Morgunblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ1979 UTGERÐIN 20 „Minnka yerður sóknina um 40 - — segir Ragnar Arnason, hagfræðingur 65% „Frjáls nýting sameiginlegrar náttúruauðlindar eins og fiski- stofnarnir eru leiðir ávallt til mikiliar sóunar, eða með öðrum orðum lítillar arðsemi," sagði Ragnar Arnason hagfræðingur í viðtali við Morgunblaðið. „Sem dæmi til skilningsauka á þessu atriði má bera saman skipulag á fiskveiðum og skipulag í landbún- aði. Hvað myndi gerast ef öllum væri frjálst að hagnýta sér sauðfé landsins? Hver sem er gæti farið upp á hálendið og nýtt að vild þessa sameiginlegu náttúruauð- lind. Eðlilegasta afleiðing þess yrði trúlega sú að sauðfjárstofn- inn myndi fljótlega deyja út. Menn myndu ekki bíða fram eftir öllu sumri eftir því að lömbin stækkuðu, því ef þeir gerðu það þá ættu þeir það á hættu að aðrir yrðu fyrri til. Þetta er augljóslega óhagkvæmt skipulag. En tíðkaðist áður fyrr, þegar fámenn veiði- mannaþjóðfélög voru alls ráðandi. Nú er skipulagið hins vegar þann- ig að hver á sína hjörð og elur hana á sem hagkvæmastan hátt og slátrar á hagkvæmasta tíma. Þetta skipulag hefur ekki enn verið tekið upp í fiskveiðum. Skipulagningin er sú, enn sem fyrr, að hver sem vill nýtir fiski- stofnana að vild. Afleiðing þess er, að menn eiga það á hættu, að taki þeir ekki þetta tog eða þetta kast, þá muni einhver annar gera það. Þetta veldur því að sóknin er of mikil og of stór hluti stofnsins er veiddur. Þessi dæmi ættu að skýra það, að óheft nýting á sameigin- legri náttúruauðlind leiðir nær alltaf til óhagkvæmni, þ.e. sóknin verður meiri en þjóðhagslega er hagkvæmt. Þetta felst í lögmálinu um nýtingu sameiginlegrar nátt- úruauðlindar, sem er viðurkennd um allan heirn," sagði Ragnar Árnason. — Að því viðurkenndu, að þetta lögmál eigi við, þá vaknar sú spurning, hversu víðtækt það er? „Staðreyndin er sú að lögmálið á ekki aðeins við í sjávarútvegi, heldur í nýtingu flestra, ef ekki allra, sameiginlegra náttúruauð- linda. Sem dæmi úr heimi endur- nýjanlegra náttúruauðlinda má nefna geirfuglinn, sem útrýmt var á síðustu öld. Ástæðan var ein- faldlega sú að fuglinn var sam- eiginleg náttúruauðlind. Ef sá maður sem tók síðasta fuglinn, hefði ekki gert það, á hefði vænt- anlega einhver annar komið í staðinn. Einnig má geta hinna miklu skóga sem voru hér á landi þegar landið var numið, þessum skógum var eitt vegna þess að þeir voru sameiginleg náttúruauðlind. Menn kepptust hver við annan um nýtingu þessara skóga og þess vegna var þeim eytt. Allir helstu fiski- stofnar ofnýttir — Hvað kostar það þjóðina að þetta lögmál ræður hér ríkjum? „Inn á þetta atriði var komið mjög ýtarlega á ráðstefnunni. Líkönin sem við notum við þá útreikninga eru ekki mjög full- komin, við reynum að nálgast eins og mögulegt er ýmsar forsendur, bæði líffræði- og hagfræðilegs eðlis, en þetta er engu að síður það besta sem völ er á. Líkönin hafa verið lengi í deiglunni m.a. það líkan sem ég nota, en ég hef unnið að því síðan 1976. Niðurstaðan er sú að allir helstu fiskistofnarnir, ef til vill að loðnunni undantek- 99 Efhag- kvæmt skipulag kemst verður efnahagsvandi sjávarútvegsins úr sögunni. 