Morgunblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JUNI1979 Sighvatur Björgvinsson, alþm.: Kæri Árni. í blaði þínu, Þjóðviljanum, var því slefjið upp á forsíðu í dag (miðvikudag 20. júní), að við afgreiðslu bráðabirgðalaganna í farmannadeilunni hafi Alþýðu- flokkurinn komið í veg fyrir, að farmenn fengju með lögunum sérstaka 3% kauphækkun og komið þannig í veg fyrir kjara- bætur, sem Alþýðubandalagið hafi verið búið að samþykkja. Er auð- séð, að Þjóðviljanum þykir þetta hið versta. verk og væntanlega vera í samræmi við fyrri afstöðu Alþýðuflokksins, sem biaðið hefur stundum lýst á þann veg að Alþýðuflokkurinn krefðist kaup- ráns, stundum að hann heimtaði lög um fjöldaatvinnuleysi. Nú skilst mér, að umræddur fréttaflutningur Þjóðviljans frá míðvikudeginum 20. júní hafi ekki verið að þínu undirlagi, jafnvel ekki með þinni vitund og anna að gera upp við sig hvernig á að afla þeirra; að standa ekki í vegi fyrir góðri og þarfari fram- kvæmd þótt ekki sé hægt að fá fé til hennar nema með því að sprengja samkomulag, sem gert var um hámark erlendrar lántöku; að leggjast ekki á móti því að útvega hálfan fjórða milljarð að láni til þess að forða tilteknum aðilum frá erfiðleikum þótt eng- inn viti hvar eigi að fá peningana né hvernig á að borga þá til baka; að skorast ekki undan því að lofa hagsmunaaðilum að þeir þurfi ekki að greiða orkugjafa hærra verði en nú, þótt það mál sé ekki á valdi íslenskra stjórnvalda og enginn hafi hugmynd um hvað innan og utan ríkisstjórnar og Alþingis í allan vetur bæði áður en forsætisráðherra lagði fram margfrægt frumvarp sitt, sem í upphafi var að mestu sniðið eftir tillögum Alþýðuflokksins, á meðan það var til umfjöllunar og líka eftir að það hafði verið- samþykkt. Allar bókanirnar, yfir- lýsingarnar, öll upphlaupin, stór- yrðin, allar tafirnar og skæklatog- ið. Manni er raun af að rifja allt þetta upp. Þær tölur sem efna- hagsstærðir, sem við alþýðu- flokksmenn gerðum tillögur um — um hámark ríkisútgjalda í hlut- falli af þjóðarframleiðslu, um hámark fjárfestingar, um lán- tökurammann, um hámark á magni peninga í umferð o.s.frv. — Þær tillögur voru okkur síður en svo heilagar tölur, sem yrðu að samþykkjast óbreyttar. Það, sem samræmda jafnvægisstefnu í efnahagsmálum án þess þó að setja nokkuð í staðinn", en um þetta fjallaði greinaflokkurinn. Um áhrif þessa verðum við sjálfsagt aldrei sammála. Hitt er ljóst og verður ekki á móti mælt, að þótt ríkisstjórnin hafi mörgu góðu komið til leiðar á árinu, þá stöndum við nú í sömu sporum í verðbólgumálum og fyrrverandi stjórn stóð fyrir einu ari — um sama leyti og við felldum stjórn Geirs Hallgrímssonar. í þeim efn- um hefur ekkert unnist. Þar hefur farið nákvæmlega eins og við alþýðuflokksmenn sögðum fyrir um að fara myndi ef ekki yrðu teknir upp nýir starfshættir við stjórn efnahagsmála. Af þvi verða menn lærdóm að draga, ef menn þá á annað borð geta lært af reynslunni — eða vilja það. Um I>jódviljann, þrjú prósent og það- sameiginlegir kunningjar hafa komist svo að orði, að umræddur frásagnarmáti Þjóðviljans hafi bæði verið leið mistök og mis- skilningur, sem stafað hafi af ókunnugleika. Vel trúi ég því. Ég veit nefnilega ekki betur en að svipuð viðhorf um að ekki ætti að tiltaka kauphækkanir í bráða- birgðalögum um gerðardóm hafi komið fram á sameiginlegum fundi þingflokks og framkvæmda- stjórnar Alþýðubandalagsins þegar málið var þar rætt og réðu afstöðu þingflokks Alþýðuflokks- ins til sama máls, þótt Alþýðu- bandalagið hafi ekki tekið form- lega afstöðu eins og við gerðum. Þetta sögðu mér bæði þingmenn og aðrir forystumenn Alþýðu- bandalagsins og gat sú afstaða hvorugum á óvart komið. Einnig man ég ekki betur, en að forsætis- ráðherra hafi lýst því yfir í viðtali við fréttamann ríkisútvarpsins í kvöldfréttatíma þann 19. júní s.l., að þær breytingar, sem ríkis- stjórnin gerði þá um morguninn á upphaflega texta