Morgunblaðið - 27.01.1980, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.01.1980, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1980 Sjónvarpsmyndin í kvöld kl. 21.40: Einn konunga gam- anmyndanna á f erð í kvöld klukkan 21.40 verður sýnd í sjónvarpi gamanmyndin Ekkert öryggi, sem er með hinum kunna gamanleikara Harold Lloyd í aðalhlutverki, en cinnig verða sýndir kaflar úr annarri mynd Lloyds á undan. Lloyd var um árabil einn kunnasti gaman- myndaleikari veraldar, jafnvel talinn í hópi Chaplins og fleiri góðra á tímum þöglu myndanna. Meira um stjómmál og glæpi í útvarpi í dag klukkan 14.55 verður fluttur í útvarpi fjórði þátturinn úr flokknum „Stjórnmál og glæp- ir“ og nefnist hann „Stúlkan sem drukknaði. frásögn úr hinu ljúfa lífi á Ítalíu'*. Höfundur er Hans Magnús Enz- ensberger, en Viggo Clausen hefur búið þáttinn til útvarpsflutnings. Þýðandi er Margrét Jónsdóttir. Flytjendur eru: Árni Tryggvason, Bessi Bjarnason, Gísli Alfreðsson, Gunnar Eyjólfsson, Guðrún Guð- mundsdóttir, Helga Jónsdóttir, Helgi Skúlason, Jónas Jónasson, Klemenz Jónsson, Lilja Þorvalds- dóttir, Rúrik Haraldsson, Þórhall- . ur Sigurðsson og Benedikt Árna- son, sem jafnframt stjórnar flutn- ingi. Þátturinn er 59 mínútna langur. Fyrir rúmum aldarfjórðungi lá við borgarastyrjöld á Ítalíu, þegar lík ungrar stúlku fannst á bað- strönd um 25 kílómetra sunnan við Róm. Stúlkan, Wilma Montesi, var í tengslum við suma æðstu valdamenn landsins og virtist sem þeir hefðu ekki allir hreint mjöl í pokahorninu. Aðalvitninu er hót- að, en þrátt fyrir það kemur margt fram sem átt hafði að liggja í þagnargildi. Fjallað verður um skíðaíþróttir og morgunleikfimi í þættinum, og að sjálfsögðu er í því sambandi rætt við Vaidimar Örnóifsson. Nýr þáttur í sjónvarpi: Þjóðlíf Sigrúnar Stef- ánsdóttur fréttamanns í kvöld hefur göngu sína í sjónvarpi nýr þáttur, sem verður á dagskrá mánaðarlega fyrst um sinn að minnsta kosti. Þátturinn. sem hefst klukkan 20.45, nefnist Þjóðlíf og er í umsjá Sigrúnar Stefánsdóttur fréttamanns. Upp- tökustjóri er hins vegar Valdimar Leifsson. I þættinum verður fjallað um ýmsa þætú íslensks þjóðlífs, bæði til gagns og gamans fyrir áhorfendur. Meðal efnis er að forsetahjónin að Bessastöðum verða heimsótt, sýnt verður frá morgunleikfimi í útvarpi, fjallað verður um skíðaíþróttir, Sigríður Ella syngur og farið verður á þorrablót. I því sambandi sakar ekki að geta þess að þorrinn er nú byrjaður, hófst raunar á bónda- degi á föstudag. Úr þættinum Þjóðlíf, sem verður „frumsýndur“ í sjónvarpi í kvöld. Hér er Sigrún Stefánsdóttir á tali við herra Kristján Eldjárn á Bessa- stöðum. Útvarp Reykjavík SUNNUDU4GUR 27. janúar MORGUNNINN 8.00 Morgunandakt. Herra Sigurbjörn Einarsson biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustu- greinar dagbl. (útdr.). Dagskráin. 8.35 Létt morgunlög. a. Skozkir listamenn leika og syngja lög frá Skotlandi. b. Konunglega danska hljómsveitin leikur iög eftir Lumbye; Arne Hammelboe stj. 9.00 Morguntónleikar. 10.00 Fréttir. Tónleikar. