Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1979 33 sér m.a. meiri skattheimtu, hærra gengi (ef atvinnugreinin skiptir verulegu máli í útflutningi) og lægra söluverð. Ef íslenzkur sjáv- arútvegur nyti sömu styrkja og norskur sjávarútvegur væri hægt að skrá krónuna innan við 300 krónur gagnvart dollar, í staðinn fyrir 345 krónur. Okkur Islendingum hættir mjög til samanburðar á lífskjörum við aðrar þjóðir. Við erum ákaflega kröfuharðir i þeim samanburði. Okkur nægir ekki að tilheyra þeim 10% jarðarbúa sem við best lífs- kjör búa á efnahagslegan mæli- kvarða. Við erum á góðri leið með að telja sjálfum okkur trú um að hér á landi sé óbúandi vegna þess að við náum ekki að vera meðal þeirra 5% jarðarbúa, sem best lífskjörin hafa. Við stöndum ákaf- lega illa í öllum samanburði í grunntölum kaupgjalds af því að við kjósum að haga vinnu og launum á mjög sérkennilegan hátt. Þórður gerir að umtalsefni athugun Bolla Bollasonar, hag- fræðings hjá Þjóðhagsstofnun um vinnutíma og laun á íslandi og hinum Norðurlöndunum: „Niður- staðan var sú, að vinnutími hér á landi væri um 20 af hundraði lengri og laun 40—60 af hundraði lakari en á hinum Norðurlöndun- um.“ (hér verð ég að gera tvær athugasemdir utan dagskrár þó að þær skipti ekki meginmáli: Smá mistök og auðskýranleg valda því að Þórður telur að Bolli hafi komist að þeirri niðurstöðu að kauptaxtar, ekki laun, væru 40— 60% lakari hér en á hinum Norðurlöndunum. Raunveruleg niðurstaða Bolla var að kauptaxt- ar hér væru 30—40% lakari og er þá Finnland ekki talið með. En hvers vegna telur Þórður Finn- land ekki með? Af því að við berum okkur ekki saman við lönd sem sýna hagstæðan samanburð fyrir okkur. Við berum okkur ekki einu sinni lengur sjaman við Band- aríki Norður-Ameríku). 30—40% munur á kauptöxtum er gífurlega mikill munur. Þessi munur segir engan veginn til um mismun á lífskjörum þar sem yfirvinnan hér vegur mjög á móti og svo eru óbeinu launin miklu hærri hér en annars staðar á Norðurlöndum, nema í Svíþjóð þar sem munurinn er ekki mjög mik- ill. Verði lagður á auðlindaskattur hér eins og Félag ísl. iðnrekenda leggur til, og gengið lækkað eins og sömu tillögur gera ráð fyrir, þá eykst ennþá munurinn á milli kauptaxta hér og á hinum Norður löndunum, svo að jafnvel Finn- land yrði samanburðarhæft. Þetta myndi gerast af sjalfu sér við álagningu skattsins án þess að neitt annað breyttist. An þess að lífskjör versnuðu hér nokkurn skapaðan hlut. Ef að sú sannfær- ing mín, sem ég hef áður lýst í þessari grein, að lífskjör myndu versna í raun við álagningu auð- lindaskatts er rétt, þá hygg ég að sá einn samanburður yrði gerður á milli launa hér og á hinum Norðurlöndunum að fáir treystu sér við að búa. Og jafnvel þó að lífskjörin versnuðu ekki við álagn- ingu auðlindaskatts þá ætla ég að það sé engin pólitískur möguleiki að gera það vegna samanburðar- ins við aðrar þjóðir. Við lifum nefnilega í heimi með öðrum þjóðum. Við verðum í ýmsum tilfellum að taka tillit til þess hvernig málum er hagað annars staðar. Ef auðlindaskattur væri almennt lagður á sjávarút- veg, og að sjálfsögðu væri það okkur mjög hagstætt að hann væri viðurkenndur sem kostnað- arliður í heimsviðskiptum, mynd- um við að sjálfsögðu gera slíkt hið sama. En þvert á móti lifum við í heimi þar sem sjávarútvegur er mjög almennt styrktur. Og það getur verið spurning hvenær við neyðumst til að taka upp fjár- hagslegan stuðning