Morgunblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1980 3 Kaupmannasamtökin heiðra Sveinbjörn KAUPMANNASAMTÖK íslands heiðruðu í gær Svein- björn Árnason með gullmerki samtakanna, en það er mesti hciður, sem Kaupmannasam- tökin veita fyrir vei unnin störf. Sveinbjörn átti í gær 60 ára starfsafmæli við verzlunarstörf. Hann er fæddur í Ólafsvík 2. júlí 1904, en hóf störf hjá Haraldi Árnasyni í Haraldarbúð 17. jan- úar 1920. Þar starfaði hann í nær 40 ár eða þar til hann keypti Fatabúðina. Arin 1926 til 1927 var Sveinbjörn við nám í glugga- útstillingum í London og var því fyrsti íslendingurinn, sem lærði það sérstaklega. Sveinbjörn starfaði mikið að félagsmálum verzlunarfólks, bæði í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur og einnig í Merkúr meðan það félag var til. Á sínum tíma var Sveinbirni veitt gull- merki VR. Hann starfaði einnig mikið að félagsmálum kaup- manna og með afhendingu gull- merkisins í gær vildu Kaup- mannasamtökin þakka honum mikið gott félagsmálastarf. Gunnar Snorrason formaður Kaupmannasamtaka Islands nælir gullmerkinu í barm Sveinbjörns Árnasonar á 60 ára afmæli hans að verzlunarstörfum. (Ljósm.: Emiiu) Alþjóða orkumála- stofnunin: Nefnd kannar hugsanlega að- ild Islendinga FYRIR nokkru var skipuð nefnd til að athuga ýmsa þætti varðandi hugsanlega aðild Islendinga að Al- þjóða orkumálastofnuninni. Að sögn Þórhalls Ásgeirssonar ráðuneytis- stjóra kannar nefndin m.a. hvaða skilyrði fylgja aðild að stofnuninni. Formaður nefndarinnar er Jón Ög- mundur Þormóðsson, deildarstjóri í viðskiptaráðuneytinu, og aðrir í nefndinni eru Páll Flygenring ráðu- neytisstjóri, Guðmundur Eiríksson í utanríkisráðuneytinu og Geir H. Haarde ritari Ölíuviðskiptpanefnd- ar. Bang og Olufsen er á aBt annarri línu! BEO SYSTEM 1900 Þetta er samstæÖan sem setti keppi- nautanaútá klakann í eitt skipti fyrir öll. Stílhreinn braut- ryðjandi. Magnari 2x30 sínus- wött, útvarp, plötu- spilari og 2 hátalarar. Ve ró:759.580kr Greiðsluskilmálar. BEO SY5TEM 2400 Samsvarar 1900 samstœðunni, en hefur þráðlausa fjar- stýringu fram yfir. Þú stjómar úr fjarlægð. Snjallt og þœgilegt. Magnari 2x30 slnus- wött, útvarp, plötu- spilari og 2 hátalarar. Veró=896.140 kr Greiðsluskilmálar. Það er ehki á fœri nema Bang og Olufsen að homa hlutunum fyrir á jafn snilldarlegan hátt og raun ber vitni. B&O hljómtœkin eru laus við allt óþarfa pírumpár og yfirbyggingu, en vinna á hinum sanna tóni hljómgœða og hönnunar. Þess vegna hefur Bang og Olufsen markað sér sérstöðu, línu sem engu líkist. Höfóar hún til þín? Ef svo er, er þér velkomið að rceða málin til hlítar við söhunenn okkar og sannrey \ Verslið í sérverslun með LITASJÓNVÖRP og HLJÓMTÆKI. Skipholti 19 Sími 29800 AUGLYSINGASTOFA KRISflNAfl 84-4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.