Morgunblaðið - 19.07.1979, Page 22

Morgunblaðið - 19.07.1979, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ1979 Þessi mynd er tekin á sunnudeginum í Stornaway. Eins og fram kemur í pistlinum var þó lítil umferð. Frá höfninni í Stornaway. Eins og sjá má er floti þeirra ekki það sem kalla má af nýjustu gerð. Vestmannaeyjar — Suðureyjar: Leiðinlegt veður, leki og biluð sjálfs- stýring settu mark sitt á ferðina BLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttapistill frá áhöfninni á skútunni Bonny frá ísafirði, sem er á leið til Miðjarðarhafsins. Sigldi hún, eins og áður hefur komið fram í blaðinu, án stofnmasturs frá Reykjavík til Skotlands. En iátum þau sjálf segja ferðasöguna: Erum við á réttri leið? Bárður, Kristfn og Gunnar við leiðarreikn- ing. Það var galvösk áhöfn, sem lagði af stað frá Vestmannaeyj- um til Skotlands eftir viðburðar- lausa ferð frá Reykjavík. Veðrið var frekar ieiðinlegt, grenjandi rigning og mótvindur og ekki batnaði skapið, þegar sjálfsstýr- ingin bilaði og fyrirsjáanlegt var að við þyrftum að sitja við „rattið" alla leið. Enn versnaði ástandið þegar timburmaðurinn tilkynnti, að skipið væri hriplekt, þar sem að pakkning með stefnisröri væri farin og tilkynnti skipstjórinn, að skynsamlegast væri að snúa við til Eyja. Kom þá mikill kurr í mannskapinn og benti hann „kallinum" á, að miðað við önnur undangengin áföll væri þetta aðeins lítilræði, þar sem ágætis lensidælur væru í skipinu, og var því haldið stefnunni 126° (sam- kvæmt leiðarreikningi) eftir sem áður. Fljótlega tókst að gera við sjálfsstýringuna og upp rann morgunn með vestlægan vind og var mannskapurinn ekki seinn á sér að drífa upp rennandi blaut- ar sængur og yfirhafnir frá kvöldinu áður til þurrkunar. Fram eftir degi hélst vindur suðvestan 3—4 vindstig og höfðu menn orð á því að gott væri að hafa stórsigluna í slíkum draumabyr, en við urðum að sætta okkur við að hún væri brotin, og önnur fengist ekki fyrr en í Troon. Leið nú dagur að kveldi, án tíðinda, og nótt fór í hönd með vaxandi vindi, 5—6 vindstigum og talsverðum sjó, ásamt veltingi og ágjöf. Skyndi- lega heyrðist kall frá vaktmanni „ship ohoj“ og reyndist það vera færeyski báturinn Lækur TV 141, sem var á leið til fiskveiða við Grænland. Með talstöðvar- sambandi fengum við upp Corantölur og vorum við þá 170 mílur suðaustur af Vestmanna- eyjum, á réttri leið. Bar nú fátt til tíðinda þann daginn, nema það, að Elli kokkaði franskan rétt, sem áhöfnin kunni vel að meta. Vissum af landi framundan eins og víkingarnir forðum Þriðji dagurinn leið með um- ræðum við vélagný og velting um hversu gott væri að hafa uppi segl og reiða í ljúfum byr og er erfitt að lýsa muninum á þessu tvennu. Á fjórða degi fór vindur vax- andi þar til komið var hvass- viðri, en skapið hélst gott þar sem menn körpuðu um hvaða bjórtegund væri bezt og endaði rimman á því, að allar tegundir skyldu prófaðar, þegar komið væri í skozka höfn. Dimmt var yfir og lélegt skyggni, útvarps- skilyrði voru fyrir neðan allar hellur og gekk illa að miða út radiovitann Butt of Lewis. En eins og víkingarnir forðum viss- um við af landi framundan af fuglalífi og breytingu á öldulagi. Rýndu menn út í sortann og sáu alls kyns hillingar, allt frá fjall- garði og niður í sjónpípu á rússneskum kafbáti og þegar kall barzt ofan af þiljum um að land væri framundan var bara hlegið. En land var það og það Herbrides-eyjar, en þangað var einmitt ferðinni heitið og um 102 klst. eftir að ferðin hófst frá Vestmannaeyjum komum við til Stornaway, aðfararnótt laugar- dags í roki og náttmyrkri. Minntu okkur á landann Strax að morgni var lagt af stað upp á krárnar til að skera úr um viss ágreiningsefni og komumst við að ákveðinni niður- stöðu. Rak okkur í rogastanz, þegar við sáum drykkjumenn- ingu eyjarskeggja, sem minnti okkur ósegjanlega á okkur ís- lendinga. Var okkur vel tekið og /akti það mikinn fögnuð þegar ikipstjórinn okkar söng og dans- iði að hætti kósakka með mikl- um tilþrifum. Áttum við hvert bein í Skotunum og eftir að barnum var lokað bauð vertinn okkur í partí. Fóru nú sumir að ympra á því, að fara niður í skútu og skoða kortin til að vera viss um að við værum í útland- inu, svo lík var skemmtana- menningin þeirri sem við áttum að