bráðabirgða- lagafrumvarpsins, hefðu verið gerðar í fyllstu eindrægni og að áliti ráðherra horft mjög til bóta. Aðspurður nefndi forsætisráð- herra sérstaklega niðurfellingu 3% ákvæðanna í því sambandi. Að þessu athuguðu tel ég auðsætt að rétt er frá hermt þegar sagt er, að fréttaflutningur Þjóðviljans af málinu frá 20. júní s.l. hafi verið leið mistök sprottin af ókunnug- leika og hvorki að þínu undirlagi né annarra forvígismanna Al- þýðubandalagsins. Þar með gæti það mál verið úr sögunni og verður ekki gert að frekara um- ræðuefni hér. Tilefnið vil ég þó gjarnan nota til þess að skýra með nokkrum orðum aðdraganda máls- ins og einnig ástæðurnar fyrir því, að þingflokkur Alþýðuflokksins taldi í hæsta máta óæskilegt að setja í lög um gerðardóm fyrir- mæli um hver niðurstaða dómsins skuli verða. Með því þjóna ég að hluta til málstað okkar beggja, því eins og fyrr sagði komu þau viðhorf einnig fram á fundi þing- flokks og framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins og hlutu þvílíkar viðtökur á fundi ríkis- stjórnarinnar þegar þau voru þar skýrð, að forsætisráðherra sá ástæðu til þess að taka sérstak- lega fram í útvarpinu, að þau sjónarmið hefðu ekki aðeins verið samþykkt í eindrægni heldur orðið til mikilla bóta á frumvarpinu. Samræmdar aðgerðir an af fleira Opið bréf til Árna Bergmann, ritstjóra og er viðhorf Alþýðuflokksins að meginviðfagnsefni stjórnvalda eigi að vera að vinna bug á verðbólgunni — og að í þeim efnum sé íslenska þjóðin að tapa á tíma. Við höfum sagt, að árangur muni enginn verða fyrr en mönn- um hefur lærst að gamla stjórn- leysisstefnan í efnahagsmálunum — sú að láta allt vaða á súðum; láta hverjum degi nægja sína þjáningu; fást við hvern og einn þátt efnahagsstjórnunar einn út af fyrir sig án tillits til áhrifa hans á alla hina og á lokaniður- stöðuna — þessi efnahagspólitík sé ekki aðeins gengin sér til húðar heldur beinlínis til þess failin að hvetja verðbólguna fremur en letja. Því höfum við nú um margra mánaða skeið lagt höfuðkapp á að fá stjórnvöld til þess að feta þá erfiðu og þyrnum stráðu braut að móta samræmda heildarstefnu um alla meginþætti efnahagsmála þar sem fyllsta aðhalds væri gætt á öllum sviðum og engin stærð hreyfð, sem er á valdi stjórnvalda, nema gætt væri að því hvaða áhrif hún hefði á allar hinar og á þá niðurstöðu, sem að væri keppt. Þannig væri verðbólgan bókstaf- lega „svelt í hel“ í áföngum. Þessi aðferð krefst mikils af stjórnmálamönnunum. Hún krefst aga og ákveðni, skynsemi og þekkingar, stefnufestu, sjálfsaf- neitunar og talsverðrar hörku. Einmitt þess vegna er hún erfið. Gamla leiðin er svo miklu auð- veldari — að eyða peningum í upphafi árs en láta bíða til árslok- gera eigi til þess að standa við loforðið ef svo skyldi fara að atburðarásin yrði öðruvísi o.s.frv. o.s.frv. Ég veit að ég þarf ekki að segja meira. Svo stolið sé bókatitli frá mætum manni, þá er þetta „Létta leiðin, ljúfa", sem liggur fram af hömrunum. Sú leið, sem ekki hefur aðeins skapað og við- haldið 30—50% verðbólgu heldur er einnig líkleg til þess að fyrst tvöfalda, svo þrefalda og síðan fjórfalda hana án teljandi fyrir- hafnar. Út af þessum beina og breiða vegi höfum við Alþýðuflokksmenn viljað brjótast. Það hefur ekki reynst auðvelt verk. Freistingin er svo sterk að fara bara í gömlu slóðina. Hún er svo vel og vand- lega troðin og auk þess öll undan brekkunni, en ekki á fótinn. Dómur reynslunnar__________ Ég veit, að ég þarf ekki að vera langorður um þær undirtektir, sem við höfum til þessa fengið við tillögum, sem við höfum gert um framkvæmd samræmdrar jafn- vægis- og aðhaldsstefnu í efna- hagsmálum; hvað sem síðar verður. Báðir munum við hverjar viðtökur frumvarp ókkar Alþýðu- flokksmanna um jafnvægisstefnu í efnahagsmálum frá því í desem- ber s.l. fékk. Báðir munum við — reyndar öll þjóðin — hvernig umræðurnar voru um þau mál okkur gramdist, var að