Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.11.1979, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1979 Atlaga að menntakerfi Þegar Stjórnmálaflokkar komast í varnarstöðu pg rökþrot grípa þeir jafnan til örþrifaráða. Einna vinsælast er að hræða fólk með þeim voðalegu mönnum og flokkum sem heyja baráttu við þá um atkvæði og fylgi kjósenda. Þannig hefur Alþýðu- bandalagið fundið það út síðustu dagana, að Sjálfstæðisflokkur- inn boði árás á heilbrigðisþjón- ustu og menntakerfi, svo ekki sé talað um atlöguna að lífskjörum almennings. Þessi dæmalausi málflutning- ur virðist eiga að vera uppi- staðan í málefnabaráttu þeirra á Þjóðviljanum, — mála skrattann á vegginn í þeirri von að kjós- endur leggi trúnað á slíkan tilbúning. Tilefnið virðist vera, að ákveðnir einstaklingar sem styðja Sjálfstæðisflokkinn hafa látið frá sér fara almennar hugleiðingar um þessa mála- flokka. Hef ég þá einkum menntamálin í huga. — x — Auðvitað er hverjum og einum frjálst að hafa sína skoðun á einstökum þáttum fræðslukerf- isins, og ekki að sjá að það sé menntamálum til óþurftar þótt um þau sé rætt á opinberum vettvangi. Mennta- og skólamál eru vissulega ekki einkamál ör- fárra útvaldra. Vitaskuld má margt betur fara í skólakerfinu og full ástæða til að taka þar til hendi eins og víðar hjá hinu opinbera. Það er hins vegar eins og hver önnur fjarstæða að halda því fram, að afturhald og úrtölur ráði ríkjum hjá sjálfstæðis- mönnum á þessum vettvangi. Sannleikurinn er þvert á móti sá, að undir forystu Sjálfstæðis- flokksins hér í Reykjavík, hefur fræðsluskrifstofan í höfuðborg- inni haft forystu og frumkvæði í flestu sem lýtur að nýjungum í menntamálum. Þetta vita allir skólamenn. — x — Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki hugsað sér að hverfa af þeirri braut. Hann telur að allar tilraunir til að brjóta upp á nýjum verkefnum og nýjum leið- um í kennslu og skólastarfi séu réttmætar og flokkurinn mun styðja slíka viðleitni. Skóla- rannsóknir, fjölbraut, kennslu- — eða hittþó heldur eftir ELLERT B.SCHRAM aðferðir, samstarf við foreldra o.s.frv. þarf að efla frekar en hitt. Af sjálfu leiðir, að Sjálfstæð- isflokkurinn vill byggja á kristi- legu og borgaralegu siðgæði, og er mjög á varðbergi gegn því, að skólarnir, sem uppeldisstofnan- ir, séu misnotaðir í flokkspóli- tískum tilgangi. Á það bæði við um minn flokk sem aðra. Hvers konar prédikun eða innrætingu á að forðast, nema þá að því leyti, sem það stuðlar að þjóðernisleg- um metnaði og jákvæðu viðhorfi til lýðræðislegs þjóðfélags. Þetta er ríkjandi skoðun meðal sjálf- stæðismanna og henni mun verða fylgt eftir. — x — Frumvarp um framhaldsskóla hefur verið til umfjöllunar á alþingi undanfarin ár. Sjálf- stæðismenn voru ekki allskostar ánægðir með það frumvarp og gagnrýndu það. í því fólst engin andstaða við löggjöf um fram- haldsskólanám, né heldur skiln- ingsleysi á úrbótum á þessu sviði skólastarfsins. En það var okkar mat, að frumvarp sem gerir ráð fyrir reglugerðum ráðuneytis í hverri grein, sem lætur sérskól- ana dingla í lausu lofti, sem kastar fyrir róða gæðakröfum hins hefðbundna bóknáms, — slíkt frumvarp þarf endurskoð- unar við. Ekki sízt þegar engin trygging er fyrir því, að verk- nám njóti viðurkenningar í fjár- veitingum eða aðstöðu. Það er og til lítils að bjóða upp á nám og kennslu, sem ekki getur fullnægt þeim kröfum, sem gera verður í frekara námi eða starfi. Þessi rök voru öll sett fram af okkar hálfu, þegar framhalds- skólafrumvarpið var rætt á þingi. Það er hins vegar mikill misskilningur að afstaða okkar hafi komið í veg fyrir samþykkt þess frumvarps. Þar réð meiru máttleysi fyrrverandi mennta- málaráðherra, Ragnars Arnalds, sem lagði meir upp úr að koma pólitískum skjólstæðingum í embætti en knýja á um raun- hæfar úrbætur í menntamálum. En það er önnur saga. — x — Sjálfstæðismenn vilja báknið burt. Þeir vilja draga úr ríkis- umsvifum á sviði atvinnurekst- urs og almennrar þjónustu. Þeir vilja færa ýmis verkefni yfir á hendur einstaklinga, fyrir- tækja eða samtaka. Þannig má og verður að draga úr sífellt auknum ríkisútgjöldum. Sjálfsagt er unnt að spara eða draga saman seglin í ýmsu á sviði menntamála, án þess að dregið verði úr stuðningi við mennta- og menningarmál. Bruðl er engum til góðs, og meir er um vert hvernig krónunum er varið, heldur en hversu margar þær eru. En það er fásinna hin mesta, að burt með báknið þýði árás á menntakerfi og heilbrigðisþjón- ustu. Því halda þeir einir fram, sem leggja meir upp úr blekk- ingum um mótherjana en heið- arlegum málflutningi. 