Morgunblaðið - 27.10.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.10.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LÁUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1979 25 Kaupmáttur launa mun minni nú en eftir febrúarlögin Viö veröum aö færa fórnir til að ráöa niðurlögum verðbólgu Ríkisvaldiö veröur aö gangaá undan meö samdrætti í útgjöldum og minni skattheimtu að kjarasamningar verða að vera á ábyrgð þeirra, er þá gera, og þeir eiga ekki, eftir á, að koma til ríkisvaldsins með kröfur um að það efni óraunhæf samningsatriði; og þá með aðgerðum, sem auka á verðbólgu, gengislækkun, gengis- sigi og aukinni prentun seðla, án þess að aukin verðmætasköpun búi að baki. Skýr verkaskipting verður að vera milli ríkisvalds og aðila vinnumarkaðarins. Viðræður, samráð og samvinna milli ríkis- valds og aðila vinnumarkaðar eru sjálfgefin. Stjórnvöld hljóta að gera þessum aðilum grein fyrir stefnu sinni í ríkisfjármálum, fjár- festingarmálum, lána- og pen- ingamálum. Og kjarasamningar að ^yggjast á þeirri stefnumörkun sem og sameiginlegu markmiði verðbólguhjöðnunar. Leitast þarf við að tryggja caupmátt launa, án þess að sú viðleitni knýi víxlhækkanir verð- ags og launa í verðbólgUskriðu. í efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokks- íns segir: „Leitað verði samstöðu aðila vinnumarkaðarins um nýtt verðbótakerfi, kjaravísitölu. Niðurgreiðslur vöruverðs og óbein- ir skattar hafi þar ekki áhrif. Verðbætur miðist við breytingar á viðskiptakjörum. Við vitum það að niðurgreiðslur hafa verið notaðar til þess að draga úr kaupmætti launa, vegna þess, að vörur þær, sem greiddar hafa verið niður, vega ekki eins mikið í raunverulegum útgjöldum heimilanna eins og þær vega í vísitölunni sjálfri. Þess vegna er það hagsmunamál launþega, að fella niður greiðslur og óbeina skatta út úr vísitöludæminu. Og sömuleiðis er það augljóst, að ekki stendur það til kjarabóta þegar viðskiptakjör þjóðarinnar út á við versna, svo sem þegar olía hækkar. Þeim peningum, sem nota þarf til að kaupa olíuna á hækkuðu verði, verður ekki eytt í annað, þá verður að vinna upp með því að draga úr eyðslu annars staðar: hjá ríki, atvinnurekstri og einstaklingum, samhliða aukinni nýtingu inn- lendrar orku. Aö sætta fjármagn og vinnu Ólíklegt er að hægt sé að ráða niðurlögum verðbólgunnar, án þess að færa þurfi einhverjar fórnir. Verðbólgan krefur þessar fórnir hvert sem er, fyrr og síðar. Mergurinn málsins er, að þessar fórnir beri árangur, skili sér í hjöðnun verðbólgu, stöðugleika í efnahagsmálum, atvinnuöryggi og auknum hagvexti, sem borið geti kjarabætur. En við getum verið sammála um, að kjör þeirra, sem verst eru settir i þjóðfélaginu, ættu að vera utan ramma þessara fórna. Verðbólguhemlar og samn- ingar aðila vinnumarkaðar þurfa að miðast við það að vernda kaupmátt láglauna. Ríkisvaldið getur komið inn í samátak gegn verðbólgunni, á vettvangi skatta- mála og/ eða tryggingarmála. Þess háttar samráð með ríkisvaldi og aðilum vinnumarkaðar, við ríkjandi aðstæður, er eðlilegt. Því næst vék Geir Hallgrímsson að stefnumörkun sjálfstæð- ismanna um hlutfallskosningar í stéttarfélögum, bættar starfsað- ferðir við gerð kjarasamninga, verðtryggingu lífeyrissjóðs fyrir alla landsmenn, aukinn kaupmátt á vinnustund með sveigjanlegum vinnutíma, og bætta aðstöðu þeirra, sem hafa skerta starfsorku á vinnumarkaðinum. Það er ljóst að kjör landsmanna verða ekki bætt til frambúðar án þess að aukin framleiðsla eigi sér stað og þjóðartekjur vaxi. Þáttur í því að svo megi verða felst í þeim þætti