Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRIL 1979 Múslimar gera bæn sína fimm sinnum á dag, — við sólaruppkomu, á hádegi, um sóiarlagsbii, eftir að sói er sezt og síðla kvölds, helzt í mosku, en öðrum kosti hvar sem þeir eru staddir. Fyrir bænargjörð skai lauga andlit, hendur og fætur, en þar sem vatn er af skornum skammti, eins og víðast er í iöndum Múslima, má notast við sand eða loftið tómt. Síðan er snúið sér til Mekka með hendur að andliti þannig að lófar snúi fram, lotið fram og kropið. Þá fellur maðurinn fram á ásjónu sína og fer með trúarjátninguna og ýmis spakmæli úr Kóraninum, samtímis því sem hann hreyfir sig á ýmsa vegu, allt eftir settum reglum. ISMAEL ,Jfann mun verða maður ólmur sem villiasni; hönd hans mun verða uppi d móti hverjum manni oy hvers manns hönd uppi d móti honum; oy hann mun búa fyrir austan alla bræður sína“ (I: Mósebók, 16.12) Svo maelti engillinn er hann birtist egypzku ambáttinni Hagar og boðaði henni fæðingu sonar Abrahams: „Hans nafn skalt þú kalla ísmael, því að Drottinn hefur heyrt kveinstafi þína“, en Ismael merkir „guð heyrir“. Tilveru sína átti Ismael ófrjósemi Söru, konu Abrahams, að þakka. Er Sara var orðin úrkula vonar um að hún yrði þunguð, kom henni til hugar að láta Hagar, ambátt sína, afla sér afkvæmis. Féllst Abraham á þá ráðagerð, en þegar Hagar var orðin þunguð fylltist hún hroka í garð hinnar aldurhnignu óbyrju, sem vitaskuld þoldi ekki ósvífni ambáttarinnar. Abraham bauð Söru að gera sem hún vildi við ambátt sína og skapraunaði hún nú ambáttinni þar til hún þoldi ekki lengur við í húsi hennar en flýði út í eyðimörk- ina. Þar birtist engill guðs Hagar, kunngjörði henni að hún mundi ala Abraham son, og bauð henni að hverfa aftur heim til húsmóður sinnar og vera henni undirgefin. Öðru sinni útskúfaði Sara ambáttinni og Ismael, syni hennar. Það var eftir að guð hafði vitjað Söru, eins og hann hafði heitið Abraham, og hún hafði alið ísak, níræð að aldri. Það hlægði sveininn Ismael að sjá svo aldna konu með hvítvoðung á brjósti. Þá reiddist hin spéhrædda Sara, kvað ambáttarsoninn ekki mundu taka arf með ísak, syni sínum, og vísaði mæðginunum út í eyðimörkina. Abraham hafði óskað þess að ísmael mætti lifa fyrir augliti guðs, og guð hafði heitið því að blessa Ismael, gera hann frjósam- an og margfalda mikillega: „Tólf þjóðhöfðingja mun hann geta, og ég mun gjöra hann að mikilli þjóð.“ Nú sárnaði Abraham vegna Ismaels, en guð minnti hann á fyrirheitið og sagði við hann að láta ekki brottför sveinsins og ambáttarinnar gera sér angur, því að afkomendur Isaks einir yrðu taldir niðjar hans. Og þótt Ismael og Hagar væru rekin út af húsi Abrahams, yfirgaf guð þau ekki. Hann lauk upp augum móðurinnar, svo að hún sá uppsprettu vatns, þegar drengur- inn var að dauða kominn í hvít- glóandi eyðimerkursólinni, svo að hún gat slökkt þorsta hans, Þau tóku sér bólfestu hjá lindinni Zamzam, „fyrir austan alla bræður sína“, þ.e. ísmaels, og er tímar liðu fram fékk Hagar syni sínum egypzka konu. Hann jók kyn sitt, — synir hans voru tólf og út af þeim höfðingjum eru jafn- margar ættkvíslir komnar. Allir Arabar rekja ætt sína til ísmaels, og Kaba, helgidómurinn óttalegi í Mekka, stendur við lindina Zamzam, þar sem Hagar og Ismael var búin hinzta hvíla á þessari jörð. í fótspor Eagar. Gengið er sjö sinnurn fram og til haka milli Safa og Marwah. Múslimar trúa því, að í upphafi hafi Abraham reist Kaba, helgi- dóminn mikla í Mekka, sem 800 milljónir manna snúa sér að fimm sinnum á degi hverjum, og tilbiðja. Þeir eru jafnvel til, sem trúa því að Adam hafi orðið fyrri til að reisa á þessum stað „hús guðsins", en flestir eru þó þeirrar skoðunar að Abraham hafi gert það í þakkarskyni fyrir lífgjöf Ismaels, elzta sonar síns og notið við