70 ár frá vígslu Kot- strandarkirkju í Ölfusi Þess verður minnst á sunnudag- inn að sjötíu ár eru liðin frá vígslu Kotstrandarkirkju í ölf- usi, en þá voru sameinaðar Reykja- og Arnarbælissóknir í ölfusi. Á sunnudaginn verður minnst sjötíu ára vígsluafmælis Kot- strandarkirkju í Ölfusi með há- tíðarmessu er hefst kl. 13.30. í ársbyrjun 1909 voru samein- aðar Arnarbælis- og Reykjasókn- ir og ákveðið að byggja eina kirkju miðsvæðis í sveitinni. Reykjakirkja hafði fokið af grunni 27. nóv. 1908. Voru báðar kirkjurnar rifnar og efni þeirra notað í hina nýju kirkju. Byrjað var á byggingunni um vorið 1909 og kirkjan vígð fullbúin 14. nóv. sama ár. Mikið var unnið í sjálfboða- vinnu, en byggingarmeistari var Samúel Jónsson, faðir Guðjóns húsameistara ríkisins. Lengst hef- ur þjónað við kirkjuna sr. Ólafur Magnússon prófastur Arnarbæli, en hann þjónaði prestakallinu frá 1903—1940. Sr. Helgi Sveinsson þjónaði frá 1940—1964. Sr. Sigurð- ur K.G. Sigurðsson frá 1964— 1968, sr. Ingþór Indriðason frá 1968—1970, en þá tók við núver- andi prestur sr. Tómas Guð- mundsson. Organisti við kirkjuna hefur lengst verið Luise Ólafsdótt- ir frá Arnarbæli, alls um 60 ár. Við hátíðarmessuna á sunnudag- inn prédikar biskupinn, herra Sig- urbjörn Einarsson, sóknarprestur annast altarisþjónustu, Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsókn- ar syngur, organisti Ragnheiður Busk og söngstjóri Anna Jórunn Stefánsdóttir. Að messu lokinni verður.kirkju- kaffi í félagsheimili kvenfélagsins Bergþóru í Ölfusi, í boði sóknar- nefndar. Þar mun Þórður Jó- hannsson kennari segja sögu kirkjunnar, auk þess verður kór- söngur o.fl. Sunna Borg (Anna) og Bjarni Steingrímsson (Fangavörður). Atján kjötréttir úr einum ýsuhaus Leikfélag Akureyrar FYRSTA ÖNGSTRÆTI TIL HÆGRI Höfundur: Örn Bjarnason Lýsing: Ingvar B. Björnsson Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson Leikstjóri: Þórunn Sigurðardóttir Fyrir nokkru las ég athyglis- verða grein í Morgunblaðinu eftir unga leikkonu, þar sem hún varp- aði fram eftirfarandi spurn: „Hvenær skyldi renna upp sá dagur, að dregin verði skýr skil á milli bókmennta og leiklistar?" Og hún bætti við til skýringar: „Þetta eru að vísu skyldir heimar, en afar fjarskyldir.“ Ástæðan til þess, að hún spyr, er leiklistargagnrýni íslenskra dagblaða, sem henni fell- ur ekki í geð. Hún víkur að því, að nú fyrst séu þau teikn á lofti, er bendi til þess, að leiklist íslendinga sé að verða að sjálfstæðu listformi og því sé illt, hve gagnrýnendur séu lítilsigldir. Þeim sjáist yfir, að mat þeirra byggist á röngum forsend- um, þeir skrifi um bókmenntir, en ekki leiklist. Þessi athyglisverða ábending kom mér í huga, þegar ég hafði séð áhrifaríka sýningu Leik- félags Akureyrar á nýju, íslensku leikriti, Fyrsta öngstræti til hægri. Höfundurinn, Örn Bjarnason, er ungur og er þetta fyrsta leikritið, sem hann skrifar fyrir svið, en leikrit hans, Biðstöð 13, var flutt í Ríkisútvarpinu árið 1977. Því kem- ur mér fyrrgreind ábending leik- konunnar í hug, að varla er hægt að telja þetta nýja verk til þeirrar listgreinar, sem við nefnum bók- menntir í daglegu tali. Það ber ekki þann svip, hefur ekki í sér fólginn þann neista eða þá reisn, sem hefja það upp á stallinn, sem vandlátur lesandi ætlar bókmenntum að und- irstöðu. Það er miklu nær því að vera sterk blanda af lögreglu- og sjúkraskýrslum, sem ekki eru þó ritaðar af stöðnuðum embættis- mönnum löggæslu- og heilbrigð- isstofnana, heldur af einlægum áhugamanni, sem þekkir orma- gryfju útigangsfólks út í æsar, fólks, sem hefur orðið vímugjöfum að bráð. Hann er skyggn og beitir nákvæmni þeirrar myndlistar, sem nú er ofarlega á baugi. Sjúklegt og viðbjóðslegt glæpaverk og sálræn- ar truflanir, er af því leiðir, eru útmálaðar á vægðarlausan hátt. Ætlun mín er ekki sú, að gera lítið úr hlut Arnar með því að telja verk hans ekki til bókmennta. Hann er brennandi í andanum, næstum því spámannlegur; honum er í mun að koma ákveðnum og brýnum boð- skap á framfæri við þjóð sína og bogi hans er stríðþaninn. Raunar má segja, að verk hans standi miklu nær því að vera þrumandi prédikun, nema hvað orðfærið er annað og óheflaðra, en það sem siðaprédikarar temja sér. Og því ætla ég, að verkið lúti jafnframt sama lögmáli og siðaprédikunin, að því sé ætlað að tala til samtímans, vekja menn af doða værugirninnar; það eigi fyrst og fremst við á líðandi stundu, tengt sérstöku Svanhildur Jóhannesdóttir (Maria, í strætinu) og Sigurveig Jónsdóttir (Deiidarhjúkrunarkona).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.