ályktunar flokksins um kjaramál, að þátttaka launþega og alls almennings í atvinnurekstri verði örvuð með því að gera eignaraðild að fyrirtækjum að- gengilega og arðbæra. Hér er einnig á ferðinni mikilvægur þátt- ur þess að sætta fjármagn og vinnu; að starfsmenn geti haft arð af fyrirtækjum sem eigendur, til dæmis í almenningshlutafélögum. Lífskjarabætur sem verðmætasköpun og auknar þjóðartekjur Áður en gerðar verða kröfur um fórnir almennings til verðbólgu- hjöðnunar, verður ríkisvaldið að ganga á undan með góðu fordæmi, með samdrætti í ríkisútgjöldum og minni skattheimtu, sem fyrstu viðbrögðum til að vinda ofan af verðbólgunni. Með minni skatt- heimtu verða meiri fjármunir eftir sem ráðstöfunartekjur almenn- ings, sem að sjálfsögðu er kjara- atriði. Við viljum eirtnig að minni umsvif ríkisvaldsins auki svigrúm einstaklinganna, framtak þeirra, sem komið getur fram í aukinni verðmætasköpun sem forsendu bættra almennra lífskjara. Aflafé þjóðarinnar sem heildar og spari- fjármyndun hennar verður að bera uppi lífskjör hennar og framfaras- ókn. Við megum ekki, sjálfstæðis- menn, eingöngu tala um hinar dökku hliðar, þrátt fyrir arfleifð vinstri stjórnar. Við þurfum að vísu að ráða bug á verðbólgunni, en við þurfum jafnframt að horfa fram á við, til þeirra möguleika, sem vinna þarf úr til að auka verðmætasköpun okkar og þjóðar- tekjur — til að skapa grundvöll bættra lífskjara. Við þurfum að nýta möguleika okkar hefðbundnu atvinnuvega, en jafnframt að stór- auka innlenda orkunýtingu, m.a. til uppbyggingar almenns iðnaðar og stóriðju til að tryggja atvinnu- öryggi vaxandi þjóðar og sambæri- leg lífskjör við nágrannaþjóðir. Vinstri stjórnin hefur sofið á þessum verði. Þegar andstæðingar tala um að frjálshyggju okkar fylgi atvinnu- leysi þá er það öfugmæli, því frjálshyggja er skilyrði þess að atvinnuuppbygging eigi sér stað og atvinnuöryggi verði tryggt. Þegar andstæðingar okkar saka okkur um kalda peningahyggju þá er það öfugmæli, vegna þess að öruggur efnahagur og stöðugt verðlag eru skilyrði þess, að hægt sé að einbeita sér að lausn félagslegra vandamála og framkvæma mann- úðarstefnu. Við sjálfstæðismenn viljum í senn fylgja fram frjálsum markaðsbúskap og mannúðar- stefnu. Þessi aðalsmerki sjálfstæð- isstefnunnar: frelsi og mannúð, skulu vera okkar kjörorð í kosn- ingabaráttunni, sem framundan er. Árangur þeirrar baráttu verður í hlutfalli við það starf, er í hana verður lagt. Ég er sannfærður um að framlag ykkar Óðinsmanna verður með þeim hætti, sem skilar okkar drjúgum áleiðis. Þétting byggðar: Komnar um 6000 undirskriftir Aðstandendur undirskriftasöfn- unar gegn Þéttingu byggðar i Reykjavík eru um þessar mundir að ljúka söfnun undirskriftalist- anna og voru í gær komin um það bil 6 þúsund nöfn á listana að þvi er Árni Bergur Eiríksson einn talsmanna hópsins tjáði Mbl. Sagði Árni Bergur að þar sem hér væri aðeins um áhugam- annastarf að ræða hefðu menn ekki bolmagn til að halda lengur opinni skrifstofunni og væri nú unnið að þvi að flokka listana og ganga frá þeim, en einnig mæætti búast við að nokkrir hefðu enn undir höndum lista sem þeir ættu eftir að skila. Bað hann menn að koma þeim til sin i Gnoðarvog 74 eða Herdisar Tryggvadóttur Laugarásveg 17 a. Kvaðst Árni bergur vera ánægður með undir- tektir og í næstu viku yrðu tilkynntar endanlegar tölur og listarnir afhentir borgarráði. Herdis Tryggvadóttir og Árni Bergur Eiriksson voru meðal aðstandenda undirskriftasöfnunar gegn þéttingu byggðar í Reykjavik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.