fá ekki málin rædd á þessum grundvelli. Fá aldrei umræður um hvernig unnt mætti vera að ná samkomu- lagi um slíka heildarstefnu um þjóðarbúskapinn á grundvelli áætlunargerða og um ákveðin markmið, sem náð yrði eftir til- teknum leiðum. Fá aldrei um- ræður um hvernig afgreiðsla á einum þætti þessara mála hefði óhjákvæmilega áhrif á alla hina og að lokum á sjálfa niðurstöðuna. Við vildum láta reisa girðingu til þess að veita verðbólgunni viðnám. Við vildum að við það starf hefðu menn jafnan styrk- leika girðingarinnar allrar í huga og þegar menn tækju ákvörðun um hvar setja skyldi niður hvern staur um sig hefðu menn hliðsjón af áhrifum þess á alla hina stur- ana og á styrk sjálfrar girðingar- innar. En þessar umræður fengum við aldrei. Þess í stað var bara rifist og rifist og rifist um hvern og einn staur út af fyrir sig líkt og engir aðrir væru til í það sinnið og enn síður nokkur girðing. Loks, þegar tekist hafði seint og um síðir að hrófla einhverju upp með samþykkt laganna um stjórn efna- hagsmála o.fl., þá manst þú, að Þjóðviljinn birti daglega við hlið leiðara úttekt á hverju og einu atriði lagasetningarinnar. Ekki man ég hvaða samheiti greina- flokkur þessi hafði en heitið hefði vel getað verið: „Hvernig ýmist tókst að kafskjóta, slæva eða drepa á dreif ýmsum megin- atriðum i tillögum kratanna um Fyrsl var skipió li-ngt ng siftan stylt aftur ... <Æ Eins og flestum landsmönnum er í fvrsku minni hefur það verið t3%hækkun [ hóll Vinnuveitendasamhandið haji | hntVtó háselum þá hækkun > ......*?■ \ í I fvrir Júlllok. TeWi Um hafi samisl miHi ; Vað taka sUu.i er íyrst og »0 gfrftardðmur Irri h»kkun meft ö6r“m P*™ 213?= “ 1 't,f.““>5ssKS’ " »"J U“),VdV»ímb»l»di» bobubr. “»'» srí».Rb'í.rs,';u |i» Árni Bergmann Afstaða verkalýðshreyf- ingarinnar Þegar Ijóst var orðið, að starf ríkisstjórnarinnar virtist ekki ætla að bera árangur í þessum mikilsverða málaflokki og þær efnahagsstærðir, sem rikisstjórn- in átti að hafa á valdi sínu, voru komnar á skrið, fór að gæta ókyrrðar í verkalýðshreyfingunni, en gert hafði verið samkomulag við hana um að grunnkaup hækk- aði ekki fram til 1. desember sem liður í samræmdum ráðstöfunum. „Hvernig er hægt að ætlast til þess, að það sé eina ráðstöfunin, sem á að halda, þegar flest annað er komið á skrið?“, spurðu laun- þegar. Eðlilegt að spurt væri. Opinberir starfsmenn felldu launastöðvunarstefnuna og aðrar stéttir fóru af stað. Út frá sjónarmiðum launþega gat þetta virst eðlileg niðurstaða miðað við aðstæður. A.m.k. átti hún ekki að geta komið mjög á óvart. Qrþrifaráð Við slíkar aðstæður er hætt við að þandar taugar fari að láta á sér kræla og menn gjörist óðamála. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Áður en varir eru menn farnir að tala hraðar en þeir hugsa. Þá er voðinn vís. Við þessar aðstæður, sem ég hef nú lýst, gerðist það að farið var að ræða um að grípa þyrfti inn í almenn launamál með lagasetn- ingu. Þótt þær efnahagsstærðir, sem eru á valdi löggjafans, væru komnar á skrið mætti slíkt hið sama ekki gerast um launamálin. Þar yrði löggjöfin að grípa tafar- laust inn í og setja lög, þar sem ákveðið væri hverjir skyldu fá hvaða hækkun og hverjir enga, hverjir fullar vísitölubætur, hverjir hálfar og hverjir að einum þriðja, hverjir skyldu mega semja um meira og hverjir ekki og hverjir skyldu til þess mega gera verkfall og þá hvenær, en hverjir ekki. Mér fór fyrst eins og fleirum, að ég tók ekkert mark á þessu tali. Svo ágerðist það, Þá fór mér eins og manni, sem stendur skýndilega augliti til auglitis við afturgöngu um hábjartan dag á ólíklegasta stað. Því hvað var það, sem ég heyrði? Bergmál frá umræðunum í ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar frá því nákvæmlega fyrir einu ári eða áður en sú ríkisstjórn setti „kaupránslögin". Og hvað var það, sem ég sá? Afturgengna ráða-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.