Morgunblaðið - 23.11.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.11.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1979 47 Daviö Scheving Thorsteinsson forstjóri Sóiar h.f. afhendir Helgu Ólafsdóttur verðlaunin. i.ióxm. KHstján. Blönduóssbúi hlaut hálfu milljónina Arnfinnur sagði að á næstunni yrði flutt inn í fyrstu íbúðirnar af þeim 220, sem verið er að reisa í verkamannabústöðum í Hóla- hverfi. Ekki sagðist hann treysta sér til að segja nákvæmlega til um hversu mörg börn á skólaskyldu- aldri flyttu í hverfið vegna þess- ara íbúða en gera mætti ráð fyrir að haustið 1980 yrðu börn úr þessum íbúðum milli 300 og 400. „Ég fæ ekki séð hvernig við eigum að koma þessum börnum fyrir í skólanum og það jafnvel þó hluti nemenda 9. bekkjar úr Breiðholti II yrði fluttur í annan skóla. Ég vil því spyrja embættismenn borgar- innar, sem hér eru, eða borgar- fulltrúa, hvernig líti út áætlun um að fullgera Hólabrekkuskóla eða alla vega að búa hann þannig út að nemendur fái þá lágmarksþjón- ustu, sem lög og reglugerðir gera ráð fyrir," sagði Arnfinnur. Hvenær hefst fullorðinfræðsla í Breiðholtinu? Guðmudnur Sveinsson skóla- meistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti sagðist vilja standa upp til að minna á stærsta fram- haldsskóla landsins — Fjölbrauta- skólann. Skólinn hefði nú starfað á fimmta ár og hefði nemendum hans á þeim tíma fjölgað úr 220 í 1320, námssviðum úr 4 í 7 og námsbrautum úr 12 í yfir 30. Það gæfi auga leið að slíkur skóli væri ekki fullbyggður né fullmótaður. Sagðist Guðmundur vilja spyrjast fyrir um tvö verkefni, sem fróð- legt væri að fá að vita hvernig stæðu. Það fyrra væri E-álma aðalbyggingar skólans en hún væri órisin enn. Þar ætti að skapast aukið kennslurými, að- staða fyrir stjórnun, mötuneyti og lestraraðstöðu nemendanna. Þetta væri verk upp á einn milljarð en beðið væri eftir þessari byggingu með óþreyju. Hitt málið væri hvaða líkur væru á því að unnt væri að hefja fullorðinsfræðslu í Breiðholtinu og þá bæði bóklega og verklega. Enn þrísetið í bráðabirgðastofum í Fellaskóla Finnbogi Jóhannsson skóla- stjóri Fellaskóla sagði að það væri á sinn hátt rétt hjá borgarverk- fræðingi að Fellahverfið væri að komast á hrörnunarstig, því skól- inn hefði nú starfað í 7 ár og í fyrstu hefðu nemendurnir verið um 1500 en væru nú 1306. Finn- bogi sagði að skólinn hefði verið fullbygður á árinu 1975 og sagðist hann ekki vita þess dæmi að jafn stór skóli hefði verið byggður á jafn skömmum tíma. Mikil þrengsli hefðu alla tíð verið í skólanum og þó nemendur væru nú rúmlega 1300 væri skólinn aðeins byggður fyrir 850 til900 nemendur og þá miðað við tvísetn- ingu. Fellaskóli hefði vegna þrengsla ekki getað tekið við nemendum í 9. bekk og sæktu þeir í Hólabrekkuskóla og enn væri notast við bráðabirgðastofur í kjallara og væru þær þrísetnar. Finnbogi sagðist geta nefnt margt, sem betur mætti fara í Fellaskóla en það væri reynsla sín að það, sem beðið hefði verið um, hefði verið framkvæmt. 28 börn í 35 fer- metra kennslustofu Sigurður Már Helgason sðurði hver væri skylda skólastjóra og í því tilviki, sem hann hefði í huga, Hólabrekkuskóla. Þar væru 28 börn látin vera í stofu, sem væri aðeins 35 fermetrar en samkvæmt reglum menntamálaráðuneytisins ætti slík stofa að vera 60 fermetr- ar. Spurði Sigurður, hvort þeir tveir kennaramenntuðu fulltrúar í borgarstjórn hefðu kynnt sér að- stæður þarna persónulega. Sigurð- ur sagði að brýnt væri að ganga frá opnum svæðum í hverfinu, s.s. svæðinu austan Austurbergs og sagði að borgarverkfræðingi hefði ítrekað verið bent á nauðsyn þess að mýrin austan Hólabrekkuskóla yrði lagfærð. Eitt væri víst að frúrnar í Vesturberginu kynnu að meta lagfæringar á opnu svæðun- um, því þá kynni að draga úr gardínuþvottum hjá þeim. Að síðustu sagðist Sigurður vilja hvetja borgarfulltrúa til að koma á fullorðinsfræðslu í