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Ljósaskipti. Tónlistarþáttur í umsjá Guð- mundar Jónssonar pianó- l(‘i kciríi 11.00 Messa í Keflavíkur- kirkju. (Hljóðr. á sunnud. var). Sóknarpresturinn, séra Ólafur Oddur Jónsson, þjón- ar fyrir altari. Sigurður Bjarnason prestur aðvent- ista prédikar. Organleikari: Siguróli Geirsson. 12.10 Dagskráin. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. SÍÐDEGIÐ 13.20 Hafis nær og fjær. Dr. Þór Jakobsson veður- fræðingur flytur hádegiser- indi. 14.00 Miðdegistónleikar: 14.55 Stjórnmál og glæpir. Fjórði þáttur: Stúlkan, sem drukknaði. Frásögn úr hinu ljúfa lífi á Ítalíu eftir Ilans Magnús Enzensberger — Viggó Clausen bjó til flutn- ings í útvarp. Þýðandi: Margrét Jónsdóttir. Stjórn- andi: Benedikt Árnason. Flytjendur: Gísli Alfreðsson, Bessi Bjarnason, Árni Tryggvason, Gunnar Eyj- ólfsson, Þórhallur Sigurðs- son, Helga Jónsdóttir, Rúrik Haraldsson, Helgi Skúlason, Lilja Þorvaldsdóttir. Jónas Jónasson, Guðrún Guð- mundsdóttir, Klemenz Jóns- son og Benedikt Árnason. 16.00 Fréttir. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Endurtekið efni: Örorkumat, umræðuþáttur í umsjá Gísla Helgasonar og Andreu Þórðardóttur. (Áður útv. 9. f.m.). Þátttakendur: Páll Sigurðsson ráðuneytis- stjóri, Björn Önundarson tryggingayfirlæknir, Hall- dór Rafnar lögfræðingur, Theódór Jónsson formaður Sjálfsbjargar, ólöf Rikharðsdóttir og Unnur Jó- hannsdóttir á Akureyri. 17.20 Lagið mitt. Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna. 18.00 Harmonikulög. Jo Basile og Egil Hauge leika sína syrpuna hvor. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. KVÖLDID____________________ 19.25 Tíund. Þáttur um skattamál i umsjá Kára Jónassonar og Jóns Ásgeirssonar fréttamanna. 20.25 Frá hernámi íslands og styrjaldarárunum síðari. Gunnlaugur Ingólfsson les frásögu eftir Gunnar Gunn- arsson bónda í Syðra-Vall- holti, Skagafirði. 21.05 Tónleikar. a. Inngangur og tilbrigði fyrir flautu og píanó eftir Kuhlau um stef eftir Weber. Roswitha Staege og Ray- mund Havenith leika. b. Píanósónata í f-moll „Ap- passionata“ op. 57 eftir Beet- hoven. John Lill leikur. 21.40 Ljóð eftir Stefán Hörð Grímsson. Ingibjörg Þ. Stephensen les. 21.50 Sönglög eftir Wilhelm Lanzky-Otto. Erik Saeden syngur lög við kvæði eftir Steen Steensen Blicher. Wilhelm Lanzky- Ottó leikur á pianó. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.30 „Eitt orð úr máli manns- hjartans“. Smásaga eftir Jakob Jóns- son. Jónína H. Jónsdóttir leikkona les. 23.00 Nýjar plötur og gamlar. Gunnar Blöndal kynnir og spjallar um tónlist og tón- listarmenn. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. SUNNUDAGUR . 27. janúar 16.00 Sunnudagshugvekja Kristján Þorgeirsson, sóknarnefndarformaður Mosfellssóknar, flytur hugvekjuna. 