Morgunblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1979 Erfiðleikarnir byrja í 39.000 fetum FARÞEGAFLUGVÉLIN af gerðinni Boeing 727, sem fór að hringsnúast yfir Michigan í 39.000 fetum og flugmaðurinn Harvey Gibson kom á réttan kjöl rétt áður en hún snart jörðu (er hún hafði hrapað 24.000 fet á einni mínútu), bjargaðist af þvíhún var frábærlega vel smíðuð þótt hún væri 14 ára gömul og af því Gibson var frábær flugmaður, segir fulltrúi í handarísku flugmálastjórninni (FAA), Langhorne Bond, samkvæmt frásögn Newsweek um atburðinn. „Ég veit ekki nokkurt dæmi þess að farþegaflug- vél hafi snúizt 360 gráður og komizt af,“ segir Bond. Hann segir mikilvægustu skýringuna þá, að Gibson hafi þvert gegn reglum sett niður lendingarbún- aðinn, en til þess ráðs greip hann á síðustu stundu til að draga úr ferðinni. Þetta tókst, „kannski tveimur sekúnd- um“ áður en þotan brot- lenti að sögn Gibsons. „Málið er það að gera rétta hlutinn á réttum tíma,“ sagði Gibsón. Þeir sem rannsaka slys- ið furða sig á því að hljóðritanir af samtölum í flugstjórnarklefanum virðast hafa þurrkazt út, en þeir vona að finna megi skýringuna á orsökum óhappsins í innsigluðum flugrita sem fylgdist með tækjum flugvélarinnar. 87 farþegar og áhöfn flugvélarinnar höfðu ný- lokið við að borða þegar flugvélin fór að hringsnú- ast og mikil skelfing greip um sig, samkvæmt frá- sögn Newsweek. „Fólk fór að hrópa og flugfreyja fór að gráta,“ sagði Chell Roberts stúdent frá Utah. Það fyrsta sem honum datt í hug að gera var að segja barnshafandi unn- ustu sinni Louise að hann elskaði hana. „Hún hlýtur að hafa haldið að öllu væri lokið," sagði hann. „Hún fór að hrópa: Nei! Nei! Nei!“. Farþegi í hvíldarher- bergi, Barbara Merrill var við því búin að deyja. „Hávaðinn hækkaði og hækkaði og öll vélin hrist- ist,“ sagði hún. Hún var læst inni og eins og límd Flugvél Gibsons var traust og góð Lendingar búnaður settur niður 15.000 fetum við gólfið. „Ég sagði: „Ó, guð, ég lifi þetta aldrei af“. Þá flugu dyrnar upp á gátt og hún þeyttist fram á gang. „Ég hrópaði á hjálp og náði ekki andan- um. Lungun ætluðu að springa." Þegar Gibson hafði komið flugvélinni á réttan kjöl og flaug áleiðis til flugvallarins í Detroit í 90 km fjarlægð sagði hann við farþegana: „Við skul- um horfast í augu við það illa farinn ____ a _ að enginn vissi Detroit-flugvellihvort lendingin tækist. Merrill farþegi sagði að sögn Newsweek: „Það eina sem ég gat hugsað um eftir allt það sem við höfðum orðið að ganga gegnum var: flugvélin brotnar í lendingu og eld- ur læsir sig um hana.“ Við þessu bjuggust allir í flug- vélinni, en lendingin gekk að óskum og aðeins sex fengu skrámur. að við höfum átt við smá- vegis vandamál að stríða, en nú virðumst við hafa náð tökum á því.“ Erfið- leikunum var þó ekki lok- ið því að hægri vængurinn var laskaður og lend- ingarbúnaðurinn var svo Vigfús B. Jónsson: Fiskræktar- og veidimál bezt komin í höndum þeirra sem að þeim haf a staðið að undanf örnu Yfir pistli nokkrum efst á for- síðu Dagblaðsins hinn 28. marz s.l. getur að líta eftirfarandi fyrir- sögn: „Ræktaður lax getur kostað allt upp í 120 þúsund krónur". Ritsmíði þessu er beint að Fiskeld- isstöðinni í Kollafirði og e.t.v. fiskræktinni í heild og auðvitað ekki á það minnst, hvað ræktaður lax getur orðið dýr. Fyrirsögnin er stór en pistillinn lítill og minnir handbragðið óneit- anlega á þá, sem einkum draga fram dekkstu hliðar hlutanna og fjalla um þá á neikvæðan hátt en eigi jákvæðan. Það er að vísu ekki nýlunda að spjótum sé beint að Laxeldisstöðinni í Kollafirði því til þess hafa ýmsir orðið allt frá því hún tók til starfa. Það sem einkum einkennir málflutning þeirra manna er það, að þeir láta vart sem þeir viti að stöðin er ekki atvinnufyrirtæki heldur tilrauna- stöð sem nauðsynlega vantar mun meira fjármagn til að geta betur valdið verkefnum sínum. Auk þess hafa hinir