Morgunblaðið - 27.10.1979, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.10.1979, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1979 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI ny <iJArnPK~aa'u í? fræðast um á hvaða forsendum það var gert og hvaða aðilar það eru í dag, sem fylgjast með því að reglur um lágmarksaldur gesta séu ekki brotnar. Hvert geta foreldrar, sem vita að börn þeirra undir aldri stunda slíka staði, snúið sér? Hvaða viðurlögum er beitt verði vínveitingaskemmtistaðir upp- vísir að því að brjóta reglur í þessum efnum. Vonandi munu stjórnvöld sjá til þess, að ekki skapist það ástand, að fjölmennustu hóparnir á vínveitingastöðunum verði úr röð- um æskufólks, því það að hleypa þeim inn, er að leggjast á garðinn, þar sem hann er lægstur. Utilokað er að sjá fyrir hversu miklu böli það muni valda bæði unglingunum sjálfum og svo þjóðfélaginu í heild. Móðir í Reykjavík • Bölvaldur hinn mikli Eftirfarandi ljóð er ort í tilefni „Viku gegn vímuefnum": Mótstöðuaflið er mannsins máttur minnkar ætíð hans undansláttur sigrast þá á heimsins böli brennivíni og sterku öli. Bregðast margir börnum sinum birta skal ég með þessum línum ljósið dvinar, lifsbraut gengin gráta börnin þvi móðir engin. Velkjast þær í vínsins vímu, váleg stund við heimsins glimu siðan fara i sorp og falla friðlaus börnin á móður kalla. Bakkus gamli bölvun ætið eykur brosandi tælir, en ljótur er eftirleikur veltandi um strætin varnarlausir feður fórna sinu heimili, það daglega skeður. Hælin þau fyllast, hörmung er að heyra haltrandi um gólfið, þeir geta ekki meira manndómur horfinn, margt þá særir sjást fáir vinir, sem voru þeim kærir. Þjóðfélagið missir sína þegna þvilik eymd, það er vínsins vegna vanmáttur mikill, þeir verjast ekki grandi gifurleg plága á þessu fagra landi. H.Þ. Þessir hringdu . . • Þakkir Elfn, Birkimel 10, hringdi til Velvakanda og vildi koma á fram- færi þakklæti til Ómars Ragn- arssonar fyrir að hafa vakið máls á þeirri undarlegu málvenju fólks að segja „gerðu svo vel“ í tíma og ótíma. „í stað þess að nota ensku slettuna „gerðu svo vel“ er hægur vandinn að segja „ekkert að þakka“ eða „takk“. Ég hef aldrei skilið hvað fólk á við með því að segja „gerðu svo vel“ en það virðist vera mikið notað, sérstak- lega í síma.“ • Trimm og sólbað við Sundlaug vesturbæjar Gestur í Sundlaug vestur- bæjar hringdi til Velvakanda og vildi koma þeirri spurningu á framfæri til forráðamanna sund- laugarinnar hvers vegna ekki væri hægt að fara í sólbað eða trimma á grasinu sem er í kringum laugina. Erlingur Jóhannsson for- stöðumaður Sundlaugar Vestur- bæjar sagði í samtali við Velvak- SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á minningarmótinu um Paul Keres sem haldið var í Tallin í Eistlandi í vor kom þessi staða upp í skák þeirra Mikhails Tal, fyrrum heimsmeistara, sem hafði hvítt og átti leik, og Rantanens, Finnlandi. 28. Bh8! - Kxf7, 29. Dxf6+ - Kg8, 30. Dg7 mát. Tigran Petrosjan, fyrrum heimsmeistari sigraði á mótinu, hann hlaut 12 v. af 16 mögulegum. Næstir komu þeir Tal og Vagan- jan með 1114 v. í fjórða sætinu varð enn einn gamall kunningi, David Bronstein með 10 v. anda að grassvæðið, sem er í eigu sundlaugarinnar, hefði ekki verið útbúið til þess að hægt væri að nota það sem sólbaðasðstöðu en hins vegar væri ekkert því til fyrirstöðu að sundlaugargestir trimmuðu á svæðinu. Erlingur sagði að til þess að hægt yrði að fara í sólbað á grasinu yrði að koma upp þannig aðstöðu að allir þeir sem færu af grasinu út í laugina aftur færu í gegnum sturtur. Hann sagði að starfsfólk sundlaugarinnar gæti ómögulega staðið í því að reka alla þá sem færu í sólbað á grasinu inn í búningsklefana aftur til að fara í sturtur. En það væri hins vegar augljóst að það myndi valda mikl- um sóðaskap í lauginni færu sólbaðsgestir ekki í sturtu áður en þeir færu aftur út í laugina. Þar til sturtuaðstöðu við grassvæðið hefði verið komið upp yrði því ekki hægt að nota grassvæðið kringum Sundlaug Vesturbæjar til sólbaða. HÖGNI HREKKVÍSI Prófkjör Sjálfstæðisflokksins MINNUM ■ ELINU — Vegna beinna kynna hennar af borgarbúum og málefnum þeirra sem borgarfulltrúi í Reykjavík og sem blaöamaöur. — Vegna þess aö hún hefur hugkvæmni, kjark og dugnaö til aö nýta sína reynslu og þekkingu og koma málum fram. — Vegna þess aö í henni er fólginn möguleiki á aö rétta aftur hlut kvenna í þingliði Sjálfstæöisflokksins og fá tvær konur kjörnar á þing í Reykjavík. Stuðningsmenn AUGLYSING Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi 27.-28. okt. 1979 Sjálfstæölsfólk I Reykjaneskjördæmi! Takið þátt í prófkjörinu um helgina. Eflið styrk Sjálfstæðisflokksins, standið saman til sigurs. Við stuðningsmenn Richards Björgvins- sonar kynnum frambjóðanda okkar. Við teljum sigur hans sigur Sjálfstæðisflokksins. Greiðið atkvæði í prófkjörinu, greiðið Richard Björgvinssyni atkvæði, traustum manni til traustra verka. Látið ekki ykkar eftir liggja, mætið ölf. ILi Kjósum Richard Björgvinsson J EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al'GLVSlNGA- SÍMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.