Morgunblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 40
(iLÝSINíiASÍMINN ER: 22480 |Wor0xin5)I«bi& ALGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 Jílor0unbl«&ií> ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1979 Almennur fundur opinberra starfsmanna á Suðurnesjum: Hvetur menn til að fella samkomulag ríkis- stjómarinnar og BSRB „ALMENNUR fundur opinberra starfsmanna á Suöurnesjum, haldinn í Kagnfræðaskólanum í Keflavik, 21. april 1979, mótmælir eindregið nýgerðu samkomulagi stjórnar og samninganefndar BSRB við fjármálaráðherra um kjaraskerðingu og breyttan samningsrétt. Fundurinn hvetur alla opinbera starfsmenn til þess að greiða atkvæði gegn samningnum í væntanlegri atkvæðagreiðsiu.u Þannig hljóðaði ályktun fundar, sem Haukur Helgason skólastjóri og Kristján Thorlacíus, formaður BSRB, sóttu í Keflavík á laugar- dag og samþykkt var með 14 atkvæðum gegn 10. Vilhjálmur Grímsson, bæjartæknifræðingur í Keflavík og fyrrum formaður Starfsmannafélags Keflavíkur- kaupstaðar, kvað fundinn ekki hafa átt að vera kynningu á samkomulaginu, heldur hefðu stjórnarmenn BSRB ætlað að hafa uppi einhliða áróður fyrir því að menn styddu samkomulagið í atkvæðágreiðslunni í byrjun maí. Vilhjálmur kvað mörgum fund- armönnum hafa mislíkað þessi framkoma og hefðu heldur kosið að bandalagið héldi hlutlausan upplýsingafund, þannig að menn gætu sjálfir mótað sér skoðanir með eða á móti. Vilhjálmur kvað nokkra menn á Suðurnesjum hafa fengið Pétur Pétursson þul til þess að viðra sjónarmið Andófs ’79 og hefði Pétur fengið góðan hljómgrunn á fundinum sem atkvæðagreiðslan um framkomna ályktun bæri gleggst vitni um. Fundurinn í Keflavík var einn margra, sem BSRB og aðildarfélög þess hafa boðað um land allt á næstu vikum vegna allsherjar- atkvæðagreiðslunnar, sem haldin verður 3. og 4. maí næstkomandi. Norðlensk og sunnlensk fegurð. — Þessa mynd tók ljósmyndari Morgunblaðsins í miðbæ Reykjavíkur í gær, þar sem yngismeyjar frá Akureyri og Reykjavík báru saman bækur sínar í sumarsólinni. L*ó8m-RAX Ríkisstjórnin fjallar um olíuverðsvandann: Farmannadeilan: Sáttasemjari óskar frestunar verkfalls FARMENN hafa setið um helg- ina á löngum samningafundum og á samningafundi í gær kom síðdegis fram beiðni frá sátta- semjara ríkisins um að yfirmenn á kaupskipaflotanum frestuðu verkfalli þvf, sem koma á til framkvæmda á miðnætti næst- komandi. Mun ætlunin að taka frestunarbeiðni sáttasemjara fyrir í félögum yfirmanna nú árdegis í dag, en samninganefnd Farmanna- og fiskimannasam- bandsins gaf engin formleg svör við frestunarbeiðninni í gær. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér í gær hafði lítið sem ekkert þokazt í samkomulagsátt og voru viðræð- ur í algjörri kyrrstöðu. Forystu- menn sjómanna töldu heldur ólíklegt að frestun næðist fram miðað við þann gang, sem verið hefði á samningaviðræðum og bjuggust því við d-æmum viðtök- um við beiðni sátlasemjara. Eins og áður sagði, verður fjallað um beiðni sáttasemjara í félögunum árdegis í dag og er búizt við að samninganefnd sjóamnna geti gefið formlegt svar við málaleit- aninni síðdegis i dag. Hagnaður ríkissjóðs mun minni en ætlað nafði verið NEFND þriggja ráðherra, sem fjallað hefur um þau vandamál, er fylgja í kjölfar olíuverðs- og bensínhækkunar mun á