Morgunblaðið - 26.05.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.05.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAI 1979 13 ÆLT& STOLIЗSTÆLT & STOLIЗSTÆLT Skilaboð frá Bern... • Þaö þykir nokkur álitsauki íslenzkum dagblöðum að geta sent blaðamenn á vettvang er meiriháttar íþróttaviðburðir fara fram erlendis. Þannig sá til dæmis Dagblaðið dyggilega til þess að ekki færi fram hjá lesendum að blaðið ætti sinn eigin fréttaritara á landsleik íslendinga og Sviss í vikunni. Á íþróttasíðum blaðsins á þriðjudag hafa Dagblaðsmenn ekki talið á annað hættandi en taka fram fjórtán sinnum á íþróttasíðum blaðsins: „Frá Halli Símonarsyni í Bern í morgun". Daginn eftir kom svo ótvírætt í ljós hvers virði var að „hafa okkar mann“ í Bern: Frá Halli Símonarsyni í Bern í morgun: Friðjón N. Friðjónsson, gjaldkeri KSÍ, sagði í gær að forsala aðgöngumiða á landsleikinn gegn V-Þjóðverjum hæfist á föstudag og yrðu þá seldir miðar úr tjaldi við Útvegsbankann frá kl. 10 um morguninn til kl. 16 og einnig í Laugardalnum. Á laugardagsmorgun hefst forsala aðgöngumiða kl. 10 á Laugardalsvelli. Og Tíminn lét ekki sitt eftir liggja: Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar frá Bern: Toshack skoraði „hat-trick“ fyrir Wales, sem vann Skota 3:0 á Niniam Park í Cardiff. • í Suðurnesjatíðindum segir að Styrktarfélag Sjúkrahúss Keflavíkur- læknishéraðs hafi nýlega gefið sjúkrahúsinu baðker. Myndin er frá afhendingu baðkersins og sýnir fyrirmenni þakka styrktarfélagskonum yfir baðkerinu. Slóknuðum til áminningar • Færeyskt orðfæri kemur íslendingum oft spaugilega fyrir þar sem orð sem stöfuð eru á sama eða svipaðan hátt eru allt annarrar merkingar í þessum náskyldu málum færeysku og íslenzku. Meðfylgjandi fyrirsagnir voru á tveimur minningargreinum í Dimma- lætting nýlega: Tummas Pauli íHúsavík slóknadurr l Nú týsdagin andi jTummas Pauli OJ i^avík, 77 án 'Móa Símun V. Dahl í Klaksvík til áminningar 25. april andaðist Xalis 73 ferY* ára pamaL Tqlis var sonur^-^* Svampkrabbar óvænt úr djúpi íslandsála • í Náttúrugripasafninu í Vest- mannaeyjum hafa um nokkurt skeið verið sérkennilegir krabbar sem hafa veiðst djúpt suður af Heimaey. Er hér um að ræða kuðungakrabba sem býr ekki í hefðbundnum kuðung heldur hef- ur hann tekið sér bólfestu í sér- stakri svamptegund. Krabbinn skríður inn í holu í svampinum og skríður síðan með hann á bakinu, en hins vegar þá ver svampurinn krabbann með nokkurs konar fálmurum sem eru á honum eða túðum eins og sjá má á myndinni sem Sigurgeir í Eyjum tók af kröbbunum í safninu í Eyjum. Slík ORKUNYTING samvinna sjávardýra er þó ekki einsdæmi. Til dæmis tíðkast það að sæfíll sezt stundum á bakið á kuðungakrabba eða snigli og ver þá síðan. Svampurinn sem um ræðir er nokkuð harður, fjólublár á litinn, en krabbinn sjálfur er að því leyti frábrugðinn kuðungakrabba að hann er sléttari og rauðbleikari. í safninu í Eyjum eru nú fjórir svampkrabbar, en að sögn Frið- riks Jessonar forstöðumanns safnsins áttu vísindamenn ekki von á því að slíkir krabbar fyndust við ísland. Tœkninni fleygir fram.... V-I>jóðverjar