Morgunblaðið - 27.01.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.01.1980, Blaðsíða 32
AKAI SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1980 AKAl Kolum brennt í stað svartolíu hjá Síldarverksmiðjunum?______________ Hefði sparað um 1 milljarð á síðasta ári FORYSTUMENN Síldarverksmiðja ríkisins kanna þessa dagana mögu- leika og hagkvæmni þess að brenna kolum í stað svartolíu í verksmiðjum SR. Miðað við það verðlag, sem nú er á svartolíu, er talið að kol séu um 50% ðdýrari orkugjafi. Á síðasta ári notuðu Síldarverksmiðjurnar meira en 20 þúsund tonn af olíu og var kostnaðurinn við hann á þriðja miiljarð króna. — Það er rétt, að við hofum athugað þetta, en málin eru þó enn á byrjunarstigi, sagði Þorsteinn Gíslason, formaður stjórnar Síldar- verksmiðjanna, í samtali við Mbl. — Jón Reynir Magnússon, fram- kvæmdarstjóri SR, er nú í Banda- ríijunum og athugar m.a. þá tækni, sern nú er farið að nota við lokanotk- unina. Kolin eru orðin að fínum salla og mikil sjálfvirkni komin í stað kolamoksturs, sem áður tíðkaðist. — Flestir katlanna í verksmiðjun- um eru upphaflega byggðir fyrir kolabrennslu og síðan breytt fyrir olíunotkun. I Siglufirði stöndum við frammi fyrir því, að katlarnir eru orðnir gamlir og þá þarf að endur- nýja. Ef við tökum Siglufjörð sér- staklega út úr, kostaði svartolían í verksmiðjuna þar hátt í einn millj- arð á síðasta ári. Það er eðlilegt, að fólk spyrji hvort aukin mengun fylgi ekki kolabrennslu. En því er til að svara, að eins og kolunum er brennt nú orðið með tækni nútímans, þá er mengunin jafnvel minni. Hins vegar er þetta allt í athugun og ekkert ákveðið, en kolin virðast allt að 50% ódýrari orkugjafi en svartolían, sagði Þorsteinn. Frá því var fyrir nokkru greint í Mbl. að Sementsverksmiðjan á Akranesi undirbýr nú kolanotkun í stað svartolíu. Sovézk risaþota vænt- anleg til Kef lavíkur Er sömu gerðar og sovézki her- inn notaði í innrásinni í Afganistan SOVÉZK yfirvöld hafa boðað komu risaflutuingaflugvélar af gerðinni Ilyushin II-76T til Kefla- víkurflugvallar 3. eða 4. febrúar næstkomandi og hafa þeir sótt um úrlendisrétt fyrir þotuna. sem þýðir að hún nýtur sama réttar og sendiráð, þ.e.a.s. toll- og lögregluyfirvöldum er óheimilt að skoða farangur þotunnar. Þot- an, sem ber 40 smálestir, er frá sovézka flugfélaginu Aeroflot, og er sömu gerðar og sovézka inn- rásarliðið notaði í Afganistan. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér í gær, er þotan á leið til Kúbu og gefa sovézk yfirvöld upp að farangur hennar sé ætlaður kúbanska flug- félaginu, sem mun eiga þotur af sovézkri gerð. Þotan ber 40 smá- lestir af varningi 5 þúsund kíló- metra leið. Sovézki flugherinn hefur notað þessa gerð flugvéla frá árinu 1974 og hefur hún m.a. verið notuð sem eldsneytisforða- búr fyrir hljóðfráar orrustuþotur flughersins. Þetta er þota sömu gerðar ogRússar hafa boðað komu á til Keflavikurflugvallar eftir rúma viku. Leyft að veiða 200 þús. tonn? LOÐNUAFLINN var skömmu eftir hádegi í gær orðinn um 107 þúsund lestir, en fyrirhugað hafði verið að stöðva veiðarnar við 100 þúsund lestir. Vegna breyttra aðstæðna í sölu á loðnuhrognum til Japans er reiknað með að sjávarútvegsráð- herra heimili að veiða 200 þúsund lestir áður en kemur til loðnu- frystingar og hrognatöku. Loðnan er á hraðri leið austur með Norðurlandi og var í gær á stóru svæði norður af Horni austur undir Kolbeinsey. A föstudagskvöld tilkynntu eftirtalin skip um afla: Júpiter 1300, Ljósfari 540, Isleifur 430, Seley 410. Samtals á föstudag 29 skip meö 18.470 lestir. Laugardagur: Gullberg 580, Gísli Árni 620, Huginn 600, Eldborg 1520, Ársæll 430, Grindvíkingur 1050, Þórshamar 600, Keflvíkingur 500, Harpa 630, Súlan 780, Óli Óskars 1350, Stapavík 200, Sæbjörg 6500, Kap II 680, Víkíngur 1350, Náttfari 520, Hrafn 650, Skírnir 440, Jón Kjartansson 1000, Guömundur 900. Alls til hádegis í gær 20 skip með 15000 lestir. Nokkur þessara skipa fóru með afla sinn austur fyrir til lðndunar í Neskaupstað, Seyðisfirði og Eskífirði. í nærfötum krakkarnir í ferðaklúbbunum í Fellahelli sýndu á Mynd Mbl. Kristján. gamla móðinn föstudagskvöldið tizkuna fyrir stríð. Stjórnarmyndunartilraun Benedikts Gröndals: Óformlegar við- ræður um helgina „VIÐ ætlum að ræða óform- lega við bæði Framsóknar- flokk og Sjálfstæðisflokk, svo' að bið verður á því að ég fari til forseta íslands og skýri honum frá gangi mála,“ sagði Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins. Benedikt kvaðst búast við því að eiga viðræður við forystumenn þessara tveggja flokka þá þegar eftir hádegi í gær. Þetta varð niðurstaða um það bil 2ja klukkustunda þing- flokksfundar Alþýðuflokks- ins, sem hófst klukkan 10,30 í gærmorgun. Fyrir fundinn áttu þeir Bene- dikt Gröndal, Kjartan Jóhanns- son, Sighvatur Björgvinsson og Alþýðuflokkur vill fá nánari skýringar á af - stöðu Fram- sóknarflokks Magnús H. Magnússon fund með Geir Hallgrímssyni og Ólafi G. Einarssyni og munu forystumenn Sjálfstæðisflokksins þar hafa lagt á það áherzlu að reynt yrði til þrautar að kanna samkomu- lagsleiðir flokkanna þriggja. Niðurstaðan eftir þingflokksfund Alþýðuflokksins mun síðan hafa orðið, að menn notuðu helgina til að skoða málið og íhuga niður í kjölinn. Sighvatur Björgvinsson, for- maður þingflokks Alþýðuflokks- ins, kvað niðurstöðuna hafa orðið þá, að menn skoðuðu, hver væri „hinn stóri og mikli málefna- ágreiningur" flokkanna. Hann kvað alþýðuflokksmenn alls ekki gera sér grein fyrir honum af þeirri ályktun, sem Framsóknar- flokkurinn hafi sent frá sér, t.d. vildu alþýðuflokksmenn fá um það vitneskju, hvaða atriði við- ræðugrundvallar Alþýðuflokks- ins, framsóknarmenn helzt settu fyrir sig. Þeir hefðu hafnað plagginu í heild, en alls ekki gert neinar athugasemdir við einstak- ar greinar þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.