sömu látið hjá líða að rekja hvern þátt Kollafjarðarstöð- in á í þeim stórkostlega árangri sem náðst hefur í fiskrækt hér- lendis á síðustu árum og áratug- um. En af því að ég stakk niður penna þá vil ég fara nokkrum orðum um þann árangur og hvernig að hefur verið staðið. Fyrir um það bii 25 árum síðan voru 60 laxveiðiár hér á landi en eru nú orðnar 80 talsins. Þá hafa veiðibakkar hinna íslenzku fall- vatna verið lengdir um hundruð km. með fiskvegagerð og lagfær- ingum á árfarvegum. A sama tíma hefur og laxveiðin meira en fjór- faldast að tölunni til og gefur nú af sér sívaxandi tekjur til bænda og allra þeirra sem laxveiðihlunn- indi eiga. En auðvitað njóta hér fleiri góðs af, því að af afhlunnind- um þessum greiða menn skatta og skyldur og erlendir veiðimenn borga nú sívaxandi upphæðir ekki bara fyrir fveiðileyfi heldur og ýmsa þjónustu, sem þeir njóta hérlendis og eru það orðnar um- talsverðar tekjur í gjaldeyri fyrir þjóðina. I landinu eru starfandi sex fiskeldisstöðvar og er seiðafram- leiðsla þeirra að langmestu leyti notuð til fiskræktar. Auk fiskeld- isstöðvanna eru þrjár fiskhalds- stöðvar starfræktar hérlendis, einnig er hafbeit og sjóeldi komið verulega á tilraunastig. Starfandi veiðifélög eru nú 130 talsins og hefur fjöldi þeirra gengið í Land- samband veiðifélaga, sem mjög hefur eflst á síðari árum og veitir nú fiskræktinni beinan fjárhags- legan stuðning ásamt fleiru. Veiðifélögin greiða vissan VigfúsB. Jónsson hundraðshluta tekna sinna til Fiskræktarsjóðs og Landsam- bands veiðifélaga. Þannig fer fram veruleg tekjujöfnun meðal veiði- réttareigenda innbyrðis. Sú þróun, sem fram hefur farið í fiskræktarmálum hér á landi á síðari árum er vissulega jákvæð og árangurinn gott vitni þess að vel hefur verið að málunum staðið. Umræddur árangur hefur fyrst og fremst náðst fyrir mikil fjárfram- lög og dugnað bænda, góða leið- beiningaþjónustu Veiðimálastofn- unarinnar og ágætan hlut stang- veiðimanna, sem jafnan hafa haft góða samvinnu við bændur, það ég best veit. Þrátt fyrir þá velgengni sem að framan greinir hlaupa menn nú gjarnan fram fyrir skjöldu og vilja leggja nýtt vit til málanna og er það útaf fyrir sig góðra gjalda vert. Raddir þeirra manna hafa heyrst bæði í sölum Alþingis og utan þess og ber nokkuð á þeim, sem oftrú hafa á því, aðr íkið setji krumlur sínar sem allra mest í þessi mál og nýir aðilar efldir þar til áhrifa. Ef dæma má af mál- flutningi þessara manna, þá eru þeir margir hverjir harla fáfróðir um þróun og framkvæmd fisk- ræktar og veiðimála bæði nú og í náinni fortíð. Mín skoðun er sú, að mál þessi séu best komin í höndum þeirra, sem að þeim hafa staðið að undan- förnu. Ég hygg að við þurfum hvorki að fjölga stjórnunarliði né stofnunum í sambandi við fisk- ræktar- og veiðimál. Best mun vera að efla það sem fyrir er og á ég þar t.d. bæði við Laxeldisstöð- ina í Kollafirði og Fiskræktarsjóð. Ég vil svo að lokum geta þess, mönnum til umhugsunar, að fram- kvæmd og þróun fiskræktar og veiðimála hérlendis vekur síaukna athygli meðal erlendra þjóða og þar telja menn sig geta margt af okkur lært. Laxamýri 10. apríl 1979. Áhugamenn stofna landafræðifélag Nokkrir einstaklingar sem tengdir eru landafræði sem fræðigrein með háskólanámi, boða til stofnfundar félags áhugamanna um landafræði í stofu 201 í Árnagarði, mánudag- inn 23. apríl kl. 20.00. Allir þeir sem áhuga hafa á landafræði eru velkomnir á þennan stofnfund, en á honum verða lögð fram drög að lögum og tillögur um starfshætti félagsins. í fundarboði segir að sam- gangdr milli landfræðinga og annarra áhugamanna um landa- fræði hafi verið í lágmarki fram til þessa og hljóti formlegur félagsskapur að geta bætt þar úr. Þeir sem ekki sjá sér fært að koma á fundinn geta gerst stofn- félagar með því að hafa samband við Eggert Lárusson, Birkimel 10, síma 19586 í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.