hafa nú hannað nýja vasatölvu, sem ekki getur aðeins gengið fyrir sólarorku heldur rafljósi cinnig. Það er fyrirtæki í Ntlrnbcrg sem hyggst framlciða tölvuna og segir markaðsverð hennar tölu- vert la'gra en þeirra sem fram- lciddar hafa vcrið hingað til. Myndin sýnir vasatölvuna og verður þess vonandi ekki langt að bíða að hún sjáist f búðum hérlendis. HELGARVIÐTALIÐl Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi síöastliðið sunnudagskvöld leikritið „Er petta ekki mitt líf?“ eftir brezka rithöfundinn Brian Clark. Leikritið hefur vakið athygli enda sætir tíöindum er alvörugefnir menn rífa ritningar í tilefni leikrits í dagblöðum. Aðalhlutverk leiksins er í höndum ungs leikara, Hjalta Rögnvaldsson- ar, og er stærsta hlutverk hans á sviöi til Þessa. „Betra að íðka en tala um list” „Það mætti gerast oftar að ieikrit kveiktu umræður í þjóðlífinu," sagði Hjalti. „Hlutverk leikhúss hlýtur meðal annars að vera að gera skil mannlegum vandamálum með þeim hætti að skerpi skilning áhorfendans eða veki hann til umhugsunar." Er Þetta flókiö sviðsverk? „Alls ekki. Þvert á móti er það mjög einfalt. Að vísu má segja að gæti ákveðinnar tví- ræðni. En aðalsmerki leiksins er hiklaust hnitmiðaður texti. Flækjur eru fáar og hvergi teygt úr atriðum. Á verki með svo heimspekilegu ívafi hlýtur skorinorð framsetning að vera óumdeilanlegur kostur. Menn ræða það helzt sem grípur þá föstum tökum." Er ekki sjaldgæft að leikar- ar fái sérfræðinga til að ræða viö sig efni leiksins? „Það kemur fyrir. Ástæða þess að við fengum Þorstein Gylfason til að spjalla við okkur er sú að hann hefur haldið fyrirlestra um siðfræði í læknadeild og þar á meðal líknardráp. Ég minnist þess að Helgi Hálfdánarson, Shakespeare-þýðandi, ræddi við okkur um bragarhátt þeg- ar Mackbeth var settur á svið fyrir tveimur árum. Þessar heimsóknir hafa reynzt gagn- legar þótt þess sjáist e.t.v. ekki merki í leiknum sjálfum.M Hvenær byrjaði þinn leikaraferill? „Ég lauk leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1972. Mig minnir að ég hafi fyrst leikið hjá Leikfélaginu árið eftir í „Leikhúsálfarnir" eftir Tove * Janson. Þá hafði ég mig Iítið í frammi, þar sem hlutverkið var afturpartur á ljóni. Ég tók síðan þátt í „Atómstöðinni", „Loki þó“, „Valmúinn spring- ur út á nóttunni", „Refirnir" og „Equus“ o.fl. og o.fl. en hlutverk niitt í því síðast- nefnda minnir að sumu leyti á það sem ég fer með nú. Ég gerði eins árs hlé árið ’74—’75 og starfaði við byggingavinnu." Er hægt að lifa af leikara- störfum nú? „Raunveruleg laun af leikarastörfum hrökkva vart fyrir meiru en fæðureikning- um. Á hinn bóginn er það skoðun mín að fólk eigi ekki að vera ánægt með laun. Auðgi slævir áhugann og mönnum hættir til að láta annað ganga fyrir starfinu. Starf leikara væri til að mynda ógerningur að verð- setja í peningum. Það er ekki einungis mjög óreglulegt heldur gerir kröfu til þess að leikarinn sinni því af lífi og sál.“ í leikritinu „Er petta ekki mitt líf?