Morgunblaðið - 23.11.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.11.1979, Blaðsíða 1
Föstudagur 23. nóvember Bls. 33—56 Að tjaldabaki hjá Frá upptöku hljómleika hinnar óviójafnanlegu hljómsveitar Prúöuleikaranna. rúðuleikurunmn Tæpur aldarfjóröungur er nú liðinn síöan fyrsti Prúöuleikarinn leit dagsins Ijós. Þaö var froskurinn Kermit og í kjölfar hans hafa yfir 300 brúöur verið í sviðsljósi vinsælasta sjónvarpsmyndaþáttar heims. Prúöuleikararn- ir eru nú sýndir í 107 löndum, í viku hverri horfa um 235 milljónir manna á þá. Vinsæld- irnar Prúöuleikaranna taka fram vinsældum dáöustu kvikmyndastjarna. Kynbombur eins og Jane Fonda veröa aö gera sér aö góöu aö standa í skugga hinnar óviðjafnanlegu Svínku. í hinum tilbúna heimi Prúöuleikaranna er brugöið á leik, þar eru skapaðir hlutir, sem ekki er hægt í hinu daglega lífi. Persónur aftan úr grárri forneskju jafnt og fólk framtíðarinnar. Persónulegt yfirbragö Prúöuleikaranna hefur alls staöar skapaö þeim vinsældir þar sem þeir hafa birst á skjánum. Að baki Prúöuleikurunum vinnur harðsnúið liö, sem hefur tekiö nýjustu tækni í sína þjónustu. Stjórnendur þeirra þurfa aö leggja hart aö sér. Aöeins nokkrar sekúndur eru festar á filmu í einu svo stjórnendur brúöanna geti kastaö mæöinni. Á skjánum sjást ekki hin ýmsu handtök stjórnenda þeirra, sem jafn- framt leggja þeim til raddir og gæöa Prúöu- leikarann lífi. Og þegar því sleppir, sem stjórnendur geta sjálfir gert, tekur tæknin viö. Svo sem fjarstýrö augu og eyru. í hinum stærri eru innbyggðir sjónvarpsskermar svo sá sem stjórnar geti séö umhverfiö í kringum sig. Einfaldar brellur og háþróuð tækni liggur aö baki velgengni Prúöuleikaranna. Nú er tæpur aldarfjórðungur síöan Jim Henson, faðir Prúöuleikaranna, skapaöi Ker- mit. Hann var þá í skóla og tómstundagaman hans var aö búa til brúöur. Þessar brúöur hafa nú gert hann auðugan. En hvernig er Prúöuleikurunum stjórnaö? „Kermit getur ekki tekiö upp hluti meö höndunum. Handleggjunum er stjórnaö meö mjóum pinnum," sagöi Jim Henson og hann bætti viö, aö þessir pinnar væru málaðir í sama lit og brúöan svo aö þeir sæjust síður. „Þaö hefur oft vakiö furðu mína hve fáir sjá þessa pinna. En aðrir Prúöuleikarar geta haldið á hlutum og þegar svo er þá þarf tvo stjórnendur aö tjaldabaki. Á meöan annar sér um hreyfingar munns og annarrar handar sér hinn um hreyfingar hinnar handarinnar," sagöi Jim Henson ennfremur. Prúöuleikararnir eru oftast á upphækkuöu sviöi og fyrir neöan þá eru stjórnendurnir, sem jafnframt leggja raddirnar til. Þeir geta fylgst meö frammistöðunni á „sviðinu" í sérstökum sjónvarpsskermum. „Viö sköpun hverrar brúöu reynum viö aö mynda heilsteyptan karakter. Viö leitum aö séreinkennum, sér- stæöum persónuleikum," sagöi Henson. Svínka er áreiöanlega vinsælust allra Prúöuleikaranna — hún er „súperstjarna". Svínka var áöur fyrr aðeins í aukahlutverkum og kom heldur lítiö viö sögu. Frami hennar á sviðinu var nánast tilviljun en gefum Henson oröið: „Einhverju sinni þurfti Svínka aö slæma hendinni til Kermits. í staö þess aö slæma hendinni þá gaf Svínka Kermit sínum vænt karatehögg. Einhvern veginn kristallaöist per- sónuleiki hennar í þessu höggi, ofsi hennar og ást á Kermit — togstreita ástar og framagirni, vonin um aö veröa „súperstjarna." Prúðuleikararnir hafa aldrei veriö vinsælli en nú: Lokiö er viö framleiðslu myndar meö þeim, sem væntanlega verður sýnd í Regnboganum. Prúöuleikararnir eiga fyrir sér glæsta framtíð — framtíö sem ólíkt öðrum „súperstjörnum" fölnar ekki meö árunum. Þeir eru síungir, ferskir og um allan heim nýtur fólk hugarheims Jim Hensons og félaga — sýningar Prúöuleik- aranna. Sjá einnig blaðsiðu 44.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.