Tíminn - 24.06.1965, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.06.1965, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 24. júní 1965 ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR 13 8 mörk skoruð í leik KR og SBU - Jafntefli varð, 4:4, sem voru sanngjörn úrslit eftir atvikum. KR náði forustu þrisvar sinnum. - Alf — Reykjavík. — ÞaS var tvenns konar regn á Laugar- dalsvellinum í gærkvöldi, þegar KR mætti danska úrvalsliðinu frá Sjálandi. Annars vegar var ósköp venjulegt regn, sem veSurguðirnir skömmtuðu mjög hóflega, en hins vegar var um markaregn að ræða, því samtals voru skoruð 8 mörk í leiknum, en bæði liðin skoruðu 4 mörk. Eftir atvikum má segja, að jafntefli hafi verið sanngjörn úrslit. Hátt á 6. þús- und manns kom til að sjá leikinn — þar rf líklega margir til að sjá Þórólf leika mð sínu gamla félagi. Þórólfur var ekki í essinu sínu í gærkvöldi, hann meiddist í fyrri hálfleik og varð síðan að yfirgefa völlinn snemma í síðari hálfleik. Þórólfur gerði samt margt gott og dreif KR-liðið upp úr meðal- menskunni í fyrri hálfleik. Hann hélt sig mestmegnis nálægt miðju vallarins og sendi þaðan knöttinn til skiptis á kantana eða sendi stungubolta fram miðjuna. KR-Iið ið náði fyrir bragðið góðum leik i fyrri hálfleik, og náði þá tvívegis forystu. Þrátt fyrir að augu margra hafi beinzt að Þórólfi í gærkvöldi, var Sigurþór Jakobsson v. útherji, samt sem áður maður dagsins hjá KR. Sigurþór sýndi mikinn dugnað og skoraði tvö af fjórum mörkum liðsins og var fyrra markið gullfallegt. En snú- um okkur að gangi leiksins. Þegar á 3. mínútu náði KR for- ystu. Gunnar Felixson tók horn- spymu frá hægri, sem Baldvin Baldvinsson afgreiddi í netið með góðum skalla. Þetta mark virtist boða gott, en Adam var ekki lengi í Paradís, því aðeins tveimur mín- Kennslu bækur Forráðamenn Golfklúbbs Reykja víkur vinna nú að því að útvega erlendan golfkennara til starfa á golfvelli félagsins við Grafarholt. Verður væntanlega hægt að til- kynna um frekara námskeið fyrir byrjendur á næstunni. Stjórn GR hefur keypt nokkurt magn af kennslubókum á ensku fyrir byrjendur. Bækur þessar, sem kosta kr. 25.00, er hægt að fá keyptar hjá formanni GR, Þorvaldi Ásgeirssyni, Vonarstræti 12. Birgð ir eru takmarkaðar, og er því byrj- endum ráðlagt að tryggja sér ein- tak sem fyrst. (Fréttatilkynning frá GR.) EYJAFLUG Með HELGAFELLI NJÓTia þér ÚTSÝNIS, FLJÓTRA OG ÁNÆGJULEGRA FLUGFERÐA. AFGREIÐSLURNAR OPNAR ALLA DAGA. Zf/G* SÍMAR: ____ VESTMANNAEYJUM 1202 REYKJAVÍKURFLUGVELLI 22120 útum síðar jafnaði danska liðið úr vítaspyrnu, sem dæmd var rétti lega á Ellert Sehram. Ove Ander sen v. innherji SBU, skoraði ör- ugglega úr spyrnunni. Á 20. mínútu náði KR aftur for- ystu með afar vafasömu marki, sem Ellert skoraði. Ellert stóð á marklínu danska marksins og fékk þar sendingu frá Þórólfi. Ellert var eins rangstæður og hægt er að hugsa sér, en samt sem áður gerði línuvörður enga athugasemd, og dómarinn, Steinn Guðmundson, dæmdi mark . Tíu mínútum síðar komst svo KR í 3;1. Sigurþór Jakobsson lék frá vinstri væng inn í vítateig, — og skaut óvæntu skoti, sem hafn- aði efst uppi í hægra horni danska marksins. Þetta var fallegt skot, sem danski markvörðurinn, Mog- ens Johanson hafði engin tök á að verja. — Fyrir hlé minnkaði SBU bilið niður í eitt mark, en á 35. mín skoraði Jörgen Jörgensson eftir mistök KR-varnarinnar. Jörg en komst inn fyrir hana alla og vippaði knettinum framhjá Heimi. Þanig var staðan í hálfleik, 3:2. Strax á 3. mín. í síðari hálfleik jafnaði SBU 3 : 3. Vinstri útherj- inn, Finn Larsen, lék auðveldlega í gegnum KR-vörnina, sem var mjög slöpp í þessum leik, og skor- aði auðveldlega. Á 10. mín. náði KR svo forystu í fjórða sinn í leiknum, 4 : 3, og skoraði Sigurþór mark af stuttu færi, eftir fyrirgjöf frá Baldvin Baldvinssyni. — Síðasta markið í leiknum — jöfnunarmark SBU — skoraði Jörgen Jörgensen á 13. mín. — greinilegt rangstöðumark.1 Línuvörðurinn veifaði, en hætti síðan að flagga, og Daninn hélt á- fram inn og skoraði. Má segja, að SBU hafi þarna kvittað fyrir rang- stöðumarkið, sem KR skoraði í fyrri hálfleik. Fleiri urðu mörkin ekki, og var jafntefli sanngjörn úrslit eftir