við okkar sjávarútveg af því að aðrar þjóðir gera það. Nú þegar verður ekki hjá því komist að þjóðfélagið í heild greiði hluta af olíuhækkun fisk- veiðiflotans um stundarsakir. En sú mesta hætta sem lífskjörum Landsmót A A um helg- ina í Galtalækjaskógi okkar stafar nú er að styrkir til sjávarútvegsins lækki verð sjávar- afurða á heimsmarkaði. Þess vegna ber okkur að berjast á móti því alls staðar þar sem við fáum því við komið að styrkir séu auknir til sjavarútvegs. A þessari stundu gætum við breytt skipun efnahagsmála þann- ig að samanburður við hin Norð- urlöndin yrði sambærilega hag- stæður. Við gætum t.d. lagt á aukna skatta þannig að við næð- um sömu prósentu í skattheimtu og Norðmenn. Við gætum notað þessa skattpeninga til þess að styrkja sjávarútveginn eins og Norðmenn gera. Að því loknu gætum við hækkað gengið í 280— 290 krónur dollarann. Að svo loknu gætum við farið upp á haug og hælt okkur af því að heildar- laun væru hærri á íslandi en í Noregi. Og þó, þetta gætum við ekki. Norskur iðnaður virðist þola þetta skipulag í méginatriðum, en íslenskur iðnaður þyldi þetta ekki. Hann hryndi eins og spila- borg. Hann hryndi vegna þess að hann gæti ekki búið við óhagstæð- ara gengi en sjávarútvegurinn, hann þarf hagstæðara gengi en sjávarútvegurinn. Um það stendur baráttan. Að leggja á auðlind- askatt til þess að halda iðnaðinum á þessu stigi væri algjörlega fráleitt. Að leggja á auðlindaskatt til þess að auka iðnað sem stendur á þessu stigi væri glapræði. Á undanförnum áratugum hefur staða iðnaðarins í heiminum verið slík að í hugum manna þýðir iðnríki nánast sama og auðugt ríki. Iðnaður hefur haft yfirburði yfir matvælaframleiðslu. Nema á Islandi. Þar hefur iðnaður aldrei getað náð sér almennilega á strik. Það verður að breytast. En það verður að breytast á annan hátt en þann að iðnaðurinn dragi aðrar atvinnugreinar með sér niður í gröfina. Auðlindaskattur og fiskveiðar Auðlindaskattur breytir engu um stjórnun á fiskveiðum. Þó að auðlindaskattur yrði lagður á verður eftir sem áður að ákveða á sama hátt og nú er gert hvaða aflamagn megi taka hverju sinni. Árum saman hefur verið ákveðið humarmagn. Veiðum hefur verið hætt þegar því magni hefur verið náð. Ákveðið hefur verið um síldarmagn. Farið hefur verið fram úr því magni þegar sjávar- útvegsráðuneytið hefur leyft það. Framkvæmd þess hefði ekki getað orðið á nokkurn annan hátt þó að lagður hefði verið á auðlindaskatt- ur í formi sölu veiðileyfa. Frá sjónarmiði fiskverndunar hefur auðlindaskattur því ekkert gildi umfram aðrar aðferðir sem hægt er að nota og notaðar hafa verið. Hins vegar kann auðlindaskatt- ur að hafa veruleg áhrif á fiski- skipaflotann og einstök byggðar- lög. Og það er um þau áhrif sem mig vantar upplýsingar. Mig vant- ar upplýsingar um það hvernig það má vera að það sé hagstætt að selja veiðileyfi til hæstbjóðanda, sem hlýtur að hafa þann tilgang að einhverjir verði útundan með leyfi, Neskaupstaður þetta árið, síðan Isafjörður og svo gjarnan Hafnarfjörður og þannig áfram. Iðnrekendur segja að þetta sé besta leiðin til þess að komast hjá pólitísku skæklatogi. Það er iðn- rekenda að sanna það. Ég fæ ekki betur séð en að þetta skipulag hefði það í för með sér að heilu breiðunum af fólki væri stefnt til Reykjavíkur til þess að fá leiðrétt- ingu mála sinna. Því að atvinnulíf í heilum byggðarlögum verður ekki lagt í rúst án þess að alþingismenn