16.10 Húsið á sléttunni Þrettándi þáttur. Við enda regnbogans. Efni tólfta þáttar: Séra Alden, prestur 1 Hnetulundi. á afmæli og börnin í sunnudagaskólan- um skjóta saman í gjöf handa honum. María er gjaldkeri sjóðsins og henni er falið að kaupa biblíu fyrir þá litlu pcninga, sem safnast höfðu. En hún og Lára vilja báðar fá fallegri bók og hyggjast auka sjóð- inn með þvi að panta og selja glös með eins konar „lífselixír". En enginn vill kaúpa og þær verða að segja allt af létta. Séra Alden tekur því vel, enda fær hann kassann utan af lyfjaglösunum. Hann er alveg mátulegur til að geyma í gömlu slitnu bibliuna hans. Þýðandi óskar Ingimars- son. 17.00 Framvinda þekkingar- innar Sjöundi þáttur. Lýst er upphafi alþjóðlegr- ar verslunar, er Hollend- ingar tóku að venja fólk á ýmsar munaðarvörur úr fjarlægum heimshornum og urðu vellauðugir af. Einnig er minnst á upphaf efnaiðnaðar. framleiðslu litarefna, tilbúins áburðar. plastefna. gass til málm- suðu og ljósa, sprengiefnis, nælons o.fl. Þýðandi Bogi Arnar Finn- bogason. 18.00 Stundin okkar Meðal efnis: Minnt er á þorrann, farið verður í heimsókn á dag- heimilið Múlaborg og Jó- hanna Möller lýkur við að segja sögu við myndir eftir Búa Kristjánsson. Þá verð- ur stafaleikur með Siggu og skessunni, og nemendur úr Hliðaskóla flytja leik- þátt. Umsjónarmaður Bryndís Schram. Stjórn upptöku Egill Eð- varðsson. 18.50 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dag- skrá 20.35 íslenskt mál í þessum þætti verða skýrð myndhverf orðtök, sem m.a. eiga upptök sin á verkstæði skósmiðsins. Textahöfundur og þulur Helgi J. Halldórsson. Myndstjórnandi Guðbjart- ur Gunnarsson. 20.45 Þjóðlíf Þessi nýi þáttur verður á dagskrá mánaðarlega um sinn. síðasta sunnudag i hverjum mánuði. Umsjón- armaður er Sigrún Stefáns- dóttir fréttamaður. en stjórnandi upptöku er Valdimar Leifsson. Eins og nafn þáttarins gef- ur til kynna er ætlunin að koma inn á ýmsa þætti i islensku þjóðlifi, og er það frómur ásetningur að sam- an fari fræðsla og nokkur skemmtan. í fyrsta þættinum verða forsetahjónin heimsótt að Bessastöðum og sýnd morg- unleikfimin i útvarpinu. Einnig kynnir Valdimar örnólfsson frumatriði skiðaiþróttarinnar. Sig- ríður Ella Magnúsdóttir, sem syngur í óperunni i Þjóðleikhúsinu, verður kynnt, og loks haldið þorrablót. 21.40 Ekkert öryggi s/h (Safety Last) Bandarisk gamanmynd frá árinu 1923, gerð af einum kunnasta gamanleikara þöglu myndanna, Harold Lloyd. í þessari mynd er hið fræga atriði, þar sem Ilarold Lloyd hangir í klukkuvísi. Á undan myndinni eru sýndir kaflar úr annarri Lloyd-mynd. Heitu vatni. Þýðandi Björn Baldursson. 22.55 Dagskrárlok MÁNUDAGUR 28. janúar 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Múmín-álfarnir. Átt- undi þáttur. Þýðandi Hall- veig Thorlacius. Sögu- maður Ragnheiður Stein- dórsdóttir. 20.40 .íþróttir. Umsjónar- maður Bjarni Felixson. 21.15 .Róbert Eliasson kemur heim frá útlöndum s/h. Sjónvarpsleikrit eftir Davíð Oddsson. Leikstjóri Ilaukur J. Gunnarsson. Meðal leikenda Pétur Ein- arsson, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Sigurður Karlsson, Þorsteinn Gunn- arsson, Björg Jónsdóttir og Baldvin Ilalldórsson. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. Frumsýnt 4. desember 1977. 22.05 .Suðrið sæla. Þriðji og síðasti þáttur. Dixieland. Víða í Suðurríkjunum er borgarastyrjöldin enn við lýði í hugum fólks, og grunnt er á kynþáttahatri. Meðal annarra er rætt við Wallace, ríkisstjóra, og Stórdreka Ku KJux Klan. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 23.05 Dagskrárlok. f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.