99 99 Frjáls nýting sam- eiginlegrar náttúru auðlindar leiðir ávallt til mik illar sóunar 99 99 síðan tekur við góðæri, tekjurnar verða miklu meiri en þær hafa áður verið^ 99. Best að veiðileyfin gangi kaupum og sölum 99 inni, eru ofnýttir. Það má segja að sókn í þorsk, ýsu og karfa sé allt of mikil samkv. þessu líkani. Nýting á ufsa virðist hins vegar hæfileg, en það stafar eingöngu af þvi að V-Þjóðverjar veiddu mikið af ufsa hér við land, en þeir eru sem kunnugt er nýlega farnir af mið- unum, og við höfum ekki aukið sóknina að sama skapi. Erfitt er að segja til um þær upphæðir sem hér um ræðir vegna ónákvæmni líkansins, en óhætt er að fullyrða að þær eru mjög verulegar, miklu meiri heldur en nemur þeim efna- hagsvanda sem sjávarútvegurinn á í. Ef hagkvæmt skipulag kemst á er óhætt að fullyrða að þess konar efnahagsvandi yrði úr sögunni, arðsemi útvegsins yrði mun meiri en þessum efnahagsvanda nem- Minnka verður sóknina um 40—65% — Hvað er þá helst til ráða, að þínu mati? „Á grundvelli þessa líkans má fullyrða að það verður að minnka sókn mjög verulega, um 40—65%. Þetta gildir fyrir ýsu, þorsk og karfa, ufsinn er nálægt því að vera hæfilega nýttur. — Nú kostar það þjóðarbúið væntanlega töluvert að takmarka sóknina svo mikið, hvað er það lengi að borga sig upp samkv. þessu líkani? „Það fer allt eftir því hvernig á málum er haldið. Það má fara hægt í sakirnar, bíða lengi eftir því að arðurinn komi fram, eða fara hratt af stað og fá arðinn fyrr. Ef eingöngu er hugsað um að hámarka það sem kallað er nú- virði arsöins, þá bendir líkanið til þess að það borgi sig að draga mjög hratt úr sókninni strax í upphafi, en auka hana síðan smátt og smátt uns jafnvægi er náð milli sóknar og nýtingar. Sé þannig farið að verður tekjurýrnun í sjávarútveginum, fyrstu þrjú árin, en síðan tekur við góðæri, tekjurn- ar verða miklu meiri en þær hafa áður verið. Sé hins vegar farið hægar í sakirnar þá er ekki umtalsverð tekjurýrnun á fyrstu árunum en þá eru það 5—6 ár sem verða svipuð því sem nú er, áður en hinn góði árangur fer að segja til sín.“ Sala veiðileyfa æskileg lausn — Hvor þessara leiða er æski- legri að þínu mati? „Það er erfitt um það að segja, en það eru viss félagsleg sjónar- mið sem mæla með þvi að hér verði notuð hæg aðlögun, svo ekki verði miklar sviptingar á vinnu- markaði okkar og einnig verður að hugsa um erlenda fiskmarkaði. Ef dregið er verulega úr sókn þá minnkar aflinn mjög mikið, og þá myndi mörkuðum vera hætt. Eg hallast helst að því að það sé betra að fara hægt í sakirnar. Núvirðið myndi ekki lækka mjög mikið við það, ef aflinn færi aldrei niður fyrir 270—280 þús. tonn á ári. Þetta er hægt og það myndi ekki glatast mjög mikill arður við það. Hins vegar má geta þess að and- virði þeirra verðmæta sem í súg- inn fara miðað við núverandi fiskveiðistefnu annars vegar og Ragnar Árnason hagfræðingur skynsamlegrar fiskveiðistefnu hins vegar, er u.