rfkis- stjórnarfundi árdegis í dag skila tillögum sfnum um lausn vandans. Tillögurnar voru f gær ekki full- mótaðar og ætluðu ráðherrarnir þrír að hittast fyrir ríkisstjórnar- fundinn og ganga endanlega frá þeim. Þeir hafa fengið útreikn- inga frá Þjóðhagsstofnun um áætlaðar auknar tekjur rfkissjóðs vegna hækkunarinnar og er hún minni en talið var í fyrstu eða rétt um einn milljarður króna. Ráðherranefndin er skipuð ráð- herrunum Tómasi Arnasyni, Kjartani Jóhannssyni og Svavari Gestssyni. Tómas Árnason, sem sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann gæti ekki skýrt frá niðurstöðum tillagna ráðherra- nefndarinnar kvað vandann, sem hækkununum fylgdi, vera tví- þættan, annars vegar vanda þeirra, sem kyntu með olíu og væri óhjákvæmilegt að hækka til þeirra olíustyrki og hins vegar vanda sjávarútvegsins, sem ekki þyldi hækkað verð brennsluolíu. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk í gær, þá hækka ýmsir kostnaðarliðir ríkisins vegna olíuverðhækkunar. Má þar nefna sem dæmi rekstur Landhelgis- gæzlunnar, Ríkisskips, Rafmagns- veitna ríkisins o.fl. Dregur þetta úr virkni hækkaðra gjalda til ríkisins af olíuinnflutningi, þannig að eftir stendur um einn milljarður króna. Þá er og talið að olíuverðshækkun dragi verulega úr innflutningi. Almennt hefur það verið skoðun innan ríkisstjórnarinnar, að nauð- synlegt væri að kanna það af hvaða tekjum ríkissjóður geti misst, þar sem ekki sé rétt að hann hagnist á hækkuninni. Menn óttast að minni kaupmáttur leiði til minni tekna ríkissjóðs. Það sem kann að verða til ráðstöfunar verður þannig notað til þess að lækka hitunarkostnað þeirra, sem olíu nota og síðan er olíuvandamál flotans. Er þar von manna, að samningar náist við sjómannasamtökin um að hækkun fiskverðs geti orðið án þess að laun sjómanna hækki. Er þar bent á að sjómannasamtökin hafi áður sam- þykkt slíkt. Síðan er það skoðun manna, að grípa verði til ráðstaf- ana til að mæta vandamálum fisk- vinnslunnar. Því hljóti þessar ráð- stafanir að leiða til verulegs gengissigs. Hefur um það verið rætt að láta fulla bensínverðhækk- un koma fram og líterinn hækka í kr. 258- og það fjármagn sem þannig fæst notað til þess að lækka olíukostnaðinn. Ríkisstjórnin mun í dag leggja línurnar í þessu máli og senda síðan tillögur sínar fyrir verð- lagsnefndarfund, sem haldinn verður á miðvikudag. Síðan verður niðurstaða verðlagsnefndar að fara á ný fyrir ríkisstjórnina til sam- þykktar formsins vegna. Sá vandi, sem við er að glíma og áður hefur verið skýrt frá í Morgunblaðinu, er einn milljarður króna í aukinn olíustyrk til íbúðareigenda og um 6 milljarða króna vandi, sem útveg- urinn stendur frammi fyrir. Má af þessu sjá, að sá milljarður sem tekjur ríkissjóðs aukast um, hrekk- ur skammt til þess að greiða vandann niður. Sjá „Gengisla'kkunin þarf að vera meiri eh 6% — bls. 23. Sjómaður fórst um bord 1 Dagnýju - skipsfélaga hans bjargað úr sjónum BANASLYS varð um borð í skut- togaranum Dagnýju frá Siglufirði síðastliðið sunnudagskvöld. Einn skipverjanna klemmdist á milli togvírs og lunningar á skutrennu. Qskar Vigfússon um olíuhækkunina og hlut sjómanna: „Verdum á vardbergi gagnvart stjórninni” „ÞAÐ hefur ekki ennþá komið nein ósk um að sjómenn gefi eftir sinn hluta vegna olíu- hækkunarinnar en við