gangi leiksins. í fyrri hálfleik var leikurinn skemmtilegur og tilþrifa mikill, en hann datt niður i þeim síðari og þá var þóf á báða bóga allsráðandi. Sem fyrr segir fór Þórólfur út af snemma i síðari hálfleik og kom Theódór Guð- mundsson inn í hans stað. Erfitt er að dæma um getu hins danska liðs. í liðinu eru nokkrir góðir einstaklingar ,en mér fannst liðið ná illa saman. Beztu menn voru Anderson (10) og Jörgen- sen (8). Hjá KR sýndi Sigurþór beztan leik, en auk hans sýndu Ellert og Þórólfur dágóðan leik, þótt oft hafi maður séð Þórólf betri. Vörn- in var veikari hluti liðsins, oft eins og opin flóðgátt. Dómari var Steinn Guðmunds- son, eins og fyrr segir. um sekúndur í algleymingi Franski hlaupagarpurinn Michel JAZY hefur mjög svo Iátið að sér kveða að undanförnu, en fyrst f mánuðinum setti hann Evrópu- met í hinu „klassíska“ mflu-hlaupi. Hann lét ekki þar við sitja, held- ur setti nokkrum dögum síðar nýtt heimsmet í vegalengdinni á stór- móti í Renne, en nýja heimsmetið hans er 3:53,6 mínútur. f eina tíð þótti það fjarlægur draumur að hlaupa mfluna undir 4 mínútum, en með betri tækni og sífellt betri og skipulagðri þjálfun, er það enginn draumur lengur að hlaupa vegalengdina undir 4 mínútum . Þessi skemmtilega mynd, sem sést hér að ofan, er frá því, þegar JAZY kemur í mark í mílu-hlaup- inu, sem hann setti nýja heimsmet- ið í. Hver taug er spennt, ekki ein- ungis hjá sjálfum hlauparanum, heldur einnig tímaverðinum. Þarna er sekúndu-stríðið greinflega I al- gleymingi. Héraðsmót U.S.V.H. Sunnudaginn 13. júni var Hér- aðsmót Ungmennasamb. Vestur Húnavatnssýslu haldið að Reykja- skóla. Skráðir keppendur voru 35. Auk þeirra kepptu á mótinu sem gestir 4 ÍR-ingar og einn keppandi frá HSS. Helztu úrslit urðu þessi: KONUR; 80 m hlaup: Guðrún Ragnarsdóttir, D. Birna Rieharðsdóttir, K Hástökk: Guðrún Hauksdóttir, K Guðrún Einarsdóttir, D Kúluvarp: Petrea Hallmannsdóttir, K Guðrún Ragnarsdóttir, D KARLAR: 100 m .hlaup: Magnús Ólafsson, D Kiartan Guðjónsson, ÍR 12.4 12.8 1.21 1.13 7.39 7.29 11.4 11.5 Ilástökk: Jón Þ. Ólafsson, ÍR Kjartan Ólafsson, ÍR Langstökk: Kjartan Guðjónsson, ÍR Magnús Ólafsson, D Þrístökk: Magnús Ólafsson, D Jón Þ. Ólafsson, ÍR 400 m. hlaup; Böðvar Björnsson, G Halldór Guðnason, K 1500 m hlaup: Halldór Guðnason, K Jón Daníelsson, D Kúluvarp: Kjartan Guðjónsson, ÍR Björgvin Hólm, ÍR Kringlukast: Björgvin Hólm, ÍR Erlendur Valdimarsson, ÍR Spjótkast: Björgvin Hólm, ÍR Kjartan Guðjónsson, ÍR Dómarinn hef- ur alltaf rétt fyrir sér! 2.00 1.80 6.44.5 6.37 12.68 12.48 65.0 67.4 6:12.0 6:14.0 14.20 13.98 44.49 43.22 55.23 50.54 Það má með sanni segja að knattspyrnudómarar okkar hafi verið áberandi í sviðsljósinu að undanförnu, — og ber að sjálf sögðu hæst „stjórnarbylting- una“ i Knattspyrnudómarafé- lagi Reykjavíkur. En dómarar okkar vekja á sér athygli fyr- ir fleira en „byltingar“, eins og eftirfarandi ber með sér: Eftir leik Fram og Þróttar í miðsumarsmóti 1. flokks, sem fram fór á Melavellinum i fyrra kvöld, gengu þreyttir leikmenn af leikvelli ásamt dómara, en leiknum hafði lyktað með 6:0 sigri Fram. Og þar sem gengið er af vellinumv lætur dómarinn sem er kunnur landsdómari, hafa eftir sér, að leiknum hafi ekki lokið 6:0, heldur 5:0. Þessi yfirlýsing kom mjög á óvart, þar sem mjög greinilegt var, að 6 mörk höfðu verið skoruð í leiknum, og vildu leikmenn og forráðamenn Fram að sjálf- sögðu reyna að leiðrétta þenn- an misskilning. En dómarinn daufhevrðist við öllu slíku, og sagðist hafa punktað niður hjá sér mörkin og um þetta væri ekki meira að ræða. Ekki féllst dómarinn á að sýna þessa punkta sína, og hélt sem fyrr fast við sitt. Þá skcði það, að nokkrir leikmenn Þróttar gengu í lið með leikmönnum Fram og sögðu dómaranum, eins og satt var, að leiknum hefði lokið með 6:0. En jafnvel þessi yfirlýsing kom að engu haldi, — og dómarinn skrifaði á Ieikskýrsluna 5:0! ■ Ekki verður annað sagt en að hið gullvæga boðorð — dóm arinn hefur alltaf rétt fyrir sér, — sé þungt á metaskálunum hjá íslenzkum knattspyrnudóm- urum ,og vei þeim aumingja knattspyrnumönnum, sem dirf ast að bera brigður á réttmæti þess.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.