Morgunblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1980 23 SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Ég hef ekki mikið upp úr því að lesa Biblíuna. Ég hef reynt við nokkrar útgáfur, en mér finnst erfitt að skilja. Hver er leyndardómur þess að skilja Bibliuna? Síðan ég sneri mér til Jesú Krists hefur engin bók í bókasafni mínu reynzt mér eins uppörvandi og spennandi og Biblían. Eg skal játa, að mér fannst hún torskilin áður en ég tók sinnaskiptum. Þess vegna held ég, að það sé leyndardómur þess að skilja Biblína, að kynnast höfundi hennar. Páll postuli segir: „Ég læt yður vita, bræður, að það fagnaðarerindi, sem boðað var af mér, er ekki mannaverk. Ekki hefi ég heldur tekið við því af manni né látið kenna mér það, heldur fengið það fyrir opinberun Jesú Krists". (Gal. 1,11-12). Ég les ýmsar útgáfur Biblíunnar. Allt um það álít ég, að lykilinn að henni sé þessi — að veita Jesú Kristi viðtöku og að þekkja hann. ánægjuleg og ógleymanleg kynni, sem eins og svo oft áður hefðu mátt vera margfalt lengri. wMargs er að minnast, marKt er hér að þakka. Guði sé loí íyrir Iiðna tíð. Margrs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð.“ V. Briem. Tengdabörn og barnabörn. Árni Jóhannsson Kveðja: Einar Óli Guðfinnsson Fæddur 16. júlí 1961. Dáinn 7. janúar 1980. Kalliö er komiö komin er nú stundin. vinarskilnaður viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna er sefur hér hinn siðasta blund. Já, kallið er komið. Hví kom það svona fljótt? Þannig spyrjum við agndofa. Það er eftitt að lýsa tilfinning- um sínum þegar ungu fólki er svipt burt í blóma lífsins. Þannig varð mér við er mér var tilkynnt lát systursonar míns, Einars Óla Guðfinnssonar. Einar Óli var mér afar kær, og leit ég frekar á hann sem bróður, þar sem ég fluttist inn á heimili hans er hann var aðeins 4 ára gamall og fylgdist ég því með uppvexti hans upp frá því. Hann var yndislegur drengur, rólyndur, samviskusamur og góð- hjartaður. Alltaf var hann til- búinn að rétta fram hjálparhönd ef eitthvað bjátaði á hjá mér. Söknuður minn er blandinn mörgum ljúfum og kærum minn- ingum, svo ætla ég að sé um aðra og þá mest hjá þeim sem þekktu hann best og næstir honum stóðu. Það er hægt að segja það með sanni að Einar Óli skildi ekki eftir sig neinn skugga á lífsleiðinni, aðeins ljúfar minningar. Ég bið algóðan Guð að styrkja systur mína, mág, systkini og alla aðstandendur í þeirra miklu sorg. Far þú i friði, friður Kuðs þi>í blessi, hafðu þökk fyrir allt allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Sálm. V. Briem) Krissi frændi. klœðskeri — Minning í dag verður til moldar borinn frá Fossvogskirkju Árni Jó- hannsson, klæðskeri, en hann lést að heimili sínu fimmtudaginn 10. janúar sl. Árni var fæddur á Eyrarbakka 12. ágúst 1906. Foreldrar hans voru Sigríður Árnadóttir og Jó- hann Guðmundsson. Árni nam klæðskeraiðn í Reykjavík hjá Andrési Andrés- syni, en fór síðan í framhaldsnám ti) Kaupmannahafnar. 18. janúar 1936 giftist hann eftirlifandi konu sinni, Huld Kristmannsdóttur, og eignuðust þau 3 börn. Fyrsta barn sitt, Hörð, misstu þau á fyrsta ári. Önnur börn þeirra eru Kristmann Hörð- ur og Edda. Hjúskaparárum sínum hafa þau eytt í Kaupmannahöfn og á Akur- eyri, en lengst hafa þau búið að Seljavegi 25 í Reykjavík. Við sem þessa kveðju sendum höfum af eðlilegum ástæðum not- ið samvista við Árna mislengi, en fyrsta kynning af okkar hálfu var fyrir tæpum átján arum. Allra samverustunda er einung- is hægt að minnast með hlýhug og þakklæti. Árni var framan af ævi heilsuhraustur, en fyrir um 15 árum kenndl hann sér sjúkdóms er ágerðist mjög og vorn síðust ár honum oft mjög erfið, svo ekki sé meira sagt. Á þessum árum varð að gera margar aðgerðir á honum og 1976 varð ekki umflúið að taka varð af honum annan fótinn ofan við hné. I öllum þessum miklu og erfiðu veikindum sýndi Árni, svo vart mun gleymast þeim er með fylgd- ust, hversu mikinn styrk og jafn- aðargeð hann hafði. Oft var það svo, að þeir sem álengdar stóðu fengu hugarró og kraft frá honum sjálfum er hann var sem veikastur. Ekki er hægt að nefna veikindi Árna án þess að geta þess, af hve mikilli alúð og dugnaði Huld studdi hann í gegnum þessi erfiðu, en þeim að mörgu leyti dýrmætu ár. Með þessum línum viljum við tengdabörn og barnabörn þakka vji'wau t m i' ,. _ Verö: Ca. 3.495. þús. Verö: Ca. 3.130. þus. re Éjk, 1200 Siðastliðið ár og það sem af er þessu ári, er LADA mest seldi bíllinn. Það er vegna þess að hann er á mjög hagstæðu verði, og ekki síst, að hann er hannaður fyrir vegi sem okkar. Nu eru allir LADA bílar með höfuðpúðum, viðvörun- arljósum ofl. ofl. Verö: Ca. 5.320. þus. Verö: Ca. 3.750. þus Verö:Ca. 3.570. þus LADA station er hægt aö fa meö 1200 sm eöa 1500 sm3 vél. T*7 BIFREIDAR & LANDBUNAÐARVELAR Suðurlandsbraut 14, sími 38600 Söludeild sími 312 36 „er mest sefdi bíllinrí’ Góöir greiösluskilmálar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.