teljum okkur þurfa að vera á varðbergi gagnvart ríkisstjórninni í þessu máli vegna fyrri reynslu,“ sagði Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambands íslands f samtali við Mbl. í gærkvöldi, en eins og fram hefur komið eru hlutaskiptareglur þannig að olíu- hækkunin mun færa sjómönnum talsverðan tekjuauka nema þeir fallist á það að gefa eftir sinn hlut, eins og þeir gerðu olíuhækkunina í febrúar. við „Við olíuhækkunina í febrúar viðurkenndum við sjómenn vissar staðreyndir og lögðum okkar af mörkum til þess að útgerðinni yrði bætt það tjón sem hækkunin olli henni. Útflutningsgjöld lækkuðu með okkar samþykki en í sambandi við siglingar á erlenda markaði rak ríkisstjórnin fingurna lengra en efni stóðu til í hlutaskiptakjörin þannig að sú prósenta sem fer af óskiptum afla til útgerðarinnar var hækkuð frá því sem áður var. Þar með var tekið með lagaboði af okkar hlut og brotnir á okkur samningar og þetta fékkst ekki leiðrétt af stjórnarliðinu á Alþingi þrátt fyrir að fluttar væru um það breytingatillögur. Þetta var gert þrátt fyrir loforð ríksisstjórnar- innar að svo yrði ekki. Því segi ég: Þessi staða er að koma upp aftur og við munum þess vegna verða á varðbergi gagnvart ríkisvaldinu," sagði Óskar Vigfússon. Maðurinn var losaður með því að logskera togvírinn sundur, en hann féll þá í sjóinn ásamt öðrum skipvcrja sem reynt hafði að að- stoða. Björgunarhringjum var hent til mannanna og gúmbátur settur út. Aðstoðarmaðurinn náð- ist fljótlega um borð á ný og varð ekki meint af. Sá sem varð fyrir slysinu um borð hvarf fljótlega sjónum skipverja á Dagnýju og fannst ekki þrátt fyrir mikla leit margra skipa alla nóttina. Það var skömmu eftir klukkan 22 er Dagný var að toga á Glett- inganesflaki að skipið hætti að toga með eðlilegum hraða. Um klukkan 23.30 voru skipverjar bún- ir að ná eigin trolli inn og kom þá í Ijós að leifar af gömlu trolli höfðu flækst í troll Dagnýjar. Það hékk í gálganum, en gamla trollið neðan í því, er trollið rann skyndilega til á togvírnum. Maðurinn, sem fylgdist með því sem var að gerast í skutrennunni, stóð við lunningu skutrennunnar. Honum tókst ekki að forða sér og lenti undir vírnum, milli hans og lunningarinnar. Er talið að hann hafi látist samstund- is. Til sð losa manninn undan farg- inu þurfti að skera vírinn í sundur. Tveir skipsfélaga mannsins studdu við hann og var annar þeirra í skutrennunni. Þegar vírinn fór í sundur skipti það engum togum að fargið fór af stað og mennirnir tveir, sem voru í skutrennunni, með því í sjóinn. Báðir voru þeir lausir í sjónum og var bjarg- hringjum strax kastað til þeirra og náðist aðstoðarmaðurinn um borð um fimm mínútum síðar í gegnum skutrennuna, ómeiddur, en orðinn nokkuð kaldur. Gúmbátur leitaði svæðið í meira en hálftíma, en maðurinn fannst ekki og hvarf hann skipverjum á Dagnýju fljótlega eftir að hann kom í sjóinn. Margir togarar voru á þessum slóðum og leituðu þeir svæðið og slæddu fram undir klukkan 9 í gærmorgun. Alls munu 10—12 skip hafa tekið þátt í leitinni, þeirra á meðal varðskÍDÍð Óðinn, en án árangurs. Maðurinn, sem lést var á fer- tugsaldri, frá Bakkafirði. Hann hafði verið skipverji á Dagnýju síðan í október. Sjópróf vegna slyssins fóru fram á Neskaupstað í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.