Fjölbrauta- skólanum. Lofað hefði verið að sú starfsemi hæfist strax eftir ármót og spurði Sigurður hverjar yrðu efndir á því loforði. Var ekki hægt að byggja kennslu- húsnæðið fyrst? Gísli Baldvinsson sagði að sér væri skylt sem einum af kennur- um Hólabrekkuskóla að vekja athygli á því ófremdarástandi, sem ríkti í húsnæðismálum skól- ans. Þegar hann hefði komið til starfa við skólann í haust hefði blasað við glæsilegur annar áfangi skólans, sem í væru glæsilegur samkomusalur og sálfræðideild. Spurði Gísli hvers vegna ekki hefði verið ráðist í að byggja fyrst kennslustofur. Sagðist Gísli vilja ítreka þá spurningu, sem fram hefði komið um, hvernig ætti að leysa úr þeim vanda, þegar 300 til 400 nýir nemendur kæmu í skól- ann. Þá spurði hann hvar í Breiðholtinu ætti að nota það fé, sem fengist hefði við sölu Lauga- Iækjarskóla og hvað mikið það væri. Gísli sagðist vilja taka undir orð fundarmanna um fullorðins- fræðsluna en lagði áherzlu á að slík fræðsla yrði innan skólatíma, því ekki væri hægt að ætlast til þess að kennarar lengdu starfsdag sinn með slíkri kennslu. Verulegt átak í sundlauginni á næsta ári — vil ekki taka sterkara til orða Kristján Benediktsson borgar- fulltrúi sagði að með tilkomu annars áfanga Ilólabrekkuskóla hefði húsnæði skólans tvöfaldast og þó margt vantaði þar enn, væri þetta ákaflega fallegt hús. Við skólann væri líka komin ýmis aðstaða s.s. fyrir stjórnun, kenn- ara, bókasafn og samkomusal, sem oft hefði verið látin sitja á hakan- um. Sagðist Kristján skilja áhyggjur skólamanna vegna þrengsla í Hólabrekkuskóla en sú ákvörðun hefði verið tekin að láta allan 9. bekk úr Breiðholtinu fara í Hólabrekkuskóla í stað þess að flytja þessa nemendur í skóla í gamla bænum. Sjálfur sagðist hann mæla með því að hafin yrði teikning á þriðja áfanga skólans í vetur. Það leysti þó ekki vandann næsta vetur og væri rætt um að flytja nemendur 9. bekkjar úr Breiðholti I og II í Seljaskóla og Breiðholtsskóla og við það ættu 5 af 12 bekkjardeildum 9. bekkjar að flytjast úr Hólabrekkuskóla. Kristján sagði að enn væri með öllu óljóst, hversu mörg börn á skólaskyldualdri kæmu úr verka- mannabústöðunum, sem nú ætti að úthluta. Varðandi umkvartanir s.s. um þrengsli í stofum í Hóla- brekkuskóla, sagði Kristján að fræðslustjóra hefði verið falið að ráða þar bót á eins og hægt væri. Kristján sagði að það væri vilji fræðsluráðs Reykjavíkur að hafist yrði handa við byggingu E-álmu Fjölbrautaskólans á næsta ári og henni yrði lokið áður en kennsla hæfist haustið 1981. Bygging Fjöl- brautaskólans væri fjármögnuð sameiginlega af ríki og borg og hefði staðið á ríkisvaldinu að gefa leyfi til að hefja framkvæmdir. Ekki sagðist Kristján geta full- yrt hvort fullorðinsfræðsla hæfist í Fjölbrautaskólanum strax eftir áramót en fjármálin væru ekki að fullu frágengin. Kristján sagði að sundlaugin, sem Breiðhyltingar hefðu sett efst á óskalistann, væri mikil og þörf framkvæmd. „Ég held að það sé vilji fyrir því hjá borgaryfirvöldum að gera verulegt átak á næsta ári við sundlaugar- bygginguna. Ég vil ekki taka sterkara til orða, því það er betra að lofa heldur minna en kann að vera unnt að efna enda er ég ekki í framboði þessa stundina," sagði Kristján. Kristján sagði að í samningi um sölu Laugarlækjarskóla til ríkis- ins hefði verið kveðið svo á, að rúmmetri ætti að koma á móti rúmmetra í nýju skólahúsnæði. Gert væri ráð fyrir að þetta fé gengi til byggingar E-álmu við Fjölbrautaskólann eða annars skólahúsnæðis, sem ríki og borg byggðu sameiginlega. Ef ekki fengist leyfi fyrir byggingu E-álmunnar, færu þessir fjármun- ir til annarrar skólabyggingar og þá væntanlega í Breiðholtinu enda væri mest byggt þar af skólahús- næði í Reykjavík um þessar mund- ir.. Gangur Breiðholtsfundarins verður rakinn nánar hér í blaðinu. SÓL h.f. afhenti i gær Helgu Ólafsdóttur, Holtabraut 12 á Blönduósi, 500.000 krónur þar