byggðarlagsins, sveitarstjórnir eða bæjarstjórnir og forystumenn atvinnulífs og verkalýðsfélaga snúist til varnar, hvort sem það er kallað pólitískt skæklatog eða eitthvað annað. En ég bíð eftir skýringum iðnrekenda. Þessar hugmyndir eru svo langt fyrir ofan minn skilning að ég kem satt að segja ekki auga á hvað fyrir þeim vakir. AA-SAMTÖKIN á íslandi efna til árlegs landsmóts um næstu helgi, dagana 20. til 22. júlí. Mótið verð- ur að þessu sinni haldið í Galtalækjarskógi, í Lands- sveit í Rangárvallasýslu. Dagskrá mótsins, sem jafnframt er fjölskyldu- mót, verður sem hér segir: Föstudagur 20. júlí: kl. 20:00 mótið sett. Kvöldvaka — varðeldur — dans. Ósló 17. júlí Irá írótta- ritara Mbl. Jan Erik Lauré NORSK stjórnvöld hafa þungar áhyggjur af veið- um Rússa við Jan Mayen. Norskt varðskip hefur ekki verið sent á Jan May- en-svæðið, en Orion-flugvél frá norska sjóhernum hef- ur flogið þar yfir og voru þá taldir þar um 100 rúss- neskir togarar. Það voru norskir rækjusjómenn, sem tilkynntu norskum yfirvöldum um þennan flota. Rússarnir eru sennileg- ast að veiða rækju og/eða kolmunna, en fullyrðingum um síldveiðar er vísað á bug á þeim forsendum að við Jan Mayen sé ekki síld að hafa. Már Elísson fiski- málastjóri Islands sagði í Laugardagur 21. júlí: kl. 08:30 Tjaldbúðir vaktar. kl. 09:00 Sameiginlegur morgun- verður. kl. 10:00 Opinn AA-fundur. kl. 12:00 Hádegisverðarhlé. kl. 13:30 Utileikir ýmsir — sér- staklega minnt á „ÁR BARNS- INS“. kl. 17:00 Opinn Al-anon fundur. kl. 20:00 AA-fundur. kl. 21:30 Kvöldvaka — varðeldur samtali við NTB, að íslend- ingar vissu ekki til þess að Sovétmenn veiddu síld á Jan Mayen-svæðinu, en sennilegast væri að þeir stunduðu kolmunnaveiðar. I viðræðum við íslend- inga um norska fiskveiði- lögsögu við Jan Mayen og stjórnun á veiðum þar lagði norska ríkisstjórnin þunga áherzlu á hættuna af nýj- um veiðiþjóðum. Norsk stjórnvöld óttast nú að Sunnudagur 22. júlí: kl. 08:30 Tjaldbúðir vaktar. kl. 09:00 Sameiginlegur morgun- verður. kl. 10:00 Helgistund. Mótsslit — kveðjur. Landsmót AA-samtakanna und- anfarin ár hafa verið vel sótt, og er búist við mikiili þátttöku að þessu sinni. Þátttökugjald fyrir fullorðna er 2500 krónur, en ekk- ert fyrir börn, 14 ára og yngri. sovézki flotinn á Jan May- en-svæðinu bíði þar loðnu og hefur verið gefið í skyn, að sé það reyndin kunni viðhorf íslendinga til norskrar fiskveiðilögsögu við Jan Mayen að breytast. Tvö norsk leitarskip héldu í dag til loðnuleitar á Jan Mayen-svæðinu, en um fimmtíu norsk skip bíða þess að sumarloðnuveið- arnar hefjist, sem verður 23. júlí. EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLYSINGA- SÍMINN ÉK: 22480 'fáSfiettioHcL Bátar Loksins fengum við örfáa báta af gerðinni Shetland 570. Shetland hefur sannaö ágæti sitt viö íslenzkar aöstæöur. Shetland er öruggur, enda byggöur þannig aö hann getur ekki sokkiö. Shetland kemur fullkláraöur m. segli, vask, siglingaljósum o.m.fl. Fallegur bátur á góöu veröi. Fáum á næstu dögum nokkra Shetland GH14 báta. Þeir eru af norskum ættum þessir og framleiddir af hagleiksmönn- um Shetland. Lengd: 4.30 m. Allir tvöfaldir. Gott verö. Við bjóðum að sjálfsögðu Chrysler utanborðsvélar fyrir Shetland. Þekkt bjónusta og gott verð. Vélar & Taeki hf. TRYGGVAGATA 10 BOX 397 REYKJAVÍK SlMAR: 21286-21460 — dans. Norðmenn óttast að rússneski flotinn við Jan Mayen bíði loðnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.