPPA ( CBS/Steinar) „Sheik Yerbouti“ Frank Zappa (CBS/Steinar) FLYTJENDUR: Frank Zappa: Gítar og söngur / Adrian Belew: Gítar og söngur / Tommy Mars: Hljómborö og söngur / Peter Wolf: Hljómborð/ Patrick O'Hearn: Bassagítar og söngur / Terry Bozzio: Trommur og söngur / Ed Mann: Slagverk og söngur / David Ocker: Klarinett / Napoleon Murphey Brock: Söngur / Andre Lewis: söngur / Randy Thornton: Söngur /Davey Moire: Söngur. Húmor, hæðni, tæknibrellur, gítarsóló og afbakanir hafa veriö séreinkenni Frank Zappa og tón- listar hans og texta, alveg frá því er fyrsta platan kom frá Mothers Of Invention, „Freak Out“ 1966. Þessi fyrsta plata Zappa hjá nýju fyrir- tæki, CBS (hann var áður hjá Warner Brothers) er engin undan- tekning frá þeirri reglu og fátt nýtt er að heyra frá kempunni. Þó held ég að heppilegra heföi verið að láta hana vera einfalda þar sem efnið er nokkuö sundurleitt og marklaust á köflum. Textarnir eru allir vel háöskir frá textanum „Flakes" þar sem hann stælir rödd Bob Dylans og leggur honum þar með orð í munn og til „Dancin’ Fool“ og „Bobby Brown” sem fjalla um dansklikkunina og homma. Tónlistin sem Zappa afbakar er fengin frá Led Zeppelin og 10 C.C t.d. en ef til vill má segja að þeir hafi fengið sína tónlist upphaflega frá Zappa að einhverju leyti líka. Flest laganna eru af léttara taginu og öll sungin. Þar á Zappa sjálfur besta sönginn en Terry Bozzio, sem nú er reyndar kominn ú U.K. og Adrian Belew syngja líka þó nokkuð. Textaháðið á eflaust vel við flesta Zappa-aödáendur þar sem hann byggði upphaflega sínar vin- sældir frekar á því en sjálfri tónlist- inni. Aftur á móti virka gítarsólóin ekki eins sannfærandi þar sem Zappa er fremur litlaus og „automatískur” í sólóum á þessari plötu. Sérstaklega koma lögin með hnyttnustu textunum vel út enda léttustu lögin eins „Bobby Brown“, „Dancing Fool” og „Jewish Princess", en án efa finnst öðrum sólóin vera við sitt hæfi og enn aðrir brandararnir. En hvaö um það þessi plata Zappa er ekki nema rétt fyrir ofan meðallag, þar sem Zappa hefur oft gert betur en þetta. HIA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.