sem hún hafði keypt tíu milljón- ustu fernuna af Tropicana- appeisínusafa. Þann 23. október s.l. var ræma sett í fernuna og tilkynnti hún kaupandanum um verðlaunin. Kvaðst Helga hafa keypt fernuna í Snartarstaðakirkja í Núpasveit átti 50 ára byggingarafmæii í vor sem leið. Var því frestað um nokkra mánuði að minnast afmælis kirkjunn- ar af ýmsum ástæðum. í tilefni afmælisins var síðan fjolsótt hátíðarguðs- þjónusta í kirkjunni h. 9. september s.l. og kaffi- samsæti á eftir. Ýmsar endurbætur voru gerðar á kirkjunni í sumar, m.a. var hún máluð utan og innan. Er henni þó jafnan vel við haldið af söfnuði sínum. Nýr messu- skrúði var og keyptur. Kirkjunni bárust margar góðar gjafir í tilefni 50 ára afmælis síns. 1) Dýrindis ljósakróna ásamt 8 samstæðum vegglömpum. Gef- endur voru fjölskyldan á Brekku í Núpasveit og til minningar um Þorbjörgu Ingimundardóttur, telpu sem lést um fermingaraldur fyrir allmörgum árum. 2) Raflýstur ijóskross á kirkju- turn. Gefendur Kvenfélagið Stjarnan, Núpasveit og Kiwan- isklúbburinn Faxi. 3) Útsaumaður dúkur vfir skírnarfont. (jefendui samu kvenféiag. 4i Kr. 100.000 — eitt hundrað þúsund. Gefandi Guðrún Guð- mundsdóttir, húsfreyja, Presthól- um. 5) Kr. 1.000.000 ein milljón. Gefendur Rannveig Gunnarsdótt- ir, Grenimel 13, Reykjavík, og börn hennar, til minningar um eiginmann og föður, Björn Krist- jánsson fyrrum alþingismann og kaupfélagsstjóra á Kópaskeri. 6) Kr. 500.000 — fimm hundr- uð þúsund. Gefandi Guðný Sæm- undsdóttir, Hofsvallagötu 59, Reykjavík, til minningar um föð- urforeldra sína, Friðrik Sæm- undsson og Guðrúnu Halldórs- dóttur, Efri-Hólum, og móðurfor- eldra sína, Jón Ingimundarson og Þorbjörgu Jóhannesdóttur, Brekku. 7) Söngstjóri Snartarstaða- kirkju, Ragnar Helgason, samdi afmælislag og sálm og tileinkaði sóknarkirkju sinni. Var það frum- flutt í hátíðarmessunni. Versluninni Vísi á Blönduósi um s.l. mánaðamót en ekki hafa haft tök á að koma til Reykjavíkur með ræmuna fyrr en nú. A blaðamannafundi sagði Davíð Scheving Thorsteinsson forstjóri Sólar h.f., að auk Helgu hefðu tveir aðrir hringt til fyrirtækisins og sagst hafa ræmuna undir höndum. Safnaðarkonur í heild buðu kirkjugestum í kaffisamsæti eftir messu og var þar fjölmenni sam- ankomið af fólki á öllum aldri. Oddviti sóknarnefndar er Rafn Ingimundarson, Brekku, en fjár- haldsmaður kirkju Einar Bene- diktsson, Garði. Aðrir í sóknar- nefnd eru Dýrleif Andrésdóttir, Leirhöfn. máttarstólpi í sóknar- nefnd. og Kristján Armannson, Kópaskeri. Meðhjálpari kirkjunn- ar er Brynjúlfur Sigurðsson. Aður en kirkjan var færð að Snartarstöðum árið 1929 stóð hún öldum saman á Presthólum, hinu ævagamla prestsetri. Guðsblessun fylgi safnaðarfólki og öðrum hollvinum. Sigurvin Elíasson, prestur. Varið ykkurá sjóræn- ingjum 20. nóvemht r Reutvr. SAMTÖK sænskra kaup skipaeigenda vöruðu i dag yfirmenn sænskra kaup skipa við sjóramingium þar sem umsvií þeirru ykjust. einkum í Miðausturlöndum og a Suður-Kinahafi. „I Miðausturlöndum er einkum títt að skip sem eru hlaðin vörum hverfa skyndi- lega úr höfn og birtast svo ef ti! vill á ný að ári og þá með allt öðru nafni. Skipstjórar eru oft með í ráðum í þessum tilvikum," sagði talsmaður samtakanna. Hann sagði að á Suður- Kinahafi væru hins vegar stunduð „hefðbundin" sjórán. Fyrir skömmu hefði sænskt skip orðið fyrir árás 20 manna hóps sem sigldi í veg fyrir skipið á bát og réðst um borð vopnaður vélbyssum. Báturinn sigldi undir hvítum fána, sem neyðarmerkið S.O.S. var málað á. I ræðustól er Guðmundur Sveinsson skólameistari. Lengst til hægri á myndinni er Þórður Þorbjarnarson borgarverkfræðingur, þá Egill Skúli Ingibergsson borgarstjóri, Gunnlaugur B. Danielsson fundarstjóri og lengst til vinstri er Inga Magnúsdóttir formaður Framfarafélagsins. (Lftam. ól. K. M.) Afmælisgjafir til Snartarstaðakirkju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.