venjast. Sunnudagurinn sem í hönd fór /ar dauflegur, allt var lokað og illir Skotar innandyra, engu íkara en að bærinn væri yfirgef- ínn. Það var annað sem vakti furðu okkar í þessum bæ, en það voru „dúfurnar" á torginu. Þær voru stórar, gráar og gargandi með gula gogga, grunsamlega líkar máfunum hér heima, enda reyndust þær vera mávar við nánari athugun. Fannst okkur aldeilis furðulegt að þeir virtust lifa á brauðmolum, sem til þeirra var hent og virtust þeir lifa í sátt og samlyndi við fólkið í bænum. Hér reiknum við með að dvelja í tvo daga þar til ferðinni verður haldið áfram til Troon, þar sem stórsiglan verður sett upp, og ferðinni haldið áfram suður á bóginn. Beztu kveðjur. Áhöínin á Bonny Vinabæjarmót í Hveragerði með þátttökuum 170norrænnagesta Dagana 27. — 29. júlí n.k. verður haldið vinabæjarmót í Hveragerði, og sækja það um 170 norrænir gestir frá vinabæjum Hveragerðis á Norðurlöndunum, en í vinabæjar- keðjunni eru eftirtaldir bæir: Sig- dal í Noregi. Örnsköldsvik í Sví- þjóð, Áánekoski í Finnlandi, Brande í Danmörku og Tarp í Suður-Slésvík, en Hveragerði er eina bæjarfélagið hér á landi sem hefur vinabæjartengsl við danska íbúða í Slésvík. Norræna félagið í Hveragerði var stofnað árið 1958, og allt frá upphafi hafa verið góð samskipti við vinabæ- ina, og það ekki síst nú á síðustu árum, og t.d. árið 1978 fór hópur úr Hveragerði á vinabæjarmót í Sví- þjóð og árið áður á vinabæjarmót í Finnlandi. Hinir erlendu gestir koma til landsins nú þann 19. júlí, og munu ferðast um landið og síðan mætast í Hveragerði fimmtudaginn 26. júlí. Frá vinabæ Hveragerðis í Svíþjóð, Örnsköldsvík, kemur m.a. 50 manna unglingasymfóníuhljómsveit, sem mun halda tónleika á ýmsum stöðum í samvinnu við deildir Norræna félagsins og Tónlistarfélög þar sem þau eru. Þannig verða tónleikar: 19. júlí í Selfossbíói, 20. í Ara- tungu, 21. í Borgarnesi, 22. í Stykkis- hólmi, 24. á Höfn í Hornafirði, 26. á Hvolssvelli, 27. í Menntaskólanum við Hamrahlíð, auk tónleika í Hvera- gerði í tengslum við vinabæjarmótið. Hljómsveit þessi hefur hlotið góða dóma, og leikur tónlist við allra hæfi. Þannig að þrátt fyrir árstím- ann, er vonast eftir góðri þátttöku á tónleikana. Nafn hljómsveitarinnar er KOMSEO. Vinabæjarmótið sjálft hefst svo í Hveragerði föstudaginn 27. júlí, þar sem oddviti Hveragerðishrepps, Þórður Snæbjörnsson, mun bjóða gesti velkomna. Síðan verður farið í skoðunarferð um Hveragerði og stofnanir og fyrirtæki skoðuð, m.a. Elli- og dvalarheimilis Ás, Heilsu- hæli NLFI, Garðyrkjuskóli ríkisins, Kjörís, Eden, Blómaskáli Páls Mich- elsen og fiskeldistöðin á Öxnalæk í Ölfusi. Á laugardeginum verður síðan farið í skoðunarferð um Suðurland, Skálholt — Gullfoss — Geysir — Laugarvatn — Þingvellir, og um kvöldið verður skemmtun í íþrótta- húsinu í Hveragerði, fyrir Hvergerð- inga og gesti, þar sem sænska hljómsveitin mun m.a. leika og fimleikahópur danskra stúlkna frá vinabæ Hveragerðis í Danmörku sýna listir sínar. Á sunnudeginum 29. júlí verður fyrir hádagið samnorræn guðsþjón- usta í Hveragerðiskirkju, og verður sérstaklega til hennar vandað, og hefur sóknarpresturinn í Hveragerði séra Tómas Guðmundsson og Kirkjukór Hveragerðiskirkju annast þann undirbúning, í samvinnu við séra Christian Karstoft í Tarp. Eftir hádegið munu fulltrúar Norrænu félaganna, sveitarstjórnar- manna og ungmennafélaga halda fundi, þar sem m.a. verður rætt um hvernig auka megi samstarfið á hinum ýmsu sviðum á miili bæj- anna. Um kvöldið verður síðan loka- hóf í Hótel Hveragerði, fyrir gesti og gestgjafa, en þar munu ýmsir skemmtikraftar úr Ilveragerði koma fram, auk þess sem ávörp verða flutt. Norrænu gestirnir, á annað hundrað, munu gista á einkaheimil- um, og eru þau yfir þrjátíu heimilin í Hveragerði sem verða með norræna gesti vinabæjardagana. Ungmennin gista aftur á móti í Barnaskólanum, og hefur verið sköpuð þar mjög góð aðstaða til að taka þar á móti þeim, en þar mun m.a. Kvenfélag Hvera- gerðis sjá um veitingar fyrir þau. Frmaður Norræna félagsins í Hveragerði er Grétar J. Unnsteins- son, skólastjóri. Hveragerði. Þangað munu koma um 170 gestir frá vinabæjum Hveragerðis á Norðurlöndunum á vinabæjarmót sem hefst á morgun, föstudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.