þ.b. 10 milljarðar á ári og er þá eingöngu miðað við þorsk. Þess ber að geta að þetta á við þegar búið er að byggja fiski- stofnana upp á ný, en það tekur tíma að ná þeim árangri. — Hvernig má fara að því að taka upp hagkvæma sókn? „Það eru margar leiðir sem koma til greina. Ein leið væri t.d. sú að ríkið ákvæði sóknina, veldi útgerðarfyrirtæki og skip til að annast hana. Hins vegar er þessi leið ekki í samræmi við þann hugsunarhátt sem hér ríkir, því við byggjum fyrst og fremst þjóð- félag okkar upp á markaðskerfinu. Meðal annarra leiða sem koma til álita er t.d. veiting veiðileyfa, þ.e.a.s. að vandkvæðunum á nýt- ingu sameiginlegrar náttúruauð- lindar verði eytt með því að afhenda mönnum veiðileyfi sem í raun eru ekkert annað en eignar- réttur yfir ákveðnum afla. I þessu sambandi er besta fyrirkomulagið það, að þessi veiðileyfi geti gengið kaupum og sölum á milli útgerðar- manna. Það mynd leiða til þess, þegar fram liðu stundir, að hag- kvæmustu útgerðirnar gerðu út. Þær einar hefðu ráð á veiðileyfum og þannig fengjum við hagkvæm- ustu skipin með hagkvæmustu sóknina. Með breyttum aðferðum má auka arðsemina Þess má geta að slíkt fyrir- komulag hefur verið við lýði í Kanada síðan 1968 en Kanada- menn hafa náð all miklum árangri með stýringu laxveiða í sjó með þessu móti. Skipulag þessara veiða er í stuttu máli þannig að í upphafi fengu næstum allir þeir bátar sem laxveiðar höfðu stund- að, veiðileyfi, sem voru framselj- anleg. Veiðileyfin gátu gengið kaupum og sölum á milli útgerðar- manna, að vísu í formi bátanna sjálfra. Þessi veiðileyfi voru fyrst seld gegn mjög lágu gjaldi, 5—10$, af hinu opinbera, en brátt hækk- aði þetta verð og markaðsverðið jafnvel enn meira. Nú er talið að arðsemi þessara veiða nemi um sex milljörðum króna á ári en hún var engin áður. Þetta sýnir að með breyttum aðferðum má auka arð- semina mikið á fremur stuttum tíma. í þessu sambandi má geta þess að nú eru Kanadamenn að hefja svipaða skipulagningu á öllum sínum fiskveiðum, en það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir okkur íslendinga, vegna þess að þeir eru okkar skæðustu keppi- nautar á erlendum mörkuðum, bæði á bandaríska freðfiskmark- aðnum og á síldarmörkuðunum. Ef þeim tekst að koma á skynsam- legri stjórn á sínum fiskveiðum á þennan hátt, þá munu þeir geta undirboðið okkur á þessum mörk- uðum. Það liggur fyrir að þeir muni geta stóraukið fiskframboð sitt á næstunni, því að til skamms tíma veiddu útlendingar megnið af þeim fiskafla sem veiddur var undan kanadískum ströndum, en nú hafa þeir farið að dæmi ann- arra og fært út fiskveiðilögsögu Skattur á aflann? Aðrar hugmyndir eru t.d. þær að leggja skatt á aflann, draga úr sókninni með því að gera hana ekki eins arðbæra eins og hún ella myndi vera, þ.e.a.s. að leggja skatt á aflann þegar honum er landað sem þýðir það að fiskverðið sem kemur til skipta er iægra og þá myndi sóknin dragast saman. Meginatriðið er hins vegar það, að hvaða leið sem farin yrði þá er engin ástæða til annars en að því fé sem inn kemur á þennan hátt, t.d. með sölu veiðileyfa, verði veitt aftur út í sjávarútveginn. Sé aftur tekið dæmi frá Kanada, þá hefur verið farin sú leið þar að ríkið hefur selt veiðileyfin að nokkru leyti eins og áður gat og það fé sem þannig hefur komið inn hefur ríkið notað til að káupa upp þann flota sem ekki hefur fengið veiði- leyfi. Það er margt sem mælir með því að fara slíka leið, þannig fækkar skipum og sóknin minnk- ar. — Myndi slík ráðstöfun hér á landi ekki mæta mikilli andstöðu? „Það þyrfti ekki nauðsynlega að verða. Sé í upphafi gert ráð fyrir að allir sem hafa stundað ákveðn- ar veiðar fái veiðileyfi og þeim yrði síðan heimilað að versla með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.