“ leikur pú lamað- an mann. Er pað erfitt hlutverk? „Það sem gerir hlutverkið erfitt er hve fáum hjálpar- brögðum leikarign getur beitt rúmliggjandi og hreyfingar- laus. Hann verður því að nýta til fullnustu þau úrræði er hann hefur yfir að ráða. Auð- vitað þýðir það strangari kröfur en ég verð að segja að þetta hefur verið feikna skemmtilegt viðfangsefni." Hefur Þú mótað Þér skoð- un á hlutverkinu? „Mótun hlutverksins fer fram allt fram á síðustu sýn- ingu. Það má því segja að skoðun mín á hlutverkinu lýsi sér í því hvernig mér tekst að skila því.“ A leikhús að vera pólitísk uppeldismiðstöð? „Leikhús verður aldrei ópólitískt þar sem stjórnmál- in koma alls staðar við sögu í einhverri mynd. Hins vegar er ég mótfallinn einhliða notkun leikhúss í áróðursskyni. Þegar leikrit verður predikun og leikarar mæla af vörum fram eins og þeir væru að lesa upp úr forystugreinum hæfir því betur annar vettvangur en leikhúsið. Sjálfum líkar mé.r bezt þegar skotið er a.m.k. í tvær áttir.“ Þegar fólk sækir leikhús vill Það samt sem áður nema hugmyndir. Þaö vill „Aöalatriðið er að leikhús hafi eitthvað að segja. Samt sem áður er mikilvægt að greina á milli leikrits og fyrir- lesturs. “ Leikurinn snýst að veru- legu leyti um réttmæti líknardráps. Kemst höf- undur að niðurstööu? „Það er rétt sem fram hefur komið að leikritið fjallar ekki um lömun. Það fjallar um frelsi, frelsi einstaklings til að ráða yfir lífi og limum, frelsi til að skera úr um hvort líf hans er þess virði að lifa því en umfram allt, til að leggja sinn eigin skilning í hvað líf er. Dómur er felldur í leikrit- inu. En hvort Kenneth Harrison lifir áfram eða deyr læt ég ósagt um, spurninguna eftirlæt ég áhorfandanum. En ég legg áherzlu á að þetta er ekki fyrirlestur heldur fyrst og fremst leikhúsverk. Þess vegna kýs ég að útlista það ekki frekar. Menn ættu að gera minna af því að tala um list en reyna heldur að iðka eða komast í snertingu við hana sjálfir. Mestu listaverk í ólíkum greinum eru oft þess eðlis að ekki er hægt að tjá sig um þau.“ Þess gætir oft hjá svo- nefndum „leikhúsfræðing- um“ aö peim Þykja leikhús ekki nógu atkvæðamikil í viðleitni til að breyta Þjóð- félaginu. Hjalti Rögnvalds- son með öðrum orðum ekki aöeins „sjá“ heldur einnig „heyra“, ekki satt? „Það er rétt. Á undanförn- um árum hefur mjög borið á vangaveltum leikhúsfólks um stíltegundir. Starfsbróðir minn sagði mér eitt sinn frá þvi að hann tók þátt í leikhús- umræðum á Norðurlöndum þar sem einn ræðumaður af öðrum lýsti áhyggjum sínum í þessu efni. Hann sagði að þá hefði finnsk kona kvatt sér hljóðs og sagt: „Þið hinar Norðurlandaþjóðirnar getið haldið áfram að brjóta heil- ann um stíltegundir. Við Finnar höfum engan tíma til slíks, við höfum allt öf mikið að segja.” Þessi kona hitti naglann á höfuðið. Ég tel fráleitt að stíll eigi að vera aðalatriðið. Inntakið sjálft hlýtur að koma á undan. Ég held raunar að yngra fólkinu sé farinn að leiðast „realismi" (raunsæisstefna). Það vill líka ævintýri. Ævintýrið er nefni- lega órofa þáttur í lífinu sjálfu. Þegar á allt er litið skiptir ekki máli hvað stefnan heitir. Á mestu veltur að viðfangsefnið höfði til fólks." —gp I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.