það aðstoðar hans. Á ofanverðri sjöttu öld voru ekki önnur verksummerki eftir en einn svartur steinn, sem Mekkar höfðu á mikla helgi. Þeir komu sér saman um að endurreisa helgi- dóminn, en er verkinu var lokið kom upp deila meðal öldunga um það hverjum hlotnast skyldi sá heiður að komá hinum helga steini fyrir í skoti því, sem fyrir hann var ætlað í múrnum. Öldungarnir urðu ásáttir um að láta þann, sem fyrstur kæmi aðvíf- andi, gera út um þetta deilumál. Brátt bar að ungan kaupmann, sem þekktur var að vizku og heiðarleika, og svo vel látinn meðal borgarbúa, að daglega gekk hann undir nafninu Al-Amin — eða hinn trúverðugi. Hann lagði svo fyrir að kyrtill skyldi breiddur á jörðina og steinninn helgi lagður ofan á hann. Því næst lét hann höfðingja helztu ættflokka í borg- inni lyfta steininum með því að halda í jaðra kyrtilsins. Sjálfur tók hann síðan steininn og kom honum fyrir í skotinu í múrveggn- um, og þar er steinn Abrahams enn þann dag í dag. Kaupmaðurinn ungi hét Múhameð og var fæddur í Mekka árið 570. Um uppruna hans er það helzt vitað, að hann var kominn af gildum borgurum, en varð mun- aðarlaus sex ára að aldri. Tók afi hans þá við uppeldinu, en síðar fóstraði hann frændi hans. I æsku var hann fjárhirðir, en tók síðan að stunda verzlun. 25 ára gamall tók hann sér auðuga ekkju fyrir konu, Kadíu, sem var komin nokkuð til ára sinna. Lítið er vitað um feril hans næstu árin, að öðru leyti en því að hann fastaði tíðum, sóttist eftir einveru, og dvaldist löngum við hugleiðslu á Hira — Náðarfjalli — rétt fyrir norðan borgina. Það var á Náðarfjalli árið 610, sem Gabríel erkiengill birtist Múhameð fyrsta sinni. Svo ægileg var sýnin, að Múhameð varð sleginn blindu, en rödd sagði: „Lát heyra: í nafni herra þíns, er skóp manninn af slímögn, er kenndi manninum það sem hann þekkti ekki“. Múhameð stóð stuggur af þessum fyrirburði, en vitranirnar héldu áfram og smám saman Gabríel erki- engill vitjar Múhammeðs á Náðar- fjalli. sannfærðist Múhameð um, að guð- legur máttur, en ekki brjálssemi hans sjálfs væri hér að verki, og að hann væri útvalinn til að flytja boðskapinn áfram. Frá þessum vitrunum Múhameðs greinir Kóraninn, trúarbók Islams, en mikilvægasta atriðið í kenningum spámannsins er að Allah — þ.e. guðinn — sé upphaf og endir alls sem er, aleinn, almáttugur og ævarandi, og svo mikill, að hann sé ofvaxinn mannlegum skilningi. Á þessum tíma voru Mekkkar fjölgyðistrúar. Auk þess að trúa á stokka og steina, illa og góða anda, gyðjur, sem stjórnuðu duttlungum náttúrunnar, og ægifuglinn Ava, svo dæmi séu nefnd, höfðu þeir skurðgoð í miklum hávegum. Ein vitrun spámannsins boðaði bann við skurðgoðadýrkun, þar sem ósæmilegt væri að leita hins æðsta og aleina í líkneskjum og öðrum áþreifanlegum hlutum. Helgigöngur höfðu lengi tíðkazt í Mekka áður en Múhameð kom til sögunnar. Algengt var að vitja Abrahamssteinsins, enda var á honum fórnarhelgi. Verzlun var blómleg í Mekka og árlega var haldinn þar mikill markaður, sem sóttur var víða að. En menn létu sér ekki nægja að koma til Mekka í veraldlegum tilgangi. Þeir notuðu ferðina til að ganga á vit æðri máttarvalda, vitjuðu Kaba — og hlýddu á Múhameð, sem prédikaði linnulítið þegar gestkvæmt var í borginni. Auðvaldið í Mekka kunni lítt að meta Múhameð. Andúð á spámanninum var farin að gera vart við sig í vaxandi mæli, en þótt fordæming hans á skurðgoðum væri helzta hneykslunarhellan, kom líka til að kaupahéðnum þótti hann tefja viðskipti á markaðnum. Árið 622 var svo komið, að Múhameð var ekki lengur vært í borginni. Hann átti hóp harðsnú- inna áhangenda í Yathrip-vininni, rúmum 300 kílómetrum norður af Mekka. Þangað fór hann ásamt tuttugu dyggustu fylgismönnum Múhameð spámaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.